Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1957, Síða 11
Laugardagur 5. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 76. cLagw Leonard Wilby var aftur farinn að titra, og hann stóð sig að því að stara á gljáandi yfirborð harðviðar- bakkans tímunum saman, eins og hann gæti fært honum einhvern frið. En bakkinn hafði ekkert að veita honum. Ekkert svar var skrifað á hann, engar talnaraðir sem veittu honum ákúrur og sýndu honum hans eigin mistök. Hann leit aftur í flugskýrslu sína og reyndi að finna ellefu glataðar mínútur. Hann togaði í undirhökuna á sér og reyndi að einbeita huganum að hinni einföldu stærðfræði tveggja síðustu vindmælinga sinna. Mismun- urinn á áætlaðri stöðu hans sjálfs í loftinu og stöðunni sem loftsiglingafræöingur björgunarvélarinnar mældi, var ofboðslegur. Ellefu mínútum vestar .... ellefu mín- útum fjær ströndinni, ellefu mínútum áém gátu gilt muninn á því að skríða þakksamlega upp í rúmið til Susie, eða sjá Susie ef til vill aldrei framar. Sennilega yrði vínlykt af henni, það var það venjulega, og ef til vill þrjózkaðist hún við að vakna, en hún væri þar, hlý og mjúk, áþekkust lítilli telpu sem svaf eftir erfiðan leik. En þessar ellefu mínútur? Sullivan heimtaði skýr- ingu á þeim — án tafar, eins og hann hafði fullan rétt til. Hann varð aö fá að vita hvort loftsiglingafræöingur björgunarflugvélarinnar hafði rétt fyrir sér, eð'a hvort Leonard Wilby, sem hann lagði allt sitt traust á, hafði á réttu að standa. „Leonard! Svona nú, lagsi! Hvernig liggur í því? Tíminn er dýrmætur“. „Andartak stjóri. Ég er enn að athuga þetta“. Tíminn var dýrmætur. Tíminn var bókstaflega að fara til ónýtis. Heilar ellefu mínútur voru horfnar, guf- aöar upp í tómið mikla, og maðurinn sem varð að finna þær og raða þeim inn á næstu tímatöflu, skalf eins og flogaveikisjúklingur. Ef þú getur fundið þessar<$> mínútur, hverfur skjálftinn. Þú endurheimtir sjálfs- traust. þitt, gamli minn, og flýttu þér því að finna þær. Hættu þessum skjálfta. Reyndu að finna mínúturnar og Susie. Mínútur, mínútur .... hver er með mínúturnar? Susie er með mínúturnar og hún hefur tyllt þeim á endann á tannstönglinum í Martiniglasinu sínu. Susie, fáðu mér mínúturnar. Ég þarfnast þeirra undir eins. „Svona nú, Lennie. Á hverju stendur?11 „Ég er alveg að koma“. „Flýttu þér“. Átti hann að flýta hugsunum sem þutu nú þegar gegnum heilann með svo miklum hraða, að hann gat ekki annað en setið álengdar og horft. á þær þjóta framhjá? Þú ert ekki meö réttu ráði, flugstjóri. Þú þolir ekki þessa áreynslu. Loftsiglingafræði byggist á nákvæmni og varfærni og flýtir kernur ekki til greina. Þú verður að muna að ég hef ratað skekkjulaust yfir höfin undir stjörnunum árum saman, og mér getur ekki skjátlazt — ekki núna, þegar ellefu mínúturnar eru okkur svo dýrmætar. Þaö er hinn loftsiglingafræð- ingurinn sem gerir skyssu. Hann er sennilega lítt. reynd- ur maður. Hann hefur sennilega verið ónákvæmur í út- reikningum sínum, því að hvað varðar hann um ellefu mínútur? Hann gæti verið ellefu mínútum eldri án þess að finna vitund til þess. í augum hans gætu ellefu mínútur aldrei virzt sem ellefu ár. Honum stæði á sama um þær, enda hefði hann enga Susie að hverfa heim til. ,,Ó, guð minn góður! Guö minn almáttugur". Leonard lokaði augunum og oröin liðu af vörum hans í hásu hvísli. Því að hann var búinn að finna skekkju sína, og honum ofbauð hve ofsaleg hún var. Hann hafðí gert dálítiö sem ekki var hægt að skýra .... sem var alveg ótrúlegt. Það var skjálftanum aj> kenna. Hann hlaut að hafa kippt heilataugunum úr sambandi,- lamað þær svo aö honum hafði sézt yfir það sem lá í augum uppi. Nú var auðvelt að horfa til baka og skilja til fulls hvenær og hvernig skyssan hafði oröið. Aðeins óttasleginn maöur gat gert sig sekan um annað eins glapræði. Aðeins maöur sem var skelf- ingu lostinn og treysti í blindni á bjargræði annars manns gat framið þvílíka skyssu. Þegar eldurinn blossaði upp og logarnir stóðu út úr hreyflinum hlaut óttinn aö hafa gripið hann og lamaö heila hans. Og orö flugmannanna og áhyggjur þeirra yfir flugi vélarinnar höfðu riðið baggamuninn. Leonard Wilby, þrautreyndur loftsiglingafræðingur, viðurkennd- ur af stjórn og flugfélagi, hafði gert þá barnalegu villu að gleyma aö breyta mílum á klukkustund í hnúta! Árum saman hafði hann lesiö hraða vélarinnar af mælinum fyrir ofan vinnuborö sitt. Hann sýndi sjó- mílur, eða hnúta í samræmi við heimskortin. En flug- hraði flugmanna var reiknaður í mílum á klukkustund eins og vera bar. Á þessu var reginmunur. Hnútur var hér um bil einn og einn firnmti úr mílu. Og í þessu tilfelli hafði munurinn orðið ellefu ómetanlegar mínút- ur. Leonard mundi þetta glögglega núna. Hann hafði spurt Sullivan um hraöann í stað þess aö lesa hann af sínum eigin mæli. Sullivan hafði horft á mælaborðiö og kallað upp tölur — einn þrjátíu og tvo og einn þrjátíu og sex. Hann talaði í mílum á klukkustund og Leonard hlustaöi í hnútum. Og án þess að hugsa haföi hann skrifaö tölurnar inn á skýrslu sína. Þegar hann bar þær síðar saman við miðun sína gáfu þær von um að þeir kæmust fyrr til strandar — ellefu mínútum fyrr en raun var á. Stjóri?“ Skjálftinn hafði horfið allt í einu og nú var Leonard fullkomlega rólegur. Hugur hans var skýr og sér til undrunar fann hann aö hann var ekki lengur hræddur. Hann reis upp og togaöi buxurnar upp fyrir ístruna „Stjóri, geturðu komið hingað andartak?“ Hann vissi hvað hann ætlaði að segja og að sumu leyti yröi honum léttir að því að viðurkenna afglöp sín. Sullivan kom í skyndi og laut fram á loftsiglinga- borðið. „Jæja?“ „Ég hef slæmar fréttir“. Leonard kyngdi munnvatni og horfði á áhyggjusvipinn verða þyngri í augum Sulli- vans. „Hinn loftsiglingafræðingurinn hefur rétt fyrir sér. Ég gerði barnalega skyssu. Þú getur bætt ellefu mínútum við leiðina sem eftir er“. „Ellefu mínútum . .. . “ Sullivan hristi höfuðið vantrú- aður. „Ertu viss?“ „Já, ég er það núna. Ég hlýt að hafa verið alveg frá mér. Mér þykir það leitt, stjóri. Ég var víst svona hræddur .... “ Sullivan leit ekki upp úr kortinu. Beinin í kjálkum hans gengu hægt fram og aftur, og andartak vissi Leonard varla hvort hann hafði skiliö það sem hann umjsiectis simiKmaíaau6(m Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Tjarnarg. 20; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bókaverzlun Þorv. Bjarna- sonar í Hafnarfirði. ÚtbreiSiS ÞjóSviljann :* iL_~_ uanoss fer frá Reykjavik laugardagi;® 5. þ.m. til AKUREYRAR. H.F. EIMSKIPAFELAG ÍSLANDS. Ryk og óhreinindi í Sú var tiðin að klæðskerar vöruðu viðskiptavini sína við því að láta hreinsa dýru fötin sín á þennan „nýmóðins hátt“, eða réttara sagt með kemiskri hreinsun. Nú á dögum er fólki ráðlagt að láta hreinsa fötin sín einu sinni eða tvisvar á ári og efnalaugarnar ráðleggja jafnvel að láta hreinsa þau einu sinni í mánuði. 1 sambandi við þetta gefur blaðið Fionette þær upplýsing- ar að á 4-—5 mánuðum safnist um það bil 50 g af óhreinindum í fötin. Það er talsvert magn (sjá myndina) þegar tekið er tillit til þess að fita og ryk vegur ekki sérlega mikið. Þetta þarf þó ekki að valda fólki áhyggjum, því að talið er að hægt sé að fjarlægja 95% af þvi ryki sem safnast í fötin. Þau 5% sem eftir eru hafa ver- ið svo lengi að enginn kostur er að ná þeim burt. Vitaskuld hafa föt ekki gott af þvi að þau séu hreinsuð einu sinni í mánuði, en það gefur auga leið að því óhreinni sem föt eða frakki verða, því fyrir- hafnarmeira er að hreinsa það og hreinsunin styttir lífdaga fatanna. Það væri því skynsam- legt að finna hinn gullna með- alveg, sem miðaður væri við þær kröfjúr sem gerðar eru til fatnaðar óg sömuleiðis með- ferðina sem fötin verða fyrir að jafnaði. Sítt hár og snoturt hálsmál Síða liárið er að fá yfirhönd- ina og það er nú sýnt í mörguni skemmtilegum hárgreiðslum. Hér er ein slík. Háiið er greitt slétt aftur öðrum megiii en i hinni hliðinni er liður fram á ennið. Að neðan vefst hárið laust upp. Takið líka eftir háls- málinu á kjólmim, sem er frem- ur flegið bogahálsmál, en fyllt upp með klút úr sama efni og kjóllinn. Útgetandi: Saroelnlnsiarflokkur alljýðu — SósíaUstaflokkurinn. — Rttstjórar: Magnús Kiartan«"-a OB|J'OWbÍí7*ÍK|W (áb.), Sisiiröur Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur- Jónsson, Bjarnl Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. — RitstJórn. afgreiðsl a. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 í3 línur). — Askriftarverð ki\ 25 á mánuði í ReykJ.ayík og nágren ni; kr. $2 anr'-'^taðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmiðha ÞJóðvilJam h.f

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.