Þjóðviljinn - 26.05.1957, Page 6

Þjóðviljinn - 26.05.1957, Page 6
BT — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. maí 1957 Útgefandí: S«.meiningarflokkur alpýðu — Sósialistaflokkurinn Bidsfrup teiknaði t Bankarnir og þjóðin E umræðunum um bankamála- frumvörp ríkisstjórnarinnar á Alþingi hefur það komið Skýrt fram að ekki eru aðrir ihaldsménn sammála Ólafi Bjömssyni um það að nauðsyn- íegti sé að stefna bankanna sé á hverjum tíma í samræmi við Siefnu ríkisstjórnarinnar. Björn Ólafsson og fleiri íhaldsmenn gerðust talsmenn þess að bankarnir ættu að hafa að- Stöðu til að geta sett ríkis- Stjóminni stólinn fyrir dyrn- ar og forða þjóðfélaginu frá „óviturlegri fjármálastjórn rík- isvaldsins“. Björn Ólafsson og Tþeir flokksbræður hans sem creyndust sama sinnis gerðust sem sagt talsmenn þess, að í Jandinu þyrfti að vera til vald sem gæti sett löglegri ríkis- i'tjórn kostina og hindrað fyr- írætlanir hennar í efnahags- jmálum og fjármálum. þ: ^egar þessi afstaða Bjöms Ólafssonar er athuguð bæt- ist ein skýring við til glöggv- unar á heiftarlegri andstöðu íhaldsins við breytingamar á bankalöggjöfinni. Seðlabanki landsins á ekki að starfa í samræmi við markaða stefnu tríkisstjórnannnar heldur að vera húsbóndi hennar og herra Og auðvitað á íhaldið að halda undirtökunum í bönkum þjóð- arinnar til þess að hafa aðstöðu til að framfylgja þessari stefnu. Ríkisstjórnin og flokk- er hennar eiga að sætta sig við að hin ófyrirleitna og ó- þjó'iholla stjórnarandstaða í- haldsins haldi aðstöðu til að vinna skemmdarverkin í næði. i.nar Olgeirsson svaraði Birni Ólafssynj og íhaldinu. Hann benti á að það væri hlut- verk Alþingis og ríkisstjómar ■ að móta stefnuna í efnahags- málum og fjármálum þjóðar- innar en ekki bankavaldsins. Ríkisstjórnin bæri ábyrgð gerða sinna fyi'ir Alþingi og alþjóð. Sýndi Einar fram á að engu landi yrði stjórnað með þeim hætti að fámenn embætt- ismannastétt við bankana ætti þess kost að setja ríkisstjórn- inni stólinn fyrir dymar Til þess væri ekki ætlast að stjóm- ir bankanna hefðu vit fyrir ríkisstjóm og Alþingi heldur lytu yfirstjóm þessara aðila og höguðu fjármálastefnu sinni í samræmi við markaða stefnu þeirra. Engin leið væri önnur ef vel ætii að fara en að land- ið hefði eina samræmda fjár- málastefnu á hverjum tíma og það væri ríkisvaldsins að á- kveða hana og seðlabankans að sjá um að henni yrði fram- fylgt. rkeilan um þetta atriði er í ** raun og sannleika spum- ingin um hvort æðstu fjármála- stofnanir þjóðarinnar eigi að vera þjónar fólksins eða herr- ar. íhaldið, að undanskildum Ólafi Bjömssyni, virðist ætlast til að bankavaldið sé sett yfir réttkjörin síljómarvöld lands- ins, og að lýðræðislegur meiri- hluti með þjóðinni og á Alþingi eigi einskis að mega sín gagn- vart fámennri embættismanna- stétt í bönkunum. Væntanlega verða þeir fáir sem aðhyjlast þessa kenningu íhaldsins. Undirstaða þjóðarbúsins T^ísir er í gær að agnúast við ® þá ákvörðun ríkisstjórnar- fenar og Alþingis að afla tiýrra fiskiskipa. Tilefnið er að efgreitt hefur verið sem lög frá iAÍþingi frumvarp ríkisstjórn- arinnar um kaup á 12 fiski- skipum 230—250 tonna, í stað € sem áður hafði verið sam- jfeykkt. Jafnframt var lánsheim- lidin tiil skipakaupanna aukin íi 38 milljónir króna. jTJiaði heildsalanna þykir þetta ” lítil fyrirhyggja og bendir é að útgerðin þurfi á opinberri aðstoð að halda og að illa gangi ©ð manna fiskiskipin. Er greini- Íegt að Vísir er enn við sama ibeygarðshornið og á nýsköpun- ®rárunum þegar Björn Ólafs- son og blað hans taldi hið imesfa óráð að endumýja tog- Kraflota landsmanna með kaup- t rn nýsköpunartogaranna. T^að er kominn tími til þess “ að heildsalarnir og aðrir fem svipað hugsa geri sér það Ijóst að þjóðin getur ekki ver- iö án framleiðslutækja. Eða ibvar halda þessir herrar að þjóðin stæði efnahagslega I dag ef fylgt hefði verið ráð- um svartasta afturhaldsins 1944 og ekkert gert til þess að byggja upp atvinnulífið og auka framleiðsluna. Hafa þess- ir spekingar aldrei látið það hvarfla að sér að engin þjóð getur lifað á innflutningi ein- um saman, að það er óhjá kvæmilegt að afla gjaldeyris til þess að geta flutt inn vör- ur, efni og tæki til fram- kvæmda landsmanna, og að til þess þarf þjóðin að eiga af kastamikil framleiðslutæki. TTitt er svo vitanlega verkefni þjóðarinnar og stjórnar- valda hennar á hverjum tíma að tryggja rekstur framleiðslu- tækjanna. íslendingar hafa aldrei „tapað“ á sjávarútvegi sínum þótt rekstur skipanna hafi oft verið örðugur vegna þess að útflutningsframleiðsl- an getur ekki sjálf skammíað sér verðið fyrir afurðirnar. Sjávarútvegurinn hefur þvert á móti verið og er enn sá at- vinnuvegurinn sem stendur undir svo að segja öllum fram- kvæmdum fslendinga, afkomu landsmanna og rekstri þjóðar- búsins í heild. SKÁKIN Ritstjóri: FREYSTEINN ÞORBERGSSON Tal á öðru borði Síðast liðinn vetur stofnaði skákfélagið Södra í Stokkhólmi til æfingamóts með þátttöku nokkurra af beztu skákmönn- um Svíþjóðar. Keppendur voru landsliðsmennirnir K. Skjöld, M. Joffe, I. Nilsson, B. Hörberg og J. Collet. Auk þess var fs- lendingnum Ingvari Ásmunds- syni boðið til keppninnar, en hann hefur verið til náms í Stokkhólmi og teflt með Södra. Úrslit urðu þau að Ingvar sigraði, vann alla keppinauta sína. Verður gaman að fylgj- ast með þátttöku hans í vænt- anl. Alþjóðaskákm. stúdenta, sem á að hefjast 11. júlí í Reykjavík. Alþjóðaskákmót stúdenta er nú í undirbúningi hjá sérstakri nefnd sem sér um framkvæma þess. Er nefndin skip.uð fulltrú- urn frá eftirtöldum aðilum: Ríkisstjórn íslands, bæjarstjórn Reykjavíkur, Háskóla fslands, Stúdentaráði og Skáksambandi fslands. Vitað er um þátttöku eftirtal- inna þjóða: Mongólíu, Ráð- siíjómarríkjanna, Póllands, Rúmeníu, Ungverjalands, ísra- els, Tékkóslóvakíu, Austur- Þýzkalands, Svíþjóðar, Eng- lands, írlands, Bandaríkjanna og íslands. Einnig má búast við þátttöku Búlgaríu og Finn- lands, en þátttaka þeirra er enn ekki endanlega ákveðin. Kunnugt er nú um rússn- eska liðið. Verður það skipað eftirtöldum mönnum: 1. borð. Spassky 2. borð, Tal 3. borð, Nikitin 4. borð, Tolugaevsky. Einnig verða tveir váramenn. Fararstjórar rússneska liðsins verða þeir Averbach og Kon. íslenzka liðið er enn ekki fyllilega ákveðið, en búast má við að það verði skipað eftir- töldum mönnum: Friðriki Ól- afssyni, Guðmundi Pálmasyni, Ingvari Ásmundssyni og Þóri Ólafssyni, auk varamanna. Hér kemur svo ein af skák- um þeim, sem Ingvar tefldi á umræddu rnóti í Svíþjóð. Hvítt: Ingvar Svart: K. Skjöld 1 Rf3 d6 Sjaldgæfur og nokkuð þung- lamalegur leikur. Rf6 &6 Bg7 Bg4 leikur, sem þessu af- 2. d4 3. c4 4 Rc3 5. e4 Óvenjulegur naumast á heima í brigði. 6. Be3 0—0 7. Be2 Rbd7 8. 0—0 b5 Betra er 8. -e5 9. Dd2 Hc8 Of hægfara. Skárra var t.d. 9. -cxd4 10. d5 Rb6 Allt samkvæmt áætlun. Ridd- arinn hyggur á langferð: Rd7- b6-a8-c7, ti.l þess að stuðla að b7-b5, en gallinn er sá að hann lifir það ekki af að sjá drauma sína rætast. 11. b3 He8 12. Hadl Ra8 Eitt skref í viðbót. 13. Bh6 Bh8 14 Rg5 Dii5 15. Df4! Bxe2 Ef 15. -Dxc3 þá 16. Bxg4 og hótar m.a. 17. Rxf7! Ef 15. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.