Þjóðviljinn - 05.01.1957, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 05.01.1957, Qupperneq 7
Laugardagur 5. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 SKORDYB hugsa ekki 'jHr Saml hdur frægur dýrairæS ingur lagt lil að samfélar mauranF.a yrði haft að fyrii' mynd að samfélagi manna. ^ Samt kami g@ifungurinn að út- vega afk©manda sínum ríku- legt forðabúr. - 'ic Samt verða til hermaurar og vinnumaurar í fermífasamfé- lagi í nákvæmu samræmi við þarfir samfélagsins. Termítabúin rísa á sléttum Mið-Afríku eins og myndarlegustu hólar. Tarantúlan hefst við í djúpum, pípulaga göngum og kemur ekki upp til veíða nema í náttmyrkri. ’ Langt er sSðan dýrafræðing- ar ályktúðu að dýr hugsi ekki, og þá að sjálfsögðu ekki þau þeirra er . teljast til skordýr- anna. IJm þetta mun ekki framar deilt. Samt verða menn áskynja, einnig meðal skor- dýra, at.hafna og breytni, sem freistandi er að telja afleið- ingu hugsunar. En áður en lengra er haldið, er ástæða til að leggja áherzlu á þetta: Þau hugsa ekki. ★ SNIIXI GEITUNGSINS OG FÉLAGSKENND MAUBA Hve'rnig má það vera, að hinn fallegi en hræðilegi geit- ungur finnur einmitt þá teg- und kóngulóarinnar taran- túlu, sem hann kýs sér, lamar hana með eitri og festir síðan egg sitt á afturhluta hennar, en með því tryggir hann af- spring sínum forðabúr sem ekkert getur rotnað í, þar til loks ekkert er eftir nema kit- ín-grindin ? Hverhig má það verða að mauramir.. sem raunar eru fremur frumstæð dýr, lifa í marggreindu samfélagi, 100— 15000 dýr, og viðhafa fjöl- breytilegustu hegðun? Hvemig má það verða, að flest þeirra 20000 eggja, sem frjósöm termítadrottning get- ur átt á sólarhring, skuli verða að mismunandi stéttum, t.d. hermaurar og vinnumaur- ar, enda þótt ekki sé um neinskonar „þjálfun“ að ræða? Og meira að segja vaxa nokkrum þeirra kynfæri, ef drottningin deyr, andstætt ölluirf „systkinum" þeirra, og verða svonefndir uppbótar- framleiðendur nýrra kyn- slóða? Um þessi mál og mörg önn- ur, undursamleg efnaskipti kólibrífuglanna, um getu eyði- merkurrottunnar að vera án vatns, um ferðaskyn fuglanna og „ratsjá“, um mál býflugn- anna, er fjallað í fallegri og spennandi bók, greinasafni úr handaríska tímaritinu Scienti- fic American, sem nýlega kom út á dönsku með heitinu „Undraheimur dýranna" (Dyr- enes forunderlige verden). Þar segir einn . fremsti kóngulóasérfræðingur heims- ins, Alexander Petrunkenvitch prófessor við Yale-háskólann, frá hinum sögulega fundi geit- ungsins og tarantúlunnar. Flestar tarantúlutégundim- ar hafast við í hitabeltislönd- um. Þær eiga sér bú í djúp- um neðanjarðargöngum og koma ekki upp á yfirhorðið nema í myrkri. Sjón þeirra er svo dauf áð þær sjá einungis hluti á hreyfingu og breyt- ingar á birtu. Hinsvegar hafa þær, eins og allar loðnar kóngulóartegund- ir, næmt snertiskyn og hefur verið fundið með tilraunum í rannsóknarstofum að taran- túlan greinir milli þrennskon- ar snertingar. Við þrýsting á sjálfan kroppinn færir kóngu- lóin sig lítið eitt, en komi þrýstingurinn ofan að, veldur hann varnarsvcrun, hún rís þá upp á afturfæturna og opn- ar ógnandi skoltana. Verði hár fyrir snertingu, t.d. lítils skordýrs, og sé kóngulóin svöng, ræðst hún á það. Sé hún hins vegar södd, veldur snertingin ekki öðru en því að hún hristir hlutaðeigandi lim. Á fótunum hefur hún einnig mjög smáger hár. Verði þau fyrir andblæ, flytur dýrið sig úr stað. En allt þetta varnarkerfi er ónýtt, þegar geitungurinn fer á veiðar eftir forðabúri handa lirfu sinni. Kóngulóin reynir að bjarga sér með eðlisbundn- um varnaraðferðum, en geit- ungurinn virðist fara að öllu með gát. ★ í GRÖFINNI — LÖMUÐ EN EKKI DAUB Geitungurinn er furðulega nákvæmur í vali fórnardýr- anna. Hver geitungategund á sér sína sérstöku tarantúlu- tegund og ræðst aldrei á dýr annarrar tegundar. Þegar geit- ungurinn finnur bráð, rann- sakar hann hana gaumgæfi- lega með fálmurunum. Hann skriður yfir kóngulóna og undir hana, án þess að hún snúist til vamar, þótt undar- legt megi virðast. Loks er geitungurinn ánægður með bráðina, og tekur þá að grafa gröf kóngulóarinnar. Hann grefur sig 20—25 cm niður. Öðm hvom rekur hann haus- inn upp úr til að sjá hvort kóngulóin bíður enn! . Lok þessa leiks eru hin grimmilegustu. Geitungurinn ræðst á kóngulóna til að. Er geitungurinn hefur lamað kóngulóna og verpt á líkama hennar dregur hann bráð sína í gröf, og þar étur geitungslirfa sig inn í kóngulóna. stinga hana eiturbroddi á þeim eina stað sem þess er kostur, á mótum fótanna og kropps- ins. Kóngulóin reynir að verj- ast, en geitungurinn sækir á og tekst að lokum það sem hann ætlar sér. Nærri sam- stundis veltur kóngulóin á bakið, hjarta hennar hættir að slá, en þó er hún ekki dauð. Geitungurinn drggur nú kóngulóna með miklum erfið- ismunum niður í tilbúna gröf- ina. Stundum dvélst honum þar aðeins nokkrar mínútur, stundum klukkutímum saman. Enginn veit hvað hann að- hefst, auk þess að verpa eggi sínu og festa það með lím- kenndum vökva við bakhluta kóngulóarinnar. Þegar hann loks kemur upp, fyllir hann gröfina mold og grasi og stappar rækilega niður. Það á að ganga svo frá gröfinni að enginn svangur flakkari ræni hann árangri erfiðis síns. Geitungurinn á ekki nema fá egg. Handa hverju eggi þarf hann eina tarantúlu, og það einkennilega er að kóngulóin virðist haga sér furðu óskyn- samlega en geitungurinn virð- ist vita fullvel hvað hann ætlar sér. Að tarantúlumar skuli samt sem áður ekki deyja út, er því að þakka að kvendýrið á 200—400 egg hverju sinni. Og sleppi hún við geitunginn getur hún hæg- lega átt nokkur þúsund af- komenda. ★ LYKTIN VÍSAR FYLK- INGUNNI LEID Maurar em fjölskipaðasta, elzta og útbreiddasta dýra- tegund jarðar. Til em um 3500 maurategundir. Vitað er að fyrir 65 milljónum ára skriðu maurar um jörðina, og í dag hafast þeir við hvar- vetna nema þar sem kaldast er. f áðurnefndri bók segir bandaríski dýrafræðingurinn T. C. Schneirla og ritstjóri Scientif'o American, Gerard Piel frá skemmtilegustu maurategundinni, hinum svo- nefnda hermaur. Þeir félagar hafa einkum athugað hvað það er sem komi maurunum af stað í ferðir sínar, en þá fara þeir í miklum fylkingum langar leiðir, og hvíla sig öðru hvoru. Hlýtur skipulagning þjóðfé- lags þeirra að vekja aðdáun kunnugra, því svissneski nátt- úrufræðingurinn Auguste For- el lagði til að Þjóðabanda- lagið sáluga tæki maurana til fyrirmyndar við skipulagningu heimsins! Talið er að það sé vaxtar- þörf ungmauranna. vinnu- fólksins tilvonandi, sem valdi Framhald á 10. síðu. Tarantúla-kónguló hefur hamskipti. Þó hún sé ófrýnileg í framan (efst til hægri) er tarantúlan hœttulaus mönnum. Myndin í horninu til vinstri sýnir eiturtönnina sem hún notar til að drepa bráð. * *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.