Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. nóvember 1956 Þegar kólnar í veðri — Áminningar um klæðnað- inn — Ullaríöt óíín — Hálkan — Skíðasleðaíerðir < ð Í>AJÐ ER enginn hægðarleikur fyrir veðurguðina að gera okk- ur til hæfis. Það var sem sé ekki fyrr hætt að rigna og kom- inn snjór en fólk fór að kvarta um kuldann. — Mikill andsk.. . kuldi er þetta, sögðu menn á mánudagsmorguninn og óku sér í herðunum og börðu sér til hita. Og ungu stúlkurnar, þess- ar sem veigra sér við að kiæða sig hlýlega af ótta við að verða Jsá ósmartari í vaxtarlagi, Sögðu með hryilingi: Agaiegur kuldi er þetta. Og eftir áherzl- - unni, sem þær lögðu á agaleg- ur að dæma, hefði mátt ætla, að það væri komið 12—14 stiga frost! Og þá var svo til frostlaust og í rauninni bezta vetrarveður, a. m. k. hér í bænum. Auðvitað er sjálfsagt að áminna fólk um að klæða sig vel, þegar kólnar í veðri, fara í kuldaúlpurnar og setja upp vettlinga, ullarvettlinga auðvitað, og ullarsokka, og helzt af öllu ullarnærföt líka. Ég veit að mörg ykkar, einkum yngra fólkið fussar og sveiar við þessu ullartali; unga fólkið er nefnilega búið að fá það á heilann, að allur klæðnaður, sem kenndur er við ull sé voða- lega ósmart og púkó. Hins veg- ar er fint að vera í keng af kulda. Þá eru líka til menn, sem ganga í kuldaúlpum allt sumarið, hverju sem viðrar, og ég veit svei mér ekki, hvers konar klæðaburð ætti helzt að ráðleggja þeim núna. En hvað um það; ég vona að þið klæðist hlýlega, þegar kólnar í veðri, svo að maður þurfi ekki að horfa upp á ykkur standandi í höm, skjálfandi af kulda. Þá finnst mér rétt að brýna enn einu ^inni fyrir bæði ökumönn- um og gangandi fólki að fara gætilega á hálkunni, sem jafn- an verður á götum og gang- stéttum þegar snjórinn fer að troðast. Víða er alveg gler- hálka á gangstéttunum, svo að maður verður að hafa sig allan við til að missa ekki fótanna. Alveg sérstaklega er hálkan hættuleg öldruðu fólki, og ætti yngra fólkið að gera það að skyldu sinni að liðsinna því, hjálpa því að komast leiðar sinnar. Og ioks eru það skíða- sleðarnir, sem allsstaðar eru á ferðinni, bæði á götum og gang- stéttum. Börnin fara oft mjög ógætilega á þessum ökutækjum sínum, og er vitaskuld engin furða, þótt börn gieymi að gæta þeirrar varúðar, sern umferð- in krefst, í ánægjulegum leik sínum. En einmitt þess vegna eru skíðasleðaferðir á gang- stéttum og umferðagötum stór- hættulegur leikur, sem öllum ber að forðast. Ferðasaga frá Austur-Asíu og Kyrrahafseyjum, eftir hixtn 'fræga ferðabókarhöfund Dr. Olle Strandberg, en hann er tal- inn einn fremsti núlifandi ferðabókarhöfundur. 1 þessari bók sinni segir Dr. Strandberg frá ferðum sínum um Indland, Kína, Síam, Indo-Kína og Suðurhöf. Dr. OHe Strandberg er mikill ferðamaður, enda hefur hann eytt mikl- um hluta ævi sinnar í ferðalög. Hann ferðast oft á mjög ó- venjulegan hátt og segir síðan frá þessum ferðum sínum á enn óvenjulegri hátt. Hann tekur eftir öllu sem fyrir augu ber, allt frá ströndum Indlands til Hawaii, og hinu skarpa auga hans sést ekki yfír neitt. Hann er ávallt mannlegur og blandar frásagnir sííiar með hinum torskildu leyndardómum austurlanda óg Iýsingum á paradís suðurhafseyja. Hann hef- ur kannað sögu landa þessara og þjóða meira en nokkur annar ferðabókarhöfundur frá þessum slóðum. Frásögn Olle Strandberg er skýr, lifandi og víðfeðm. Stíll hans rismikill, lifandi og óviðjafnanlegur. I hinum fjörugu frásögnum sínum bregður hann upp svo lifandi myndum, að lesendanum finnst sem hann sé sjálfur þátttakandi í öllu sem gerist. Um skrif Ðr, Olle Strandberg hefur verið sagt að þau myndi sérstæðár, óviðjafnanlegar bókmenntir. Það má segja um verk hans, að þau séu hrífandi sambland af verkum meistaranna, verk sem eru í senn frumleg og spennandi og bera vott- um framúrskarandi eftirtekt og kýmnigáfu. Hér er ekki um neina kyrrstöðu að ræða, heldur sílifandi lýsingar frá þessum fjarlægu stöðum austurlanda og suðurhafa. ' Þeíta er íerðabók, sem áreáðanlega á sér enga líka hér á landi — Hrímsfellsbók er valin bók Róleg stund að lokinni ópíumreykingu. HRÍMFELL tf»n IBIUiníUIIHíBIISnSiílSSSimíSSHIMiBlHHíSSHSSSUMÍiMMUMMIiSIHSlMI1*

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.