Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Qupperneq 6
_ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. nóvember 1956 ÞIÓÐVIUINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþý'ðu — Sósíalistaflokkwrinn Hernámsmálm rr'iminn vitnar í gær í for- -*• ustugrein í frásögn „víðkunns brezks tímarits" án þess þó að geta þess hvert tímaritið er. Er því haldið fram þar að nú sé hin geig- vænlegasta styrjaldarhætta í heiminum, uggvænlegri en nokkru sinni síðan 1948 „þeg- ar kalda stríðið stóð hvað hæst“. Er síðan haldið áfram í svipuðum dúr og er ekkert nýstárlegt við það; það er auðvelt að finna erlend tíma- rit sem af annarlegum hvöt- um halda því fram sýknt og hejlagt að styrjöld sé að sk/ella á og því þurfi að víg- búast af kappi og magna valdstefnuna allt hvað af tek- ur. Hitt er eftirtektarverðara að Tíminn notar ívitnunina sem inngang að ummælum um viðhorf íslendinga, viðræð- ur þær sem fram fóru í síð- ustu viku um hernám lands- ins og niðurstöður þeirra. Tíminn segir orðrétt: „Ekk- ert liggur fyrir um hvernig það samkomulag er, en aug- Ijóst er þó, að íslendingar eru þátttakendur í vestrænu sam- starfi og varnarkerfi og hafa af frjálsum vilja teldð sér skuldbindingar á herðar á hættutímum. Það væri í ósam- ræmi við yfirlýsta stefnu og vilja alls þorra landsmanna, að víkjast í nokkru undan skyldunum við lýðræðisþjóð- irnar á hættunnar stund. Það samkomulag sem gert hefur verið hlýtur að taka tillit til hvors tveggja, þeirrar stefnu að hér sé ekki her á friðar- tímum og þeirra skuldbind- inga sem okkur eru á herðar lágðar sem frjálsri þjóð, er víll í hvívetna reynast traust- ur hlekkur í sameiginlegri varnarkeðju á hættutíð." 5rátt fyrir umbúðirnar er augljóst hvað Tíminn er að fara; það skilst fyrr en skellur í tönnum. Nú eru „hættutímar" og þá eru það „skuldbindingarnar" sem máli skipta, við eigum að vera „traustur hlekkur í sameiginlegri vamarkeðju". Umbúðalaust merkir þetta að Island á að vera hernumið enn um skeið og að hér eiga að vera hemámsframkvæmdir í samræmi við „hættuna". Eru þessi ummæli í málgagni forsætisráðherrans vissulega þau tíðindi að vel hefði blað- ið mátt skýra frá þeim þann- ig að meiri athygli vekti. ¥»að þarf ekki að taka það * fram að Þjóðviljinn er al- gerlega andvígur þessum sjónarmiðum Tímans og telur þau fullkomlega röng í grand- vallaratriðum. Kenningin um árásarhættu frá Sovétríkjun- um og Varsjárbandalaginu er tilbúningur, sem ekki verður fituddur neinum rökum og hefur það eitt márkmið að magna vígbúnað og hersetu á Vesturlöndum. Kenningin um öryggi Islands af hersetu er í fyllstu andstöðu við veruleik- ann; hernám íslands er hættulegt á friðartímum, enn hættulegra á viðsjártímum og lífshættulegt á ófriðartímum. Hersetustefnan eykur styrj- aldarhættu, og ef til styrj- aldar kemur kalla árásir frá Keflavíkurflugvelli á gagná- rásir — og hver væra þá orð- in örlög íslenzku þjóðarinnar? Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn háfa ekki ennþá viðurkennt þessi augljósu sjónarmið, en þeir flokkar hafa haldið fram þeirri kenningu að ekki skuli vera her á íslandi á friðar- tímum. Alþingi ákvað sl. vor að framfylgja þeirri lágmarks- stefnu og sú var einnig yfir- lýsing núverandi ríkisstjórn- ar. En eftir forastugrein Tím- ans í gær að dæma virðast samstarfsflokkarnir telja að nú séu ekki friðartímar og því ekki fært að framfylgja stefnunni eins og sakir standa. En hvaða röksemd- um er slíkt sjónarmið stutt? Hvað bendir á að nú sé meiri hætta á heimsstyrjöld en ver- ið hefur að undanförnu? Eng- ar slíkar röksemdir hafa ver- ið birtar, og staðreyndirnar benda á hið gagnstæða. Það eru athyglisverð sannindi, sem engum manni ættu að liða úr minni, að frá því að heimsstyrjöldinni lauk hefur Vesturevrópa aldrei verið eins óvarin og nú. Franski herinn er allur i Norðurafríku, enski herinn er við austanvert Mið- jarðarhaf, vesturþýzki herinn er ekki enn kominn á laggim- ar. Þessar athyglisverðu stað- reyndir sanna í verki að ráða- menn Vesturveldanna telja líkurnar á heimsstyrjöld minni en nokkru sinni síðan friður var saminn 1945. Og þegar við ræðum örlög ís- lands ber okkur að líta á staðreyndir en ekki áróður eða óraunhæfar tilfinningar. F»að er vissulega rétt að *■ uridanfarið hafa gérzt geigvænleg tíðindi og sam- búðarhættir stórveldanna standa til mikilla bóta. En af því ber ekki að draga þær ályktanir að nú verði að magna valdstefnuna á nýjan leik, auka hervæðingu og efla hersetu. Atburðimir í Ung- verjalandi og Egyptalandi eru þvert á móti afleiðingar vald- stefnunnar, órækasta sönnun þess hverjar hörmungar hún leiðir yfir þjóðirnar. Það er glapræði og lífshætta að efla hernaðarbandalög; eina leið mannkynsins er sú að af- nema þau öll. Hernámsstefnan leiðir aðeins ófrelsi og hættur<S> yfir þjóðirnar; eina leið mannkynsins er sú að hver þjóð fái að lifa í landi sínu ein og frjáls og ráða sjálf ör- logu'm sínum. Okkur^'fslend- ingum ber að efla stefnu frið- ar og frelsis og vinsamlegra samskipti með því að fram- Brezkir fallhlífarhermenn leggja af stað frá Kýpur tíl að taka þátt í inn- rásinni í Egyptaland. Brezka íhaldið að klofna, kosninga vænzf í janúar Rimman í herbúðum Vestur- veldanna út aí eftirköstum árásarinnar á Egyptaland magn- ast dag frá degi. Utanríkisráð- herrar Bretlands og Frakk- lands, þeir Selwyn Lloyd og Christian Pineau, eru komnir heim frá Bandaríkjunum hrygg- ir og reiðir yfir afstöðu Banda- ríkjanna á þingi SÞ, en þar greiddi fulltrúi þeirra atkvæði með tillögu Asíu- og arabaríkja um að herir Breta, Frakka og ísraelsmanna skuli hafa sig á brott úr Egyptalandi tafarlaust. Málflutningur Lloyds og Pine- aus mætti daufum eyrum hjá bandarískum embættismönnum og þeir fengu ekkert tækifæri til að bera mál sitt upp fyrir Eisenhower forseta. Bandaríkin þverneita að hjálpa ríkjum Vestur-Evrópu um olíu meðan brezkir og franskir hermenn eru í Egyptalandi. í London og París ná menn ekki upp í nef- ið á sér vegna reiði yfir því að Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóri SÞ, hefur tekið til greina kröfu Nassers, for- seta Egyptalands, að erlendur herafli verði að fara á brott úr Egyptaiandi áður en byrj- að sé að hreinsa tálmanir úr Súezskurði. ¥»riðjungur þingflokks brezkra ■* íhaldsmanna, yfir hundrað þingmenn, hafa látið gremju sína í garð Bandaríkjastjómar í Ijós með því að bera fram þingsályktunartillögu um að víta framkomu hennar við Breta í átökunum við Miðjarð- arhafsbotn. Á fundi þingmanna frá A-bandalagsríkjunum í Par- ís skarst í odda milli þing- manna frá Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Bandarísku þingmennimir neituðu að styðja ályktun, sem fól í sér kröfu um að Bandarikin hlaupi undir bagga með Vestur-Evr- ópuríkjimum og hjálpi til að bætd úr olíuskortinum, sem ógnar atvinnulífí þeirra. Evr- ópsku þingmennirnir helltu sér ‘•N <S> fylg'ja henni í verki. En með því að láta nota okkur sem peð á skákborði valdstefn- unnar bregðumst við jafnt sjálfum okkur sem 'öðrarn, aukum hættur en drögum ekki úr þeim. Erlend tíðindl í staðinn yfir utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Eisenhower persónulega. Hollendingurinn Goedhart komst svo að orði að Eisenhower hefði „misst öll tækifæri úr greipum sér. Utan- ríkisstefna hans hefur verið grautarleg og handahófskennd“. í þingsályktunartillögu brezku íhaldsmannanna segir, að Atl- anzhafsbandalaginu sé stefnt í voða ef Bandaríkin breyti ekki um stefnu gagnvart banda- mönnum sínum. T¥orfur eru á því að brezka íhaldsstjómin muni reyna að bjarga lífi sínu með því að virkja sér i hag þá bylgju andúðar á Bandaríkjamönnum sem nú fer um Bretland. Vand- séð er þó að það komi að haldi. Sem stendur gætir mest í Bret- landi særðs metnaðar, það er hart fyrir þá sem litið hafa á sig sem herra heimsins að verða ' að þ'reifa á dð þeir megna ékki að steypa af stóli einum egypzkum liðsforingja. Þegar frá líður mun athygli Breta beinast meira að öðrum afleiðingum herferðarinnar gegn Nasser. Áhrif olíuskorts- ins á brezkt atvinnulíf og ut- anríkisverzlun eru talin verða svo alvarleg að öngþveiti skelli á í iðnaði og fjármálalífi á út- mánuðum og jafnvel er búizt við að tjl nýrrar gengislækkun- ar komi. Ríkisstjóm brezkra íhalds- manna er illá undir það búin að mæta slíkum erfiðleik- um. Eden forsætisráðherra ligg- ur úttaugaður á Jamaica. Fréttaritari New York Times i London ber góðar heimildir fyrir því að hann sé svo þrot- inn að kröftum að ekki sé bú- izt við að hann verði aftur maður til að taka forustu stjórnarinnar. Richard Butler, sem situr í forsæti á stjómár- fundunum í fjarveru Edens, var tregastur flokksforingjánna til að samþykkja árásina á Egyptaland. Harold Macmillan fjármálaráðherra, æstasti árás- arsinninn í stjóminni, keppir við Butler um flokksforustuna. Ef Butler fellst á að kalla brezka herinn brott frá Egypta- landi umsvifaiaust mun verða uppreisn í íhaldsflokknum, hinn svokallaði Súezhópur þing- mannanna myndi ekki hika við að fella stjómina og talið ex að Lloyd utanríkisráðherra, Head landvamaráðherra og Macmillan myndu segja af sér. Ef hinsvegar Butler lætur að vilja Súezhópsins og þessara meðráðherra sinna og býðui’ SÞ og Bandaríkjastjóm byrgina vofir ríkisgjaldþrot yfir Bret- landi. T|ingfréttaritari brezka sósial- demókratablaðsins New Stat- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.