Þjóðviljinn - 22.03.1957, Page 6

Þjóðviljinn - 22.03.1957, Page 6
— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 22. marz 1957 Útgefanái: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Önnur og ný vinnubrögð forgunblaðið hefur orð á því foru'stugrein í gær að Játt hafi enn verið efnt af fyr- drheitum stjórnarflokkanna. :Sízt skal þetta blað draga úr því að æskilegt hefði verið að lausn þeirra stóru mála sem ríkisstjórnin tók að sér að hrinda í framkvæmd hefði gengið með meiri hraða. Á þetta ekki sízt við kaup nýju togaranna, húsnæðismálin, end- urskipan bankamálánna og út- færzlu landhelginnar. En hins er rétt að geta að öll eru þessi mál í undirbúningi og þegar aðilar með að ýmsu leyti úlikar skoðanir og viðhorf þurfa að samræma sjónarmið sín og ná samkomulagi um endanlega lausn er í sjálfu sér ekkert undrunarefni þótt nokk- tirn tima taki að hrinda mál- tinum áleiðis ®7n jafnrétt er að gleðja Morgunblaðið með því að án alls efa fer sá tími að styttast sem það þarf að bíða ■eftir lausn á stórmálum rikis- stjórnarinnar. Og væntanlega kann þá Morgunblaðið og sá ilokkur sem það er málgagn fyrir að meta lausnina og veitir íienni fullan stuðning. Á því œtti ekkj að þurfa að standa íSvo óþreyjufullt sem þetta að- almálgagn stjórnarandstöðunn- ar segist vera eftir framkvæmd .stjómarsáttmálans. Hitt er svo auðvitað alrangt hjá Morgun- blaðinu 'að núverandi ríki.s- átjórn hafðj ekkert aðhafzt síð- an hún tók við völdum. Og eitt- hvað annað hefur stundum virzt á skrifum íhaldsblaðanna, þ>au hafa ekki svo sjaldan þót'zt hafa tilefni til að senda ríkisstjórninni tóninn. Íorgupblaðið má ekki gleyma pví að núverandi ríkis- stjórn tók beinlínis við allri -frarnleiðslunni í óreiðu og etrandi af Ólafi Thors og sam- jberj um hans. Það var ærið ki'erkefni að finna lausn á því -vandamáli. Og niðurstaðan -Varð sú að ríkisstjórn vinstri flokkanna tókst að leysa vand- ann. Þrátt fyrir alla van- :skilavíxla íhaldsins og allt öng- þveitið sem það skildi eftir sig fókst núverandi ríkisstjórn að halda allri framleiðslunni í fullum gangi og tryggja ó- hindraðan rekstur sjávarút- vegsins við síðustu áramót í al- ..gerri mótsögn við það sem áð- ■ iUr hafði verið. Nú varð engin rstöðvun hjá bátaflotanum og fekkert framleiðslutjón af þeim rsökum eins og var fastur fylgi- "fiskur þess stjómartímabils á : sjávarútvegsmálunum sem sérstaklega er kennt við Ólaf ‘iThors. * i-JVetta mikilsverða verkefni * tókst að leysa af því að • a’íkisstjórnin hefur traust og i| ritrúnað stéttarsamtakanna og jþá ekki sízt verkalýðsfélag- £nna, og hafði frá upphafj lof- að að leysa málin á grundvelli samkomulags við þau en ekki yfirlýstrar styrjaldar eins og var í tíð íhaldsstjórnarinnar. Það var þetta sem gerði gæfumuninn. En traust ríkis- stjórnarinnar var ekki aðeins takmarkað við stéttarsamtök vinnandj fólks. Henni tókst einnig að ná samkomulagi við allar greinar sjávarútvegsins og fer það ekki milli mála að þeir aðilar telja sig ekki síður hafa mætt skilningi á vanda- málum sínum sem ekki var fyrir að fara meðan íhaldið hélt um stjórnartaumana. Rík- isstjómin, og þá ekki sízt nú- verandi sjávarútvegsmálaráð- herra, hefur og haldið með nýj- um og giftusamlegum hætti á afurðasölumálunum. í stað öngþveitisins sem ríkti í tíð Ólafs Thors, þegar mikið af framleiðslunni lá óselt í árslok og mörg frystihús yfirfull mánuðum saman hefur Lúðvík Jósepsson -gengið svo rösklega til verks að tryggð er sala fyr1 irfram á jafnvel meira magni en ársframleiðslan hefur num- ið hingað til. Þjóðin býr nú við öryggi í afurðasölumálunum sem ekki liefur þekkzt áður. í»ennan árangur kann þjóðin -*• áreiðanlega að meta þótt flokki og blöðum braskaranna og milliliðanna þyki lítt til hans koma. En ríkisstjórnin hefur haft fleiri jám í eldin- um. í fyrsta skipti hafa auð- félög landsins og milliliðastétt- in verið látin taka á sig veru- legan hluta byrðanna sém þjóð- in þarf gð bera vegna hallans á framleiðslunni. í þessu skyni hefur olíuverðinu verið haldið niðri og olíufélögin loks orðið að sætta sig við verðlagningu sem er 30 millj. kr. lægri mið- að við árssölu en kröfur þeirra hljóðuðu upp á. Ekkert slíkt átti sér stað í stjórnartíð í- haldsins. Þá var orðið við hverri kröfu' þessara voldúgu auðfélaga umyrðalaust. Þessi nýja stefna hefur sparað al- menningi og framleiðslunni umtalsverðar fjárupphæðir, 17'n það eru fleiri en olíufélög- in sem fengið hafa að kynn- ast breyttri stefnu og nýjum viðhorfum. Álagning á innflutt- ar vörur er ekki lengur alger- lega á valdi milliliðanna eins og íhaldið ákvað þegar það eyðilagði verðlagseftirlitið. Hannibal Valdimarssoh hefur haft forgöngu um lækkun á- lagningar og eflingu verðlags- eftirlitsins á nýjan leik. Með þessu er byrðum dreift réttlát- legar en ella. liefði verið. Milli- liðirnir verða að taka á sig verulegan hluta hinna sameig- inlegu byrða og hafa vissulega bökin til að bera þær. Þessu hefur íhaldið tekið af slíkri fólsku og illgirni að enginn þarf lengur að efast um hverra hagsmuna það telur sér skyld- ast að gæta í þjóðfélaginu. Eru ekki viðræðuhæfir Bandamennirnir í íhalds- flokknum og hægri klíku Al- þýðuflokksins tala nú mikið um fjárreiður Iðju, félags verk- smiðjuíólks. Ekki hafa þeir þó treyst sér til að halda því fram að félagsmenn hafi ekki tök á öllu fé sinu, en þeir telja að féð hafi verið vaxtað á þann hátt að um það megi hafa hin hörðustu orð. Bera þeir eink- um fram að féð hafi verið á- vaxtað í innlánsdeild KRON.j. að keypt hafi verið skuldabréf án affalla og að nokkur upp- hæð hafi verið lánuð. Um tvö fyrri atriðin er það að segja að þau verða ekki gagnrýnd með nokkrum rétti; það er sjálfsagt að verkalýðsfélög- in ávaxti fé sitt eftir því sem þau telja sér henta í sparisjóði samvinnuhreyf- ingarinnar í Reykjavík og fái með því hærri vexti en í al- mennum lánastofnunum; einn- ig mun sú skoðun hafa lítið fylgi að verklýðsfélögin eigi að fara að ástunda okurstarfsemi. Hitt er sjálfsagt umræðuefni innan verklýðshreyfingarinnar, hvort lána eigi einstaklingum fé úr sjóðum félaganna, og sé það gert, hvernig því skuli þá fyrirkomið og hverjum reglum eigi að fylgja. Verður þetta vandamál án efa rætt nánar innan alþýðusamtakanna og fyrrverandi stjórnarmenn Iðju munu vafalaust gera nánari grein fyrir sjónarmiðum sín- um. En þegar verkalýðshreyfing- in ræðir um það hvernig hún eigi að ávaxta eignir sínar eru nokkrir menn sem eiga að steinþegja og skammast sín. Það eru mennirnir sem á sín- um tíma stálu eignum verka- lýðsfélaganna, eignum sem nú nema að verðmæti mörgum milljónum króna og verkalýðs- félögin höfðu komið sér upp um langt árabil. Það vantaði ekki að þessir menn þinglýstu og hefðu í frammi alla laga- króka, enda fengu þeir dóm- stóla íhaldsins í lið með sér. En þeir rændu verkalýðshreyf- inguna, hvem einasta verka- mann, ekki aðeins peningum heldur og því valdi sem eign- imar tryggðu og þar með styrk í kjarabaráttunni, Það er alger lágmarkskrafa að þessir menn þegi, líti undan og laumist burt þegar það mál ber á góma hvernig eigi að ávaxta sem bezt og tryggilegast fé verk- lýðshreyfingarinnar. Við þá verður ekki rætt um fjármál alþýðusamtakanna; það er í hæsta lagi hægt að sveia þeim eins og rökkum. Fjórar íslenzkar siúlkur iá stysk til máffls á dönskum verknámsskóla í sumar Fyrir atbeina Norræna fé- lagsins býður Store Restrup Husmandsskole fjórum íslenzk- um stúlkum skólavist fyrir helming dvalarkostnaðar á sumarnámskeiði skólans, sem hefst 3. maí og stendur til 30. ágúst. Dvalarkostnaður verður þannig kr. 460,— (danskar) þessa f jóra mánuði. Store Restrup er í Himmer- land á Norður-Jótlandi, um 12 km frá Álaborg, við þjóðveg- inn Álaborg-Nibe. Umsóknir ásamt afriti af prófskírteinum og meðmælum skólastjóra, kennara eða vinnu- veitanda skulu sendar Nor- ræna félaginu í Reykjavík (Box 912) fyrir 10. apríl n.lc. (Frétt frá Norræna félaginu) «>- iritanlega hefur ríkisstjórnin ’ haft mörg önnur verkefní með höndum þótt Morgun- blaðinu þyki lítið koma til vinnubragðanna þegar það þarf að reyna að ná sér niðri á andstæðingunum. Sumt af þeim viðfangsefnum hefur þeg- ar verið leyst en önnur eru á undirbúningsstigi og munu fljótlega koma fram í dags- ljósið. Meðan íhaldið hefur allt á hornum sér er ríkisstjórnin á réttri leið og verðskuldar ó- skipt traust vinnustétta og framfaraafla landsins. Opið brél fil leigubifreiSð' stjóra í Reykiavík Það var siður í mínu ung- dæmi þegar byrjað var bréf að óska þess að línurnar hittu við- takanda „glaðan og hressan“, og þess vildi ég einnig óslca ykkur, góðir hálsar. Eg vona að kosningaskjálftinn sé að mestu horfinn, þeir glöðu komnir í jafnvægi og hinir hryggu bún- ir að ná sér. Eg var búin að ákveða að penda ykkur smáorðeendingu fyrir kosningarnar en við nán- ari athugun þótti mér ráðlegra að láta það bíða,' þar til mold- viðrið lægði í þeirri von að ofurlítil heilbrigð hugsun kæm- ist að hjá ykkur. Það er.að vísu hlægilegt, eða mér liggur við að segja skamm- arlegt, að fimm hundruð manna hópur í sömu atvinnu slculi j skipa sér af þvílíkum ofstopa í tvær andstæðar fylkingar, sví- virðandi hver annan af flokks- pólitískum sjónarmiðum en virðast gleyma sameiginlegum hagsmunamálum og nauðsynj- um stéttarinnar sem aðeins er hægt að hrinda í framkvæmd með samstilltu átaki. Er stétt- in það vel stödd að hún geti leyft sér slík innbyrðis átök? Stjórnarvöldin í þessu landi hafa fyrir löngu séð, að hér eru menn á ferð sem hægt er að leika grátt sökum sundrungar þeirra. Engin ríkisstjórn myndi leyfa sér að beita nokkra stétt eins harðvítugum aðgerðum og bílstjórar hafa orðið að þola, ef hún hefði vitað að innan vébanda hennar væru sam- stilltir menn með örugga for- ustu. En ríkisstjórnirnar hafa vitað hvernig leika má þessa menn, því frá þeim hefur verið fátt urn svör. Hvað ætla þessir menn að taka lengi þegjandi við þeim hnútum sem að þeim eru réttar. Nokkur orð komu að vísu í Þjóðviljanum daginn fyrir kósningar og á kosninga- daginn um bágborinn hag stéttarinnar, en þá reyndi Morgunblaðið að rífa það allt niður og kórónaði síðan allt saman með löngum lofrollum um,:unnin afrek en klingdi út með því að segja að undir dá- samlegri handleiðslu Bergsteins Guðjónssonar væri einna bezt búið að meðlimum þessa félags af öllum stéttarfélögum! Eg mundi í ; Bergsteins sporum taka þetta sem opinbera móðg- un og háð af rætnustu tegund. Eftir áratuga þrotlausa bar- áttu og samstilltan vilja hafa flest verkalýðsfélög bætt af- komu félagsmanna sinna svo að vinnutíminn miðast við 8 tíma á dag. En hver er svo vinnutími leigubifreiðarstjóra í deig? 12—14 tímar á sólarhring og það mest í kvöld- og nætur- vinnu. Eg. tel mig ekkert fleip- ur fara með, því eftir að vera búin að vera gift leigubifreiðar- stjóra í einn áratug þykist ég vera orðin málinu kunnug. Og þar er ekki einungis átt við virka daga vikunnar heldur alla daga, já alla helgidaga líka og jafnvel jólin og aðra stór- hátíðisdaga, ekkert sumarfrí, nema ef til vill einn og einn dagur, sem svo verður að vinna upp með lengri vökum næstu vikur. Eg veit að þið sem ókunn er- uð málunum munið spyrja: þurfa mennirnir að vinna svona lengi, er þetta ekki ein- ítóm peningagra?ðgi? Nei, ég held að fæstir vinni lengur en þeir þurfa, og sannleikurinn er sá hð þeir þyrftu íhelzt að vera a,ð allan sólarhringinn, svo einhver von væri að af- koman yrði þolanleg. Það má vel vera að þeir séu sumir á- nægðir, og vilji glaðir á sig leggja slíkar byrðar, ef þeir halda sig vinna einhverjum pólitískum flokki eitthvað gagn. En eru konur ykkar ánægðar, og finnst þeim heimilunum vel borgið? Ber það ekki ástandinu gleggst vitni, að menn í þess- ari stétt öðrum fremur hafa freistast til að gerast lögbrjót- ar og eyðileggja mannorð sitt og stéttarinnar í heild með ó- geðslegri fjáröflun leynilegri, en þó hálf opinberri. Og skyldi konum þessara manna ekki hrylla við að fæða og klæða börn sín með svona illa fengnu fé? Og þá vaknar að sjálfsögðu sú spurning hvað sé hægt að gera til að bæta ástandið. Þeir, sem hafa Morgunblaðið fyrir sína biblíu munu eflaust segja að allt sé búið að gera sem hægt sé, nú sé allt í lagi, því nú séu allir leigubílar merktir með „L“ og harkar- amir horfnir eins og „dögg fyr- ir sólu“. En hvert hurfu þá þessir margumdeildu harkarar? Þeir fengu bara bókstafinn L á bílnúmerið sitt, og sitja nú og sóla sig við prestvígða stöð Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.