Þjóðviljinn - 24.02.1957, Síða 10

Þjóðviljinn - 24.02.1957, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Smmudagur 24. febráar 1957 . J.C.KIein Framhald af 6. síðu. þroskaár, og hann hefur sjálf- ur vaxið með henni sem sjómaður flytur hann af dönskum skipum yfir á fyrsta ^ millilandaskipið, sem íslend- ingar eignast, og sezt hér að. Hann er starfsmaður mikill og strangur við sjálfan sig, en réttlátur húsbóndi, heiðar- legur, áreiðanlegur ' og vin- fastur. Hann er fyrir löngu farinn að heilsu sökum erfið- is, þótt fáir sjái honum bregða. Sá, sem þetta, ritar, var ift á unglingsárunum heimagang- ur hjá Klein og stundum jafnvel í fóstri. Það var á svonefndum kreppuárum, þeg- ar víða var þröngt í búi, og setinn Svarvaðardalur uppi á lofti á Baldursgötu 14 þeg- ar við vorum þar fimm strák- ar allir á svipuðu reki. Þar átti ég vandalaus innhlaup, hvernig sem á stóð, allt til stúdentsprófs, en reikningarn- ir voru víst aldrei nákvæm- lega upp gerðir. Björn sálugi Guðfinnsson var þar einnig tíður gestur. Við höfðum eng- in áhrif á málfar Kleins, en af honum fræddist ég um ýmis- legt gott og miður heilbrigt í fari Islendinga. Hann héfur meiri trú á þessu landi en margur Islendingur og sam- grónari því en svo, að hann stundi utanfarir. Fyrri konu hans sá ég aldrei, en frú Sylvía, var sér- stÖk ágætismanneskja, sem fórnaði sér algjörlega fyrir vösólfana, sem settu oft allt á annan endann á Baldurs- götu 14. Það var víða knappt í þá daga, og frú Sylvía var ávallt ein með heimilið, sætti allar sennur og batt um sár- in. I styrjaldarlok 1945 hlaut J. C. Klein Frelsisorðuna dönsku (Frihedsmedalien) fyrir aðstoð við danska sjó- menn á stríðsárunum, og 1956 hafði Friðrik konungur með sér riddaramerki Danne- brogsorðunnar handa honum, þegar hann kom í heimsókn. Þær kveðjur hefur hann feng- ið frá ættlandi sínu, en við Islendingar hrósum happi yfir því að hafa fengið að njóta starfskrafta hans, okkur munar um mannsliðið. Hér á Klein langan og erilsaman starfsdag að baki, og ég óska honum allra heilla í ellinni. Björn Þorsteinsson. Fylgið ykkur nm A-listann r Tilboð óskast Tilboð óskast í að byggja skólahús við Réttar- holtsveg fyrir Reykjavíkurbæ. Útboðslýsingu og teikningar má vitja til fimmtudags 28. febr. n.k. á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Vonarstræti 8, gegn kr. 200,00 skilatryggingu. Fræoslustjórixm í Reykjavxk. * Karimannabomsur með spennu komnar H £ C T 0 R. Laugaveg 11 SKÚBÚÐIN, Spítalastíg 10 Framhald af 7. síðu. Dagsbrúnarkosningum" bætti hann við. Ég innti hann ekkj frekar eftir því, við hvaða pilta hann átti, því ég vissi ástæðuna fyr- ir því að Morgunblaðsklíkan fór nú ekki á stúfana í Dags- brún: Sjálfstæðisverkamenn í Dagsbrún vita nú flestir orðið að í Sjálfstæðisflokknum ríkir fullkomið alræði stóratvinnu- rekenda og auðkýfinga, sem halda úti Morgunblaðinu og Vísi og að aukin áhrif þeirra í verkalýðssamtökunum þýðir aukinn gróða þeirra á kostnað verkamanna. Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar, að þótt verkamaður eða verkakona telji sig á svipaðri^ skoðun og atvinnurekandinn um skipulagsform þjóðfélags og hafi jafnvel skráð nafn sitt í sama stjórnmálaflokk, þurfi hann eða hún ekki að láta at- vinnurekandann segja sér fyrir verkum í stéttarfélagi sínu; þar eru afskipti atvinnurek- andans hrcin árás á andlegt sjálfstæði verkamannsins og persónuleg lítilsvirðing í hans garð. Annað mál er það, að til eru verkamenn, hvort sem þeii eru í Sjálfstæðisflokknum eða ekki, sem láta fjárplógsmenn ýmist lokka sig með fögrum loforð- um eða blöð þeirra blekkja sig með rógi um forystumenn verkalýðssamtakanna til að reka erindi atvinnurekenda þar. Þetta sannast bezt á fram- boði stóriðnrekenda í Iðju fé- lagi verksmiðjufólks nú. Ég þekki að vísu ekki per: sónulega fólk það sem látið hefur atvinnurekendur raða á B-listann, þetta fólk kynnir sig sjálft með sálufélagi sínu við Morgunblaðið, skiptir ekki máli hvar það telur sig í flokki. Um Guðjón, formanns- efni atvinnurekenda í Iðju, veit ég það, að hann byggir ekki afkomuvonir sínar á gengi verkalýðssamtakanna sem aðr- ir Iðjufélagar; hann hefur jafn- an verið opinskár andstæðing- ur allrar launabaráttu og geng- islækkunarunnandi. Persónulega þekki ég fæst af A-Iista fólkinu, þótt ég viti hins vegar að flest af því eru þekktir starfandi Iðjufélagar um margra ára skeið. En Björn Bjarnason þekki ég persónu- lega sem góðan dreng og dug- andi mann fyrir félag sitt. þótt ég sé honum ekki sammála í pólitík. Og ég mun treysta hon- um í félagsmálum svo lengi sem hann er skammaður og ofsóttur í blöðum verkalýðs- andstæðinga, Við Iðjufélaga almennt vil ég segja þetta: Varið ykkur á verkfærum kauplækkunar- og dýrtíðaraflanna í félaginu. Lát- ið ekki Morgunblaðsliðið draga ykkur í flokksdilk. Standið saman í stéttarfélagi ykkar eins og félagsþroskuðu verka- fólki sæmir, hvar í flokki sem þið eruð. Fylkið ykkur um A- listann, hvað sem burgeisar segja. Með Dagsbrúnarkveðju Verkamaður. STEIHPtíRsl' Fjölbreytt úrval af TRÚLOFUNARHRENGIR STEINHRINGUM 18 og 14 karata. — Póstsendum — LYKILLINN aO auknum viðskiptum et auglýsing í Þjóöviljanum. íþróttir Framhald af 9. síðu. þeir höfðu áttað sig til fulls á þeirri staðreynd, að Karl var nær óvirkur í þessum leik. Lögðu þeir þá megináherzlu á „línuspil“ sem og gaf góðan. árangur. Beztir í liði KR voru þeir Steinmann, Bergur og Guðjón. Mörk KR skoruðu: Stein- mann 10, Reynir 5, Hörður 3, Bergur 1, Karl 1 og Þorbjörn 1. Lið Ármanns átti all góðan. leik, einkum í fyrri hálfleik. Eiga þeir góða skotmenn, og varnarleikur þeirra var ágætur meðan úthaldið var fyrir hendi, en hinsvegar er sóknarleikur þeirra oft mjög þunglamalegur. Beztir í liði Ármanns voru þeir Snorri, Jón Erlendss. og Hannes. Mörk Ármanns skor- uðu: Snorri 6, Hannes 3, Jón Erlendss. 2, Jón G. Jónsson 1 og Stefán 1. Dómari var Valur Benedikts- son og gerði hann því starfi sæmileg skil. Einnig fór fram leikur í 3. fl. karla A milli Fram og Þróttar og sigraði Fram náum- lega 15 gegn 14. Dómari í þeim leik var Sigríður Lúthers- dóttir og er ástæða til að bjóða svo ,,vinsælu“ dómarastarfa, þar sem hún mun vera önnur stúlkan í röðinni, er dæmir leik í opinberu handknattleiksmóti í Hálogalandi. Cr tTSALA KARLMANNAFÖT kr. 785,00 r- kr. 985,00. DRENGJAFÖT frá kr. 485,00. ÚLTIMA h.f. Laugaveg 20. Þjóðdansafélag Reykjavíkur síðustu námskeið vetrarins hefjast miðvikudaginn 27. febrúar næstkomandi í Skátaheimilinu. — Gömlu dansarnir, byrjendur kl. 8. — íslenzkir dansar og fl. kl. 9. — ÞjóÖdaas- ar framhaldsflokkur kl. 10. Innritun á sama stað. STJÓRNIN. SÆKUR hverfæ; Ein af annarri hverfa nú bækurnar úr umferð, því síðustu eintökin eru seld þessa dagana í Listamannaskálanum. Opið mánudag og þriðjudag frá kl. 9—6. Sölunefnd bóksalafélags Islands

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.