Þjóðviljinn - 08.02.1957, Side 7
Það varð sólmyrkvi daginn
sem Ólafur konungur Har-
aldsson féll á Stiklarstöðum,
31. ágúst 1030; þess vegna
var Ólafur talinn heilagur
eftir sitt endadægur.
Eflaust hafa verið mjög
skiptar skoðanir um konung-
mann þenna í lifanda lífi;
hann átti marga óvini, innan
lands og utan, en einnig fjöld
vina.
Við eigum kost margra
heimilda um Ólaf digra, en
ekki lýsa þær honum allar á
einn veg.
Skáld konungs hafa sagt
okkur margt frá konungi
þessum og atgervi hans, en
þar er þess að geta hversu
háttað var um drápur og vís-
ur þeirra að það var atvinna
skálda að yrkja lof um kon-
ung og máttu þó ekki kveða
honum iygilof. En ýkja mátti
kosti konungs og leyna löst-
um.
Skömmu eftir fall Ólafs
hafa menn skráð eitthvað um
ævi hans og jarteiknir þær er
hann gerði lífs og liðinn.
Menn skildu þá ekki eðli sól-
myrkvans og töldu hann til
undra og þess vegna var hann
svo áhrifaríkur fyrir trúna á
helgi Ólafs. Þess verður lítt
vart að menn hafi séð í kon-
ungi þessum dýrlingsefni með-
an hann lifði, en fáum árum
eftir fall hans var hann dýrk-
aður um allt Noregs- og Dan-
merkur veldi og víðar. Snorri
Sturluson samdi Ólafs sögu
helga því nær tveim öldum
eftir dauða hans. Áður höfðu
verið skráðar sögur nokkrar
um hinn heilaga mann og
voru þær vafalaust mjög orð-
um og hugmyndum auknar
eins og gerist um trúaráróð-
ur. Snorri hefur verið miklu
raunsærri en hinir fyrri höf-
undar og gerir minna úr heil-
agleik Ólafs. Alla tíð fram
að siðaskiptum var margt um
Ólaf helga ort og ritað, enda
mundi það fylla margar bæk-
ur og miklar ef út væri gef-
ið. Lengsta sagan er í Flat-
eyjarbók, skráð seint á 14.
öld.
Um Ólaf helga var kveðið
ógrynnismargt allt frá því
Sighvatur og önnur skáld
fluttu honum lofdrápur sínar
forðum, og síðan var hann
linnulaust vegsamaður í ljóði
meðan kaþólsk trú ríkti — og
jafnvel eitthvað lengur. Það
er býsna fróðlegt að kynna
sér hinar breytilegu skoðanir
þeirra sem ritað hafa um Ólaf
konung, allt frá væmnum
helgisögum og til Gerplu Lax-
ness. Ráða má það af góðum
heimildum að konungur þessi
hefur verið einþykkur og
kaldlyndur en tæpast grimm-
ari en aðrir konungar, þeir er
áttu í striði við þegna sína
eða óvini. Geta má þess að
kristnum rithöfundum fyrri
alda þótti það hinn mesti
vegsauki einum konungi að
hann hefði verið grimmur
heiðingjum og munu þeir hafa
ýkt þann eiginieika í sögum.
Sighvatur skáld Þórðarson
frá Apavatni kvað eftir fail
Ólafs — og er vísan færð til
nútímamáls:
Svo þótti mér sem háar og
brattar
kleifar um Noreg allan væru
með
gleðibragði meðan Ólafpr lifði
og við
vorum á skipum úti.
Föstudagur 8. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Nú er sorg mín slík að mér
þykja
hlíðamar grimmilegar; ég hef
tapað
konungi mímnn.
Einar prestur Skúlason var
af ætt Egils Skallagrímssonar
og höfuðskáld íslendinga á
tólftu öld. Árið 1153 flutti
Einar drápu mikla um Ólaf
helga, í kristskirkju í Niðar-
ósi; kvæðið nefndi hann
Geisla. Þar stendur meðal
annars:
Nú skulum vér allir dýrka
þann
sterka og göfuga himingeisla
er
Ólafur heitir.
En fyrir því nær sex öldum
orti Einar Gilsson Ólafsrimu
þá sem er elzt þekktra rimna
og jafnvel fyrsta ríma sem
ort var:
Buðlungs heiður er bjartur og
ríkur
bæði um lönd og geima.
Fæddist engi fylkir slíkur
fyrri norður í heima.
Gunni Hólaskáld kvað
Sankti Ólafs vísur — og var
þá komið að endalokum ka-
þólskrar trúar hér. Svo segir
Gunni:
Herra Ólaf, heiðni vantu oss
neita,
þú mátt vel heita
miskunn sveita,
postuli vor og píslarblóm.
Með siðaskiptum var lokið
átrúnaði á Ólaf helga og eft-
ir það var fátt um hann ort
og skrifað. Nú gefst mönnum
kostur á að kynnast nýjum
skilningi á eðli Ölafs digra og
verkum hans, þar sem er lýs-
ing hans í Gerplu Laxness.
Þar er Ólafi lýst sem vesal-
menni og níðingi. Nú er tals-
vert rétt í því að trúboð Ólafs
og valdastríð var lítt geðslegt
athæfi ef miðað er við þær
hugsjónir sem kristnir menn
þykjast trúa á. Og það er
svo sem tími til kominn að við
hættum að lita á þessa blóð-
konunga sem dýrlegar fyrir-
myndir. En margt hefur nú
dunið yfir Ólaf þenna í bók-
menntum okkar: ást skáld-
anna, tiibeiðsla munka og
annarra helgisagnahöfunda,
hófsemi Snorra, trúarskoðun
og fræðimennska miðalda-
skálda í rímum og helgidráp-
um, rómantík færeyskra al-
þýðuskálda — og loks misk-
unnarlaus sagnfræði nútímans
og skáldskapur Laxness. Við
eri'm samt litlu nær um
manninn sjálfan: þann kon-
ung er boðaði trú með sverði
og þreytti kappi við auðvald
síns tíma og síns iands, höfð-
ingja Noregs, því að alþýða
manna réði þá engu um mál-
efni sín. Svo er sagt að Ölaf-
ur konungur léti hafa jafnan
rétt ríkan og snauðan, þ.e.a.
s. auðmenn urðu að hlýta
sömu lögum og þeir fátæku.
Þetta var ekki líklegt til vin-
sælda því stórbændur Noregs
voru ekki löghlýðnir og vildu
fara sínu fram. Um líkt leyti
var Skafti Þóroddsson og aðr-
ir nýtir menn að koma lögum
yfir ríka bændur og sonu
þeirra hér á íslandi. Fémiklir
bændur hafa löngum látið illa
að stjórn og viljað gera rétt
sinn meiri en annarra manna.
— Noregshöfðingjar gerðu
bandalag við Knút Danakon-
ung, og felldu Ölaf frá ríki
31. ágúst árið 1030. Einn
helzti fjandmaður Ölafs var
Þórir hundur í Bjarkey á Há-
logalandi og átti hann margs
að hefna á konungi. Þórir
varð banamaður konungs. En
fám dögum síðar æðir Þórir
hundur um allt á Stiklarstöð-
um og leitar að líkama þess
konungs er fallinn var. Og
þegar lík hans er fundið þá
er það þvegið og síðan makað
smyrslum og lagt í skríni. Og
menn þóttust fá bót ýmissa
meina við hrör Ólafs konungs
og einnig segja sögur að vax-
ið hafi hár og neglur konungs
í skríninu. Nú vita menn að
ýmsir kvillar læknast einatt
fyrir trú manna eða þá rösk-
un sem geðshræring veldur á
starfi taugakerfis og annarra
líffæra; og slíkt verður frek-
ar á einum stað en öðrum, að
því er virðist — en hinu trú-
um við síður að hár og negl-
ur dauðs manns hafi vaxið.
En þarna lá nú Ólafur Har-
aldsson í skríni og gerði mörg
undur — dauður. Annars mun
það hafa verið tíðkanlegast ef
geyma skyldi minjar helgra
manna, þá var lík þeirra látið
í stóran pott og soðið þar til
holdið losnaði frá beinunum,
og síðan voru beinin lögð í
skrín. Það hefur víða tíðkazt
að geyma. líkama látinna heið-
ursmanna í virðingarskyni og
eru frægastar múmíur Egypta
en nýjast er það hversu Rúss-
ar geyma lík foringja sinna,
Lenins og Stalins, en ekki hef
ég heyrt þess getið að nein
undur gerist við skrín þeirra
— og ekki hafa menn þurft
að skera hár þeirra eða klippa
neglur síðan þeir létust. Og
enn hvarflar hugurinn til Ól-
afs digra, þess konungs er
varð Ólafur inn helgi er hann
var að velli lagður. Ein bezta
heimild um helgi hans er
Glælogniskviða er Þórarinn
loftunga orti um Svein Alfífu-
son konung. — Þar segir svo
um Ölaf helga og Svein — en
Sveinn réð þá fyrir Noregs-
veldi:
Nú hefur sér
til sess hagað
þjóðkonungur
í Þrándheimi.
Þar. vill æ
ævi sína
bauga brjótur
byggðum ráða —
Þar sem Ólafur
áðan byggði,
áður hann hvarf
til himinríkis
og þar varð,
sem vita allir,
kykvasettur
úr konungmanni.
Hafði sér
harðla ráðið
Haralds sonur
til himinríkis
áður seimbrjótur
að setti varð.......
Sveinn var sonur Knúts
ríka höfuðóvinar Ólafs digra
og hefði skáldið aldrei dirfzt
að láta þetta koma fram í
kvæðinu ef helgi Ólafs kon-
ungs hefði ekki verið viður-
kennd af vinum jafnt sem ó-
vinum þess konungs er fyrr
var hinn digri en nú hinn
helgi. En það eru tvö orð
undarleg í þessum vísum:
kykvasettur sem vera mundi
kviksettur á nútíðarmáli og
settur sem hefur verið talið
óskiljanlegt. Eg held að orðið
kviksettur sé ekki sagnorð
þarna heldur nafnorð og sé
heiti þess manns sem orðinn
er að dýrðarmanni á himnum,
orðið settur er þá stytting á
oi’ðinu kviksettur. Hliðstæð
nöfn á dánum mönnum eru
draugar eða afturganga um
þá sem reika hér á jörð eftir
dauða sinn. Ólafur digrí var
sem sé orðinn kviksettur eða
settur og var það tignarheiti
helgra manna eftir dauðann.
Eg hef ekki bækur til að
rannsaka þessi orð, en þau
munu vera fágæt í þessari
merkingu og má vera að ein-
ungis þetta skáld hafi notað
þau þannig e. t. v. vegna
misskilnings. Ef menn eiga
bágt með að átta sig á þessu
helgibjástri með dauðan
konung þá er ekki úr vegi að
minnast atviks er gerðist því
nær þúsund árum fyrr en Ól-
afur digri féll á Stiklarstöð-
um. Þá var austur í Gyðinga-
landi kennimaður sá er Jesú
hét og boðaði mönnum fagrar
hugsjónir og stórar. Auðvald
þess lands lét taka hann hönd-
um og ákærði hann fyrir upp-
reisnartilraun og var hann
síðan krossfestur eins og sið-
ur er þegar einhver vill koma
á fegxirra mannlífþ Slíkir boð-
endur virðast hafa verið ekki
mjög fágætir þar í landi á
þeim tímum og hafa orðið
skammlífir. Vera má að það
hafi verið vegna yfirburða
sinna að Jesú varð svo fræg-
ur sem raun er á orðin og
víst er um það að þar var
enginn hversdagsmaður á ferð.
En þó mun það hafa valdið
miklu um frægð þessa kenni-
manns að við dauða hans urðu
undur mikil, myrkt varð um
hádaginn og jörð skalf. Nú
vita menn að slíkir atburðir
eiga sér eðlilegar orsakir —
en þá vissu menn það ekki
og lögðu því annan skilning
í þvílík býsn en nú er gert.
Þessar ógnir sem urðu við
dauða Jesú gera það skiljan-
legt hversu viðgangur kristn-
innar varð ör og mikill — og
sama er að segja um viður-
kenningu manna á helgi Ölafs
digra, hún spratt af hræðslu
manna við sólmyrkvann og
má vel hafa styrkst við ýms-
ar jarteiknir sem urðu í
nánd við Ólaf dauðan; allir
þekkja hvernig slíkt ýkist og
vex í augum. Annars hefur
verið mikið kapp í mönnum á
þeim tíma og lengi síðan að
gera menn helga og má margt
lesa um slíkt ástand á ís-
landi í Biskupasögum og víð-
ar. En af norrænum dýrling-
um var Ólafur helgi í mest-
um metum og stóð sú dýrð í
fimm aldir, eða nálægt því.
Annars er okkur það hug-
stæðast um Ölaf hversu hann
sótti eftir völdum í öðrum
löndum og þá helzt þar sem
vörn var minnst fyrir. Það
er lærdómsiákt að kynna sér
ásælni hans til yfii-ráða á
Orkneyjum þar sem Þorfinn-
ur jarl Sigurðsson var drýgst-
ur mótgangsmaður hans; í
Færeyjum þar sem þjóðhetjan
Þrándur í Götu spyrnti við
eftir mætti — og á íslandi,
en þar er Einar Þveræingur
kunnastur fyrir andstöðu sina
gegn konungsvaldi. Einnig eru
miklar líkur til að þeir nafnar
Ólafur Tryggvason og Ólafur
Haraldsson hafi seilzt til á-
hrifa í Grænlandi og öðrum
byggðum íslendinga þar
vestra. Eins og enn í dag
reyndist forsjármönnum þess-
ara landa ei'fiðast að sjá við
falsvináttu erlendra ásælnis-
manna; þeir buðu mönnum til
sín og sýndu þeim í-ausn
mikla og hændu þá að sér.
Loks voru völd og auðævi
komin í fárra manna hendur
á landi hér og þá gátu þessir
auðugu höfðingjar selt landið
í hendur erlendum konungi.
Ólafi digra tókst ekki að ná
völdum á Islandi. það drógst
enn um fullar tvær aldir að
Framhald á 8. síðu.
I
SVEINBJÖRNBENTEINSSON
SEmiR
IIU Cp LEII0IX G-
AR UM ÓLAF DIGItA
Ólafur konungur digri, sem nefnd-
ur var hinn helgi er pessi mynd
var gerð; petta er tréskurðarmynd
frá Tresvikurkirkju í Sogni frá
13. öld.