Þjóðviljinn - 26.05.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. maí 1957 ÞJÓÐVILJINN — (S> RÖTTIR RrrSTJÓRJ FRtMANN HEUGASO» Rœtí við tvo sigiíirzka skíðamenn rrétíabréf frá Siglufirði, sent íþróttasíðu Þjóðviljans ASkíðainóti íslands komu þrir af siglfirzku kepp- endunum okkur lieinia- monmun skenmitilega á ó- vart meó franimistöðu simii og eru nú konmir í fremstu röð skiðamanna Iandsins. Eru það Sveinn Sveinsson, sem varð fs'- lamlsmeistari i norrænni tvíkeppni, Jóhann Vilbergs- s«, sem. varð nr. tvö í svigi og Krisíín Þorgeirs- dóttir, sem varð nr. 4 í britni, nr. 5 í svigi og nr. 6 í stórsvigi kvenna. Fylgja hér með frásagnir al og viðtöl við liá Svein og Jóhann, og kemur þar fram l>að helzta sem í frétt- ir er færandi af íluótta- ferli þeirra. Um Kristínu er fátt að segja enn. Hún er aðeins fimmtán ára göm- ul, liefur enga keppnis- reynslu og var „uppgötv- uð", af tilviljun má næst- um segja, stuttu áður en mótið hófst. Munu næstu ár skera úr um framtíð he-íinar á s\iði skíðaíþrótt- arinnar, en eftir frammi- stöðu liennar á mótinu gera siglífirzkir íþróttamenn sér vonír um að nafn hennar eigi oft eftir, að skarta á iþióítasíðum biaðanna þeg- ar Mn liefur fengið meiri reynslu og skipulega þjálf- itE. en þjálfun hefur hún ekki hlotið aðra en þá, sem fæst með því að nota snjó- inn. sér til skemmtunar í frístunduni. Sveinn Sveinsson, íslands- meistari í norrænni tvíkeppni, er tvííugur togarasjómaður. Hann er, eins og margir aðrir Siglfirðingar, vanur skíðaferð- skíðum varð heldur naumur, en þó voru dagarnir í landi notaðir til skíðaferða ef unnt var. Um mánaðamótin marz—apr- íl kom Sveinn í land til að æfa sig undir skjðamót íslands. Tæpar þrjár vjkur. er ekki langur þjálfunartími, en engu Sveinit. Sveinsson um írá blautu barnsbeini og byrjaði ungur að taka þátt í Skíðamótum heima og Norð- urlandsmótum. Fimmtán ára gamal'J var hann orðinn stökkv- ari með 16.5 og 17 í stíl og sigraði jafnaldra sína í þeirri grein á Siglufjarðannóti, varð sigurvegari í c-flokki í svigi 1953 og unglingameistari í stökki á Norðurlandsmóti 1954. Áríð 1954 fór Sveinn á tog- ura og tíminn til að sinna Kristin Þorgeirsdóttir að síður sýndi Sveinn það, að hann er einn af beztu skíða- mönnum landsins. Hann varð íslandsmeistari í norrænni tví- keppni, á undan Haraldi Páls- syni og Gunnari Péturssyni; annar í meistarastökkkeppni, á undan Skarphéðni Guðmunds- syni, Geir Sigurjónssyni og Guðmundi Árnasyni; tíundi í 15 km. göngu, á hælum Odds Péturssonar og með aðeins tveggja mínútna lakari tíma en Gunnar Pétursson. Og í Alpagreinum er hann einn af 20 beztu skíðamönnum lands- ins. Það er gaman að rifja það upp, að 1953 lék Jón, elzti bróðir Sveins, svipaðan leik, en hann er líka sjómaður. Hann brá sér þá líka í land skömmu fyrir landsmótið og sigraði 1 norrænni tvíkeppni eftir harða baráttu við Ara Guðmundsson. Velunnari íþróttasíðunnar fór á fund Sveins eftir að mótinu Iauk, bauð hann velkominn heim og lagði fyrir hann nokkrar spurningar: •m — Fannst þér ekki tíminn til að búa þig undir þetta mót heldur naumur? — Jú, frekar var það nú, sér- staklega fyrir göngu og svig, og þar á ég við tækniþjálfun- ina. Þolþjálfun fæst nóg á sjónum. Stökkið situr fastara í manni en hinar greinarnar, hafi maður einu sinni komizt upp á lagið. — Ákvaðst þú þátttöku í þessu móti með' ejtthvað sér- stakt fyrir augum? —■ Ekki nema það að nota fríið sem allra bezt, og það fannst mér ég gera mdð þvi að fara á þetta mót og taka þátt í sem flestu. Eg gerði mér ekki von um nein verðlaun. — Ferðu á sjóinn aftur bráð- lega? — Já, Hafliði kemur inn núna um helgina. Þá fer ég um borð. — Hvað er þitt sérstaka starf um borð? — Eg er háseti, en þú munt eiga við, hvaða verk ég vinn aðaliega, og þá er svarið: pokamaður. — Hvaða áform hefur þú fyr- ir næsta vetur? — Það er nú sjórinn áfram, og ef aðstæður leyfa, þá verð- ur skíðunum sinnt — þau eiga það skilið. — Hvað vilt þú segja um mótið? — Það var að ýmsu leyti gott. Samt þótti mér stórsvigs- og brunbrautirnar skrýtnar — of flatar, einnig stökkbrautin. Að mínu áliti á ekki að gera tilraunir með slíka braut á landsmóti, öllum að óvörum. Fréttaþjónusta útvarpsins við mótið gat líka verið betri, og hefði eflaust verið það, ef Reykvíkingar hefðu átt fjóra fyrstu menn í fleiri greinum, segir Sveinn og kímir. Svo kveðjum við hann. Hand- tak pokamannsins er þétt, Það eru engir aukvisar í því starfi. Siglfirðingurinn Jóhann Vil- bergsson vakti á sér almenna athygli með frammistöðu sinni á Skíðamóti íslands 1957, er hann barðist um svigmeistara- titilinn við Eystein Þórðarson Jóhann Vilbergsson og nóði betri tíma í fyrri ferð en sjálfur hinn heimsfrægi Toni Spiess. Jóhann er bifreiðarstjóri að atvinnu. Hann byrjaði að keppa heima 11 ára gamail, keppti þá á Siglufjarðarmóti í göngu, stökki og svigi, varð aftastur í stökki, næstaftastur i svigi og í gönguna stalst hann upp úr rúmi með hita og varð sá fimmtándi. Það byrja ekki allir á toppinum. Jóhann stundaði nú lítið skíðaíþróttina fram til 15 ára aldurs, og byrjaði þá vegna sérstaks atviks. í hlíðinni fyrir ofan hús föður hans var æf- ingabraut beztu svigmanna Siglufjarðar, þar sem Harald- ur Pálsson, Ásg'rímur Stefáns- son og fleiri æfðu. Jóhann langaði t.il að reyna iíka, og gerði það með þeim árangri, ■að hann sópaði niður öllum stöngunum, tvívegis. Hann var rekinn þrefaldur heim. Þá gaf faðir hans honum ný skíði með stálköntum og Jó- hann strengdi þess heit að sigra alla þá, sem ráku hann heim. áður en veturinn væri liðinn. Hann stóð við það. Á Siglu- fjarðarmóti um vorið kepptu allir flokkar í sömu braut, og náði Jóhann beztum tíma. 16 ára gamall tók hann svo í fyrsta sinn þátt í Skíðamóti íslands í sveitakeppninni í svigi og náði þriðja bezta tíma í fyrrj ferð. Þá var keppt í A og B-flokki, svo Jóhann tók ekki þátt í fleiru. Á Norðurlandsmóti 1953 varð hann annar í stökki 17;—19 ára. Á Skíðamóti íslands 1954 varð hann þriðji í göngu og ung- lingameistari Siglufjarðar í þeirri grein sama ár. Keppti ekkert 1955. Varð þrefaldur Siglufjarðarméistari í Alpa- greinunum 1956. Siglfirðingar tóku þá ekki þátt í skíðamóti íslands, eins og kunnugt er, til þess að mótmæla sinnuleysi í stökkbrautarmálum. X janúar í vetur fór Jóhann ásamt fleiri efnilegum svig- mönnum á vegum S.K.f. í æf- ingaferð til Áre i Sviþjóð og dvaldi þar við æfingar í þrjár vikur. Á heimleiðinni tók hann þátt í brunkeppniimi í Norre- fjell og varð sá 26. í röðinni af 70 keppendum. Haukur Síg- urðsson varð 21., Svanberg Þórðarson 25. og Kristinn Benediktsson 29. Jóhann varð Siglufjarðar- Framhald á 10. síðu. Þeir sem guðirnir elska • Tíu stuttar sögur eftir Indriða G. Þorsteinsson | „Indriði G. Þorsteinsson hefur valda sjón. Ársynslu- laust di-egur hann upp myndir, sem standa okkur ljósar fyrir augum, eins og hann sér þær sjálfur; og er þetta einhver mesti kostur hans og eitt ríkasta einkenni ..... Indriði G. Þorsteinsson kann margt fyrir sér i skáldlegum vinnubrögðum. .. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. • Enginn iinnandi ís- i • lenzkra hókmeiuita • g'etur látið nelna bóls • eftir Indiiða G. • Þorsteinsson fram • lijá sér fava ólesna. Örlög á Litla-Hrauni | Efti,r Sigurð Heiðdal Sannsögulegar frásagnir af ævi og örlögum nokkurra íslenzkra afbrotamanna, sem afplánuðu refsingar á Litla-Hrauni, þega.r Sig- urður Heiðdal veitti vinnu- hælinu forstöðu. — Sérstæð bók og óvenjuleg, skemmti- leg aflestrar og vekur til urahugsunar um margt. ..... persónur bókarinnar hafa allar verið til og höf- undur bókarinnar þekkt þær .... Sigurður Heiðdal hefur unnið gott verk með ritun bókarinnar .... ýms- ir kaflarnir ágæta vel skrifiaðir .... ber bókin öll vitni ríkri: mannúð og næm.um mannskiningi....“ Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. 1 ■■■■■■•■■■ 1 1 « f' Skáldið á Þröm * Ævisaga Ljósvíkingsins, ^ skráð af Gunnari M. Magnúss } „Eina rit íslenzkra bókmennta, þar sem alþýðan hefur skrifað | sjálf lífsharmleLk sinn í þúsund ár“, segir Sverrir Kristjánsson. um dagbækur Magnúsar, sein Gunnar byggir verk sitt á. — Skálilið á þröin er komið út í 2. útgáfu. — Eiguizt þessa ‘ merku bók, áður en l>að verður uin seinaiu — I Ð U N N — Skeggjagötu 1 — Sími 2923

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.