Þjóðviljinn - 15.05.1957, Síða 9
Miðvikudagur 15. mai 1&57 — ÞJÓÐVILJINN — (9
A ÍÞRÓTTIR
MTSTJÓRl FRlMANN HELGASOH
' *
Armaitn J. Láruson varð glímu-
r
kappi Islands í fimmta sinn
Það mun langt síðan Glímu-
kappi Islands hefur haft jafn-
mikla yfirburði yfir keppi-
nauta sína og Ármann J. Lár-
usson hafði að þessu sinni.
Enginn keppendanna hafði
mcguleika til að ógna honum,
og sjaldan mun Ármann hafa
venð betur undir glímuna bú-
jnn en einmitt í þetta sinn,
Eini maðurinn sem hefði e.t.v.
getað ógnað honum var Transti
Ólafsson sem felldi hann á
Skjaldarglímunni í vetur, en
hann var veikur í hné og tók
ekki þátt í glímunni.
Það fór eins og spáð var
hér að baráttan var hörð um
næstu sætin við glímukaPpann,
en þar urðu 3 jafnír og urðu
þeir að glíma aftur um annað
þiiðja og fjórða sætið. Voru
það þeit' Hilmar Bjarnason,
Hafsteinn Steindórsson og
Kristján H. Lárusson. I þeim
viðureignum vann Hafsteinn,
en glímuna um þriðja og fjórða
sætið vann Kristján H- Lárus-
son.
Sá maður sem kom mest á
ovart i glímu þessari var Krist-
ján Tryggvason úr Ármanni.
Hann er sonur hins gamla
glímukóngs og íþróttakappa
Tryggva Gunnarssonar, og
virðist ætla að erfa glímni
föðursins. Hann er nýbyrjaður
að æfa glímu og er þetta fyrsta
íslandsglíma hans, hann fékk
7 stig. Hánn stendur nokkuð
vel að glímunni, er allbrögð-
óttur og fimur. Kristján And-
résson stóð einitig nokkuð vel
að glímunni og þegar hann
hefur lært meira, sérstaklega
um varnir, þá á Ármann þar
einnig gott efni. Komu þessir
tveir menn einna. bezt fram
( glímu þessari.
Þeir Hafsteinn, Kristján H.
og Hilmar Bjarnason eru svip-
aðir sem glímumenn, en þeir
eiga til að standa illa að glínv
Handknatt-
leiksnómskeið
í Danmörku
Handknattleiksráð Reykja-
vikur hefur til ráðstöfunar tvö
pláss á námskeiði hjá Dansk
Handboll Forbund í ágúst 1957.
Námskeiðið tekur 7—10 daga
og er í Vejle.
Á námskeiðinu verður kennd
þjálfun handknattleiksflokka og
uppbygging. Einnig er dómara
námskeið.
Viðkomandi þarf sjálfur að
kosta ferðir, en uppihald og
húsnæði er ókeýpis. H.K.R.R.
mun veita hvorum þátttakanda
allt að kr. 1.000,00 styrk, en
viðkomandi verður á móti að
skuldbinda sig til að þjálfa einn
hahdknattleiksflokk næsta vet
ur og flytja eitt fræðsluerindi
um námskeiðið innan 4 mánaða
frá heimkomu.
unni, standa með stífa hand-
leggi, samanklemmd hné og er
Hafsteinn þar lakastur. Þeir
eru þungir og þyngja sig nið-
ur svo að segja hverju sinni.
Erlendur Björnsson glímir
einnig mjög þungt.
Það er orðið nokkuð síðan
glímustíganda. Sjá mátti og
spriklglímur sem hlutu á á-
horfendabekkjum nafnið „Rock
and roll“-glímur. Þar var ekki
verið að leita bragða eða verj
ast, það átti ekkert skylt við
glímu. Dómarar voru ekki
nærri nógu vakandi að taká
««■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■!
Ármann J. Lárusson
Karl- Stefánsson hefur glimt,
en hann var gott efni. Til að
byrja með gekk honura ekki
vel, en liann átti, er á leið
glímuna, nokkrar góðar glím-
ur. Gunnar Ólafsson sem á sin-
um tíma var góður glimumað-
ur kom nú aftur eftir langa
hvíld- Maður hafði það á til-
finningunni strax að hann væri
ekki í góðri þjálfun, enda orð-
inn mun þyngri en hann áður
var, og vantaði hann þann létt-
leik sem hann áður liafði. Eigi
að síður veitti hann mönnum
hreinar byltur og hafði fellt
sex er hann varð að hætta
vegna þess að hann fór úr liði
um olnboga. Tveir aðrir gengu
úr glímunni fyrir minniháttar
meiðsli.
Övenjumikið nið>.
Á undanfömum glímum hef-
ur manni virzt sem glímumenn
væru farnir að draga úr þvi
að „fylgja eftir“ í byltum, sem
útleggst: að níða. 1 þessari
glímu var meira um þetta en
maður hefur átt að venjast,
og þar eru það dómararnir
sem eiga að taka í taumana og
dæma. Það skal að vísu játað
að það er erfitt fyrir þá að
dæma öðruvísi, en glímuregl-
urnar standa samt óhaggaðar
og þeim hefur ekki verið
breytt. Hér eru aðeins nokkur
dæmi úr minnisbókinni af
handahófi:
Erlendur níddi Gunnar.
Hilmar níddi Erlend. Hafsteinn
níddi Hrein. Hilmar ýtti Haf-
steini á undan sér. Erlendur
ýtti Ólafi niður með hendi.—
Glímustaðan var í mörgum
glímunum mjög slæm, stífir
handleggir, þjóbeygja, og öxl
beitt. Milli bragða mátti sjá
við og við nýjan stíganda sem
var hopp út á hlið í likingu
við spor í „Óla Skans“- Þetta
er ljótt og á ekkert skylt við
á þessa ólöglegu glímustöðu
lögum samkvæmt.
Aðeins tvö félög'.
Mundi það þekkjast nokkur-
staðar í löndum að þegar efnt
er til landskeppni í þjóðar-
íþróttinni að aðeins tvö félög
sendu menn til leiks? Talar
það ekki sínu máli um það
hvað íþróttafélög gera lítið
fyrir hana. Að þessu sinni
voru það UMFR og Ármann
sem sendu keppendur, 13 og 3,
og hefði Ármanni einhvern-
tima þótt það lítið.
Hvenær kemst fslandsglimu-
keppnin á það stig, að keppt
verði í landshlutunum fyrst og
Framhald 6 10. síðu
Reykiavíkurmótið:
Valur og Þróttur
keppa í kvöld
i kvöld verður Reykjavíkur-
mótinu enn haldið áfram og
leika þá Valur og Þróttur og
hefst leikurinn kl. 20.30.
Valur hefur leikið gegn Vík-
ingi og tapaði 3:2, sem kom
öllum miög á óvart, en hefur
ekki leikið oftar. Þróttur hefur
leikið 2 leiki, gegn KR (2:6) og
gegn Fram (1:2). Leikurinn
gegn KR var mun jafnari en
tiölumar gefa til kynna, en leik-
ur liðsins gegn Fram sýndi, að
það getur veitt hinum gömlu og
rótgrónu félögum harða og
jafna keppni, Liðin léku æf-
ingaleik fyrir nokkru og sigraði
Valur með 1:0, en siðustu daga
hafa Þróttarar leikið tvívegis
við Hafnfirðinga og skilið jafn-
ir, sinn sigurinn á hvort lið.
Mótið hefur þegar sýnt, að
liðin eru nokkuð jöfn að styrk-
leika og verður leikurinn í
•kvöld án efa jafn og tvísýnn.
Reykjavíkurmóti meistaraflokks verður haldið
áfram í kvöld klukkan 8.30
VALUR 0G ÞRÓTTUR
Dómari: Haukur Óskarsson
Mótanefndin
rtivörur
Sirk — Minute — Make-up I
Silkipuður — Varalitur ’
Creme — Sólarolía j
Handáburður — De orant f
Baðsalt — Baðpúður í
V E L S N Y R T E R K O N A N Á N Æ G Ð l
MARKAÐURI N N
Laugaveg 100 og Hafnarstrœti 11
SKEMMTIFERÐ
IllÐRASVEIT REYKJAVÍKUR
efnir til skemmtiferðar um hvítasunnuna til ísa-
fjarðar og Stykkishólms með m.s. Esju. Búið verð-
ur um borð í skipinu og er fyrsta flokks fæði inni-
falið í fargjaldinu. Skemmtanir og dansleikir
verða um borð á leiöunum og á ísafirði og
Stykkishólmi.
Farið veröur frá Reykjavík eftir hádegi laugard.
8. júní og komiö aftur snemma morguns 11. júní.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 5035
og áskriftalisti liggur frammi í Hljómskálanum.
Lúðrasveit Reykjavíkur