Þjóðviljinn - 30.07.1957, Page 5
Þriðjudagur 30. júlí 1957— ÞJÓÐYIUINrí (S
Bæjarntgerð Akraness
10 ára
Það var 29. júlí 1947 að
B.v. Bjami Óláfsson kom
hingað til Akraness, nýsmíð-
aður• :i, Englandi. Þann dag
má telja að nýtt timabil hefj-
ist í útgerðarsögu Akraness.
Heyndar var einn lítill togari
stundtim gerður út frá Aki-a-
nesi um nokkur ár þar áð-
ur. En með komu hins nýja
og glæsilega skips sem bærinn
sjálfur átti og gerði út skap-
aðist nýtt viðhorf. Enda varð
brátt almennur áhugi í bæn-
um fyrir því að eignast fleiri
togara af sömu gerð eða svip-
aðri. Þótt það reyndist ókleift
áð ná í fleiri nýsmíðaða tog-
ara var ekki horfið frá þeirri
hiigsun að auka við útgerð-
ina. Og fjórum árum siðar
gafst Bæjarútgeró Akraness
kostiir á kauputn togarans
Akurey, þá eign samnefnds
hlutafélags í Reykjavík. Af
kaupum varð og kom Akur-
eyl Mngað í nóvember 1951.
Á þéssu 10 ára timabili
er Bæjarútgerðin hefur starf-
að ér aflamagn togaranna sem
hét segir: Bjarni Ólafsson
46:718,616 kg alls. Þar af
landað hér á landi 36.493.382
kg. Akurey 24.918.331 kg.
alls. Þar af lagt á land inn-
anlahös 22.552.030 kg. Verð-
' KiMjáiism
fe,
mæti alls afla togaranna upp
úr skipi selt bíeði utanlands
og innan er kr. 64.868.096.00.
Greidd vinnulaun frá Bæjar-
útgerðinni eru 33.5 milljón
króna. Hér með eru ekki talin
vinnulaun við viðgerð eða við-
hald skipanna, er nema þó að
sjálfsögðu allhárri upphæð.
Þessar tölur tala sínu máli
itm það að útgerð togaranna
hefur eigi verið lítil lyftistöng
í atvinnulífi Akranessbæjar,
þegar þess er gætt að lang-
mestur hluti alls afla þeirra
ihefur verið seldur við skips-
hlið til frystihúsanna hér á
staðnum en aðens lítill hluti
verkaður af Bæjarútgerðinni
sem skreið eða verið lagður á
land annarsstaðar. En því
miður liggja ekki fyrir tölur
er sýni vinnulaun frystihús-
anna við afla togaranna.
Bæjarútgerð Akraness hef-
ur frá upphafi verið stjórnað
af þriggja manna nefnd, kos-
inni af bæjarstjóm. Fyrstu út-
gerðarstjóm skipuðu Þorgeir
Jósefsson formaður, og Jón
Sigmundsson og Guðmundur
Sveinbjörnsson,
Núverandi útgerðarstjórn
skipa þessir menn: Hallfreð-
ur Guðmundsson fomiaður,
Sigurður Guðmundsson og Ól-
afur B. Björnsson.
Fyrsti skipstjóri á Bjarna
Ólafssyni var Jónmundur
Gíslason sem hefur gegnt þvi
starfi nær óslitið þar til 1955
en tók svo aftur við skip-
stjórn þar snemma á þessu
ári. Á Ákurey var fyrst skip-
stjóri Kristján Kristjánsson
sem þá liafði verið skipstjóri
á. henni frá því hún kom til
landsins.
Núverandi skipstjóri á Ak-
urey heitir einnig Kristján
Kristjánsson.
Þegar litið er til baka yfir
þetta tíu ára tímabil í sögu
Bæjarútgerðar Akraness þá
verður manni fyrst fyrir að
athuga hvað togaraútgerðin
hefur ihaft að færa okkur
liér á Akranesi.
Því er auðsvarað að hinn
mikli vöxtur bæjarins á und-
anfömum ámm hefur að all-
miklu, leyti byggzt á hinni
miklu vinnu við verlcun tog-
Jómnundur Gíslason
araaflans.
En hvernig hefur fjárhags-
afkoma Bæjarútgerðarinnar
verið?
Þar er ekki fallega sögu að
segja. Fjárhagur útgerðar-
innar hefur lengst af verið
mjög slæmur. Hefur þar verið
Framhald á 7. síðu
Spasskí og Lombardy vilja
báðir koma bingað aftur lj
Nú er stúdentaskákmótið á
enda og skákmenn og skák-
unnendur geta nú „slappað
af“ og snúið sér aftur að
veraldlegum hlutum um sinn.
Kveðjuhóf, þar sem verðlaun-
um var úthlutað og gjöfum
rigndi yfir á alla vegu, var
haldið í Sjálfstæðishúsinu s.l.
laugardagskvöld og þótti
þessi alþjóðlegi dansleikur
takast með ágætum nema
hvað nokkuð skyggði á gleði
sumra að þeir, er héldu til
liOmbardy
Khafnar, þunftu á fætur á
mínútunni kl. 5 á sunnu-
dagsmorgun. Varð það til
þess að flestir skákmannanna
urðu að yfirgefa veizlusalinn
fyrir fyllingu tímans, og þótti
flestum miður. Fréttamanni
gafst þó færi á að ræða nokk-
ur orð við þá Spasskí og
Lombardy áður en þeir hurfu
heim í háttinn.
Spasskí sem tefldi á 2.
borði fyrir Sovét er geðugur
ungur maður, háttvís í fram-
komu og talar skýra ensku.
Hann er búsettur í Leningrad
og er þar við nám í blaða-
mennsku. Hann sagði að þeir
félagarnir væru mjög hrifnir
af því, sem þeir hefðu séð hér
og því fólki, sem þeir hefðu
kynnzt og sjálfur myndi hann
koma hingað aftur við fyrsta
tækifæri. Þegar þeir hverfa
nú heim áftur til síns heima,
myndu þeir leggja skákina á
hilluna um sinn og taka til
við námið og önnur skyldu-
störf sem biðu þeirra. Spasski
sagði aþ lokum, að liann von-
aðist eftir að hitta sem flesta
skákfélága" sína aftur í Sofía,
Búlgaríu, á sumri komanda,
en þar er áætlað að næsta
Heimsmeistaramót stúdenta í
skák fari fram.
Lombary er New York-
búi, aðeins 19 ára að aldri, og
stundar læknanám þar í feorg.
Hann kvaðst hafa bvrjáO að
tefla 14 ára en nú mætti
hann ekki mikinn tíma missa
frá náminu, sem væri tíma-
frekt óg erfitt. Lombardy
sagði, að það væri alltaf erfitt »
að tefla, hvort sem andstæð-
ingurinn væri harðsnúinn eða
ekki, og hann tæki skákina
alltaf alvarlega hver sem
ætti í hlut. Honum fannsfi
Reykjavík vera skemmtileg
og snotur borg, en verðlagið
hér sagði hann að væri eina
og það væri verst í Ne\g
York. Hann sagðist aðeina
hafa ferðazt til Keflavíkur og
þótti honum leiðin þangað
vera sérkennileg þar sem ek-
ið væri í gegnum hraunið, og
langaði hann að sjá meira af
landinu ef hann ætti þesa
kost.
Samtalið var ekki ölli*
leijgra, því nú kom Spasskí
að kveðja hann og óska hon-
um gæfu og gengis í heims-
meistarakeppni unglinga, sem
háð verður í Kanada á næst-
unni, en Spasskí fullj-rti aði
þar hefði hann mikla mögu-
leika að sigra.
Þeir voru lengi að kveðjastj
þeirri hugsun skaut upp hjá
fréttamanni að þetta væru
góðir fulltrúar þessara vold-
ugu þjóða og vinátta þessara
ungu manna væri vísir að
Spasskl
batnandi samkomulagi ogj
auknum skilningi milli aust-
urs og vesturs.
HALLGRÍMSKIRKJA
Framhald af 8. siðu.
mundur Brynjólfsson oddvitl
Hrafnabjörgum, Pétur Ottesen
alþm., biskup íslands, Ásmund-
ur Guðmundsson og Eysteinn
Jónsson fjármálaráðberra
Bjarni Ólafsson