Þjóðviljinn - 26.05.1957, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.05.1957, Qupperneq 3
Sunmidagur 26. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3Þ Bamaheimilisnefndin vill reisa 5 gerð- irvistheimila í hverfi stutt frá bænum Fyrir skömmu skýi’öi Þjóöviljinn frá tillögum barna- heimilanefndarinnar um byggingu dagheimila, leikskóla og vöggustofa. Nefndin geröi einnig tillögur um ýmsar gerðir vistheimila fyrir börn og leggur hún til að reist verði utan við bæinn hverfi hinna mismunandi vistheim- ila og bendir á dalverpi ofan við Grafarholt og Lamhaga sem heppilega staði. lega við húsakost vöggustof- anna. Vögg'ustofur eru ávallt ætlaðar til þess að bæta úr sárri nauð; þegar móðir veikist, deyr eða aðrar aðstæður gera henni ókleift að hafa barn sitt hjá sér eða loks, að hún er óhæf til að hafa barn í umsjá sinni. Aðskilnaður móð- ur og nýfædds barns leiðir nær alltaf til þess, að tengslin milli þeirra verða ekki jafn innileg og verða myndi, ef þau væru samvistum. Því ber að sporna við því, að vöggustofur séju misnotaðar, þ.e. þeim börnum, sé komið á vöggustofu, sem móðir gæti haft hjá sér, því að slikt verður til tjóns bæði móð- ur og bami. Ber því að stuðla að því á allan hátt, að mæður skiljist ekki að nauðsynjalausu við nýfædd böra sín, nema þá að þær komi þeim í varanlegt fóstur. Vistheimila- hverfi Neíndin telur að reisa þurfi vist h eunilahverfið í áföngum og telur brýnasta nauðsyn þess að reisa heimili fyrir munaðarlaus börn -en þvínæst heimavist fyr- ir veikluð böm, eða annarri heimawstinni fyrir drengi sem vanrækja nám og skólasókn. AIls gerir nefndin tillögur um 5 geroir visthejmila og eru til- lögur nefndarinnar eftirfar- andi: Vöggrastofur, 50—55 börn Thorvaldsensfélagið hefur haf- ið unúirbúning þess að reisa Vöggustofu fyrir 30-—40 börn, og hefur fengið lóð að Hlíðar- enda, rétt hjá vöggustofu þeirri, sem nú er starfrækt þar. Staðurinn er að dómi forstöðu- koriu vöggustofunnar viðun- andi, síðan Langholtsvegur var jnalbikaður. Lóðin er stór, svo að hávaði frá umferð veldur ekki óþægindum. Það er ætlun Thorvaldsensfélagsins að fá Reykjavíkurbæ húsnæði þetta <til ainota til reksturs vöggu- Btofu. Nefndin leggur til, að starfsskipting verði milli nýju og gömlu vöggustofunnar á iþann hátt, að þær starfi í tveimur deildum. Verði yngri börnin í annarri, en eldri börn- in í 'hinni til 2V2—3 ára ald- urs. AJls myndu þá vöggustof- urnar hafa rúm fyrr ca. 50—55 börn. Núverandi vöggustofa rúmar 23 börn, svo að' hér er um mjög mikla aukuingu að ræða. !®tti þessi aukning að duga fum alllangt skeið, og lóðin er SVo stór, að auka mætti veru- Tillögur um vistheimili Ýmsar gerðir vistheimila I. gerð: Vistheimili fyrir munaðarlaus börn. 20 böm. Tvö heimili, fyrir 10 börn hvert, alls 20 börn. Þetta eru vistheimili fyrir munaðarlaus hörn og börn þeirra foreldra sem geta af einhverjum ástæð- um ekki haft þau í umsjá sinni. Þessi börn ælust upp á heimilum þessum frá ea. 2ja ára aldri til 16 ára aldurs, og ættu þær jafnvel athvarf leng- ur. Væru þau vistuð á heimili þessu sem allra fyrst, eða þeg- ar sýnt þætti, að þau myndu ekki njóta umsjár foreldra Ekki bifreiðageymsla — heídur Alþingishús Vísir birtir í gær mynd af Isbirninum sem lengi hef- ur staðið við suðvesturenda Tjamarinnar og skýrir rétti- lega frá því að byrjað sé að rífa þessa gömlu byggingu. Segir Vísir í því sambandi að heyrzt hafi að komið hafi til orða að reisa þar bifreiða- geymslu en frá því hafi ver- ið horfið, þar sem staðurinn hafi þótt svo langt frá mið- bænnm. Þjóðviljinn telur sig hafa fyrir því góðar heimildir að aldrei hafi komið til orða að reiaa bifreiðageymslu á lóð Isbjömsins. Hitt mun í at- hugun að lóðin verði tekin sem bifreiðastæði til hráða- birgða. En um það hefur hins vegar verið rætt að á þessum stað yrði reist nýtt Alþingishús, þar sem mjög gerist nú þröngt um þingið og starfsemi þess í hinu gamla Alþingishúsi við Aust- urvöll. Einkum mun þetta hafa komið til tals þegar ákveðið var að ráðhúsið skyldi stað- sett við norðurenda Tjarnar- innar en með þeirri ákvörð- un þótti auðsætt að erfið- leikar yrðu á þeirri stækkun Alþingishússins er áður hafði verið ráðgerð. sinna og ekki hefur reynzt unnt að koma þeim í fóstur á einka- heimilum. Bæði piltar og stúlk- ur yrðu- á þessum heimilum. Mikið er undir því komið, að börnum þessum séu búin upp- eldisskilyrði sem líkust því sem í fjölskyldu væri. En til þess þurfa heimilin að vera fámenn, lifnaðarhættir, venjur og heim- ilisandi sem svipuðust því, sem eru á góðu einkaheimili. Sama máli gegnir um húsgögn, borð- búnað og híbýlaprýði. Heimili þessi myndu gegna sama hlut- verki og Kumbaravogur hefur gert undanfarin ár (nú Reykja- hlíð). II. gerð: Vistheimili fyrir börn í tímabundnu fóstri Tvö heimili, fyrir 20 börn hvort alls 40 börn. a) Vistheimili fyrir 20 hörn frá 3—-7 ára aldurs. b) Vistheimili fyrir 20 börn á aldrinum 7—16 ára. 40 börn + 10=50 börn Á þessi heimili yrði vistuð börn sem ekki eru munaðarlaus og ekki eru líkindi á, að þurfi að alast þar upp. Dvöl barna á heimilum getur því orðið mjög misjafnlega löng, allt frá nokkrum dögum, vikum eða mánuðum upp í nokkur ár. Sbr. heimilið, sem nú er rekið að Silungapolli. Flokkun barna eftir aldri á heimilin má ekki skilja of bók- staflega heldur er hér um al- menna reglu að ræða. Er sjálf- sagt að víkja frá henni í sér- stökum tilfellum, einkum þeg- ar um systkinahóp er að ræða. Nefndin gerir ráð fyrir því, að 20 börn geti dvalizt að staðaldri á hvoru þessara heim- ila. En þar sem þau verða einn- ig notuð sem upptökuheimili, þ.e. hörnum komið þar fyrir í örfáa daga, sem taka verður fyrirvaralaust af heimilum þeirra, svo sem í veikindafor- föllum móður, leggur nefndin til, að 5 börnum sé ætlað rúm að auki í þessu skyni á hvoru heimilanna, og sé herbergja- skipun komið fyrir á þann hátt, að hægt sé að hafa þessi börn sér, svo að vist þeirra trufli sem minnst þau börn, sem fyrir eru á heimilinu. III. gerð: Heimavist fyrir veikluð og fötluð börn. 30 börn Heimavist þessi yrði í tveim- ur deildum, fyrir 15 drengi og 15 telpur á skólaaldri. Alls 30 börn. Mætti liaga herbergja- skipun þannig, að taka mætti fleiri börn af öðru kyninu, ef þörf gerist. Heimili þetta yrði að vera í námunda við skóla hverfisins. Það yrði að starf- rækja allt árið, enda þótt sum eða jafnvel mörg barnanna dveldust hjá foreldrum sínum yfir sumarið. Sbr. heimavist- ina, sem nú er rekin í Laug- arnesskóla. IV. gerð: Heimavistir fyrir pilta og stúlkur, sem vanrækja nám og skólasólui. 5 böra a) Tvær heimavistir fyrir drengi á skólaaldri, sem sækja ekki skóla eða vanrækja nám sakir vondra heimilisástæðna o.fl. Hvor heimavist taki 25 drengi, alls 50. Sbr. Jaðar. b) Heimavjst fyrir 25 telpur á skólaaldri, sem líkt er á- statt um. Á Jaðri hefur undanfarin ár «a> verið rekinn heimavistarskoli fyrir 24 drengi, en fullnægir hvergi nærri þörf né eftirspurn. Engin slik starfsemi hefur ver- ið rekin fyrir telpur en á lienni er ótvirætt mikil þörf. Gæti slík stofnun efalaust bjargað margri telpunnni frá því að lenda á glapstigum. Heimavistir þessar yrði að starfrækja allt árið, enda þótt sum þessara barna gætu dval- izt hjá foreldrum sínum á sumrin. V. gerð: Vistheimili fyrir böra með ýmis hegðunar- vandkvæði — 10 börn Vistheimili fyrir 10 pilta og stúlkur til 12 ára aldurs, sem hefðu áberandi hegðunarvand- kvæði. Víst má telja, að af svo mörgum börnum, sem verða í stofnunum þessum, verði ein- hver með svo alvarleg hegð- unarvandkvæði, að heita megi ó- gerningur, sjálfra þeirra vegna og annarra, að hafa þau með öðrum börnum, heldur yrði að hafa þau á sérstöku heimili, þar sem þau fengju meðferfl við þeirra hæfi. Heimilið yrði að vera í tveimur aðgreindum deildum, væri önn- ur fyrir drengi, hin fyrir telp- ur. Líklegt má raunar telja, að brátt yrði þörf á tveimur slíkum heimilum, og mundi þá annað verða fyrir telpur, en hitt fyrir drengi. Heimili þetta ætti að vera í nokkurri fjar- lægð frá hinum heimilunum eða einhvers staðar í útjaðri hverf-. isins. VI. Börn í fóstrl á einka- lieimilum starfsmanna Æskilegt væri að gera til— raun með að vista börn á heim- ilum sumra starfsmanna vi5 þessar stofnanir. Væri þarna um varanlegt fóstur að ræða. Er því æskilegt, að kennara- bústaðir séu byggðir þannig, að kennarar geti húsnæðia vegna haft börn í fóstri. Aðrir' starfsmenn gætu einnig komið til greina að þessu leyti, svo sem umsjónarmaður skólans. VII. Skóli, starfsmanna- bústaðir o.fl. Skólahús þarf að reisa, a.m.k. nægilega stórt handa þeim börnum, sem dveljast í þessum stofnunum. Til mála kemur einnig að hafa skólann svo stóran, að börn úr Smálöndum og Selási gætu notið þar kennslu, ef hverfið yrði stað- sett við Grafarholt eða Lamb- haga. Auk þess þarf að reisa- bú- staði fyrir starfsmenn þá, sem búa ekki í sjálfum stofnunun, kennarabústaði, þvottahús, fataviðgerðárstofnun o.fl. Alls gæti þá vistheimilahverfi þetta tekið við um 180 böm- um, og eru þá ekki talin þai* börn, sem kynni að vera kom- ið í varanlegt fóstur hjá starfsr mönnum stofnananna. Fundailiamarlnn sem Ríkliarður Jónsson gerði og Alpingl sendkv finnska þinginu að gjöf á 50 ára afmæli þess. Friður. frelsi og hagsæld } falli finnskri þjóð í skaut' Dagana 22.—25. þ.m. voru hátíðahöld í Helsingfors í tilefni af 50 ára afmæli finnska þjóðþingsins 23. þ.m. Forsetar finnska þingsins buðu Alþingi íslendinga aS senda fulltrúa til aö vera við'staddir hátíðahöld í tilefni í því að þann dag voru liðin 50 ár frá því, að finnska þingiö' var gert að’ einni málstofu. Forsetar Alþingis samþykktu einróma að Emil Jónsson skyldi vera fulltrúi Alþingis á þessari hátíð og færa finnska þinginu að gjöf af þessu tilefni fundar- hamar eftir Ríkharð Jónsson myndlistarmann. Á þessari afmælishátíð finnska þingsins flutti forseti samein- aðs Alþingis eftirfarandi ræðu: „Mér hefur af Alþingi Is- lendinga verið falið það virðu- lega hlutverk að flytja ríkis- þingi Finna hugheilar árnaðar- óskir Alþingis og íslenzku þjóð- arinnar á 50 ára hátíð finnska þingsins. Islenzka þjóðin hefur með að- dáun fylgzt með frelsisbaráttu finnsku þjóðarinnar, þó að langt sé á milli og lönd og höf skilji. Hún hefur skilið svo vel frelsis- ást Finna, sem þrátt fyrir það, þó að þeir séu í tölu hinna. smáu þjóða, unni friði og vilji lifa í sátt og samlyndi við alla, Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.