Þjóðviljinn - 02.04.1957, Síða 10
¥
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. apríl 1957
Grein Jóhanns J. E. Kúlds
Framhald af 6. síðu.
mætasta hluta skrelðarinnar
sem þeir kaupa, og gera því
strangar kröfur um að hann
sé ógallaður. Hér er að vísu
ekki um stóra fúlgu að ræða
í erlendum gjaldeyri, og ég
tek ekki þetta dæmi vegna
þess, heldur til að sýna hve
áfátt okkur er við nýtingu afl-
ans.
Og sömu sögu og ekki betri
er að segja um síldarvinnslu
okkar, við seljum hana úr land-
5nu sem hálfunnið hráefni, hvað
viðvíkur kryddsöltuðu síldinni,
og látum aðrar þjóðir um að
fullvinna hana í dýra markaðs-
vöru, í fullhremsuð flök, gaff-
albita og síldarmauk sem selt
er síðan vandlátum neytendum
um heim allan.
Þá skal á það bent að Norð- :
menn byggðu eftir stríðið að :
minnsta kosti tvær verksmiðj- :
ur sem vinna úr hreistri síldar :
og annarra fiska verðmætt efni ■
■
til skartgripagerðar. Hér er *
■
hinsvegar öllu hreistri fleygt, ;
■
ýmist beint í sjóinn eða þá ■
í skolpleiðslurnar. Þorskroðin ■
sem til falla í öllum hraðfrysti- ■
húsum iandsins eru að vísu ■
hirt, og seld úr landi fyrir lít-
íð verð, til límframleiðenda
annarra þjóða, sem vinna úr :
þeim eftirsótta markaðsvöru. :
■
Þó eru vélar og annar útbún- :
■
aður til fullvinnslu roðanna :
■
sagt mjög ódýrt af þeim er til ■
■
þekkja. ■
■
Nýsköpunarstjórnin hófst j
handa á sínum tíma og hugðist j
koma hér upp lýsisherzluverk- j
smiðju, en með henni hefði j
verið lagður grundvöllur undir j
mikinn iðnað í landinu, þar á j
meðal sápugerð til útflutnings. :
Þrátt fyrir að búið var að festa j
kaup á vélum til verksmiðj- :
unnar, þá reis hún aldrei af :
grunni, og ennþá látum við ■
aðrar þjóðir um það verkefni ■
að vinna dýrar vörur úr lýs- ■
ínu okkar.
■
Hér er mikið landnám fyrir j
hendi, Og ef við ætlum okkur j
að hefja þjóðina upp úr basl- V
búskap til bjargálna, þá verður
það aldrei gert með því að í”
flytja úr landi stóran hluta j
af sjávaraflanum, og oft þann j
verðmætasta, sem óunnið eða :
a
hálfunnið hráefni. Það verður :
■
að vera verkefni þeirra sem j
með völdin fara í landinu á :
■
næstu árum, að útvega hag- j
kvæm lán til fullkomins iðn- :
aðar úr sjávarafla, því svo :
lengi sem sjávarafli okkar :
verður að gegna því hlutverki ;
að vera undirstaða þjóðarbú- 'mm
skaparins, þá verður að rækja
þær skyldur við hann sem j*
hann á kröfu til, samkvæmt j
hlutverki sínu, annars kunnum j
við ekki að búa í landinu.
Áður en ég hætti þessum j
lestri sem gæti þó verið miklu j
lengri, því af nógu er að taka !
þar sem ver er haldið á mál- ;
Um en skyldi við nýtingu sjáv- ■
araflans, þá vil ég leyfa mér ■
að benda valdhöfum þessara ;
mála á aðkallandi verkefni, ■
sem getur haft hagnýta þýð- ■
ingu fyrir þjóðarbúskapinn, ef
rannsókn leiddi í Ijós, að skil-
yrðu væru fyrir hendt. Þó
undarlegt megi telja, þá hefur
mér vitanlega aldrei verið
framkvæmd á því rannsókn
með nútíma tækjum, hvort hér
séu skilyrði til álaveiði í sjó
og vötnum. Ýmsar þjóðir láta
nú rannsaka þetta hjá sér, því
eins og vitanlegt er; þá er áll-
inn ein allra dýrasta fiskteg-
und sem boðin er á mörkuðum
bæði ferskur og reyktur. Danir
sem eru ein allra mesta ála-
veiðiþjóð auglýstu það á fisk-
iðnaðarsýningunni í Forum á
s.l. ári, að þeir hefðu selt ál
til Vestur-Þýzkalands fyrir 53
milljónir danskar krónur (árið
1955)'. Á þessu geta menn séð,
iað það gæti skipt talsverðu
máli, hvort hér væru skilyrði
til álaveiða eða ekki. Það er á
allra vitorði að áll er hér tals-
verður í sumum landshlutum
en það sem rannsaka þarf, er
hvort hér sé um svo mikið
magn að ræða, að skipulegar
veiðar myndu svara kostnaði.
Eg vil beina þessu til Fiski-
' málanefndar. eða annarra
þeirra aðila, sem hafa á því
fjárhagsleg tök, að láta fram-
kvæma slíka rannsókn, því á
meðan við búum hér við basl-
búskap og g j aldeyrishungur
þá verður það að teljast þjóð-
félagsleg skylda að benda á
allar leiðir sem líklegar gætu
verið til úrbóta á því sviði.
■ ■■■■■■■«■■
BAKNA- 0 G UNGLINGA-
KÁPUR
DRAGTIR og KJÓLAR. Glæsilegt úrval. —
Hagstætt verð.
VERZLUN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Laugavegi 20A
Tilkynning
innflytjnda
Nr. 10/1957
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið að fram-
vegis skuli allir innflytjendur skyldir að senda
verðlagsstjóra eða trúnaðarmönnum hans verð-
útreikninga yfir allar vörur, sem fluttar eru
til landsins,' hvort heldur varan er háð verðlags-
ákvæðum eða ekki, og einnig þó um hráefni til
iðnaðar sé að ræða. Skulu verðútreikningar
þessir komnir í hendur verðlagsstjóra eða trún-
aðarmanna hans eigi síðar en 10 dögum eftir að
varan hefur verið tollafgreidd.
Óheimilt er með öllu að hefja sölu á vöru,
sem háð er verðlagsákvæöum fyrr en söluverð
hennar hefir verið staöfest af verðlagsstjóra eða
trúnaðarmönnum hans. Óheimilt er einnig að
hefja sölu á öðrum vörum fyrr en verðútreikn-
ingur hefur veriö sendur.
Innflutningsskrifstofan hefur einnig ákveðiö, aö
framvegis skuli innflytjendum skylt að senda verö-
lagsstjóra, eöa trúnaðarmönnum hans, samrit af
öllum sölunótum yfir innfluttar vörur í lok hverr-
ar viku.
Reykjavík, 1. apríl 1957.
Verðiagsstjórinn.
Lægsta flugfargjald frá j
f slandi til Bandaríkjanna og Canada i
■
■
Hið lága fargjald fyrir innflytjendur til Banda-
ríkjanna og Canada með flugvélum Pan Ameriean j
flugfélagsins verður í gildi til 1. júlí n.k.
Fyrir innflytjendur kostar það aðeins kr. 2.303.00 :
frá Keflavík til New York. Fargjaldið má
greiða í íslenzkum krónum.
■
Leitið upplýsmga hjá aðalumboðsmönnum
Pan American á Islandi: :
■
■
■
6. Helgason & og Melsted h.f.
Hafnarstræti 19, símar 80275 & 1644
fslenzk jólamerkjabék
Bókin „Islenzk jólamerki" er komin út. Hefur reiti
fyrir jólamerki, sem gefin hafa verið út í Reykjavík,
Önundarfirði og á Akureyri.
Verð bókarinnar er kr. 35.00. Send eftir pöntun hvert
á land sem er.
Haraldur Gunnlaugsson
Grettisgötu 92, Reykjavík.
ALLIR ÞEIR, SEM EIGA
skuldagröfu á Sveinasamband byggingamanna,
eru beðnir að framvísa þeim, á skrifstofu
sambandsins Kirkjuhvoli, eða til Jóns Guðna-
sonar Skipasundi 45, innan viku frá birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Sveinasamband byggingamanna< Revkjavík
Tilkynning
Ni. 12/1957
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að fram-
vegis sé óheimilt að hækka verð á hverskonar
þjónustu, nema verölagsstjóra hafi áður verið
send ýtarleg greinargerð um ástæður þær, sem
gera hækkun nauðsynlega. GreinargerÖ þessi skal
send, að minnsta kosti 2 vikum áður en fyrirhug-
aðri hækkun er ætlað að taka gildi.
Innflutningsskrifstofan hefir einnig ákveðið, að
þeir aðilar, er tilkynning þessi snertir, skuli þeg-
ar í stað senda verðlagsstjóra eða tmnaðarmönn-
um hans afrit af núgildandi verðskrám.
Reykjavík, 1. apríl 1957.
Verðiagsstjórimt.
Tilkynning
til iðnrekenda
Nr. 11/1957
Innflutningsskrifstofan hefir ákveðið, að fram-
vegis sé óheimilt að hækka verö á innlendum iön-
aðarvörum, nema samþykki verölagsstjóra komi
til.
Ennfremur skal því beint til þeirra iðnrekenda,
sem ekki hafa sent verölagsstjóra lista yfir nú-
gildandi verð, að gera það nú þegar. Ella verður
ekki komizt hjá því, aö láta þá sæta ábyrgð lögum
samkvæmt.
Reykjavík, 1. apríl 1957.
Veróiagsstjórinn.
Skyrtur sem koma fyrir hádegi eru tilbunar að kvöldi
Þvottahúsið EIMIR
Bröttugötu 3A — Sírai 2428