Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 3

Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 3
Laugardagur 5. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN (3 Brunatryggingaíðgjaldíð hefur lækkað úr 10-11 í 1,83 af þúsundi á 40 árum Hinn 1. janúar voru /#ð/n 40 ár frá jbW Brunabótaféiag Islands tók til starfa Hinn 1. janúar sl. voru liðin 40 ár frá því Brunabótafélag íslands tók til starfa. Félagið er elzta alinnlenda tryggingafé- Jagið og jafnframt stærsta brunatryggingafélag landsins, og hefur unnið brautryðjendastörf í eldsvoðatrvggingum og bruna- Vörnum hér á landi. Frá stofnun hefur Brunabótafélag Islands greitt í tjónbætur til vátryggjenda samtals rúmlega 32 millj. króna og lán félags- ins til bæjar- og sveitarfélaga eru nú að eftirstöðvum tæpar 22 milljónir. Hefur lánum þessum að meginhluta verið varið til byggingu vatnsveitna og slökkvitækjakaupa. I tilefni 40 ára afmælisins hef- ur Brunabótafélagið gefið út myndarlegt afmælisrit. Þar rit- ar forstjóri félagsins Stefán Jóh. Stefánsson formálsorð, lýst er aðdraganda og stofnun félagsins, starfssviði þess og þróun, rakin eru áhrif og árangur af félags- starfinu í 40 ár. Þá ritar Geir G. Zoega, fyrrverandi vegamála- stjóri, um þátt BrunabótafélagST ins í brunavörnum, birtar eru kveðjur frá endurtryggjendum íélagsins og raddir og álit all- margra manna á félaginu. Verð- ur hér á eftir drepið á helztu at- riðin í starfssögu Brunabótafé- Jags Islands, eins og hún ér rak- in í fyrrgreindu afmælisriti. * Andstaða erlendra tryggingafélaga Árið 1915 markar tímamót í islenzkum tryggingamálum, því að þá voru sett lög um Bruna- bótafélag íslands. Þar var á- kveðið að landsstjórnin gengist fyrir að stofnað yrði félag, er tæki að sér brunatryggingar á húseignum á íslandi utan Reykjavíkur. Skyldi landssjóður ábyrgjast allt að 800 þús. kr. af skuldbindingum félagsins, en fé- lagið tryggja húseignir í kaup- stöðum utan Reykjavíkur gegn eldsvoða, svo og í kauptúnum með* 3Q0 íbúa eða fleiri. í ársbyrjun 1916 var Sveini Björnssyni síðar forseta falið að koma Brunabótafélagi íslands á stofn og veita því forstöðu. Varð hann þvi einnig fyrsti forstjóri þess og gegndi því starfi til 31 júlí 1920. Það reyndist livorki vandalaust né auðvelt, að tryggja stofnun og öruggan rekstur félagsins, því að er Sveinn leitaði eftir endurtrygg- ingum fyrir það erlendis, bund- ust dönsk og sænsk vátrygg- ingafélög samtökum um að neita því um þær. Mun erlendu félög- unum hafa fundizt þau missa allstóran spón úr aski sínum, ef íslenzkt félag tæki að sér frum- tryggingar á íslandi, enda liöfðu þau til þess tíma tckið 10—11 af þúsundi í iðgjöld af flestum vátryggðum húsuin utan Reykja- víkur. Samningar tókust þó um síðir við vátryggingafélagið Storebrand í Osló uju að það tæki að sér endurtryggingu fyrir Brunabótafélagið. Voru fullnað- arsamningar um þetta undirrit- aðir í Osló í maí 1916, en ekkert mátti láta uppi um þá fyrr en Brunabótafélagið tæki til starfa. Þegar Sveinn Björnsson hafði lokið þessum erindum á Norður- löndum og var kominn til ís- lands aftur. var honum ljóst að Brunabótafélag íslands gæti ekki tekið til starfa fyrr en 1. janúar 1917. En 17. júní 1916 birti hann tilkynningu um að á- kvæði laganna um félagið skyldu fyrst um sinn ná til brunatrygg- inga á húsum í 21 tilgreindum kaupstað og kauptúni utan Reykjavíkur. * 90°// af brunatrygg- ingum fasteigna utan Reykjavíkur í upphafi var ákveðið að Brunabótafélagi íslands skyldi stjórna forstjóri skipaður af ráð- af æði mörgum sveitahreppum enda verið ósleitilega að því : „ unnið af öðru gagnkvæmu trygg- ingaféiagi. Þó eru allir kaupstað- ir landsins utan Reykjavíkur, svo að segja öll kauptún þess og meirihluti allra sveitalireppa áfram í Brunabótafélagi íslands, sem hefur nú hartnær 90% af öllum brunatryggingum fast- eigna utan Reykjavikur. Önnur meginbreyting var gerð á starfssviði Brunabótafélagsins með lögunum frá 1955. Nú er félaginu heimilt að brunatryggja allt lausafé án nokkurra tak- markana, og ennfremur að taka að sér rekstur nýrra tryggingar- greina. Hefur félagið því alveg óbundnar hendur og heimild til þess að snúa sér að hverskonar vátryggingastarfsemi. Félagið hefur þegar tekið nokkuð af á- byrgðartryggingum, vélatrygg- ingum, ferða- og slysatrygging- um, flutningatryggingum og rekstursstöðvunartrygingum. Einn af slökkviliðsbílunum, sem byggt var yfir á verk- stœði brunavarnaeftirlitsins í Hafnarfirði. LokunarÉími mjólkurbiiða Lokunartimi mjólkurbúða breytist nú í janúarbyrjun þannig, að þær verða opnar ttl KL. 2 Á LAUGARDÖG- UM til 1. október n.k. Sveinn Björnsson fyrsti forstjóri Brunabóta- félags íslands. herra, og allt frá stofnun félags- ins til 1955 var skylt að tryggja allar fasteignir utan Reykjavik- ur hjá félaginu. Með lögum frá 23. marz 1955 var skipulagshátt- um og verksviði Brunabótafé- lagsins breytt verulega. Voru þá settar ákveðnar takmarkanir á einkarétti félagsins til þess að tryggja allar húseignir landsins utan Reykjavíkur, þannig að nú geta þæjar- og sveitarstjórnir ákveðið eftir vissum reglum að hlutaðeigandi bæjar- og sveitar- félög segi sig úr Brunabótafé- laginu og losni þar með bæði við skyldur og réttindi sem eru samfara aðild að því. En leita verða þau bæjar- eða sveitar- félög þá til annarra vátrygginga- félaga um brunatryggingar. Hefur heimild þessi verið notuð * Iðgjöld lækkuð til mikilla muna Brunatrygging fasteigna hefur frá upphafi verið höfuðverkefni Brunabótafélagsins og með stórauknum byggingum um land allt, bæði á íbúðarhúsum, verk- smiðjum og iðjuverum, verzlun- ar- og samkomuhúsum, hafa þessar tryggingar vaxið stórum. Hafa váti'yggingaupphæðir fast- eigna vaxið á síðustu 25 árum (1931—1956) úr 51% milljón í 3 milljarða og rúma 566 millj- ónir króna. Á fyrsta starfsári Bruna- bótafélagsins eru iðgjöld að- eins rúm 80 þús. kr., en á síðasta reikning'sári tæpar sex milljónir. Þess er áður getið, að af húsum utan Reykjavíkur, sem tryggð voru lijá dönskum vátryggingafé- lögum, þurfti að greiða allt að 10 af þúsundi vátrygg- ingarverðsins og jafnvel tölu- vert meira. Brunabótafélag- inu tókst þegar í upphafi að lækka þessi iðgjöld mikið og á siðasta aldarfjórðungi hef- ur meðaliðgjald af vátrygg- ingarupphæðum fasteigna lækkað úr 5.19 af þúsundi í 1.83 af þúsundi. * Lán til sveitarfélaga Það ræður af líkum, að Bruna- bótafélagið hefur á undanförn- um 40 ára starfstíma sínum innt af höndum mjög háar og miklar bótagreiðslur til þeirra, sem orðið hafa fyrir brunatjóni. Nema þær samtals rúmlega 32 milljónum króna, Á síðasta reikningsári námu þær um 4% mjllj. kr. eða milli 70 og 80% af brúttóiðgjöldunum. Brunabótafélagið hefur keppt að því að safna varasjóðum og orðið allvel ágengt. f upphafi gekk söfnunin hægt af eðlilegum ástæðum, vegna lítilla og fá- breyttra viðskipta, en eftir því sem lengur hefur liðið og starf- rækslan færzt út hafa varasjóð- irnir aukizt og nema þeir nú rúmlega 26 milljónum króna. Þessir varasjóðir veita félaginu fullkomið fjárhagslegt öryggi og gera það að verkum, að unnt er að veita lán víða um landið til brunavarna og vatnsveitna, auk þess sem vextirnir af sjóð- um þessurn standa vel undir kostnaði við rekstur félagsins. Við ráðstöfun á lánum úr vara- sjóðum félagsins hefur verið fylgt þeirri meginreglu að dreifa lánsfénu um landið, og hefur félagið þannig stutt að nauðsyn- legum framkvæmdum. Lán til bæjar- og sveitarfélaga eru nú að eftirstöðvuni tæpar 22 millj. króna og að meginhluta vatns- veitu- og slökkvitækjalán. * Brautryðjendastarf í brunavörnum Brunabótafélag íslands hefur, eins og fyrr var sagt, átt drýgst- an þátt í umbótum þeim, sem orðið hafa í brunavarnamálum utan Reykjavíkur síðustu ára- tugina. Hefur félagið, sérstak- lega frá 1936, stutt kaupstaði og kauptún mjög til þess að koma á skipulegum brunavörnum und- jr umsjón brunavarnaeítirlitsins, sem komið var á fót 1929 að til- hlutan félagsins. Veitti félagið allmörgum sveitarfélögum lán til að kaupa slökkvitæki með hag- kvæmum kjörum, þannig að vextir og afborganir voru greiddar með bókfærðum af- slætti á iðgjöldum allra hús- eigna. Er fram leið og kostnað- ur við útvegun slökkvitækja óx mjög var sú breyting gerð, að sveitarsjóðirnir tóku að sér greiðslu vaxta og afborgana, en húseigendum var veittur afslátt- ur á iðgjöldum, venjulega 15— 20%, er ákveðinn var með tilliti til ástands brunavarna á hverj- um stað. Síðan 1929 hefur félag- ið á þennan hátt veitt sem lán samtals rúmlega 5,8 millj. kr. þar af rúmar 5 millj. á síðustu 10 árum. Árið 1946 festi Brunabótafé- lagið kaup á húseign í Hafnar- firði og lét gerða á henni ýmsar breytingar og umbætur til að koma þar fyrir birgðastöð fyrir slökkvitæki og verkstæði til að smíða ýmis slík tæki. Hafa sam- tals verið smíðuð eða innflutt brunavarnatæki að verðmæti tæplega 5,9 millj. kr., en til þessa hefur verið smíðuð yfir- bygging með öllu tilheyrandi á 21 slökkvibifreið af þeim 26 sem nú eru í notkun utan Reykjavíkur, en 3 eru í smíðum. * Stjóm og forstjórar Frá stofnun Brunabótafélagsins til vors 1955 var engin sérstök stjórn valin fyrir félagið, en með lögum nr. 9 frá 1955 var ákveðið að öll bæjarfélög utan Reykjavíkur og öll sýslufélög landsins skyldu eftir hver.iar reglulegar bæjarstjórnar- og sýslunefndarkosningar tilnefna einn mann hvert, og annan til vara, í fulltrúaráð félagsins. Skyldi það koma saman til að- alfundar fjórða hvert ár, en aukafundar þegar þörf kretði. Aðalfundur kýs þriggja manna framkvæmdastjórn félagsins og skipa hana Jón Sólnes banka- fulltrúi Akureyri formaður, Emil Jónsson vitamálastjóri Hafnar- firði varaformaður og Jón Stein- grímsson sýslumaður Borgarnesi ritari. Forstjórar félagsins hafa verið sex frá stofnun: Sveinn Björns- son 1. jan. 1916—31. júlí 1920, Guðm. Ólafsson 1. ágúst 1920— 31. ágúst 1922, Gunnar Egilson 1. sept. 1922—25. maí 1925, Árni Jónsson frá Múla 26. maí 1925— 30. sept. 1928, Halldór Stefáns- son 1. okt. 1928—31. maí 1945 og Stefán Jóh. Stefánsson frá 1. júni 1945 og síðan. Sigurjón Jó- hannsson skrifstofustjóri gegndi þó forstjórastörfum í ráðherra- tíð Stefáns 1947—1949. FILMÍA hefur svningar aftur Sýningar Filmíu hafa legið niðri vegna, hátíðanna, en hefj- ast aftur í dag. Þá verður sýnd sænska myndin I biðsal dauðans eftir samnefndri sögu Svens Stolpe. Höfundur mynd- arinnar er Hasse Ekman og leikur hann sjálfur annað aðal- hlutverkið. Hitt leikur Viveca Lindfors. Ætlunin hafði verið að sýna ensku myndina Oliver Twist, en hún komst ekki til landsins í tæka tíð. Sýningin í dag hefst kl. 3, en önnur sýnirig verðus á morgun kl. 1. Laugavegi 36 — Sími 82209 Fjölbreytt úrval af steinhringum. — Póstsenéum Sósíalistar í Reykjavík vinsamlega komlð í skrif- stofu Sósíalistafélagsins f Tjamargötu 20 og greiðif félagsgjöld ykkar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.