Þjóðviljinn - 08.02.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.02.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 FYRIRHEITNA LANDID Kevil Shnte 2. dagiLr „Níu,“ sagði Stanton. „Eg tók mer viku í Kairo í fyrra.“ „Var það þegar þér fluguð til Egyptalands til að tala við P.K. um borkjarnarannsóknina?" ,,Já.“ „Þá viku gefum vi3 yður. Hvert ætliö þér í leyfinu? Vestur á bóginn?“ Stanton kinkaði kolli. „Eg fer heim og bý hjá foreldr- um mínum, að minnsta kosti fyrst um sinn. Eg verð sennilega heima megnið af leyfinu.“ Þeir fóru út af skrifstofunni og gengu að' lyftunni. „Er það ekki einhvers staðar úti í Oregon?“ spurði full- orðni maðurinn. „Þaö er farið yfir Portland, ef ég man . rétt.“ ,,Einmitt,“ svaraöi jarðfræöingurinn. „Bærinn heitir Hazel. Hann er yzt í fylkinu.“ Á leiöinni niður sagði herra Johnson: ,,Eg talaöi einu sinni við mann sem haföi verið að veiða í Hazel-ámii. Hún rennur út í Snake. Er hún ekki nálægt yöur?“ „Einmitt,“ sagði Stanton. „Hazel stendur við Hazel- ána í norðaustur horni fyikisins. Þai1 er afbragðs veiði. Urriðar.“ „Er Hazel stór bær?“ Ungi maöurinn hristi höfuðið'. „Það voru aðeins tíu þúsund íbúar þar við síöasta manntai.“ Þaö var mannmargt á götunni. og þegar, þeir fóru út úr Topex byggingunni tróðst fólkið meöfram þeim. Það var ekki hægt að halda samtalinu áfram. Þeir gengu þegjandi framhjá nokkrum blökkum og gengu inn í hús og lyfta flutti þá upp á við. Síðan gengu þeir inn í klúbbinn, þar sem loftkæling sá um aö hitinn var þægilegur. Þeir skildu hattan'a eftir í fatageymslunni. Þegar þeir voru búnir að þvo sér hendurnar í snyrti- herberginu, leiddi herra Johnson gest sinn inn í barinn. „Hvaö' viljiö þér dekka?“ spuröi hann. „Appelsínusafa,“ svaraði ungi maöurinn. Herra Johnson pantaöi appelsínusafa og glas af rúg- whiskýi með ís handa sjálfum sér. „Haldiö þér enn fast við bindindið?" spuröi hann. „Já, þaö er víst,“ svaraði jarðfræðingurinn. „Það er auðvelt a'ð halda þa'ð bindindi. Mér þykir áfengi nefni- lega vont.“ Hann hló stuttaralega. « í raun og veru hafði hann næstum sjúklega and- styggð' á áfengi. Hann leit á áfengi eins og annaö fólk lítur á kokain. Stórhættulegt eitur; sem ekki mátti einu sinni nota í smáskömmtum. ÞaÖ gat orsakað vana. Ef maður fékk sér drykk langaði mann í annan og síðan enn annan. Brátt yxi þöi’fin, unz hún tæki af manni ráðin. Og afieiðingarnar voru óhjákvæmilegar. Maður varö áfengissjúklingur, gat ekki sinnt starfi sínu, gat ekki gengi'ö um göturnar. Maður varð alger aumingi. Ef heppnin var með bjarga'ði Bláa bandið lífi manns, en alla ævina yrði ma'ður að berjast við skelfilegar freist- ingar. Kokain var aö' vissu leyti hættuminna. Þaö var að minnsta kosti erfiöara að ná 1 kokain. Þótt undarlegt megi viröast stóð þessi tilfinning í sambandi viö fyrsta ökuskírteini Stantons Lairds. Hann hafð'i hlaupið af sér hornin fyrr en ilestir aðrir. Faðir hans, sem einnig hét Stanton Laird, var presbyteratrúar og átti skozka forfeöur langt fram í ættum. Hann hafði kvænzt snemma og átt fjögur börn, tvær dætur ásamt Stanton yngri og Dwight. Bá'ðar dæturnar voru nú gift- ar og Dwight var í bandaríska hernum í Þýzkalandi. Ungur aö árum haföi faöirinn stofnaö Hazel frystihúsa- félagiö, og var búinn aö gera það aö öflugu fyrirtæki fyrir 1938. Þegar stríðiö skall á hafði hann komizt a’ð þeirri kænlegu niðurstöðu a'ð sennilega væri kvikfjár- rækt arðbærari en frystihús, og þessi niðurstaöa var í þægilegu samræmi við nokkurt eiröarleysi, ósk um breytta tilveru. Hann hafði leigt frystihúsafélagið og keypt þrjá búgarða. Hann haf’ði hagnazt vel á stríðsár- unum, því að herinn þurfti á mikiu kjöti að halda handa hermónnunum. Þegar friöurinn nálgaðist varð' honunrljóst, að nú yrö'i þörf fyrir bíla og 1944 keypti hann bílaverzlun í Hazel. Við hliðina á henni var auð byggingarlóö og tvær a'ðrar bakvið. 1945 seldi hann bú- garða sína og 1946 bygg'ði hann sýningarskála og stórt, nýtízku bílaverkstæði bak viö verzlunarhúsnæöið. Af þessu leiddi að 1949 fékk hann einkaumboð á a'ð selja Fordbíla í Hazel. Maðurinn sem varð a'ö láta í minni pokann, var roskinn maður, sem gat ekki lengur fylgzt með tímanum. Eftir þetta hafði Stanton Laird eldri haft heppnina með sér fremur en nokkru sinni fyrr. Skiptin á frystihúsum og búgörðum áttu sér stað þeg- ar Stanton yngri var 14 ára og hafði nýlokiö við mið- skóla og haföi í hyggju aö halda áfram í menntaskólan- um í Hazel. Um leið flutti fjölskyldan úr húsinu við Franklin Avenue, sem var orðið of lítið. Hún settist aö á búgarði, 25 kílómetra frá Hazel. Það eru engir góðir heimavistarskólar í þessum landshluta, og þaö hefði verið býsna erfitt aö setja börn til mennta í fylkinu Oregon, ef ekki heföi verið til samþykkt um aö undir vissum kringumstæðum gætu börn fengið ökuskírteini, sem takmarkaðist við leiöina frá heimili til skóla. Á þann hátt fékk Stanton fyrsta ökuskírteini sitt fjórtán ára gamall, og'upp frá því ók hann Dwight á hverjum degi til bæjadns í gömlum Chevrolet. Dwight varð eftir við miðskólann, sjálfur ók Stan áfram í menntaskól- ann. Þetta ökuskírteini og gamli bíllinn geröu hann í raun- inni óháöan foreldrunum. Langtímum saman var hann fjarri umsjón þeirra og eftirliti Stanton Laird lif'ði lífi sínu á sama hátt og flestir aðrir heiðarlegir borgarar í bænum Hazel. Hann drakk aldrei þegar hann var heima. Það kom aftur á móti fyrir að hann drakk whisky á frystihúsafundum í Portland eða Seattle. Hann gerði það, vegna þess a'ð hann áleit að þaö væri gagnlegt fyrir viðskiptin. En hann skorti hæfileikann til að hætta. Hann varö alltaf veikur og hafði skelfilega timburmenn morguninn eftir. Óþæg- indi af þessu tagi taldi hann óhjákvæmileg vegna við- skiptanna. Hann lagöi þau að líku viö ístruna sem hann haföi bætt á sig smám saman, vegna þess aö hann varö að sitja við skrifborðið og hreyfði sig lítið. Þessi ístra hafði sjálfsagt einnig verið ein ástæöan til þess a'ð hann ákva'ð aö selja frystihúsin og snúa ser aö iandbúna'ði. Heimili hans var ánægjulegt og snyrtilegt, en þar var hvorki haft um hönd tóbak né áfengi, og því var öfur- eölilegt a'ð Stanton yngri færi að gera tilraunir meö hvort tveggja, þegar hann var búinn aö fá bíl til um- ráða, mikið athafnafrelsi og var oröinn fjórián ára að aldri. Og þar sem Hazel- menntaskóhnn var bæði fyrir pilta og stúlkur, lét hann sér ekki nægja whisky og sígarettur. \ Þa'ð er bjargföst sannfæring sérhvers rétthugsandi Bandaríkjamanns aö ungur maður eigi aö sýna sjálf- stæði, karlmennsku og sjálfsvirðingu með því að afla sjálfur þeirra peninga sem hann ætlar aö stunda nám fyrir. Og undirbúningur aö þessu er nafinn með því aö unglingarnir eru hvattir til að vinna sér fyrir skotsilfri meöan þeir ganga í menntaskóla. Meðan Lairdfjölskyld- Útvarpað var frá leynifusidi Bæjarstjórn HelsinkiborgS? sat á lokuðum fundi í fyrri- nótt og rædi um lóðamál. Um- ræðurnar áttu að vera alger- lega leynilegar, en þvi fór fjarri. Klukkan tvö um nóttina hringdi lögreglan og spurði um hvort ætlunin hefði verið að út- varpa frá þessum lokaða fundi. Allar umræðurnar höfðu nefni- lega heyrzt í útvarpi á lang- bylgjum. Óvíst er með hvaða hætti þetta hefur orðið, en tal- ið er hugsanlegt að magnari i fundarsalnum hafi verkað sem senditæki. I b ró ttir Framhald af 9. síðu. Charlton leyfði 19 ára pilti frá Htlu óþekktu félagi að leika með i einum leik. Það varð til þess að Lincoln City og Nottingham Forest keppast um að fá þennan unga mann til þess að skrifa undir samning. Charlton hefur gengið fremur illa enda verið óheppið, merin þeirra orðið fyrir miklum meiðslum. Nú hafa þrír þeirra komið til leiks aftur og er ör- lítil von til þess ^að liðið geti ha'dið sér uppi í fyrstu deild. Flestir álíta þó að þá verði að ske kraftáverk, og þáu mörg í röð. • r í) j 0(>ÍmOis þáftnr cJ il JÍ Sígarettureykingar og krabbamein Umræður um sambandið milli reykinga og krabbameins bein- ast væntanlega inn á aðrar brautir eftir rannsókn sem vís- indamenn hafa nýlega gert og forstjóri Radíumstofnunarinn- innar í Stokkhólmi, prófessor Sven Hultberg, hefur skýrt frá. Utan á tóbaksblöðunum eru nokkurs konar kolmyndanir sem breytast í efni sem fram- kallar krabbamein þegar tóbak- ið brennur við 700 gráður á celsíus eða meira. Ef tóbakið brennur við hita sem er innan við 600 stig gerist ekki neitt. Því miður brenna sígarettur við hita sem er hærri en nefnt hitastig, en prófessor Hultberg telur líklegt, að fyrst þessar upplýsingar eru fengnar ætti að vera hugsanlegt að fá síga- rettur til að brenna við lægri hita, og fjarlægja á þann hátt hættuna á því að reykingarnar kunni að valda krabbameini. úpp með skærin Það er orðið dýrt að láta klippa sig — en rétt eins og dýrtíðin vex, þá vex hárið, Og sérí'ræðingarnir segja áð vöxt- urinn sé 1,5—2 millimetrar á viku. Þannig er það einn lít- i!l sentimetri á mánuði sem hár- skerinn hefur til að klippa af. Neglurnar vaxa heldur hægar eða 3 millimetra á Tíjánuði. Ör- ast vaxa neglurnar á löngutöng, hægast á litla fingri. Neglur karla vaxa hraðar en neglur kvenna — og hraðast vaxa negl- ur þeirra sem naga á sér negl- urnar! Leikstaðan í lok ja núc ir var í fyrstu og annarri deild þannig:. 1. deild: Manch. Un. 28 18 4 4 67-37 40 Tottenh. 26 15 6 5 68-35 36 Arsenal 28 14 5 <) 58-47 33; Wolverh. 27 14 4 9 64-47* 32 Preston 27 12 8 7 53-43 32 Leeds 27 11 9 7 51-39 31 Blackpool 27 12 7 8 58-49 31 Bolton 27 12 7 8 43-40 31 Birmingh. 27 12 5 10 48-39 29 Burnley 28 10 8 10 39-35 29 Newcastle 28 10 6 12 45-59 26 W Bromw. 26 8 9 9 33-38 25 Everton 27 10 5 12 37-53 25 Sheff. W. 26 11 2 13 53-54 24 Chelsea 27 7 10 10 39-45 24 Aston V. 24 8 7 9 35-34 23 Manch. C. 27 9 5 13 50-55 23 Luton 25 8 5 12 39-48 21 Cardiff 26 8 5 13 37-55 21, Sunderl. 27 7 4 16 45-60 18 Portsm. 24 4 9 11 38-55 17 Charlton 27 6 2 19 39-72 14 II. deild: Leicester 27 17 7 3 76-39 41 Stoke 28 16 5 7 60-40 37 Nottingh.F. 27 14 7 6 54-35 35 Blackburn 28 15 4 9 62-60 34 Liverpooi 27 12 8 7 52-34 32 Middlesb. 28 12 7 9 54-41 31 West Ham 26 13 5 8 36-32 31 Sheff. U. 27 13 5 9 64-57 31 Bristol R. 28 13 4 11 61-49 30 Doncaster 28 12 6 10 63-53 30 Leyton 27 11 7 9 45-53 29 Huddersf. 28 12 4 12 46-49 28 Fulham 28 12 2 14 55-55 26 Swansea 27 11 4 12 67-69 26 Lincoln 27 11 3 13 33-44 25 Barnlsey 27 9 6 12 42-58 24 Rotherh. 27 8 7 12 52-51 23 Grimsby 27 9 5 13 34-34 23 Bristol C, 27 8 6 13 45-63 22 Bury 29 5 5 19 54-79 15 Port Vale 25 5 4 16 34-54 14 Notts Co. 27 4 5 18 35-68 13 , Út(tcíluidi: Sami'.iniDgarnokkur alþýðu - Sösíalistttflokkurlnn. — Rltstiórar: MaKnús Kjunansson UlOÐwlSjmN fAb.), SiaurSur Guðmundsson. — PréUarltstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Asmunduv Sisur- m m Jðnsaon. Goó'mundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson. Magnús Tnrti ólafsson. Stgurlón Jóhannsson. AuglýsiuaaaUóri: GuSgeii MaRnúseon., - Ritstjórn, aÍBrclSsla. autilýsingar, prcntsml6.ta: SkólavörðustiE 19. Simi 7500 (3 l(nur). — Áskriltarverð kr. 25 á món. 1 Reykitivík ok néttronni: kr. 22 annarsstaSar. — Lnusasöluv. kr. 1. Prentsm. Þ.tóðviliana,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.