Þjóðviljinn - 05.01.1957, Blaðsíða 5
Laugardagur 5. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Skákbréf frá
Framhald af 4. síðu.
hjá Penrose og Alexander, og
hefur Penrose bætt aðstöðu
sína.
Klukkan er nú 18 eftir ensk-
um tíma. Keppendur hafa teflt
í 4 stundir og eiga nú klukku-
stund eftir, þangað til skákir
verða settar í bið. Horfumar
hjá Friðrik eru nú betri held-
ur en áðan, en staðan er samt
mjög erfið.
Toran var að gefast upp fyr-
ir Clarke. Hafði Clarke beðið
með fráskákina þar til hún
reyndist alveg banvæn.
Gligoric hefur unnið peð, en
vafasamt er hvort hann heldur
því. Rétt í þessu semja þeir
jafntefli Penrose og Alexander.
Hefur Alexander peð yfir í
iokastöðunni, en Penrose hafði
náð gagnsókn.
Friðrik og Larsen hafa nú
leikið 24 leikjum og eiga því
eftirr 16 í tilskildum umhugs-
artíma. Larsen á aðeins 10
mínútur, Friðrik 17. Friðrik
hefur nú náð gagnsókn og
rænt peði. Má Larsen fara að
gæta sín.
GÍigoric á 9 mínútur fyrir
20 leiki, og staðan er ennþá
flókin hjá honum.
Ikæruliðar
i Ungverja-
lattdi
Fréttaritari United Press í
Búdapest hefur það eftir blaði
þar í borg, að sveitir vopnaðra
manna hafizt enn við í skógum
á þrem stöðum í Ungverjalandi,
nálægt borgunum Miskolc og
Pecs og við Balátonvatn. Ann-
að blað skýrir frá því að lög-
reglan hafi nýlega fundið mikl
ar vopnabirgðir hjá Karaluka
vestarlega í landinu.
Pravda, málgagn Kommún
istaflokks Sovétríkjanna, ræðir
5 gær feril þeirra Rakosis og
Gerös í Ungverjalandi, og
segir að þau sýni, hve
háskalegt sé að láta sér lífs-
kjör almennings í léttu rúmi
Jiggja og hafa að engu sér-
einkenni þjóða.
-<s>
Israelsher
Ji’ramh. af 1. síðu
niður í Súezskurð. Við það opn-
aðist leið til sjávar fyrir 13 skip,
sem króuð hafa verið inni síðan
Bretar og Frakkar réðust á
Egyptaland. Er búizt við að þau
haldi norður til Port Said í dag.
Stjóm Egyptalands afnam í
gær ritskoðun á símskeytum,
sem sett var fyrir tveim mánuð-
um leið og árás Breta og
Frakka hófst.
Fjórir menn úr sænska flokkn-
um í liði SÞ særðust dálítið í
gær, þegar bíll þeirra lenti á
jarðsprengju.
Ræða herkostnað-
inn í Þýzkalandi
Stjórnir Bretlands og Vest-
nr-Þýzkalands hefja í næsta
mánuði viðræður um þátttöku
Vestur-Þýzkalands í greiðslu
kostnaðar af setu 80.000 manna
brezks liðs í Vestur-Þýzka-
landi.
Friðrik á nú 10 mínútur fyr-
14 leiki, Larsen 8. Friðrik á
mann í uppnámi, bjargar hon-
um og styrkir stöðu sína um
leið. Virðist hann munu halda
þrem peðum fyrir skiptamun-
inn; og þar sem kóngsstaða
h'ans er næsta örugg, ætti hann
nú að hafa vinningslíkur.
Larsen fórnar peði til þess
að opna fleiri línur til sóknar.
Keppendur leika hratt. Friðrik
nær drottningauppskiptum og
á nú 5 peð á borði, Larsen 2.
Auk þess hefur Friðrik hrók,
biskup og riddara, en Larsen
tvo hróka og riddara.
Þeír eiga nú 6 leiki eftir.
Larsen hefur 2 mínútur, Frið-
rik fjórar. Larsen fer í ridd-
arakaup. Verða nú harðar
sviptíngar, þótt staðan sé ekki
ýkja flókin. Skyndilega er
Friðrik kominn með tvö sam-
stæð frípeð. Auk þess hefur
harm þriðja frípeðið á B-lín-
unni. Þeir hafa nú lokið 40
leikjum og ætti Friðrik að geta
unnið biðskákina.
Gligoric og Horseman tefla
nú hraðskák. Virðist sem
Horseman ætli að sigla skipi
sínu heilu í höfn, en einmitt
þegar brotsjóum tímahraksins
er að linna, fellur maður fyrir
borð.
Klukkan 9 um kvöldið, er
barið á dyr númer 37, á hótel
Chatsworth, þar sem við Frið-
rik búum nú í skjóli frá haf-
golunni. Inn stígur Larsen, tek-
ur í höndina á Friðriki og gef-
ur biðskákina. „Eg lék Hfl í
biðleik og var að hugsa um að
sprikla eitthvað með h4, en þú
leikur bara Kg6 og síðan He8.
Þá er öllu lokið.“
Þannig lýkur þessari erfiðu
skák.
Staðan eftir 2. umferð:
vinn.
1. Friðrik 2
2. —3. Gligoric og O’Kelly Wh.
4.—7. Szabo, Larsen, Alex-
ander og Clarke 1
8.—9. Penrose og Horseman V2
10. Toran 0
Skákín: Friðrik—Penrose:
1. d4—Rf6 2. c4—e6 3. Rc3—
Bb4 4. e3—c5 5. Rf3—Rc6 6.
Bd3—0-0 7. 0-0—Bxb3 8. bxc3
—d6 9. Rd2—e5 10. Rb3—He8
11. f3—b6 12. e4—Rhö 13. g3
—Bh3 14. Hf2—g6 15 d5—Rb8
16. a4—a5 17 Bh6—Rd7 18.
Dd2—Rg7 19. g4—Rf8 20. Khl
—Í5 21. gxf5—Ha7 22. Hgl
—gxf5 23. exf5—Kh8 24. Bg5
—Dc8 25. BÍ6—Bxf5 26. Dh6
—He7 27. Hg2 Gefið.
Mikill fjöldi vísindamanna frá mörgum pjóðum, örezkir, bandarískir.
norskir, sovézkir o.fl., vinna nú að fjölpættum rannsóknum á suðursJcauts-
landinu og eru pœr páttur í hinu alpjóðlega samstarfi „jaröeðlisfrœðiárs-
ins“, sem reyndar á ekki að hefjast fyrr en um mitt petta ár. Myndin sýnir
nokkra pátttakendur í brezka leiðangrinum, sem mun leggja leiö sína
yfir pvert suðurskautslandið, við brottförina frá Lo^idon. Skipið sem flytur
pá suöur á bóginn er danskt, Magga Dan.
Ný stjórn í Japan táliit-mutiu
taka upp hfytieysisstefnu ■
Þau öfl í stjórnarflokknum sem eru á
móti fylgispekt v/S USA urÖu ofan á
Stjórnarskipti sem urðu í Japan skömmu fyrir áramót
eru talin munu auka líkur á sjálfstæÖTi japanskri utan-
ríkisstefnu meö áherzlu á vinsamlega sambúS viö Kína
og Sovétríkin.
18. desember sl. var Japan
tekið í Sameinuðu þjóðirnar og
var það gert með samhljóða
atkvæðum allra aðildarríkja.
Upptaka Japans í SÞ var bein
afleiðing af samningi þess og
Sovétríkjanna um að taka upp
eðlilegt stjórnmálasamband, en
hann var gerður 19. október.
Vinstri flokkarnir í Japan,
og þar er einkum um að ræða
hinn sameinaða sósíalistaflokk,
hafa lengi barizt fyrir því að
Japan taki upp sjálfstæða ut-
HANDRIÐ
anríkisstefnu, hætti fj’lgispekt-
inni við Bandaríkin og hefji
viðskipti við Kína og Sovét-
ríkin.
Margt bendir til að þessari
stefnu liafi að undanförnu vax-
ið fylgi innan hins íhaldssama
stjórnarflokks, Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins, en athyglisverð-
ar breytingar hafa nýlega átt
sér stað innan hans og stjórn-
arforystu hans.
Nýr forsætisráðherra
Hatojama forsætisráðherra
hafði talið það eitt helzta verk-
efni stjórnar sinnar að koma á
eðlilegri sambúð við Sovétríkin.
Eftir að samningar þess efnis
. höfðu verið undirritaðir í
Smíðum og_ setjum upp j|Moskva j október, var ljóst að
L n vwl m A >v«i Ac4-/\A'nn i*IroT-lo !
hann myndi vilja draga sig 1
handrið, miðstöðvarkatla
og framkvæmum hvers
konar nýsmíði og viðgerðir
JÁRNSMIÐJAN
að Bjargi við Sundlaugaveg
■■«■■■■■■■■«■•■•■>
Verzlunarfyrirtœki
í Reykjavík
óska. eftii’ vönum og traustum manni, sem getur
tekiö aö sér stjórn á matvörubúö.
Tilboö sendist í pósthólf 361 fyrir 10. þ.m.
hlé, enda orðinn aldraður mað-
ur, 73 ára.
Um miðjan desember var síð-
an haldið sérstakt þing Frjáls-
lynda lýðræðisflokksins til að
velja eftirmann Hatojama. Þar
urðu einkum átök milli tveggja
fylkinga. Þeir leiðtogar flokks-
ins sem vilja hafa sem nánasta
samvinnu við Bandaríkin studdu
framkvæmdastjóra flokksins
Nobosuke Kishi, en fylgismenn
sjálfstæðari stefnu í utanríkis-
málum studdu Tanzo Ishibashi,
f.yrrv. verzlunarmálaráðherra.
Niðurstaða þessara átaka varð
sú, að sá síðarnefndi vann
nauman sigur, var kosinn eftir-
maður Hatojama í embætti for-
sætisráðherra með 258 atkvæð
um gegn 251.
Aukin verzlun við Kína
Bandarísk blöð hafa ekki
leynt vonbrigðum sinum með
þessa niðui'stöðu átakanna inn-
an stjórnarflokksins, sem ræð
ur yfir 299 fulltrúum af 467 á
japanska þinginu. Þau ganga
þess ekki dulin að eftir þessa
breytingu muni reynast erfitt
að knýja Japani til að fylgja
boði Bandaríkjanna í einu og
öllu.
Ishibashi hefur nefnilega get-
ið sér orð fyrir að vera ein-
dreginn andstæðingur þeirrar
stefnu Bandaríkjanna að banna
viðskipti við Kína, hann telur
Japönum lífsnauðsyn að auka
þessi viðskipti sem áður fyrr
voru svo mikilvæg japönskn
efnahagslífi. Hann hefur einnig
krafizt þess að endurskoðaðir
verði hernaðarsamningar Japw
ans og Bandaríkjanna með það
fyrir augum að Japanir takí
smám saman einir við öllura
vörnum landsins.
Samvinna við önnur Asiuriki j
Valdataka Ishibashi og þeirra;
afla í japanska stjórnarflokkll-
um sem honum fylgja að mál-
um þýðir því spor í áttina til
aukinnar samvinnu ríkja Asíu
og mun að líkindum verða til
þess að styrkja mjög þá lúut-
leysisstefnu þeirra sem setur æ
meir svip sinn á stjómmál
heimsins.
Eisenhower
Framh. af 1. síðu
það væri ekki rétt að Banda-
ríkin ætluðu á ný að bjóða
Egyptum fé til að kosta stór-
virkjun Nílar við Assvan.
1 gær kom upp sá kvittur í
Washington, að ríkisstjórnin
hefði til athugunar áætlun um
að bjóða bandaríska fjárhags-
aðstoð til að gernýta Níl frá
upptökum til ósa. Væri rætt
um að bjóða öllum ríkjum sem
land eiga að fljótinu aðild að
slíkri áætlun sem hefði að
markmiði að beina athygli þjóð-
anna frá pólitískri togstreitu
að atvinnuframkvæmdum.