Þjóðviljinn - 03.04.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1957, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 3. apríl 1957 Alll á sœma stað Ný tegund aí CMMPION-bílkertum: „KRAFTKVEIKIUXERTI" (Powerfire) Judy Garland endurborm stjarna Stjarna er fædd, bandáríska kvikmyndin sem Aust- urbæjarbíó hefur sýnt undanfarna daga við rnikla aðsókn verður varla talin í hópi minnisverðra iistaverka, en ó- " nægju hiýtur hún að vekja hjá gömlum aðdáendum Judy Garíahd; myndin skipar henni aftur 1 hóp stjarnanna. Á ujiglingsárum sínum fyrir stríð vann Judy Garland hylli fjölmenns hóps kvikmyndahúsagesta Víðsvegar um heim með fjöri'Sínu, söhg og dánsi og áðlað- ;andi" persóhuleika. En þegar aldur færð- ist yfir hana snerist vindátt gæfunnar, það fór að biása á móti; þetta sama hafa margir efnileg- ir, ungir leikarar orðið að reyna i Hollywood. Húfi gift- ■ ist þrisvar, fitnaði ó- eðlilegá mikið, var sögð taugaveikluð, átti í deilum við kvikmyndaframleið- anda sinn og hlaut að lokum vist á hressingarháeii einu. Hún reyndi ,.eome back“ á , sviði fjöl- listahúss, tókst veí upp í fyrstu, en til- rauninni lauk með hálfgerðri skelfingu. Með myndinni Stjarna er fædd (A Star is Born), sem framleidd er af sjálf- stæðu kvikmyndafélagi, er hún stofnaði ásamt manni sínum, hlaut Judy Garland frægðina að nýju, stjarna var endurborin. í myndinni leikur liún létt og spengileg og af sama fjörinu og fyrr- um, kannski svolitlu .meira fjöri. Það er hún fyrst og fremst sem setur strip sinn á þessa íburðarmiklu mynd, klædd svörtum síðbuxum eða kjólfötum og með drengjakoll. En játa verður, að myndin sjálf sem heild er ekki mjög mikils virðí að öðru leyti, þrátt fyrir allt em í hana er borið. Sögð er gamla sagan um kvik- rnyndalejkara, sem eitt sinn var frægur (James Mason) en er nú á góðri leið með að fara í hund- ana vegna drykkjuskapar síns, og unga, efnilega stúlku, sem hann „uppgötvar“ og kemur á fram- Judy Garland í myndinni „Stjama er fædd“ færi þannig að hún verður brátt fræg leikstjarna. Stúlkan giftist honum, en frægð hennar flýtir enn fyrir hrapi hans. Á sömu stundu og hún tekur við æðstu viðurkenningu, Óskái-svérðláununum, þvælist maður hennar um dauðadrukkinn. Það er mikið um vota hvai-ma í þessari mýnd, tárin oft ekki spöruð. James Mason reynir mjög að géra hlutverk sitt sennilegt og tekst yfirleitt vel, oft ágætlega, þrátt fyrir óþarfa viðkvæmni á stundum. Honum tekst að fá áhorfandann til að trúa þvíj að Norman Maine hafi í raun verið hæfi- leikamaður áður en áfengisfjandinn komst í spilið. En hvað sem öllu öðru líður: Það sem minnis- stæðast verður að lokinni þessari hálfs þriðja tima mynd er lífsfjör Judy Garland óg glettni. ★ Þér eigið að gleyma hver þér eruð og hver þér voruð! Héðán af'eruð þér hermaður og dýrlingur! Þér eruð heilög Jóhanna frá Örk! Þannig mælti kvikmyndaleikstjórinn Otto Preminger til stúlkunnar á myndinni, þegar taka nýrrar kvikmyndar um heilaga Jó- hönnu hófst i Englandi eigi alls fyrir löngu, Stúlkan heitir Jean Seberg og var til skamms tíma með öllu óþekkt, búsett í Marshalltown í Iow, Bandaríkjunum. Preminger valdi hana til að fara með hlutverk sogupersónunnar frá Orleans úr hópi 18000 ungra stúlkna. Meðleik- endur Seberg eru margir heimsfrægir og næg- ir þár aðeins að nefna Richard Todd, Laurence Olivier og Riehard Widmárk. Sagt er að á miðju s.l. árl hafi kvikmynd, sem tók séx og hálfa mínútu að sýna, orðið til þess að kalt vatn hljóp milli skinns og hörunds milljóna manna, sem sátu við sjónvarpstæki sín í Bandaríkj- unum. Þetta var teiknimynd, gerð af Englending- um, hjónunum Joan og Peter Foldes, sem hlutu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakk- landi, árið 1952 fyrir fyrstu teiknimynd sína, en hún fjaliaði um sköpunarsöguna. Nú má segja <að efnið liafi verið algjör andstæða: gereyðing jarðar- innar eftír að risasprengja hefur verið sprengd. Bandaríska tímaritið Time skýrði nokkuð frá mynd þessari á sínum tíma, hvernig hún lýsti t. d. fyrstu viðbrögð- um dýranna eftir sprenginguna, Leóparði sést sleppa dúfu, sem liann hefur veitt, og bæði leita þau hælis þar sem frumskógurinn er þéttastur. í borg- inni sófa karlar, lconur og börn, á meðan „forystu- mennirnir og hin- ir vísu“ horfa á- hyggjufullir til himins, „en bara of seint“. Oisaleg- um ljósglampa bregður fyrir og augun bókstaflega bráðna í andlit- unum. Ung kona sést vakna við spreng- inguna, andlits- drættir hennar hverf a þar til hauskúpan er ber* éftir. Myndirnar, | sem fylgja þess-; um linum, gefa hugmynd um þennan hluta teiknimyndarinn- ar. Og í lokin seg- ir þulurinn: „Þeg- ar allt var garð gengið, ekki annað en lítill logi: Fjöllin, akrarnir, borgirnar og jörð- in voru hórfin.“ Time segir að teiknimyndin hafi haft svo mikil á- lirif á áhorfend- endur, enda þótt hún sé svört-hvít (ekki litmynd), að þeir hafi setið sem þrumulostnir í sólum sínum að lokinni sýningu, og sjónvarpsféiagið hafi síðar fengið f jöldann allam, af bréfum, símskeytum og símhringingum, þar sem hrós og fordæming sldpt- ust nokkurnveginn í jafnstóra hópa. »— MIKIL lifandis ósköp er veðr- íð gott! — Þetta er nú meiri biessuð blíðan! — Það er bara eins og komið sé vor! Undan- farna daga hefur maður ekki ó- sjaldan heyrt setningar sem úessar, enda ekkert undarlegt, þótt fólk dásami góðviðrið, önn- ur eins blíða og verið hefur und- hnfarið. Fyrir svo til þess að gera nokkrum dögum voru víða taisverðir skaflar í út- hverfum bæjarins, blakkir og Jjótir skaflar,. nú eru þéir horfnir; og út um gluggann ■minn sé ég hluta af Esjunni og til skamms tíma blasti þar við stór skafl, þegar ég leit Þangað; nú er hann einnig horfinn. Það hefur sem sé leyst alveg ótrúlega mikið núna síð- 'hstu dagana, og það eru víða háif-ófærar göturnar í úthverf- * Biðjið aðeins um CHAMPION „KRAFTKVEIKJU“ (Powerfire) bifreiðakerti H.F. EGILL V1LHJALMSS0N —LAUGAVEG 118 — SÍMI 81812 Góðviðrisdagar — Skaílarnir horfnir — Vorhugur í ungum og gömlum — Dalabóndinn á mölinni — unum végna íhlaupa. Annars liefur vatnið sigið ótrúlega fljótt niður, og það er ekki nærri því eins blautt um né eins mikill aur á vegunum og búast mætti við eftir alla þessa leysingu. Mér er líka sagt, að það muni ekki vera mikill klaki í jörð núna, — Já, mér hefur virzt vera kominn vor- hugur i fólk núna síðustu dag- ana, bæði krakkana og full- orðna fólkið; krakkarnir eru farnir að sparka fótbolta, hvar sem vefa skal, hoppa á öðrum fæti um gangstéttarnar í parís, fara um allár trissur á þrí- hjólum. Ög eldra fólkið er farið að láta sig dreyma um gott vor; sumir spá raunar alls- konar hretum, útmánaðahret- um, páskahreti og jafnvel Framhald á 11. síðu, BLfreiðin éyknr afl sitt að mun við notkun nýrra CHAMPION „Kraf tk vei kj u kerta* ‘ (Pawerfire). Ný 5 grófa CHAMPION „Kraftkveikjukerti" (Powerfire), gefá fljótari og öruggari i’æsingu. Ný CHAMPION „Kraftkveikjukerti“ (Powerfire) eyða benzín- inu ekki að óþörfu og skemma ekki vélina. Hinar stórko3tlegu nýju „kraftkveikju“- (Powerfire) platínur endast betur en venju— legar. — Gjöi’nýta afl vélarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.