Þjóðviljinn - 08.02.1957, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.02.1957, Qupperneq 5
Föstudagur 8. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Verkamenn og iðnaðarmenn eru flestir á pólska þinginu Verkamenn og iðnaðarmenn eru fjölmennastir á hinu ný- kjöraa pólska þingi, 71 iðn- verkamaður og 72 landbúnaðar- verkamenn. Kjörnir voru 15 málmiðnað- armenn, 14 námumenn, 7 verkamenn í vefnaðariðnaði, 4 járnbrautarverkamenn og 5 byggingarverkamenn. 26 eru úr öðrum iðngreinum. 14 eru starfsmenn verkalýðsfélaga. Auk þeirra eru 58 verkfræð- ingar og tæknifræðingar, 26 búfræðingar og landbúnaðar- ráðunautar og 15 vísindamenn. Læknar eru 15, hagfræðingar 18, lögfræðingar 38 og rithöf- undar og blaðamenn 29. Fimm þingmenn eru smáiðnrekendui og handverksmenn. 54 eru úr „öðrum starfs- greinum", margir beirra munu vera. starfsmenn stjónnmála- samtaka. Það hefur verið gagnrýnt í pólskum blöðum að konur eru nú miklu færri á þingi en áður, eða aðeins 19. Þrír hinna nýju þingmenna eru yngrí en 25 ára og aðeins 20 eldri en 60 ára. 210 þeirra hafa háskólapróf og 93 hafa aðeins fengið barnaskólamenntun eða ekki einu sinni það. Þess skal getið að 80% af háskólastúdentum í Póllandi eru synir og dætur verkamanna og bænda. Bretar hafa ekki viljað fallast á uppsögn Egypta á brezk-egypzka vináttusamningnum frá 1954. — Þeir eru viðkvœmir, Bretax. Port Said gátu þeir tortímt, en þeir tíma ekki að rjúfa vináttusamninginn viö okkur. Tilraunir færa menn nær vitneskju um upphaf lífsins á jörðinni Aminósýrur, byggingarefni eggjahvituefna, framleidd ar viS svipuS skilyrSi og riktu á frumskeiSi ]arSarinnar Á fundi bandaríska vísindafélagsins í New York fyrir skömmu var skýrt frá tilraunura sem bregða nýju ljósi yfir uppruna lífsins á jörðinni. í tilravraum þessura sem sagöar eru marka tímamót voru grundvallarsambönd bins lifandi efnis framleidd úr ólífrænum efnum, kol- efni, köfnunarefni og vetni. William L. Laurence skýrir írá tiiraunum þessum i New Vork Tiines 30. janúar. Hann segir þar að þessar tilraunir séu þær fyrstu sem veiti áþreifanleg svör við spurningunni: Hvernig varð lífið á jörðinni til? Tilraunirnar hafa sýnt að við sérstakar aðstæður, eins og þær sem sennilega ríktu á jörðinni fyrir milljarði ára, geti frumefni þau sem lifandi efni er byggt úr, vetni, kolefni og köfnunar- efni. bundizt saman sjálfkrafa og myndað amínósýrur, grund- vallarsambönd eggjahvítuefna. sem lífið byggist á. Rafneistar framleiða. ainínósýrur Dr. Stanley L. Miller frá Col- umbíaháskóla hafði skýrt fund- armönnum frá því að rafneistar, áþekkir eldingum, hefðu í viku- tíma verið látnir verka á blöndur metans, ammóníaks, vatns og vetnis í glerkrukkum. Við þetta mynduðust amínósýr- ur, þær sömu sem eggjahvítu- efnin eru byggð úr. Svlpuð skilyrði og á frumskeiði jarðar Dr. Miller skýrði frá því að Kklegt sé að lífræn efnasam- bönd hafi orðið til af völdum rafneista og útfjólublás ljóss á frumskeiði jarðar. Regnvatn hafi skolað þessum efnasamböndum til sjávar og þar hafi þau mynd- að amínósýrur og önnur marg- þætt lífræn efnasambönd. Það 'er hugsanlegt að verulegur hluti kolefnisins sem þá var til á yfir- borði jarðar hafi þá verið bund- ið í lífrænum efnasamböndum í höfunum. Úr þeim efnasam- böndum hefðu getað orðið til mörg þeirra efna sem við þekkj- ura úr lífverum sem nú eru til. Dr. Miller skýrði einnig frá því, að enda þótt amínósýrur hefðu oft áður verið framleidd- ar í rannsóknarstofum og það væri næsta auðvelt, væri þetta í fyrsta sinn sem tekizt hefði að framleiða þær við svipaðar aðstæður og telja megi sennilegt að ríkt hafi á frumskeiði jarðar. Hann lagði áherzlu á að með þessari framleiðslu amínósýra, hefði ekki verið búið til lifandi efni, og ekki einu sinni eggja- hvítuefni. Hins vegar væri hér um að ræða skref í áttina til aukms skilnings á því hvern- ig lífið kviknaði hér á jörðinni í upphafi. Annar vísindamaður, dr. Sidn- ey W. Fox, forstjóri haffræði- í orðsendingunni er lögð á- herzla á að stuðla að því að þau átök og sá fjandskapur þjóða á milli, sem ógnað hafi heimsfriðnum á imdangengnum árum, minnki. Ráðizt er gegn heraaðar- bandalögum, og þá einkum Bagdadbandalaginu sem stofn- að hafi friðnum í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs í mikla hættu. Lýst er yfir full- um stuðningi við þjóðfrelsis- hreyfingu Serkja í Alsír. Þessir tveir stjórnarleiðtogar segja að allar tilraunir til að leysa deilumál í löndunum fyr- botni Miðjarðarhafs með hervaldi muni aðeins gera illt stofnunar Flórídaháskóla, skýrði frá því að tekizt hefði að láta einföld efnasambönd mynda önnur margþættari með því að láta mikinn hita, frá 176—392 stiga, verka á þau. Hann sagði að tilraunirnar hefðu verið gerðar til að kanna hver áhrif mikill hiti gæti haft á hegðun amínósýra. Fundizt hefðu rúm- lega tíu dæmi þess að mikill hiti framleiddi efnasambönd sem til eru í lífverum úr öðrum ein- faldari. Þau efnaferli sem áttu sér stað í þessum tilraunum reyndust vera í meginatriðum þau sömu og hafa sömu milli- stig og þau sem verða í lifandi verum. Það væri því hugsanlegt að á þennan hátt hefðu orðið til amínósýrur, kjarnasýrur, víta- mín, eggjahvítuefni og önnur margbrotin efnasambönd sem tengd eru lífinu. verra. Vandamálin verði því aðeins endanlega leyst að þjóð- ir þær sem þar búa geti aukið velmegun sína og bætt lífsskil- yrði sín, án þess að verða háðar nokkru erlendu veldi. Hann nefndi sem dæmi að hugsanlegt væri að hvatar þeir sem hleypa af stað og stjórna efnaferium og hafa þannig átt þátt í upphafi fyrstu lífveranna hefðu orðið til þegar hraunflóð runnu út i höfin úr eldfjöilum á frumskeiði jarðar. Fr. George Wa!d, líffræðipró- fessor við Harvardháskóla, sagði þegar hann sleit fundi vísinda- mannanna, að tii skamms tíma hefðu vísindamenn ekki getað leyft sér að fuHyrða um að Hfið gæti kviknað af sjálfu sér. „Okkur er farið að skiljast," sagði hann, „að við lifum í heimi, sem er 5-10 milljarða óra gamall. Við gerum okkur grein fyrir að alheimurinn hlítir sín- um þróunarlögmálum. Stjörnur og stjömukerfi verða til, vaxa. eldast og líða undir lok. Lífið er þáttur í heildarskipun náttúr- unnar. Lífið er þáttur eðlislög- mála alheimsins. I alheimi sem hefur í upphafi að geyma prótónur, nevtrónur og rafmagn, hlýtur lífið fyrr eða síðar að verða til.“ Dr. Wald sagði að varlega á- ætlað myndu í alheiminum vera, um 10 billjón plánetur sem svip- aðar væru jörðinni. Allar lík- ur bentu til að líf hefði kviknað á sumum þeirra. AkveðiS liet'ur verið að und- irnefnd afvopnunarnefndar SÞ komi saman á fund í London 11. marz n. k. Sovétstjómin lagði til í gær að utanríkisráð- herrar ríkjanna yrðu fulltrúar þeirra í nefndinni. Fyrir nokkru kom bandaxískur jarðeðlisfrœðingur, pró- fessor Orest Maker, sem var prófessor Dið háskólann í St. Louis, til Sovétríkjanna ásamt konu sinni og sótti um sovézkan þegnrétt. Hann hefur fengið prófessorsstöðu við háskólann í Kíeff. Hann sést hér á myndinni ásamt konu sinni. finátta í orli og verki Bidstrup teiknaði Indverjar og Sýrlendingar eru andvígir hernaðarbandalögum Deiluraál í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs verða ekki leyst með hervaldi Neliru, forsætisráö’herra Indlands, og Shukri el Kouat- ly, forseti Sýrlands, hafa ræðzt við í Nýju Delhi um á- standið á alþjóðavettvangi. í sameiginlegri oiðsendingu lýsa þeir yfir andstöðu sinni við öll hernaðarbandalög.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.