Þjóðviljinn - 05.01.1957, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.01.1957, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1957 »Frú Catossi segir mér, að hana fari að svima« Freysteinn Þorbergsson skrifar frá Hastings Hastings, 30. desember 1956. „Voruð það þér sem lentuð í steininum í fyrra?“ spyr hót- elþjónninn Friðrik Ólafsson, þegar við komum á hótel Chatsworth í fyigd með R. G. Wade, sem hafði tekið á móti okkur á brautarstöðinni í Hast- ings. „Jú. Sá er maðurinn". Við Friðrik lendum hér í góðum félagsskap. Kunningi okkar, Bent Larsen, býr einnig á þessu hóteli og borðum við þremenningarnir saman í mat- salnum. Hinir skákmennirnir búa á öðrum gistihúsum. Þótt Hastings sé heldur minni bær en Reykjavík, eru hér mörg gistihús, því þetta er eftirsótt- ur baðstaður. Á jólunum eru gistihúsin einnig fullskipuð. Okkur er ætlað herbergi nr. 51, og eigum við ekki á öðru völ að sinni. Er það vissulega ólíkt betra en „kjallarinn“, sem Friðrik og Ingi gistu fyrir réttu ári, en vissara er samt að klæða sig vel undir svefninn, því frá íslandi eru menn kul- vísir — innanhúss, og glugg- inn vill ógjarna stöðva hina heilnæmu hafgolu, þótt vel sé honum lokað. Við fréttum hjá Wade, að dregið hafi verið í efsta flokki, og á Friðrik að hafa hvítt á móti Penrose í fyrstu umferð.' Er það kærkomið tækifæri fyr- ir hann, til þess að reyna að ná hefndum fyrir ósigurinn í Kaupmannahöfn 1953. 1. umferð 27.—28. desember. Setning mótsins fer fyrir of- an garð og neðan hjá mér. Eg stend í ströngu við það að semja við pósthúsið, um það að fá að leggja inn símskeyti eftir lokunartima þess á kvöldin, þar eð umferðimar eru nú tefldar á kvöldin, en ekki fyrrihluta dags eins og í fyrra. Þegar ég kem til Sun Lounge, á staðinn þar sem 130 hers- höfðingjar stýra herjum sín- um, og stundum þarf að byrgja gluggana, til þess að ólgandi bárur Ermarsundsins svipti ekki heilum fylkingum á burt, er nokkuð liðið á skákirnar. Við Friðrik erum eitthvað að spjalla um keppendur í B- flokki, en þar tefla nú allgóðir skákmenn, m. a. nokkrir frá Austurevrópu og menn sem við könnumst við, eins og t. d. G. Kluger Ungverjílandi, Z. Nils- son Sviþjóð og kunningi minn frá Moskvu, Catossi Frakk- landi. Kemur þá yfirskákstjór- inn, R. G. Wade, ærið fasmik- ill aðvífandi og biður okkur allra vinsamlegast að tala ekki saman meðan á skákunum stendur. „Veit enginn, nema þið séuð að tala um stöðuna. Og ef þið þurfið að tala, þá gerið svo vel að tala við eín- hvem annan“! Já. Miklir menn erum við Hrólfur minn. Seinna, þegar Larsen fréttir þetta, býðst hann til þess að verða fórnarlambið, ef Friðrik þarf að tala! Penrose teflir nimso-ind- verska vöm. Fljótt á litið virð- ist hann ná jafnri stöðu, en sé skyggnzt dýpra í taflið kemur í ljós, að það er furðu erfitt fyrir svartan. Þar kemur, að Friðrik tekst að taka gísl, það er honum tekst að loka biskup Penrose inni á h3, með því að leika g4. Til þess að bjarga manninum verður Penrose að leika f5. Opnast þá taflið á kóngsvæng og liðsmenn Frið- riks ryðjast fram, án tilits til mannfalls. Svo markvisst er unnið að mátsókninni, að ekki er hirt um einfaldan manns- Freysteinn Þorbergsson. vinning í 24. leik. Eftir 27. leik standa öll spjót á Fenrose. Frú Catossi segir mér, að hana fari að svima, ef hún líti á stöðuna. Dagur hefndarinnar er runninn upp, og Penrose fellir kónginn til merkis um uppgjöf. C.H.O.D. Alexander teflir skozkt á móti Gligoric og fer snemma í drottningakaup. Júgóslavinn fær biskupaparið og yfirhöndina, vinnur peð í endataflinu, en það nægir ekki til vinnings. Clarke nær aldrei jöfnu tafli á móti O'Kelly og verður því að láta í minni pokann. Hvor- ugur þeirra tapaði skák á Ól- ympíumótinu í Moskvu. Larsen bregður nú fyrir sig hollenzkri vörn á móti Toran. Fær hann brátt biskupaparið og góða stöðu. Seinna vinnur- hann peð. Eftir drottningaupp- skipti fer skákin í bið. Toran ræður ekki við hina langdrægu biskupa á opnu borði, tapar öðru peði og lendir að lokum í algerri leikþröng. Szabo og Horseman heyja harða, en ekki sérlega vel teflda skák. Eiga þeir betra á víxl, en loks fer skákin í bið með vinningslíkur fyrir Horseman, sem hefur drottningu og ridd- ara á móti tveimur hrókum og biskup. Er þeir hafa teflt bið- skákina um hríð, uppgötvar Horseman skyndilega, að ef hann fylgir áætlun sinni einum leik lengra, fellur hann sjálfur í lúmska gildru og tapar. Verð- ur honum svo mikið um að sjá ofaní hyldýpið, að hann gleym- ir höfðinu andartak og býður jafntefli. Szabo er fljótur að þiggja boðið og sýnir Horse- man síðan, hvernig hægt er að vinna taflið í lokastöðunni á einfaldan hátt, ef einungis er farin önnur leið en sú sem Horseman ætlaði. Lýsing á 2. umferð 28. des. Wade er einmitt að setja klukkurnar í gang, þegar við Larsen komum þrammandi frá pósthúsinu. Friðrik er þegar seztur við borðið og bíður eft- ir hinum óhjákvæmilega Rf3, sem reynzt hefur Larsen svo vel. Friðrik svarar með Rf6 og drottningar-indverskri vöm. Hann nær brátt hagstæðum biskupakaupum, en nokkrar veilur myndast í stöðu hans um leið. Larsen teflir mjög skarpt og fæst ekki um þótt c-peð hans standi í uppnámi um tíma. Friðrik á erfitt um vik og loks ákveður hann að taka peðið, þótt svo virðist sem hann verði nú að gefa a. m. k. skiptamun fyrir tvö peð. Friðrik hefur til þessa notað minni umhugsunartíma en Lar- sen, en eftir svarleik Larsens hugsar Friðrik sig vel um. Við skulum nota tækifærið og líta á hin borðin. Mikil uppskipti hafa orðið í skák Szabo—O’Kelly og er hún orðin alljafnteflisleg. Alexand- er hefur þægilegt sóknartafl á móti Penrose, en á hinum borð- unum er staðan flókin. Friðrik rænir nú öðru peði, en hjá því verður naumast komizt, úr því að farið var út í þetta ævintýri. Larsen svarar með því að hóta drottningunni. Friðrik leikur henni undan og hótar fráskák. Taflið er nú orðið æsandi, enda líta áhorf- endur naumast við hinum borð- unum. Szabo og O’Kelly hafa nú samið jafntefli. O’Kelly hefur þá lJ/2 vinning úr tveim fyrstu skákunum. Larsen hótar nú riddara og lokar um leið hættulegri ská- línu, svo fráskákin vofir nú ekki lengur yfir honum. Fi'ið- rik hörfar með riddarann og Larsen gafflar drottningu og hrók með riddara sínum. Clarke fórnar nú skiptamun á móti Toran og nær sterkri sókn. Friðrik hörfar með drottning- una, Larsen drepur hrókinn og Friðrik di-epur riddarann. Mesti stormurinn er nú liðinn hjá að sinni. Friðrik hefur tvö peð fyrir skiptamuninn, en menn Larsens hafa meira svig- rúm. Keppendur hafa nú leikið 17 léikjum og eiga báðir tæpa klukkustund eftir af umhugs- unartíma sínum. Clarke hefur nú unnið tvö peð fyrir skiptamuninn, sem hann fórnaði. Hann á nú kost á því að fi-áskáka á Toran, og virðist nú öll sund lokuð þeim síðarnefnda. Gligoric er rólegur að vanda og hefur nú notað rúmar tvær stundir fyrir fyrstu 15 leikina gegn Horseman. Töluverð uppskipti hafa orðið Framhald á 5. síðu »««íV Meira aí íslenzkum lögum í útvarpsdagskrána — Soífía Karlsdóttir hætt að syngja í útvarpið — Gamanþáttur á gamlárskvöld — Skemmtileg revía óskast KONA ein hringdi í póstinn í gær og bað hann að koma á framfæri tilmælum frá sér um að leikið væri meira af ís- lenzkum lögum í útvarpinu. Kvaðst hún ekki skilja sinfón- íur og ýmsa aðra erlenda æðri tónlist, en hafa hinsvegar mjög gaman af söng og tónlist, sem hún skildi. Fleiri hafa tekið í sama strenginn; og er hér m. stutt bréf um þetta efni. — Hlustandi skrifar: „Kæri bæj- arpóstur! Eins og vera ber tala allir um allt. Eg ætla að tal'a hér um dálítið, sem ég sakna. Allir viðurkenna, að hlutverk útvarpsins er mikið og erfitt. Sinfóníurnar miklu sanna, sem vitað er, að það geta ekki allir horft í sólina. Eg kann ekki að meta slíkt og dæmi það ekki. En eins tóns sakna ég, sem þagnaður er í léttu lögunum okkar: Soffía Karlsdóttir er hætt að syngja fyrir okkur. Hún túlkaði stóru málin á sérstakan hátt, sneri þeim i gáska og gaman. Þenn- an tón vil ég fá að heyra aftur, ef hægt væri.“ VEGNA, mér liggur við að segja, frábærrar vankunnáttu sinnar á öllum sviðum tónlist- ar, ætlar pósturinn sjálfur að vera algerlega hlutlaus í því efni, hvort sinfóníur og æðri tónlist yfirleitt skipi of mikið rúm í dagskránni, og hvort æskilegt væri að hafa heldur meira af léttari tónlist. — Og úr því útvarpið er á dagskrá, þá er bezt að láta fljóta hér með örstutt bréf einnig frá útvarpshlustanda: „Það er ekki oft, sem ég og Alþýðublaðið eru 100% sammála, en í gær las ég í því klausu um gam- anleikinn, sem fluttur var í útvarp á gamlárskvöld, og um- mælum blaðsins um það efni er ég sammála. Þetta „tema“ urn eiginmenn og konur þeirra á fylliríi sitt í hvoru lagi, er orðið svo útjaskað, að það er búið að kreista úr því allan húmorinn. Það hlýtur að vera hægt að setja saman skopþátt um eitthvað fleira en þessí eilífu hjónafyllirí. Vísurnar, sem sungnar voru í þættinum, þóttu mér líka bragðdaufar og jafnvel hálfvandræðalegar, og hefði ég vænzt fyndnari kveð- skaps frá hinum góðkunna höf- undi þáttarins.“ — Pósturinn vill aðeins gera þá athugasemd hér, ,að það er miklu meirí vandi en flestir ætla að semja gamanþætti, sem allir séu á- nægðir með; smekkur fólks er misjafn: Sumir vilja gróft gaman, aðrir fína kómik; sum- ir vilja ádeilukennda kajd- liæðni, öðrum gezt bezt að innihaldslausum fíflalátum. Umræddan þátt heyrði ég ekki nema að litlu leyti, og get því ekkert um hann sagt, en óneit- anlega hefur höfundur hans gert ýmsa hluti af þessu tagi ágæta vel, og virðist mér af- sakanlegt, þótt mönnum séu dálítið mislagðar hendur. En í þessu sambandi vil ég enn einu sinni ítreka það mál, hvoi-t einhverjir snjallir hum- oi-istar sjái sér ekki fært að hjálpast að því áð semja eina verulega góða i-evíu. Ef menn eins og Guðmundur Sigurðsson, Karl ísfeld, Páll Skúlason, Karl Guðmundsson, o. fl. o. fl. legðust allir á eitt, þá trúi ég ekki öðru en þeim tækist að koma saman krassandi skemmtilegi-i revíu; og slíks væri virkilega þörf í okkar húmorsnauða skemmtanalífi. Snjobuxur á I börn Verð frá kr. 60,09. | T0LED0 Fishersund ÞJÓÐVILJANN VANTAR röska unglinga til blaöburöar í eftirtalin hverfi: Langahlíð Kársnesbraut \ Sigtún Laugarás og Freyjugötu. Bergþórugata I ÞJÓÐVILJINN, sími 7500 I í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.