Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 11

Þjóðviljinn - 29.11.1956, Page 11
Fimmtudagur 29. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — iliri 51. dagur Það 'varð þögn, síöan heyrðist röddin aftur. „Roger.. Cristobál Trader. Viö náum þér á fimm fimm en heyr- um hvorki til San Francisco né Honolulu. Segöu San Francisco .... bíddu andartak .. við'búinn Manuel teygði sig eftir skrifblokk og bjó sig undir aö skrifa. „. ... Segöu San Francisco að fyrsti hreyfill sé ó- nýtur hjá okkur. Það kviknaöi í . . en tókst að slökkva. Hreyfillinn hangir um það'" bil tíu gráður niður. Há- markshraði áætlaður hundrað þrjátíu og fimm. Við erum nú í fimm þúsund fetum . . en erum að tapa hæð. Biddu þá aö hreinsa til á svæðunum fyrir neðan okkur. Náðirðu þessu?“ „Roger, Fjórir-tveir-núll. Andartak". Manuel vissi að honum bar aö kalla á húsbónda sinn, en það gæti hann gert seinna. Ef Fjórir-tveir-núll var aö lækka, þá mátti engan tíma missa. Hann tók hljóðnemann aftur. „WTYH . . Cristobal Trader kallar AIRINC, San Francisco., Hey.rðuð þið skýrsluna frá flugvél Fjórir- tveir-núll?“ Ókennileg rödd barst samstundis til hans. „Roger. WTYH. Segið honum vinsamlegast að vera viðbúinn nánari fyrirmælum. Spyrjið hvort hann ætli niður? Skipti.“ „Cristobal Trader kallar Fjóra-tvo-núll. Heyrðuö þið til San Francisco rétt í þessu?“ „Nei, Trader.“ „Fyrirmæli um aö bíða eftir frekari fyrirskipunum,<.> Þeir'vilja vita hvort þiö ætliö niður. Skipti.“ „Viðbúinn ..“ Manuel skorðaöi sig gegn þungri veltu hjá skipinu og hohum flaug 1 hug, hvernig það væri aö lenda í miðju úthafinu um hánótt. Hann gladdist allt í einu yfir traustleika Cristobals Trader. „Fjórir-tveir-núll kalla,r Trader. Ætlum ekki að reyna nauölendingu eins og stendur. Reynum að halda tvö þúsund feta hæö. Hvernig er sjórinn umhverfis ykkur .... ef til kemur? Skipti.“ „Þungur öldugangur að norðvestan. Við veltum á aö gizka þrjátíu gráður. Sjórinn mjög úfinn.“ „Roger.“ 1 „WTYH frá San Francisco. Spyrjiö um stöðu vélar- innar Fjórir-tveir-núll og raunverulega stefnu.“ „Bíðið. Trader kallar Fjóra-tveir-núll. San Francisco spyr um stöðu ykkar og stefnu. Skipti." „Kompás eöa raunverulega stefnu?“ „Raunverulega.“ „Andartak .... staða okkar á að gizka einn-þrír-sjö vestur .... þrjátíu og fimm gráöur noröur. - Stefna fimmtíu gráöur. Verið viðbúnir, ef við skyldum vilja snúa við og lenda hjá ykkur. Skipt,i.“ „Röger, Fjórir-tveir-núll. Náðirðu þessu öllu, San Francisco?11 „Já, Cristobal Tradef. Sfegið honufn áð reyna við okk- ui’ á áttatíu og sjö hu'ndruöum. Viö erum viöbúnir á öllum bylgjulengdum. Skipti.“ , „Cristpbal Trader kallar Fjóra-tvo-núll. San Franc- isco vill að þiö reyniö áttatíu og sjö hundruð.“ ,,,Skal gert.“ Nú vissi Manuel aö tíminn var kominn til að láta í Ijós persónulegan áhuga sinn. Hann vissi nóg um flug- vélar til að gera sér litlar vonir um möguleika þeirra í úfnum nætursjó. Hann vissi ekki vel hvernig hann átti aö búa hugsanir sínar í orö, en hann vildi að mennirnir í háloftunum vissu að Manuel Aboitiz váf persónulega snortinn af óláni þeirra. „Reynið aö halda vélinni uppi í loftinu, piltar," sagði hann loks. „Þaö er býsna blautt hérna njjðri." Svarið sem barst til hans var dauft en kynlega ótta- laust. „Þökk fyrir, Cristobal Trader. Við skulum reyna. Þökk fyrir allt.“ Pickéring,' rölegur maður sem tottáði pípu sína eins og húri’ váeri sykufstöh^, liáfði !áéð:!%ih>,'ití®íáf'&éfíd'inlfi’ afriái' fíja' Íííriric. 'tíu'’ váf pífiáiá’ liáhs^í^áiítíírn kói.d- Hann hafði lagt hana frá sér þegar rodd Hóbie Wheel- ers heylðist fyrst og síðan hafði hann ekki haft tíma ' til'að ná í hana aftur. Pickeririg háföi - afhefít Starfs- bræörum sínum sambandið viö fimm aörar vélar yfir Kyrrahafi, og snúið sér aö því að reyna að ná beinu sambandi við Fjóra-tvo-núll. Þaö var óþægilegt að vinna gegnum Manuel Aboitiz, en í svipinn vár hann honum þakklátur. Pickering átti mjög annríkt. Hann varð aö taka niður hvert einasta orð sem Hobie og Manuel sögöu á firörit- arann fyrir framan sig. Firöritarinn- gerði sjálfkrafa aövart á skrifstofu flugumferöarstjórnarinnar og sömu- leiðis skrifstofu flugfélagsins, en nafn þess var skrifaó hjá númeri vélarinnar Fjórir-tveir-núll. Eftir fyrstu löngu þögnina, sneri Pickering sér til í málmstólnum og hringdi 1 skyndingu í tvö símanúmer. Fyrst hringdi hann í skrifstofu strandgæzlunnar. Bækistöðvar henn- ar voru skammt frá honum og hann heyrði hættumerki þeirra inn um opinn gluggann áður en hann var bú- inn aö leggja tólið á. Næsta upphringing Pickerings var 1 Björgunardeild strandgæzlunnar inni í miðborginni. Þegar hann lagði tólið á stuttu síðar, vissi hann aö innan hálfrar klukku- stundar yrðu á annað þúsund menn beinlínis tengdir örlögum vélarinnai' Fjórir-tveir-núll. Mowbray lautinant var enn aö tala í símann viö Pick- ering þegar hann spillti gersamlega friðnum í björgun- ardeild strandgæzlunnar. Hann hélt símanum í annarri hendi, lyfti sér upp í rúminu og þrýsti á rauða hnapp- inn á veggnum. Um leið var eins og gnýr færi um liös- foringjahíbýlin, þar sem hann hafði sofið. Hann heyrði til manna á hlaupum 1 gajig'inum; það voru sennilega þeii' Keim, aöstoðarflugmaöur hans, og Pump loftsigl- ingafræðingurinn. Meöan Mowbray lautinant smeygði sér í buxurnar og skóna heyrði hann fótatak sem kom frá skálum starfsmannanna og út á steinvöllinn. Hann heyröi vélarhljóð áður en hann skvetti köldu vatni fram- an í magurt andlit sitt, hristi höfuöið til að reka burt síöustu leifar svefnsins og lagöi af staö niöur ganginn. GENGISSKRÁNING Þröngur kjóll ©g víður 1 Bandaríkjadollar 16.32 1 Kanadadollar 16.90 100 danskar krónur 236.30 100 norskar krónur 228.50 100 sænskar krónur 315.50 100 finsk mörk 7.09 1000 franskir frankar 46.63 100 gyllini 431:10 100 tékkneskar krónur 226.67 100 vesturþýzk mörk 391.30 1000 lírur 26.02 100 belgiskir frankar 32.90 100 svissneskir frankar 376.00 Ðömu-, herra og barna- skíðabuxur TOLEDO Fischersund. Erlend tíðindi Frainhakl h'f 6. síðu. esman and Nation, þingmaður- inn J. P.W. Mallalieu, se'gir að á þingi heyrist raddir um 'á'ð eins og nú sé komið væri rétt- ast -að Eden bæðist lausnar og benti á Gaitskell, foringja Verkamannaflokksins, sem eft- irmann sinn. Líklegra telur hann þó, að Verkamannaflokk- urinn veiti Butler frið til að koma fram á þingi óhjákvæmi- iegri • lagasetningu gegn loforði um að þing verði rofið og þing- kosningar fari fram í janúar. Verkamahnaflokkurinn gorir sér fastléga vonir um áð vinna stórsigur í §líkum kosningum. M. T. Ó. Geðvmkm lœknast £>au góðu tíðindi berast frá Danmörku, að 90% af geðs.iúkl- ingum á spitölum fari þaðan með bætta eða fulla heilsu, flest- ir áður en ár er liðið frá því að þeir komu, en 66% eru þai; ekki lengur en tvo til þrjá mánuði. Þessu valda hinar nýju lækn- ingaaðferðir, rafmagnslostið, og þó einkum hin nýju meðul, en af þeim eru merkust largacil og chloropromazin, serpasil og res- erpin. En auk hinna nýju aðferða eru hinar eldri auðvitað not- aðar enn. Raflostið er nú orðið að vægri og sársaukalausri læknisaðgerð, oft er það gefið án þess að sjúkl- ingurinn viti af. Og er það talið mikilsvirði gegn hinum erfiðari tegundum af geðveiki, sem raun- ar eru oft ólæknandi, en þó er unnt að bæta líðan þessara sjúklinga til mikilla muna, bæði með því og meðulunum. Þegar allt annað þrýtur, er stundum gripið til skurðaðgerða, sem að vísu veita ekki lækningu, en þó mikla bót. Þessum framförum sýnist mega jafna við þær sem orðið hafa í berklalækningum á síð- ustu árum, og þó varla, fyrr en fundnar eru orsakir hinna alvar- legustu geðsjúkdóma (scizofreni og mania depressiva), og full- komin lækning við þeim. ™ i:;-----------------" - ' ---------------------------- 6i í plÓWIUlMN Útgefandl: aamelntngarDokkur alþýBU'-— Bóstaltstallokkurtnn. — Rttstlórar: MagnUs Klartansso* (áb.). Stgurður OuSmundsson. - Próttarttstlórl: Jón BJarnason. - BlaSamenn: Ásmundur Stgur- , ,, , „ , Jónsson. Blarnl'Benedlktsson, Ouðmundur Vtgfússori, ívar H. Jónsson. Magnús Torfi ótafsson - Auglystnga^stJórJ: JónsUInn Haraldsson. - Ritstjórn, afgrelSsla. auglýsingar, nrentsmtSJa: SkólavórSustlg 19. - Símt 7500 1 35 4 m4nUS1 ‘ ReykJavlk og nÉgrenni; kr. 22 ajuíarsstaSar. - LausasatuverB kr. 1. - Prent«m<#3» X’röngi kjóllinn hentar bezt þeim sem grannar eru. Hann hentar einnig vel hversdags, jafnt, sem við hátíðlegri tæki- færi, því veldur hin einlita brydding í hálsmáhnu. Það má taka hana af og verður þá kjóll- inn náttúrlega fleginn til hinna fyrrnefndu tækifæra. En sum- arkjóllinn er þröngur í mittið bezt.fer við.litinn á kjólnum. en afarviður niður af mjöðm- um. Takið eftir slaufunni með löngu lindunum. Ef kjóllinn er hafður úr silki, eiga böndin helzt að vera úr flaueli. Ef hann er hafður úr bómullarefni, og það myndi eiga einna bezt við sniðið, er rétt að hafa slaufuna úr silkirifsi og í þeim lit sem

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.