Þjóðviljinn - 26.05.1957, Page 4
3) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. maí 1957
Jarðhitaírumvarpið — Köhler-saumavélar —
Orðsending til bílstjóranna á Kópavogsvögnunum
Vorannir hjá bæjarbúum
SVALINN sendi Póstinum þessa
vísu um jarðhitafrumvarpið:
„Ekki. bændur eða fjandinn
eiga landið fyrir handan
imndrað metra göt á grundu;
grandað er þeirra
mektarstandi.
?>jóðin öll á þar fyrir neðan
þýðar lindir um grunninn víða.
Hræðast búar og Vítisvoðinn;
vaðið er yfir þeim til skaða“.
•
B,S. SKRIFAR: „í vetur sem
Jeið seldi Kron Köhler sauma-
vélar í verzlunum sínum. Nú
i iangar mig til að vekja máls
á því, hvort ekki sé hægt að
halda námskeið, þar sem hús-
mæðrum væri kennt að nota
öll helztu tæki, sem fylgja
þessari saumavél. Það hefur
komið í ljós, að henni fylgja
ýmis tæki, sem aðstoð kunn-
áttufólks þarf til að læra að
.nota, svo að gagni komi. Ef
til vill hefur slíkt námskeið
verið haldið, en farið fram
hjá mér af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum. En sé svo
ekki, væri óskandi að viðkom-
andi aðiljar tækju þetta mál
til athugunar".
•
KÓPAVOGSBÚI hefur beðið
Póstinn að vekja athygli
vagnstjóranria á Kópavogs-
vögnunum á þ-«, að það sé
nauðsynlegt að kalla upp
götunöfnin á stoppstöðvum í
Kópavogi alveg eins og í
Reykjavik. Það leiðbeinjr þeim
sem eru ókunnugir um það,
hvar þeir eigi að fara úr
vagninum, og er þannig til
mikils hagræðis fyrir farþeg-
ana.
UM ÞESSAR mundir má víða
sjá fólk önnum kafið við ým-
is konar garðyrkjustörf. Sum-
ir eru að girða lóðirnar sínar,
þekja nokkurn hluta þeirra,
koma fyrir trjáplöntum, búa
til blómabeð. Aðrir láta sér
nægja að setja bara niður
kartöflur, ýmist í garða við
hús sín eða í leigugarða inni
í Sogamýri. Það er ótrúlega
mikið verk að „standsetja"
lóðir, þótt það sé vitanlega
misjafnt hvernig þær eru frá
náttúrunnar hendi. Sumar eru
grýttar, og þá þarf að koma
grjótinu burt og fá gróður-
mold í staðinn. Síðan þarf að
fá þökur, já, og áburð, ekki
má gleyma honum. Margir
Reykvíkingar ganga að því
með fádæma elju að koma
upp snotrum garði kringum
húsið sitt, og garðarnir um-
hverfis sum húsin í bænum
bera þeirri elju mjög fagurt
vitni.
ÚfbreiSiB
ÞjóSvilfann
Buick
6 manna Roadmaster
1954 í góðu ásigkomu-
lagi til sölu.
Verður til sýnis á bif-
reiðastæðinu við Von-
arstræti á morgun.
RAGNAR ÖLAFSSON hrl.
Vonarstræti 12.
rj' r »,*•* nn '
Iresmiðir — iresmioir
Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í
Alþýðuhúsinu víð Hverfisgötu mánudaginn 27.
maí klukkan 8.30 e.h.
Ðagskrá: Sanuiingarni r
STJÓRNIN
Skemmtifimdiir
Iðja, félag verksmiðjufólks heldur skemmtifund
í Sjálfstæðishúsinu, föstudaginn 31. maí.
Til skemmtunar verður:
1. Gullöldin okkar.
2. í)ans.
UPPSELT.
Skemmtifundurinn vei-ður endurtekinn þriðjudag-
inn 4. júní. — Pantanir á aðgöngumiðum fyrir
félaga og gesti þeirra veitt móttaka á skrifstofu
féiagsins klukkan 4 tii 7 daglega. — Sími 2537.
STJÖRN IÐJIJ, FÉLAGS VERKSMIÐJUFÖIJKS
Sprenging í gær á
Norður-lrlandi
Sprenging varð í hafnarborg-
inni Londonderrj’ á Norður-
írlandi í fyrradag. Sprengingin
var svo öflug að rúður brotn-
uðu í húsum langt frá spreng-
ingarstaðnum sem var niður við
höfnina. Flotastöð Breta í borg-
inni varð rafmagnslaus við
sprenginguna. Talið er víst að
menn úr írska lýðveldishernum
liafi verið þarna að verki..
vörumerkið
tryggir um lieim allan
gæði, endiugu og lægsta verð
Aðalsölusfaður: Skipholt 5, Reykjavík
1
Iiúsráðendur
við bjóðum yður með 10 daga aigreiðsluíresti
SÓLTIÖLD með 3ja ára ábyrgð með alúmíníum
og plastrimlum í yfir 20 iitum,
UmhííðS- Akranes: Andrés Guðmundsson
Itieim: Akureyri: Valbjörk h.f.
Blönduós: Verzlunin Valur
Bolungavík: Bernódus Halldnrsson
Borgarnes: Finnbogi Guðlaugsson
Dalvík: Baldvin Jóhannsson
í Fáskrúðsfjörður: Sigurður Hjartarson
Hafnarfjörður: Ragnar Björnsson
Hella: Hjöiieifur Jónsson
i Hrísey: Þorsteinn Valdimai’sson
i Húsavík: Jón Á. Héðinsson
í Hvolsvöllur: Hálfdán Guðmunásson
J / Höfðakaupstaður: Ingvar Jónsson
!. Höfn í Horiiafirði: Sigurjón Jénsson
!; Isafjörður: Aðalbjörn Tt yggvason
Kópasker: Kaupfélag Norður-Þingeyinga
I • Neskaupstaður: Ólafur H. Jónsson
Ölafsfjörður: William Þorsteinsson
j . Ólafsvík: Haukur Guðmundsson
!• Patreksfjörður: Ásmundur B. Olser.
Reyðarfjörður: Marinó Sigurfcjömsson
Sauðárkrókur: Steingrímur Arason
Selfoss: Kaupfélag Amesinga
Siglufjörður: Haukur Jónasson
Stykkishólmur: Verzlim Sigurðar Ágústssonar
Vestmannaeyjar: Kristján Kristófersson
Vík í Mýrdal: Verzlunarfélag Vestur-Skaftfellinga
I Þingeyri: Kaupfélag Dýrfirðlnga
Þórshöfn: Verzlunin Signar og Helgi,,
.u VINDUTJÖLÐ (Rúllugardínur) í mjdg
^ fjölbreyttu úrvali.
. GLUGGATJALDASTENGUR sérlega þægilegar og
vandaðar af mörgum gerðum.
, . VERKSMIÐJAN býður yður velkomin í Skipholt 5,
W* til að kynna yður vörur sínar og framleiðslu.
jh VERKSMIÐJAN sendir yður sýnishorn heim, sé
þess óskað, annast uppmælingar og uppsetningar.
VERKSMIÐJUR hafa starfað síðan 1900 og eru nú
reknar í yfir 65 löndum og þekktar fyrir það bezta.
EINKASALAN: — SKIPHOLTI 5 — REYKJAVÍK
rr~
L
Umboðsmentt óskast víðai
1
@luggaJih.f[. 4imi mw