Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 8

Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 8
I 'g^':— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. janúar 1957 í JP ÞJÓDLEIKHÚSID Ferðin til tunglsins barnaleikrit eftii Bassewitz Þýðandi: Stefán Jónsson Leikstjóri: Hildur Kalman Músík eftir Schamalstieh Hljómsveitarstjóri: Dr. Urbancic Frumsýning laugardag 5. jan kl. 15 Næsta sýning þriðjudag kl. 18.00. Töfraflautan ópera eftii Mozart sýning sunnudag kl. 20.00 AðgÖngumiðasalan opin frá ki. 13.15 til 20. Tekið á móti pöntunum. Sími 8-2345, tvær línur. Pantanir sækist daginn fyrir sýningardag, annars seldar öðrum. Sími 1475 Morgunn lífsins eftir Kristmann Guðmuiids- son. Þýzk kvikmynd með ísl. skýringartexta. Aðalhlutverk: Wilhclm Borchert Heidemarie Hatheyer Sýnd kl. 5 7 og 9. Sími 1544 Desirée Glæsileg og íburðarmikil amerísk stórniynd tekin í De Lux-litum og Cinemascope. Sagan um Desirée hefur komið út í ísl. þýðingu og ver- ið lesin sem útvarpssaga: Aðalhlutverk: Marlon Branðo Jean Simmons Michael Rennie Sýnd kl. 5. 7 og 9. Sími 1334 Ríkhaiður Ljóns- hjarta og kiossfar- arnir (ICing Richard and the Crusaders) Mjög spennandi’ og stórfeng- leg, ný, amerísk stórmynd i litum, byggð á hinni frægu sögu „The Talisman" eftir Sir Walter Scott Myndin er sýnd í CinemaScopC Aðalhlutverk: George Sanders, Virginia Mávo, Rex Harrison, Laurence Harvey. Bönnuð börnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 6444 Captain Lightfoot Efnismikil og spennandi ný amerísk stórmynd í litum Rock Hudson Barbara Rush Symd í dag kl. 5. 7 og 9 Sími 81936 Héðan til eilífðar (From Here to Eternity) Stórbrotin amerísk stór- mynd eftir samnefndri skáld- sögu James Jones ,,From Here to Eternity“. Valin bezta mynd ársins 1953. Hefur hlot- •ið 8 heiðursverðlaun, fyrir: Að vera bezta kvikmynd árs- insi Bezta leik í kvenauka- hlutverki. Bezta leik í karl- aukahiutverki, Bezta leik- stjóm, Bezta kvikmyndahand- rit. Bezta Ijósmyndun. Bezta samsetningu. Beztan hljóm. Burt Lancaster. Montgomery Clift. Deborah Kerr. Donna Reed. Frank Sinatra. Ernest Borgine. Sýnd kl. 5, 7 og 9.15. Bönnuð innan 14 ára. m r •'l'l " l npolibio Sími 1182 MÁRTY Myndin hlaut eftirtalin OSCAR-verðlaun árið 1955: 1. Sem bezta mynd ársins. 2. Ernest Borgnine fyrir bezta leik ársins í aðalhlutverki. 3. Delbert Mann fyrir beztu leikstjórn ársins. 4. Paddy. Chayefsky fyrir bezta kvikmyndahandrit órsins. MARTY er fyrsta ameríska myndin, sem hlotið hefur 1. verðlaun (Grand Prix) á kvikmyndahátíðinni í Cannes. MARTY hlaut Bambi-verð- launin í Þýzkalandi, sem bezta ameríska myndin sýnd þar árið 1955. MARTY hlaut Bodil-verð. launin í Danmörku, sem bezta ameríska myndin sýnd þar árið 1955. Sýnd kl 5 7 og 9. Sími 6485 (The Court Jester) Heimsfræg ný amerísk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Danny Kay. Þetta er myndin, sem kvik- myndaunnendur hafa beðið eftir. Sýnd kl. 5, 7 og 9. MUMIÐ Kaffisölnna í Hafnarstr. 16 Það er aldrei að vita Gamanleikur eftir Bernard Shaw. Sýning sunnudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Simi 3191. Síðasta sinn. Horfinn heimur ítölsk verðlaunamynd í Cin- ema-scope og með segultón. Fyrsta sinn að slik mynd er sýnd hér á landi. Myndin er í Ferraniacolor, og öll atriði myndarinnar. eru ekta. Sýnd kl. 7 og 9. KÁTI KALLI Þýzk barnamynd. Sagan hef- ur komið út á íslenzku. Sýnd kl. 5 Hafnarfjarðarbíé Sími 9249 Norðurlanda-frumsýning á ítölsku stórmyndinni Bannfæiðar konur (Donne Proibite) Ný áhrifamikil ítölsk stór- mynd. Aðalhlutverk leika: Linda Damell Anthony Quinn Giulietta Masina þekkt úr „La Strada“. Sýnd kl. 7 og 9. Danskur texti Bönnuð börnum Drottnari Indlands (Chandra Lekha) Fræg indversk stórmynd, sem Indverjar hafa sjálfir stjórnað og tekið og kostuðu til of fjár. Myndin hefur allstaðar vakið mikla eftir- tekt og hefur hún verið sýnd óslitið á annað ár í sama kvikmyndahúsi í New York. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Danskur skýringartexti. Næst-síðasta sinn. Boðskapurforseta HAPNflRFlRÐJ Sími 9184 Framhald af 6. síðu. sögu eða hag þjóðarinnar á yfirstandandi tíma, menningu hennar, þjóðleg afrek, alþjóð- lega aðstöðu, o.s.frv., o.s.frv. Fyrir mitt leyti saknaði ég í þessari ræðu forsétans já- kvæðra ummæla um þá miklu stefnubreytingu sem varð í stjórnmálum landsins við myndun núverandi ríkisstjórn- ar, þar sem allar vinnandi stéttir landsins taka höndum saman um viðreisn atvinnu- veganna. Afstöðu til herset- unnar hef ég áður nefnt. Einnig þótti mér sæta mikilli furðu að forsetinn skyldi ekki minnast sérstaklega á hina sögulegu opinberu heimsókn dönsku konungshjónanna á s. 1. ári, Friðriks níunda og Ingi- ríðar drottningar, því að sá atburður táknaði að lokið var öllum kala Dana í okkar garð vegna hinnar ósmekklegu og ögrandi framkomu nokkurra íslenzkra stjómmálamanna á meðan Danmörk var hersetin. Þesskonar gleymska má ekki eiga sér stað. ■ Þessvegna var jafnvel ennþá óafsakanlegra að afgreiða hið blóðuga her- veldi Hitlers og þýzka fas- ismans með lélegri og ótíma- bærri fyndni, því að vitaskuld em okkur öllum í fersku minni þær búsifjar sem hin danska bræðraþjóð vafð að þola af völdum Þjóðverja á stríðsárunum, eins og aðrar vinaþjóðir okkar í Evrópu sem margar hverjar bera ekki þann dag í dag sitt barr eftir allar þær hörmungar, eyði- leggingu og áþján, og lifa enn í stöðugum ótta við hina þýzku hernaðarvél. Þessi um- mæli forsetans voru því ó- heppilegri þar sem heimurinn var einmitt að enda við að fá þá vitneskju að afráðið mundi vera að fela þýzkum hershöfðingja yfirstjórn alls herafla Norðuratlantshafs- bandalagsins á meginlandi Evrópu (Miðevrópu), með öðrum orðum: Þýzkur fasisti undir stjórn þýzka herfor- ingjaráðsins með vetnis- sprengjuna að vopni á að gæta friðar og lýðræðis á þessum slóðum, þar á meðal í okkar nafni. Loks tel ég óviðeigandi að eigi skyldi í áramótaboð- skapnum vera minnzt á fyrir- hugaðar opinberar heimsókn- ir þjóðhöfðingja Finna og Svía hingað til lands á þessu ári og þeim fágnað. I sam- bandi við heimsókn Svíakon- ungs voru furðulega niðrandi og ósmekkleg ummæli forset- ans um hlutleysi þjóða í hern- aði. Hlutleysið hefur verið skjöldur og skjól Svía og Svisslendinga í meira en heila öld, og er yfírlýst framtíðar- stefna þeirra og margra ann- arra ríkja, þar á meðal stór- veldis á borð við Indland. Hlutleysi Islands í hernaði er og hefur verið óskadraumur allra heiðvirðra íslendinga, hvar í flokki sem þeir standa. Þetta tómlæti gagnvart bræðraþjóðum okkar á Norð- urlöndum og þögnin um þær í ræðunni samfara lofgerð um hernaðarbandalag við hin vestrænu nýlendu- og hernað- arstórveldi verður skoðað sem yfirlýsing forsetans um það að í rauninni eigum við ís- lendingar ekkert vantalað við Norðurlönd framar. 'Þessi framkoma er sem betur fer ékki rétt mynd af þjóðarvilj- anum. í sjálfu sér gefur þessi ný- ársboðskapur forsetans tilefni til miklu fleiri athugasemda og hugleiðinga, en þar eð þau atriði snerta yfirleitt okkur Islendinga eina, læt ég hér staðar numið að sinni. Mig langar til að biðja yð- ur, herra forsætisráðherra, að svara þessum spumingum: 1. Hver samdi áramótaræðu forsetans ? 2. Við hvað er átt með hin- um tilvitnuðu ummælum hér að framan, að stjómarskiptin hafi orkað tvímælis? 3. Hvað olli hinni hljóðbæru þögn ræðunnar um Norður- lönd? 4. Var ræðan borin undir ráðuneyti yðar? 5. Fékk forsetinn lieimild ríkisstjórnarinnar til þess að flytja ræðu sína í þeirri mynd sem hún birtist? Eg leyfi mér að vænta þess að þér birtið heiðrað svar yð- ar við þessum spuraingum í dagblöðunum og ríkisútvarp- inu, svo að almenningi gefist kostur á að átta sig á málinu. Að svo mæltu vil ég óska ráðuneyti yðar og yður per- sónulega gæfu og gengis & hinu nýbyrjaða ári og mikils árangurs um framgang þeirr- ar jákvæðu stefnu sem stjóm- in hét að efla í utanríkis- og innanlandsmálum á þessu kjörtímabili. Reykjavík, 3. janúar 1957. Virðingarfýllst, Þorvaldur Þórarinssoiiíi. TILKYNNIHG Nr. 3/1957. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið að inn- lendar framleiðsluvörur, sem ekki er auglýst sér- stakt hámarksverö á, megi hækka í heildsölu um 2,83%, þar sem það á viö vegna hækkunar opin- berra gjalda við stofnun útflutningssjóðs. Smásölu verð sömu vara má þó ekki hækka frá því sem verið hefur. Hinsvegar nær tilkynning verölags- stjóra nr. 1 frá 2. jan. 1957 um lækkun á smá- söluverði vegna afnáms söluskatts ekki til þessara vara. Reykjavík, 4. jan. 1957. Verðlagssljéziiui. r

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.