Þjóðviljinn - 09.05.1957, Side 1
IflLJINN
Fiiruntudagur
rgangur — 103. tölublað
Alþingi samþykkti i gœr með samhlj. atkvœSum heimild til
fnllgildingar alþjóðasamþykktar
nm jöln lann kvenna og karla
Lýðskrumsdeild íhaldsins þykist vUja hraða málinu — Valdamenn íhalds-
ins í Vinnuveitendasambandinu telja það ekki ,tímabært‘ og viija tef ja það!
Breytinga að |
vænta á Banda- 1
ríkjastjórn 1
Verulegar breytingar á bancla-
rísku stjórninni standa nú fyýiB
dyrum. Á fundi fréttamanna með
Eisenhower forseta í gær vaf'ð
Ijóst, að hann hefur ákveðið áð
taka til greina lausnarbeiðijin
tveggja af valdamestu ráðherr-
unum, Humphrey fjármálaráð-
herra og Wilsons landvarnaráð-
herra, Ekki \^.ldi hann segja,
hvenær skipt yrði um menn f
embættunum. Fréttamenn í
Washington segja, að þrálátur
orðrómur gangi um það í Wash-
ington, að Dulles utanríkisráð-
herra muni einnig láta af emb-
ætti í sumar.
Alþingi afgreiddi í gær tillögu til þingsálýktunar um
fudlg-ildingu á aiþjóðasamþykkt um jöín laun karla og
kvenna fyrir jafnverð'mæta vinnu, með 28 samhljóða
atkvæöum.
Ályktunin, sem flutt er af ríkisstjórninni, er þannig:
„Alþingi ályktar aö veita. rikisstjórnínni heimild til
þess fyrir íslands hönd aö fullgilda samþykkt nr. 100,
um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverömæt störf,
sem gerð var á 34. þingi AlþjóÖavinnumálastofnunarinn-
ar í Genf 1951, eins og hún liggur fyrir á fylgiskjalinu,
sem prentað er meö ályktun þessari.“
Hanmbal Valdimarsson
félagsmálaráðherra, hefur árum
saman unnið að launajafnrétti
kvenna og kai’la, m. a. með
flutningi frumvarps á Alþingi.
Með hliðsjón m. a. af framan-
rituðu telur samband vort ekki
tímabært að ísland fullgildi
samþykkt þessa og slíti þar með
þeirri norrænu samvinnu, sem
um þetta mál er.
Virðingarfyllst,
Vinnuveitendasamband fslands
Björgvin Sigurðsson.
Framhald á 3. síðu.
Frá lýðskrumstleiid
Sjáifstœðisflukhsius
Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Jó-
hann Hafstein tala hjartnæmt um jafnrétti á
þingi, engir vilja fremur stuöla aö launajafnrétti
karla og kvenna en Sjálfstæöisflokkurinn. Ragn-
hildur er látin flytja breytingartillögu til aö
„heröa á málinu“, svohljóöandi: „Jafnjramt á-
lyktar Alþingi aö fela ríkisstjórninni aö gera hiö
fyrsta ráðstafanir til að samþykktin komist í
framkvœmd hér á la,ndi.“ Auövitaö voru allir með
þeirri tillögu, enda þótt gagnsemi hennar viröist
ekki mikil, eftir aö félagsmálaráðhevra hefur lýst
yfir aö ríkisstiórnin muni gera það sem í tillög-
unni felst.
Frá vtíldmleild
Sjjálfstmðisfiokksins
Um leiö láta þeir sem völdin hafa í Sjálfstæöis-
flokknum uppi hina eiginlegu afstöðu flokksins.
Ekki er „tímabært" aö samþykkja tillöguna, tefja
á máliö umfram allt.
í umsögn Vinnuveítendasambands fslands segja
valdaleiötogar Sjálfstæöisflokksins orörétt „ .
telur samband okkar ekki tímabœrt að ísland
fullgildi samþykkt þessa . . .“
Jákvæð alstaða Eisenhowers
til hlutlauss beltis í Evrópu
.Telur afvopnun nú rædda af hreinskilni
Eisenliower Bandaríkjaforseti tók i gær líklega í hug'-
myndina um hlutlaust belti þvert yfir Evrópu.
Framsögumaður allsherjar-
nefndar, Björn Jónsson, sýndi
fram á nauðsyn málsins og benti
jafnframt á þær andstæður sem
Jiggja í viðleitni íhaldsþjng-
manna að sanna áhuga Sjálf-
stæðisflokksins í málinu, og hins-
vegar afstöðu Sjálfstæðisflokks-
manna í stjórn Vinnuveitenda-
samb. fslands, sem lelja málið
ekki „tímabært“.
Fer hér á eftir ræðá Björns
Jónssonar:
Herra forseti.
Allsherjarnefnd hefur haft
þingsályktunartillögu þá um full-
gildingu á alþjóðasamþykkt um
jöfn laun karla og kvenna fyrir
jafn verðmæt störf sem hér ligg-
'ur fyrir til athugunar og leggur
meirihluti nefndarinnar til að á-
lyktunin verði samþykkt eins og
hún liggur fyrir, en einn nefnd-
armanna, hv. 2. þingm. Reykvík-
iuga áskilur sér rétt til sér-
stöðu í málinu og hefur undir-
ritað álitið með fyrirvara, en
'einn nefndarmanna, hv. 2. þing-
'maður Skagafj. var fjarstaddur
við afgreiðslu málsins.
Nefndin hefur leitað álits Al-
þýðusambands fslands og Vinnu-
vöiten d a sam b a n d s ÍSJands um
þingsályktunina og mælir A. S.
í. eindregið með samþykkt henn-
ar en Vinnuveitendasambandið
„telur ekki tímabært að ísland
fullgildi samþykkt þessa“ eins og
það er orðað í álitsgerð þess.
Eg tel eftir atvikum rétt að
kynna hv. Alþingi umsögn
Vinnuveitendasambandsins um
fuilgildingu jafnlaunasamþykkt-
arinnar, þar sem nún er ekki
prentuð sem fylgiskjal með
nefndarálitinu og einnig vegna
þess að ætla má að þar séu sett-
Kvennanefndin í
Leníngrad
- I gær' barst Þjóðviljanum
skeyti frá íslenzku kvenna-
nefndinni um að hún væri nú
í Leningrad. Líðan allra væri
góð.
ar fram þær mótbárur sem helzt
kynnu að vera hafðar uppi gegn
framgangi málsins. |
Vinnuveitendasam-
bandið mótmælir
En umsögn Vinnuveitendasam-
bandsins hljóðar svo, með leyfi
hæstv. forseta:
Vinnuveitendasamb. íslands
Rvík. 18. marz 1957.
Vér höfum móttekið heiðrað
bréf yðar dags. 11. þ. m. þar
sem beiðst er umsagnar sam-
bands vors um tillögu til þings-
ályktunar um fullgildingu á al-
þjóðasamþykkt um jöfn laun
karla og kvenna fyrir jafnverð-
mæt störf.
Eins og kunnugt er eru laun
almennt ákveðin hér á landi
með kjarasamningum stéttar-
félaga við vinnuveitendur, ef
undan eru tekin launalög ríkis-
ins og launasamþykktir bæjar-
félaga. Um kjarasamninga þessa
og samningsgerðina eru lög um
stéttarfélög og vinnudeilur.
Samningsréttur þessi er af
beggja hálfu, bæði stéttarfélag-
anna og vinnuveitenda, talinn
mjög þýðingarmikill, og myndi
það fara í bága við hefðbundn-
ar venjur hérlendis, ef ríkisvald-
ið blandaði sér í þau mál nema
ef þjóðarnauðsyn krefði. Þess
skal getið, að hér á landi hefur
mjög miðað í þá átt, að konum
sé greitt sama kaup og körlum
fyrir jafnverðmæt störf og eru
um það ákvæðj í mörgum kjara-
samningum, að konum skuli við
ákveðin s'törf greitt karlakaup,
Rétt er að benda á það, að
ekkert hinna Norðurlandanna
hefur fullgilt samþykkt þessa,
enda er nú starfandi samnor-
ræn nefnd, sem vinnur að at-
hugun á þessu máli og virðist
því rétt að bíða þess að hún
skili áliti, enda eru Noi’ðurlöndin
á sv.ipuðu stigi í félagsmálum.
Ýms ákvæði í samþykktinni og
þar með skuldbindinga aðildar-
ríkjanna eru ekki fulUjós og eru
þau atriði nú í rannsókn á Norð-
úrlöndum.
Fréttamenn spurðu Eisenhow-
er, hvað hann hefði að segja
um þann áhuga, sem sovétstjórn-
in hefði upp á síðkastið sýnt á
tillögu Anthony Edens um mynd-
un hlutlauss beltis þvert yfir
Mið-Evrópu.
Vinsamleg athuguu
Eisenhower svaraði, að stjórn
sín myndi taka sérhverja slíka
tillögu til vinsamlegrar athugun-
ar, að því tilskildu að báðum að-
ilum væri gert jafn hátt undir
höfði. Hið hlutlausa svæði yrði
að ná til landa undir konunún-
istískri stjórn ekki síður en
landa sem nú eru í A-bandalag-
inu.
Myndun hlutlauss svæðis í
Mið-Evrópu gæti verið próf-
steinn á það, hvort eftirlit með
vopnabúnað’i er framkvæman-
legt, sagði Eisenhower.
Ál'all fyrir
Adenauer
Þetta svar Eisenhowers vakti
mikla athygli, ekki sízt vegna
þess að Adenauer, forsætisráð-
herra Vestur-Þýzkalands og einn
nánasti bandamaður Bandaríkj-
anna i Evrópu, sagði á fundi
ráðs A-bandalagsins í fyrri viku,
að ekki kæmi til mála að Þýzka-
land tæki upp hlutleysisstefnu.
Dulles, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, studdi þá mál Adenau-
ers.
Ollenhauer, foringi sósíal-
demókrata í Vestur-Þýzkalandi,
fagnaði í gær yfirlýsingu Eisen-
howers. Kvað hann orð forsetans
sýna, að Bandaríkjástjóm hefði
til alvarlegrar yfirvegunar til-
lögur um ráðstafanir til að
draga úr viðsjám í Evrópu og
koma á öryggiskerfi, sem næð|
til allrar álfunnar. Skoraði Oll-
enhauer á stjórn Adenauers, að
leggja eitthvað jákvætt af mörk-
um til þessara mála.
Athuguð í einlægni
Um viðræðucnar í undirnefnð
afvopnunarnefndar SÞ, sem nú
standa yfir í London, sagði Ei-
senhower, að þar væru málin.
rædd af meiri hreinskjlni e»
nokkru sinni fyrr. Síðustu tillög-
urnar sem fram hefðu komið um
takmarkað eftirlit úr lofti sönn-
uðu, af hve mikilli hreinskilnl
og ötulleik þar væri starfað.
Þegar fréttamenn spurðu unl
álit Eisenhowers á tillögu Sovét-
ríkjanna um gagnkvæmt eftirliJ
Framhald á 10. siðlb