Þjóðviljinn - 15.05.1957, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 15. mai 195?
Taugaveiklun og geð-
veila í Hollywood
Susan Hayward hin rauðhærða hefur tvívegis
gert tilraun til sjálfsmorðs með því að taka inn
stóran skammt svefnlyfja.
Lana Turner hefur einnig reynt tvisvar með
stuttu millibili að svipta sig lífi.
Judy Garland var um langt skeið forfallinn á-
fengissjúklingur og eiturlyfjaneitandi öllum gleymd,
og lengi var talið að hún myndi aldrei bera sitt
barr aftur, jafnvel þótt lækning tækist að ein-
hverju leyti.
Frank Sinatra þjáðist í eina tíð af slæmum
hiksta, sem átti rætur sínar að rekja til tauga-
veiklunar og ekki tókst að vinna bug 'á fyrr en beitt
var raflostsaðgerð.
Ava Gardner varð þrisvar að fara í „afvötnun“
vegna ofdrykkju.
Marlon Brando þjáðist af þunglyndi vegna
þess að hann taldi sjálfum sér trú um að hann
hefði tekið illkynjaðan og ólæknandi heilasjúkdóm.
í ljós kom þó að hér var aðeins um taugaveiklun
að ræða.
Robert Mitchum og Ursula
Thiess í myndinni
Bandido
Rita Hayworth gekk um tíma til geðlæto>-
inga, en mjög var leynt með það farið; ekki
mátti vitnast, að hin fræga leikkona hefði
dvalizt í „vitlausraspít’ala".
★ Læknarnir streyma tii Hollywood
Þetta er sönn lýsing á Hollywood! Leikarar
stjórnendur, framleiðendur — mær allir hafa
þeir verið rifnir upp úr eymd, ef svo má
.segja, inn í Ijós frægðarinnar. Max-gir þeirra
sjá í rauninni engan ávinning í þessum
frama, heldur telja þetta heppni sem þeim
hafi fallið í skaut fyrir tilshiðlan örlaga-
valdsins mikla. Hjátrúin grefur um sig.
Fyrir 10 árum voru í Hollywood starfandí
aðeins 310 taugalæknar og 43 svokallaðir sál-
greinendui'. Nú eru í þessari frægu boi-g kvik-
myndanna um 1100 taugalæknar og nálægt
1400 geð-
læknax. Áð-
ur fyrr voru
mánaðartekj-
ur þessara
gérfræðinga
og lækna að
jafnaði 400
til 600 doll-
arax-. í dag
geta þeir
auðveldlega unnið
sér inn tífalda þá
upphæð og þeir
þekktustu og eftir-
sóttustu krefjast
100 til 200 dollara
staðgreiðslu fyrir
hvert einstakt við-
tal eða ráðaleitan.
Kunnustu kvik-
myndastjörnurnar
fylla biðstofur þess-
ara sérfræðinga á viðtalstímum þeirra. Hetjumar,
sem kvikmyndahúsagestir víðsvegar um heim hafa
oftast fyx-ir augum á hvita léreftinu, sitja þar sig-
inaxla og fölar yfirlitum, leikkonumar, sem millj-
ónir manna dá og dýi'ka sem gyðjur, kreista vasa-
klúta sína milli handanna og naga á sér neglurnar,
Það þykir á sumum stöðum s+uttur biðtími, þó
pantaður sé viðtalstími fjórum vikum fyrirfram.
Og alltaf koma nýir og nýir læknar til Kalifomíu.
Er það nokkur furða!
Marlon Brando
Hollywood og þeir, sem þar búa og starfa, hafa
löngum verið umræðuefni blaða og tímarita víðs-
vegar um heim. Sem eitt lítið sýnishorn þessara
skrifa fer hér á eftir grein, sem birtist á síðast
liðnu ári í vesturþýzka tímaritinu Bild. Fyrirsögn
grejnarinnar var Læknaa- halda til Hollywood.
Mario Lanza var um tveggja ára skeið til lækn-
inga hjá geðlækni einum, þar eð hann gekk með
þá grillu í höfðinu að hann værj Enrieo Caruso
endurborinn.
★ „Hollywood—Disease“
Kvikmyndastjarnan í Hollywood skelfist umboðs-
mann sinn, framleiðanda, gagnrýnendur, áhorfend-
ur, öfund og undirferli
samstarfsmanna sinna,
aldurinn. Afleiðing þessa
lýsir sér í sjúkdómi, sem
geðlæknar nefna „Holly-
wood-Disease“: Tauga-
veiklun, sem getur á
frumstigi valdið „mein-
lausu“ bráðlyndi, en síð-
ar snúizt í heiftarlega
eiturlyfjanautn og jafn-
vel leitt til sjálfsmorðs.
Taugaveiklun — kokain-
neyzla —: æxlunarfýsn
— brennivínsþorsti —
eiturlyfjanautn þjaka þá
vansælu menn, sem
skapa starfsskilyrði
, þeim mörgu hálaunuðu
Lana Turner taugalæknum, geðveikra-
læknum og sálfræðing-
um, sem nú starfa í hinni kunnu, bandarísku borg.
Robert Mitchum sat tvo mánuði i fangelsi, af
því að hann hafðj verið staðinn að nautn eitur-
lyfja (marihuana) í íbúð vinkonu sinnar, leik-
konu einnar.
Vlnnuskáli Rvíkurbæjar — Sjóvinnunámskeið —
Skólagarðarnir — Holl vinna íyrir börnin yfir
sumarið — Góður útvarpsþáttur
UM NÆSTU mánaðamót tekur
vinnuskóli Reykjavíkur til
starfa, og hefur þegar verið
auglýst, að 13 til 15 ára
unglingar geti sótt um skóla-
viet hjá Ráðningarstofu R-
víkurbæjar, en umsóknir
þurfa að berast fyrir 20. maí.
Jafnframt mun starfa sjó-
vinnunámskeið fyrir drengi
13—15 ára á vegum vinnu-
skólans, og þurfa umsóknir
um þátttöku í því einnig að
þerast Ráðningarstofunni fyr-
ir 20. maí. Vinnuskólahug-
myndin var tvímælalaust
prýðileg, og þau fáu sumur,
sem þessi skóli hefur starfað,
hefur aðsókn verið mikil, og
raunar færri komizt að en
vildu. Þátttakendur hygg ég
að hafi yfirleitt verið ánægð-
! ir, a. m. k. þekki ég drengi,
sem þátt tóku í sjóvinnunám-
skeiðinu og voru í sjöunda
himni yfir lífinu á sjónum.
Það hefur löngum verið mik-
ið vandamál foreldra og ann-
arra forsjármanna harna og
unglinga að fá eitthvað ann-
að handa þeim að gera að
sumrinu; eitthvað annað en
að eyða tímanum á rangli um
göturnar hér. Vinnuskólinn er
{ vísir að lausn á þessu vanda-
máli, svo og Skólagarðar R-
víkur hérna við Lönguhlíð-
ina. Pósturinn hefur nokkr-
um sinnum komið þar undan-
farin sumur og átt tal við
krakkana, m.a. undir því yfir-
skyni að fá að taka myndir
af þeim í „görðunum sínum“,
og þau hafa verið ósköp á-
nægð og vinnuglöð að sjá.
Enda veit ég ekki hvaða um-
hverfi er unaðslegra fyrir
börnin en að vera meðal
blóma og annars gróðurs.
Slíkt umhverfi hlýtur að
vekja fegurðarsmekk þeirra,
glæða áhuga þeirra fyrir
snyrtilegri og góðri umgengni,
ef það er á annað borð hægt.
Margir reykvískir foreldrar
hafa til þessa jafnan reynt að
koma börnum sínum í sveit
á sumrin, en mér er sagt, að
það verði æ erfiðara; þeim
sveitaheimilum fari fækkandi
sem hafi þörf fyrir eða kæri
sig um að taka börn á heim-
ilið yfir sumarið. (Hér er auð-
vitað átt við stálpaða krakka).
Sé þetta rétt, liggur það e.
t. v. að nokkru leyti í því,
að með aukinni vélavinnu við
heyskapinn verði minni not
fyrir vikakrakka en áður var,
að sínu leyti eins og véla-
heyskapurinn útheimtir minni
mannskap en heyskapur með
orfum og hrífum út um alla
flóa og mýrarsund, og heyið
síðan flutt heim á klökkum,
kannski meira en klukkutíma
ferð aðra leiðina; heyskapur
sem ég kannast við úr mínu
ungdæmi. Það er áreiðanlega
hollt fyrir börn og unglinga
að fá að vinha að heilbrigð-
um framleiðslustörfum yfir
sumarið. Þau kynnast störf-
unum og læra að skilja að
verðmæti framleiðslunnar til
„sjós og lands“ verði ekki til
fyrirhafnarlaust. Eg held, að
það sé ekki rétt að einblína
of mikið á það, hve mikið
börnin og unglingarnir beri
úr býtum „fjárhagslega“. Þeir
hlutir eru til sem ekki verða
metnir á vog hins þétta leirs
eina saman; — og víst er
um það,’ að fátt er börnum
og unglingum óhollai’a en að
slæpast sumarlangt um ryk-
ugar götur höfuðstaðarins. —
EINN ER sá þáttur í dagskrá
útvarpsins sem sjaldnar er
minnzt á en efni standa til:
Tómstundaþáttur barna og
unglinga, undir stjórn Jóns
Pálssonar. Þessi þáttur hef-
ur verið fastur dagskrárliður
einu sinni í viku nú um nokk-
urra ára skeið. (Átti hann
ekki fimm ára afmæli um
daginn?) Hygg ég, að þátt-
urinn hafi notið mikilla og
sívaxandi vinsæida meðal
barna og unglinga viðsvegar
um landið, enda hefur slíkur
þáttur tvímælalaust þýðingar-
miklu hlutverki að gegna,
bæði sem leiðbeiningaþáttur
Framhald á 8. síðu.
Beinakvarnir
Höfum fyrirliggjandi nokkur stykkí af stórum.
! kvörnum til mölunar á kjöt- og fiskbeinum í fóöur
j og áburö. Kvarnir þessar á aö nota í sambandi viö
j reim frá dráttarvél eða jeppa og eru mjög af-
j kastamiklar. Afar hagstætt verö.
■
■
■
■
■
■
■
G. Helgascn & Melsteð h.f.
Hafnarstræti 19. Símar 1644 — 1647.
I
i
TILKYNNING I
til bátaútvegsmaima og vinnslu-
stöðva
Þeim, sem fi'amleiöa til útflutnings ómatsskyld-
ar bátaafuröir, er hérmeð áskilið aö senda Fiski-
félagi íslands ekki síöar en næstkomandi laug-
ardag, 18. maí, nákvæma skýrslu um framleiöslu-
magn sitt af þeim vara þessara, sem veröbætur
eru á greiddar.
Vanræksla jafngildir missi réttar til hækkaöra.
verðbóta á bátaafuröir, framleiddar eftir 15. maí,
Útllutningssfóður.
j
i