Þjóðviljinn - 08.06.1957, Síða 3
Laugardagur 8. júuí 1057 — ÞJÓÐVILJINN — (S
Gengið frá stofimii Sýninga-
samtaka atviiiiinvegamia
Samtökin hyggjast reisa sýningarskála í
samvinnu við ÍBR og BÆR
Sl. fimmtudag var hlutafélagið Sýningasamtök at-
vinnuveganna stofnað hér í bæ með tveggja milljón kr.
framlagi, þar af einnar millj. kr. hlutafé.
Á stofnfundinum voru mættir j reist við Suðurlandsbraut neð-
fulltrúar ýmissa samtaka at-' anverða, sunnan fyrirhugaðra
vinnuveganna, en markmið fé-; Þvottalauga, en austur af fyrir-
lagsins er að reisa í samvinnu | hugaðri byggingu hefur bæjar-
við Reykjavíkurbæ, Bandalag ráð heitið að skipulagt skuli
framtíðar sýningarsvæði í sam-
ræmi við þarfir atvinnuveganna
í stjóm Sýnirigarsamtaka. at-
vinnuveganna h.f, voru kosnir:
Sveinn Guðmundsson formaður,
Harry Frederiksen varaformað-
ur, Guðmundur Halldórsson
ritari og Björgvin Sigurðsson
og Jón Bergs meðstjórnendur.
Mikil þátttaka í
iiinanlandsferðum
Mikið annríki hefur verið hjá
Ferðaskrifstofunni Orlofi h. f.
og Bifreiðastöð íslands undan-
fania daga, en þessi félög hafa
sem kunnugt er skipulagt í
sameiningu á annað hundrað
ferðir hér innanlands i sumar.
Síðan hin ýtarlega. ferðabók
fyrirtækjanna kom út í síðustu
viku hafa borizt svo margar
pantanir á bæði stuttum og
löngum ferðum í allt sumar, að
margar þeirra eru nú sem óð-
ast að fyllast.
æskulýðsfélaga Reykjavíkur
(BÆR) og Iþróttabandalag
Reykjavíkur, byggingu, þar
sem fram geti farið vörusýn-
ingar og íþróttasýningar og
aðrar fjölmennar samkomur,
t.d. hljómleikar, fyrirlestrar, í-
þróttaæfingar, listsýningar,
leiksýningar o.fl. Ennfremur að
skipuleggja svæði fyrir vöru-
sýningar innlendar og erlendar,
reisa þar eða láta einstökum fé-
lögum sínum í té aðstöðu til að
reisa sýningarskála og önnur
mannvirki, svo og að annast
slíkar sýningar og starfsemi í
sambandi við þær eða láta öðr-
um í té aðstöðu til þess.
Fyrsta verkefni hins ný-
stofnaða félags er að ganga
endanlega frá samkomulagi við
bæjaryfirvöldin um hina fyrir-
huguðu byggingu, sem verður
Á fundi með sendi-
nefnd
Hínn 24. apríl s.l. fór sex
manna sendinefnd héðan til
Ráðstjórnarríkjanna, í boði fé-
lagsins VOKS i Moskvu. í nefnd-
inni voru: Sigríður Sæland, Ijós-
móðir, Hafnarfirði, Jakob Áma-
son blaðamaður, Akurevri Bene-
dikt Guðmundsson kjötiðnaðar-
maður, Selfossi, Guðbrandur
Guðmundsson starfsmaður við
Þjóðviljann, Reykjavik, Jón
Múli Ámason útvarpsþulur og
Adolf Petersen verkstjóri,
Reykjavík, og var hann for-
maður nefndarinnar.
Sendinefndin hélt fund með
blaðamönnum í gær, þar sem
hún skýrði frá dvöl sinni í
Sovétríkjunum og svaraði fyrir-
spurnum frá blaðamönnum. Mun
nánar verða skýrt frá för henn-
ar á næstunni.
Viðtal við Laxness
Framhald af 1. síðu.
vörunar- og sannleiksraust",
eftir Þórð Diðriksson, læri-
meistara Eiríks frá ÍBrúnum.
— Fréttatijkynningu Ame-
rísk-skandínaviska félagsins
lýkur á þvi að þú sért að
skrifa skáldsögu um ættfeður
íslenzku Mormónanna i Utah.
Halldór hlær stóran hlátur.
-r- Það eru þeirra hugmynd-
ir. Eg hef gerfc heldur lítið að
því að skrifa skáldsögur upp á
síðka.stið, varla stungið niður
penna síðan ég lauk við
Brekkukotsannál.
— Þú hyggur gott til vestur-
farar?
— Eg hef tekið því líklega
að fara og hefði mjög gaman
að hitta vini mína vestra. En
ég á boð úr ýmsum áttum, t.d.
var búið að bjóða mér til Ind-
lands. í fyrra, og langar mig
mjög mikið að fara þangað,
get ekki kastað burt úr huga
mér þeirri ferð.
Séra R. R. Figuhr
Forseti alheimssamtaka aS-
ventista staddur ó íslandi
Séra R. R. Figuhr, forseti alheimssamtaka aöventista,
er staddur hér á landi þessa dagana og situr m.a. árs-
mót íslenzkra aöventista í Reykjavík. Flytur hann erindi
íyrir almenning í Aöventkirkjunni kl. 8.30 síödegis á
hvítasunnudag og sýnir skuggamyndir til skýringar.
Blaðamenn
ræddu stundar-
korn við séra Figuhr í gær,
en hann er fæddur og uppalinn
í Wisconsin-fylki í Bandariltj-
unum. Að loknu liáskólanámi
og prestvígslu fór hann til Fil-
ippseyja á vegum samtaka að-
ventista, sem halda þar uppi
öflugri starfsemi, starfrækja m.
a. þrjú heilsuhæli, tvo æðri
skóla og sex lægri. Alls dvaldi
séra Figuhr í 19 ár á Filipps-
eyjum, en árið 1941 var honum
falin forysta starfsemi aðvent-
ista í Suður-Ameríku með að-
setri í Buenos Aires. I Suður-
Kappreiðar Fáks á ann-
an í hvítasunnu
Á annan í hvítasunnu faia fram hinar árlegu ka.pp»
reiðar Hestamannafélagsins Fáks. Veröa þær haldnar
á hinum nýja skeiðvelli félagsins inn viö Elliöaár.
Kappreiðarnar hefjast í raun- kappreiðarnar kl. 2.30. Á skciði,
imii liér niðri í bænum, þ\ú 250 m sprettfæri, er Gletta
fimm Fáksfélagar munu leggja Sigurðar Ólafssonar og Logi og
upp frá Varðarhúsinu kl. 1.15, Gulltoppur Jóns í Varmadal og
klæddir í fornmannabúninga og Nasi Þorgeirs í Gufunesi ertí
munu halda sem leið liggur:! meðal þeirra hesta, er taká þátfc
Lækjargötu, Sóleyjarg., Hring-jí keppninni, að ógleymduns
braut, Miklubraut og inn á Blakka Bjarna frá Laugai’vatni,
Á 350 m stökki er Gnýfari,
Blakkur og Bleikur frá Sel-
fossi, sem er mikið efni,
sem ekki hefur komið fram
áður. Á 300 og 250 m stökld
eru margir gæðingar úr Ámes-
sýslu og frá Rangárvöllum og
víðar að. í góðhestakeppninnS
eru 12 hestar sem Fáksfélagar
eiga, og em þeir víða frá. Er
ekki að efa að þetta mun verð®
hörð og skemmtileg keppni,
Eins og áður mun verða starf®
andi veðbanki.
skeiðvöll.
Á skeiðvellinum hefjast svo
Brstgi Ásgeirsson opnar mál-
verkasýningu síðdegis í dag
Bragi Ásgeirsson opnar mál-
verkasýningu í Sýningarsaín-
um í Alþýðuhúsinu í dag
klukkan 2 e.h. fyrir boðsgesti,
en kl. 5 fyrir aðra gesti. Þetta
er 3. sjálfstæða- málverkasýn-
ing Braga. Hami sýnir nu 15
oliumálverk, sem gerð eru á
þremur síðastliðnum ámm.
Einnig sýnir Bragi nú teikn-
ingar við kvæðið Áfanga eftir
Jón llelgason.
Bragi vill nú að beiðni
BRAGI ÁSGEIRSSON ,
manna sýna þverskurð af því
nýjasta sem hann liefur látið
frá sér fara. En Bragi hyggst
fara utan í haust og þess vegna
er alveg óákveðið hvenær hann
sýnir hér heima aftur.
Bragi Ásgeirsson hélt fyrstu
sjálfstæðu málverkasýninguna
hér í Reykjavík vorið 1955. Þá
hélt hann einkasýningu í Kaup-
mannahöfn árið 1955 og hlaut
góða. dóma þar. Hann hefur
ennfremur tekið þátt í ýmsum
samsýningum m.a. Rómarsýn-
ingunni 1955.
Ymsir listagagnrýnendur
hafa farið miklum viðurkenn-
ingarorðum um myndir Braga
og telja hann góðan fulltrúa Is-
lands. Walter Schwartz komst
m.a. svo að orði í greinum í
Politiken, um sýningu i Kaup-
mannahöfn 1956, að tsland ætti
bara einn fulltnia á sýningunni,
hinn kornunga, en afburða
listamann, Braga Ásgeirsson.
Sýningin verður opin til 19.
júní.______________________
Á13. þús. hafa
synt 200 metrana
Þær nimu þrjár vikur, sem
Norræna sundkeppnin hefur
staðið yfir, hefur verið keppt
á 40 sundstöðum. Á flestum
þessara staða hefur þátttakan
verið álíka mikil og 1954, en
á nokkrum þó meiri, t. d. í
Hafnarfirði, þar sem þegar
hafa synt rúmlega 40% af
þeim fjölda er synti 1954. I
Búðakauptúni hafa synt um
50% þeirra, sem syntu 1954.
Láta mun nærri að rúmlega
12000 manns hafi nú lokið við
að synda 200 metrana.
Ameriku starfrækja samtökin
7 heilsuhæli og mikinn fjölda
sjúkraskýla og minni lækriinga-
stofnana. Ennfremur 5 æðri
skója, 9 gagnfi’æðaskóla og
bamaskóla svo hundruðum
skiptir. Fræg er starfsemi sam-
takanna á Amazonsvæðinu, en
þar eru 6 nokkurskonar fljót-
andi lækningastofur stöðugt á
ferðinni til þess að veita hjálp
þeim sem sjúkir eru og veita
fræðslu um heilbrigðismál og
andleg mál.
Árið 1950 var séra Figuhr
kjörinn varaforseti alheims-
samtaka aðventista og forseti
1954. I heimssamtökunum
munu nú vera á aðra milljón
manna og em þau öflugust í
Norður-Ameríku. — Séra, Fig-
uhr sat boð biskups íslands í
gær, hann heldur heimleiðis
vestur um hafa á annan í
hvitasunnu.
Merki
Reykjavík valið
Uppdráttur Stefáns Jónsson=>
ar teiknara að merki Reykja-
víkur var samþykktur á bæjar-
stjómarfundi í fyrradag eftíff
miklar umræður.
Auður Auðuns, GuðmunduJP
Vigfússon, Geir Hallgrimssotí
og Ingi R. Helgason lýstu á»
nægju sinni með merkið ea
gegn því mæltu einkum Guðm„
H. Guðmundsson, Guðbjartui’
Ólafsson, Þórður Björnsson og
Björgvin Frederiksen. Flutttí
þeir Guðm. H. og Þórður ti!»
lögu um að fresta ákvörðma
um val merkisins en hún vai?
felld með 6 atkv. gegn 5. Upp-
dráttur Stefáns Jónssonar aS
merkinu var síðan samþýkktus
með 9 atkv. gegn 2.
Móttaka á vörum til
útlanda
Framvegis mun vömm þeim, sem senda á
með flugvélum vomm til útlanda, ein-
göngu veitt móttaka í vömafgreiðslu 'fé-
lagsins að Hverfisgötu 56. Sömuleiðis fer
þar fram afhending farmskírteina vfir
vörur, sem fluttar hafa verið á vegum
félagsins til landsins.
/CJF/A MDA //?
mm.. «.«■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■«■■■■*•■■■■■■■■■■•■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■•■•••■>•*•■>'•
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■*■■•■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•*■»■'■' ■•■•••a
M. E. Lind
fyrrverandi Afrikutrúboði flytur erindi í Aðventkirkj-
unni í kvöld klukkan 8.30.
Erindið nefnist:
Tuttugu ár í hjarta Afríku
ALLIR VELKOMNIR
*■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
Aðventsöfnuðurinn.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■«■■■■!
E tsmrt/úiHUm óez*