Þjóðviljinn - 10.02.1957, Side 5

Þjóðviljinn - 10.02.1957, Side 5
Sunnudagur 10. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Krabhameirtsvaldur inrt í sigaretlureyk TaliB tiltölulega auSvelf aÖ sia hann úr Einn af vísindamönnum Curie stofnunarinnar í París tiefur einangraö úr sígaretturéyk efni sem reyndist valda krabbameini í músum á skömmum tíma. Fyrir nokkrum árum komust læknar að þeirri niðurstöðu, að staðtölurannsóknir sýni að mönnum sem reykja mikið síga- rettur sé margfalt hættara við krabbameini í lungum en þeim sem ekki reykja. Síðari rann- sóknir af þessu tagi hafa allar borið að sama brunni. Hættan á lungnakrabba er því meiri því meira sem reykt er. Leit aá krabbavaldi Eftir var að finna, hvaða efni I sígarettureyknum ylli krabba- meini. Vísindamenn víða um lönd hafa leitað þess. Það kom S ljós, að ef tjöru úr sígarettu- reyk var roðið á skinnið' á mús- um fengu sumar þeirra krabba- mein. Ekki hefur verið vitað, hvaða efni í t.iörunni væri krabbavaldurinn. í síðustu viku gaf franska vísindaakademían svo út skýrslu lim starf dr. Nguven-Phoc Buu Hoi, sem er ættaður frá Viet Nam og stjómar rannsóknadeiid Curie stofnunarinnar í París. Dr. Buu Hoi hefur unnið lengi að rannsóknum á tóbaksreyk. Hann einangraði tugi efna án þess að tilraunir gæfu til kynna að þau hefðu nokkra krabbavaldandi eiginíeika. Myndast við brunann Loks kom röðin að efni sem; ber efnafræðiheitið 3-4-9-10 dib- enzpyren. Það myndast þegar sígaretta brennur. Dr. Buu Hai vann nokkuð magn af þessu efni úr síkarettureyk og sprautaði því í 4000 mýs. Skammturinn sem hver fékk var hálft milli- gramm, einn tvöþúsundasti hluti áf grammi. Eftír 42 daga fór krabbamein að koma í ljós hjá sumum til- raunamúsunum. Eftir þvi sem tíminn léið sýktust fleiri og fleiri, og nú er svo komið að allar hafa fengið krabbamein. að þótt efni reynist valda krabbameini i músum sé ekki þar með sannað að það valdi krabbameini í mönnum. Dr. Buu Hoi er 41 árs gamall. Hann er kominn af ætt Annams- keisara, sem réðu Viet Nam áð- ur en Frakkar lögðu landið und- ir sig. Söngfólk SÖNGFÉLAG VERKALÝÐSSAMTAKANNA í Reykjavík vantar söngfólk nú þegar. Söngstjórinn er til yiö'tals í samkomusal Eddúhússins við' Lindargötu á morgun, mánudag kl. 8 e.h. S.V.I.R. Símavændi í Finnlandi Lögreglan. í Abo í Finnlandi hefur komið upp um vandlega skipulagt kerfi símavændis eft- ir bandarískum fyrirmyndum. Hjón, sem bæði eru stúdentar við háskólann í Abo, veittu fyrirtækinu forstöðu. Sex stúlkur, þar af fjórar innan við tvítugt, afgreiddu pantanir viðskiptavina. Þær reyndust flestar vera frá vel stæðum heimilum. Miðstöð kerfisins var í afskekktu húsi með tveim símúm. Venjulega vont stúlkurnar sóttar í bílum, en stundum fóru þær lika fót- gangandi þangað sem þeirra var óskað. Símavændið var svo alþekkt að símanúmer mið- stöðvarinnar voru krotuð á þiijur í flestum almennings- símaklefum borgarinnar. Lög- reglan telur að starfsemin sé búin að standa í tæpt ár. Herútgjöld skorin niður „iíernaðaraðgerð fallöxi“ nefiia Frakkar í spaugi nýjustu sparhaðaráætlun Pauls Rama- diers fjármálaráðherra, sem boðar að nú verði einskis látið ófreistað til að lækka greiðslu- hallann á fjárlögunum". Áætlaður halli nemur billjón franka og Ramadier gerir sér vonir um að geta lækkað þá tölu um fjórðung, eða 250 milljarða. Eftirlit með skatt- framtölum verður hert um all- an helming og hörðustu á- kvæðum laganna beitt misk- unnarlaust gegn skattsvikurura. Hernaðarútgjöld verða skorin niður um tíunda hluta og ráðu- nautum sem ekki fjalla um her- mál hefur verið skipað að lækka útgjöld sín um 150 millj- arða franka. Þéttist og verður eftir Vitaeskjan um sambandið milli sígarettureykinga og. lungnakrabba hefur ekki megn- að að draga verulega úr síga- rettureykingum. Það er ljóst að fólk v411 heldur taka á sig á- hættu en hætta að reykja. Læknar, sem víða um lönd hafa þungar áhyggjur af ört hækk-! andi tölu lungnakrabbasjúklinga hafa því bundið vonir um sjúk- dómsvamir á þessu sviði við að hefðist upp á krabbaváldin- um og hægt reyndist að forða því að reykingamenn önduðu honum að sér, annað hvort með því að nema efnið brott úr sjálfu tóbakinu eða reyknum. Dr. Buu Hoi segist sannfærður um að auðvelt sé að ná krabba- valdinum sem hann fann úr sígarettureyknum. Strax og reyk- urinn kólni þéttist það og verði fljótandi. Enginn vandi eigj að vera að setja á sígarettur síur, sem kæli reykinn svo að krabba- valdurínn verði eftir. Ekki er ljóst af fréttum þeim sem borizt hafa af rannsóknum dr. Buu Hoi, hvort hann telur útilokað að fleiri krabbavaldar en 3-4-9-10 cUbenzpyren leynitt í sígarettureyk. Sígarettuframleiðendur, sem j frá upphafi hafa reynt að gera í sem rniunst úr aðvörunum lækna við sígarettureykingum, segja um þessar síðustu upplýsingar, ^nezviðræðnr í New York Pulltrúar Breta og Frakka hjá SÞ hafa undanfarna dag rætt við Hammarskjöld fram- kvæmdastjóra og farið þess á leit að hænn beiti sér fyrir að aftur verði teknir upp samn- ingar um framtíðarstjórn Súez- skurðar. Þeir samningar voru komnir vel á veg þegar Bretar og Frakkar hófu styrjöld sína gegn Egyptum, iBúizt er við að siglingar um skurðinn geti haf- izt í nœsta mánuði. SÓSÍALISTAFELAG REYKJAVIKUR Æ.F.R. KVENFÉLAG SÓSÍALISTA ÁRSHÁTÍÐ SÓSÍALISTA- FÉLAGANNA I REYKJAVÍK veröur haldin aö Hótel Borg, miövikudaginn 13 febrúar, klukkan 9 e.h. Húsiö opnaö kl. 8.30. SKEMMTIATRDÐI: 1. Ávarp 2. Einsöngur. Frú Hanna Bjaraadóttír, óperusöngkona. 3. Upplestur. Þórbergur Þópðarson, rithöfundur. 4. Gamanþáttur. Hjálmar Gíslason skemmtir 5. Dans. Jón Múli Árnason kynnir skemmtiatriðm. Aögöngumiðar seldir í skrifstofum Æ.F.R. og Sósíalistafélags Reykjavíkur í Tjarnargötu 20. Símar 7510 og 7513. Neindirnar STRAKAR! Davy Crockett ær í bæinn! Nú er annað bindið af‘sögunni um Davy Croc- kett komið út. Þar heldur' áfram áð segja frá uppvaxtarárum Davys og því þegar hann fer í fyrsta skipti að heiman sem aðstoðarmaður við relcstur nautahjarðar um langan veg. Eins og nærri má geta gerist margt í þessari ferð: átök við nautaþjófa, úlfa, birni og magt fleira. Eftir að Dav.v kemur heim aftur, byrj- ar hann að ganga í skóla, en skólagangan verður stutt: hann lendir í útistöðum við kennarann og einn skólafélaga sinn og hættir að lokum að sækja skólann. Þessu reiðist fað- ir hans og ætlar að refsa honum, en þá strýkur Davy að heiman. DAVY CR0CKETT s t r ý k u r er annað bindið af sögunni um Davy Crockett. Fyrsta bindið fæst enn í bókaverzlunum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.