Þjóðviljinn - 21.02.1957, Page 7

Þjóðviljinn - 21.02.1957, Page 7
DagsbrúnarverkamaSur skrifar: Btéttcsrsysftkini okkar í Iðju —- Fimmtudagur 21. febrúar 1957 ÞJÖÐVILJINN » Stéttarsystkini. okkar í Iðju eiga fyrir höndum nýjar kosn- ingar á sunnudaginn kemur. Illar tungur Sjálfstæðis- flokksins ætla sér að leggja Iðju að velli, ?em stéttarfélag vinnandi fólks. Þær vilja gera Iðju að fótþurrku atvinnurek- endanna. Aldrei í sögu Iðju hafa hinar illu tungur Sjálf- stæðisflokksins verið eins skæðar og þessa dagana. Hægri armur Alþýðuflokksins fær að vaða uppi og vinnur nú með Sjálfstæðisflokknum í Iðjukosningunum. Það verða ahir vinstrisinnaðir menn að festa í minni til næstu alþing- iskosninga. Sjálfstæðismenn vilja láta hækka um 70% hafa aðeins hækkað um 6%. Það er von að blöð Sjálf- stæðisflokksins öskri. unnið á móti slíkri menningar- þróun. Þýðingar- mesta málið Hvers vegna? En hvers vegna eru hinar illu tungur Sjálfstæðisflokksins svona skæðar þessa dagana? Það er vegna þess, að verka- lýðssanitökin styðja núverandi ríkisstjórn. Hvað hefur ríkisstjórn- in gert? Ríkisstjórninni hefur tekizt að stöðva dýrtíðarflóðið í sex mánuði. Samt sem áður hefur verðlag hækkað um alla Ev- rópu m. a. vegna styrjaldar- ævíntýris ,ílýðræðis“-þjóðanna Breta og Frakka við Súez. Hinn hræði- legi Ótti En það sem Sjálfstæðismenn óttast mest þessa dagana er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að koma afurðasölunni í það horf, að afætur geti ekki látið stórar féfúlgur á erlenda banka sem sína eigin eign, féfúlgur, sem eru eign þjóðarinnar allrar. Ef ríkisstjórninni tekst að koma afurðasölumálunum í heilbrigt horf mun dýrtiðin minnka Nú- verandi ríkisstjórn ætlar sér að koma á stóreignaskatti. Slíkt mun einnig lækka dýrtíð- ina hjá fjöldanum. Núverandi ríkissfjóm ætlar sér að taka bankana úr höndum braskar- anna og' gera þá að bönkum þjóðarinnar. Slíkt mun einnig lækka dýrtíðina og rétta hlut hins vinnandi fjölda. Það er ósköp eðlilegt að Sjálfstæðismenn séu með mik- inn gauragang í verklýðsfélög- unum þessa dagana. Framtíðin Ríkisstjórn Sjálfstœðis- flokksins Ef Sjálfstæðismenn hefðu verið í ríkisstjórn hefðu þeir notfært sér verðhækkanimar úti í heimi til þess að hækka verðlag hér heima ennþá meira en samsvarar hækkun á er- lendum markaði. En núverandi ríkisstjórn hefur komið í veg fyrir slíkt. Óánægjan í blöðum Sjálfstæðisflokksins bendir til þess, að ríkisstjórn Sjálfstæðis-^ flokksins, ef hún ríkti nú, hefði hækkað verðlag um allt að 70% eða meira. Slík dyrtíðar- þróun myndi leiða til þess að kaupgjald myndi rýrna um allt að 15 til 20%. En hverju hefði verið kennt um þessa hækkun? Ævintýrinu við Súez? Ó. nei. Verkfallinu mikla hér heima 1955 hefði verið kennt um þetta. Og til þess að draga athyglina frá hinni ólöglegu álagningu og ævintýrinu við Súez, hefðu blöð Sjálfstæðis- fiokksins básúnað það út, að kommúnistar hefðu stjórnað verkfailinu 1955. Þróunin á Spáni er ágætt dæmi um þá þróun, sem Sjálf- stæðísflokkurinn vill á íslandi. Þar hefur iðnaðar og verkafólk ekki efni á því að nota raf- magn. Og ég hef heyrt kaup- sýsiumenn fagna því, að þar séu verkamenn tvo daga að vinna fyrir einu eggi. Núverandi ríkisstjórn hefur komið í veg fyrir slíka þróun. Það .eiga Sjálfstæðismenn illt með að þola. Þær vörur. sem Eftir öllum aðstæðum hér heima og erlendis verð ég að segja það, að núverandi ríkis- stjórn hefur unnið mikið afrek. Og hvað er svo framundan? Hugur ríkisstjórnarinnar til verkalýðsins leynir sér ekki. í fyrsta skipti í íslenzkri sögu á að reisa orlofsheimili fyrir vinnandi fólk, orlofsheimili, sem eru einskonar menningar- hótel þar sem alþýðufólk getur tekið orlof sitt og dvaiið í fögru umhverfi og hugað að andlegum málefnum og án mikils tilkostnaðar. Hefur rík- isstjórn Sjálfstæðisflokksins unnið að slíku? Nei. Aldrei. Sjálfstæðisflokkurinn hefur Þýðingarmesta málið er auð- vitað þróun eða aukning fram- leiðslunnar. Ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að kaupa 15 togara til landsins. Hér verður ekki farið út í þau mál nánar. Eitt er víst, að ríkisstjórnin vinnur markvisst að viðreisn í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Ríkis- stjórnin hefur mörg járn í eld- inum. En þessi verk verða ekki unnin á nokkrum mánuðum. Dýrtíðarlíkami þjóðarinnar verður ekki læknaður til fulls fyrr en framleiðslan er komin á öruggan grúndvöll og tæknin í framleiðslunni orðin geysileg. Allt annað eru smámunir í samanburði við framleiðsluna sjáifa. Framleiðslan ar grund- völlurinn, sem allt annað bygg- ist á. Það er einmitt þetta, sem nú- verandi ríkisstjórn er að byggja upp. Ríkisstjórnin ætlar sér að byrja á réttum enda. En þetta er margra ára starf. Það verður erfitt fyrstu árin. Það verðum við að gera okkur Ijóst. Hin endanlega lækning við dýrtíðinni kemur ekki á bakka. Það vitum við verka- menn. Og verkalýðurinn stend- ur á bak við ríkisstjórnina í þessari farsælu þróun En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að reyna að eyðileggja þessa uppbyggingu, kæfa þessa á- stundun ríkisstjórnarinnar fæðingunni. Dagsbrúnarmenn, við verðum að koma í veg fyrir þessir skemmdarverk íhaldsins. Iðja er stór hlekkur í keðju verka- lýðshreyfingarinnar. Látum í- haldið ekki slíta þennan hlekk. Látum íhaldið ekki eyðileggja von íslenzku þjóðarinnar um betra líf og bjartari framtíð. Allt vinstra sinnað fólk mun styðja Iðju í kosningunum á sunnudaginn kemur. Dagsbrúnarverkamaður. Hér eru tveir af „frambjóðendum Alþýðuflokksins“ í verklýðshreyfingunni — V arðarfélagarnir Friðleifur Friðriksson og Sigurjón Jónsson. ömurlegt hlutskipti „Jafnaðarmenn ætla að vinna félagið úr höndum mannanna sem frömdu ofríkið og gerræðið á alþýðusam- bandsþinginu í haust“. Þannig kemst Alþýðublaðið að orði í gær um kosningarnar í Iðju. Jafnaðarmenn ætla að vinna — já, heyr á endemi! Allir vita að svo er nú komið hög- um Alþýðuflokksins, vegna í- haldsþjónustu leiðtoganna, að hann er í bullandi minnihluta í hverju einasta verkalýðs- félagi bæjarins. Og verkefni hægri mannanna í honum er yfirieitt orðið það eitt að vera kosningafóður fyrir íhaldið. 1 kosningunum í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti fór hægri klíka Alþýðuflokksins hamförum til að tryggja Varðarfélaganum Friðleifi Friðrikssyni kosningu. 1 Fé- lagi járniðnaðarmanna fór hægri klíka Alþýðuflokksins hamförum til að reyna að tryggja Varðarfélaganum Sig- urjóni Jónssyni kosningu. Og í Iðju, félagi verksmiðjufólks, ætlar hægri klíkan að leggja fram allt sem hún má til að styðja Varðarfélagann Guð- jón Sigurðsson. Það er ekki að undra þótt Alþýðublaðið tali digurbarkalega um það sem flokkurinn „ætli að vinna“. Og hliðstætt er ástandið í þeim félögum þar sem Al- þýðuflokkurinn þykist hafa forustu, t.d. í Sjómannafé’ngi Reykjavikur. Eftir stjórnar- kosningarnar þar komst Morg- unblaðið þannig að orði: „Samvinna lýðræðissinna innan verkalýðssamtakanna og árangur hennar er mjög ánægjulegur. Hitt er lieimsku- Iegt að Alþýðublaðið skuli nota tækifærið til þess í sam- bandi við stjórnarkosningu í Sjómannafélagi Reykjavnkur að eigna Alþýðuflokknum ein- um þann sigur, sem þar vannst yfir kommúnistum. Slíkur metingur er ekki til g'óðs, og Alþýðublaðið ætti að hafa vit á að forðast' hann, enda hefur það áreiðanlega sízt ástæðu til að ofmetnast í þessu sambandi . . . Allir vita t.d. að án atbeina Sjálf- stæðismanna í sjómannastétt væri Sjóinannafélag Reykja- víkur fyrir löngu komið í hendur koinmúnista“. Hægri mennirnir í Alþýðu- flokknum eiga sér enga sjálf- stæða tilveru sem vald í verk- lýðshreyfingunni í Reykjavík. Þar sem þeir lafa enn hvíla þeir á stuðningi íhaldsins, en húsbændumir í Valhöll eru óðum að taka forustuna í sín- ar hendur, einnig opinberlega. Það er ömurlegt að Alþýðu- flokkurinn skuli una slíku hlutskipti, og það eru ein- kennilegir „Alþýðuflokks- menn“ sem sætta sig við það. Allor tillögur meirlhluta !|ár« veitinganeindar samþykktar í atkvæðagreiðslu — við 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins í gær í tveimur síðustu blööum hafa verið birtir kaflar úr nefndaráliti meirihluta fjárveitinganefndar, og er þar 'skýrt frá breytingatillögum þeim sem nefndin gerði fyr- ir aðra umræöu. í atkvæðagreiöslunni á fundi sameinaðs þings í gær voru allar breytingatillögur meirihluta nefndarinnar sam- þykktar. Hér fer á eftir sá hluti nefndarálitsins sem fjallar um 14.-22. gr. Kirkju- og kennslumál. Lagt er : til að tekinn verði upp nýr liður til styrktar kristilegri æskulýðsstarfsemi, 20 þús. kr. Þá er lagt til; að véitt vérði fé til utanfarar presta, svo sem lög um það efni géra fáð fyrir. Tillaga er um. að hækkuð verði um 45 þús. kr. fjárveiting ' ./M til kaupa á orgeli í Hóladóm- kirkju. Varðandi Háskólann eru til- lögur um 85 þús. kr. hækkun. Er það að nokkru til samræmis við raunverulegan rekstrar- kostnað, en að hinu leytinu vegna kostnaðar af tveim nýj- um sendikennurum, sem ákveð- ið hefur verið að starfi á veg- um háskólans. Þá er gert ráð fyrir smá- vægilegri hækkun á framiögum til bókasafna í menntaskólan- um í Reykjavík og á Akureyri. Kostnaður við bændaskólana er talinn þurfa að hækka nokk- uð, og er lögð til 51 þús. kr. hækkun til þeirra samtals. Haustið 1955 var tekin upp ný skipan á listiðnaðardeild Handíðaskólans og hún felld inn í iðnfræðsluna. Af þessu leiðir nokkrar breytingar til hækkunar á kostnaði við iðnfræðsluna en lækkunar á framlagi til Handíðaskól- ans. Hækkunin nemur þó rúm- um 90 þús. kr. umfram lækk- unina. ........... Til framkvæmdar sund- skyidu í barnaskólunum gerir frumvarpið ráð fyrir 800 þús. kr. Nefndin telur raunhæíara að áætla þann kostnað 860 bús. kr. og leggur til, að svo :verði gert. Byggingarkostnaður barna- skóla og héraðs- og gagnfræða- skóla er eitt af hinum erfiðu viðfangsefnum ríkisins. Samkv. lögum, er þar að lúta, borgar ríkið hálfan kostnað við bygg- ingu he:mangönguskólahúsa óg þrjá fjórðu kostnaðar við bygg- ingu heimavistarskólahúsa. Löng skólaskylda og áhugi fyrir byggingu myndariegra skólahúsa kallar ört á fram- kvæmdir. Frá árunum fyrir 1955 á rík- ið vangoldið til skólahéraða vegna þessara framkvæmda rúmlega 11 millj. kr. Þær skuldir er verið að afborga, og eru til þess ætlaðar i frum- varpinu 2 millj. kr. Þessár : skuldir eru frá þeirn ÚDiiL1- er ■ lög skylduðu: ekki ríkið ,til að Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.