Þjóðviljinn - 13.08.1957, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.08.1957, Qupperneq 5
Þriðjudagur 13. ágúst '1957 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 íslendingar og Finnar búa íjærsíir hvorir öðrum Norður- landaþjóða. Á milli þjóðanna voru um margar aldir lítil skipti og gagnkvæm kynni því fremur fátækleg íengi vel. Finna er að vísu nokkuð oft getið í íslendingasögum og þá að öllum jafnaði í sambandi við fjölkynngi, en þar er oftast átt við íbúa Finnmerkur, þ. e. Lappa, sem byggja eins og kunnugt er nyrzta hluta Nor- egs og Finnlands. I Egilssögu er skemmtileg lýsing Finnmerkur. Þar segir svo: „Finnmörk er stórliga víð; gengr haf fyrir vestan ok þar af firðir stórir, svá ok fyrir norðan ok allt austr um; en íyrir sunnan er Nóregr, ok tekr mörkin náliga allt it efra suðr. svá sem Hálogaland it ytra. En austr frá Naumudal er Jamtaland, ok þá Helsingja- iand ok þá Kvenland, þá Finn- Jand, þá Kirjálaland; en Finn- xnörk h'ggr fyrir ofan þessi öll lönd, ok eru víða fjallbyggð- ir upp á mörkina, sumt í dali, én sumt með vötnum. Á Finn- mörk eru vötn furðuliga s'tór ok þar með vötnunum mark- lönd stór, en há fjöll liggja eptir endilangri mörkinni, ok eru þat kallaðir Ki!ir.“ Sumt i þessari lýsingu Finn- merkur geti\r raunar áti við Finnland allt. Þar eru vötn bæðj furðulega stór og mörg. Fjöldi þeirra er talinn vera yíir 60.000 og til samans eru þau að flatarmáli nær tíundi hluti landsins. Það er því ekki að ástæðulausu, sem Finnland heíur oft verið nefnt „Þúsund vatna ]andið“. Hitt er ekki síður sannmæli hjá höfundi Egilssögu, að þar hjá vötnun- um séu marklönd stór, því að yfir 70% landsins eru skógi vaxin. Finnland er því að yf- irbragði harðla ólíkt okkar skóglausa og vatnalitla landi. Vafalaust hefur lega lands- ins valdið miklu um, að Finn- ]and var íslendingum lengi, og er raunar enn, ókunnast Norð- uriandanna. Hitt hefur þó ver- ið enn .meiri þröskuldur í vegi náinna kynna á milli þjóðanna, hve mál þeirra eru ólík og framandi. Þött Finnar séu tald- jr til Norðurlandaþjóðan’ha, vegna legu lands síns og sakir sameiginlegrar menningar, eru þeir sem kunnugt er af öðrum uppruna og tala óskylda tungu ílestir hverjir. í dag telur Finnland rösk- lega fjórar milljónir íbúa. Mik- jll meirihluti þjóðarinnar er af hinum svonefnda finnsk-ugr- iska þjóðflokki, en til þess flokks teljast auk Finna Eist- lendingar og Ungverjar. Eru eistneska og finnska enda ná- skyld mál, álíka og t. d. danska og sænska, en ung- verskan miklu fjarskyldari. Auk þessara þjóða tala nokkr- ir þjóðflokkar í norður og mið Rússlandi skyldar mállýzkur. Margt er enn á huldu um upp- runa og frumbeimkynni þess- ara þjóða, en síðustu árþús- und'n fyrír Krists burð munu forfeður þeirra hafa átt heima í Rússlandi á svæðinu milli t’olgu og Eystrasalts. Þaðan hafa þær síðan fluízt til nú- verandi heimkynná á fyrstu öldum kristninnar eða á tím- um þjóðflutninganna miklu. Munu Finnar hafa verið bún- ir að :aka sér endanlega ból- festu í Finnlandi um 700 að talið er. Saga Finna hefur, svo lengi sem hún er þekkt, verið saga um baráttu lítillar þjóðar fyrir tilveru sinni. Um ]angan aldur má segja, að Finnar hafi setið milli tveggja elda. Að vestan sóttu Svíar á og varð þeim lengi vel mei.r ágengt en Garða- ríkismönnum, er sei'dust aust- an til yfirráða og íhlutunar um málefni Finna. I fyrstu voru á- rásir nágrannanna gerðar að yfirvarpinu til þess að boða landsmönnum kristna trú. Fóru Sviar alls þrjár krossferðir til Finnlands á 12. og 13. öld með stuðningi páfans i Róm. Lauk svo að þeir kristnuðu landið, og varð hin rómversk-kaþólska trú þannig yfirsterkárí hinni grísk-kaþólsku, er Finnum var boðuð frá Garðaríki. Afleiðing- ar þessara trúarbragðastyrj- alda urðu þær, að Finnland varð smám saman hluti af sænska ríkinu, og 1362 hJufu þeir rétt til þess að kjósa kon- ung með Svíum. Á næstu öldum var blóma- skeið sænska stórveldisins. Áttu Svíar þá í sífelldum styrj- öldum, bæði við Rússa og við nágranna sína sunnan Eystra- salts. Gátu Finnar sér mikið frægðarorð fyrir hréystilega framgöngu í þessum styrjöld- um og færðu Svíum margan sigur. Svo fór Þó að lokum, að veldi Svía var brotið á bak aftur í Norðurlandastyrjöldinni miklu í upphafi 18. aldar, eftir misheppnaða herför Karls XII. til Rússlands. Fór Rússum nú að veita betur í baráttunni um yfirráðin í Finnlandi og kom þar um siðir, að Svíar urðu að afhenda þeim Finnland allt ár- ið 1809 í rótj Napóleonsstyrj- aldanna. Var Finnland þá gert að stórfurstadæmi, og varð Rússakeisari stórfursti þess. í rösklega eina öld lutu Finnar Rússakeisara. í fyrstu var keisarinn afskiptalítill um innanlandsmál Finna, en er líða tók á öldina og þó eink- um eftir 1900 fór hann mjög að þrengja kost þeirra og kúga þá til hlýðni við sjg. Loks, þegar byltingin var gerð í Rússlandi og keisaranum steypt aí stóli, gafst Finnum kostur á að endurheimta frelsi sitt. Fór skilnaður Rússlands og Finnlands friðsamlega fram. 6. desember 1917 lýstu Finnar yfir sjálfstæði sínu og varð sovétsí jórnin rússneska fyrst til þess allra erlendra ríkis- stjóma að viðurkenna það. Útsýn frá fjallinu Koli. gradborgar. Leiddi það til finnsk-rússneska vetrarstríðs- !ins 1939,—-10. Síðar drógust Finnar afíur inn í styrjöldina með Þjóðverjum. Afleiðing þessarar þátttöku Finna í heimsstyrjöldinni varð sú, að þeir urðu að láta af höndum við Rússa nokkur landsvæði, er ýmist höfðu lotið Finnum SIIOMI ÞjÓð OQ SA0ft Finnar voru þó ekki svo gæfu- samir að endurheimta sjálf- stæði sitt átakalaust, þvi í landinu sjálfu brauzt út borg- arastyrjöld milli hægri og vinstri aflanna, sem lauk með sigri borgaraflokkanna eftir harða baráttu. í heimsstyrjöldinni siðari drógust Finnar inn í átök stór- veldanna sökum hemaðarlegs mikilvægis landsins. Rússar, sem óttuðust að Þjóðverjar myndu nota Finnland til árása á sig, kröfðu Finna um nokkurt landsvæði til þess að treysta varnir sínar, einkum Lenin- L Hreindýrahjörð í Lapplandi. eða Rússum, en síðast verið lögð til Finnlands á 19. öld, er það laut Rússakeisara, svo og við samningana 1920. Einnig fengu Rússar Porkkalasvæðið fyrir herstöðvar til 50 ára. Eítir styrjöldina hafa Finnar kappkostað að eiga sem bezta sambúð við nágranna sína og halda sér utan átaka stórvæld- anna. Reynslan hefur sannað þelm, að friður og vinsamleg samskipti við allar þjóðir er vænlegasta leið hverrar smá- þjóðar til þess að halda sjálf- stæði sínu. Sú leið er haldbetri en þátttaka í nokkru hernaðar- bandalagi. Hafa Finnar þegar séð nokkurn árangur þessarar stefnu sinnar, því að bæði hafa Rússar gefið þeim eftir nokkurn hluta stríðsskaðabót- anna, er þeir áttu að gjalda, og, sem meiru máli skiptir fyr- ir Finna, fengið þeim aftur i hendur Porkkalasvæðið. Slíkan ávöxt hefur hlutleysisstefnan borið. Á þeim öldum, þegar Finnar lutu Svíakonungi, settist margt Svía að í landjnu, eink- um vestustu héruðum þess og í borgunum. ' Varð þetta sænska þjóðarbrot brátt mik- ils ráðandi í landinu, og sænska, sem var mál stjórnar- valdanna, að nokkurs konar yf- irstéttarmáli, einkum sótti mjög í þetta horf á 17. öld. Sænska var líka bókmennta- málið og mál menniamanna allt fram á 19. öld. Skilnaður- inn við Svía varð hins vegar til þess að greiða götu finnsk- unnar sem bókmenntamáls og aðaltungu finnsku þjóðarinn- ar. Sú þróun gekk þó ekki á< takalaust, því að um 1850 fór rússnesku keisarastjóminni áði þykja n'óg um framgang finnskrar tungu og samfaraL. henni vöxt og viðgang finnskr- ar þjóðemiskenndar, og reyndí að hamla gegii hvoru tveggja með því að banna noikuri > finnskunnar sem bókrh.áls M nema á trúarritum og við- skiptaplöggum, en sú viðleitnil bar lítinn árangur. Einnig kom upp um 1860 máladeila millf . fylgismanna sænskrar og finnskrar tungu. Þær öldun hefur lægt fyrir löngu og njóta bæði málin jafnréttis. Tæp 10%' þjóðarinnar tala nú sænsku0 en tölu þeirra sem það gera fer þó fækkandi. ,< Finnar eiga miklar og merki- legar bókmenntir, bæði >'£' finnsku og sænsku. í fyrstu var* sænskan, eins og áður vaf sagt, einvörðungu bókmennta- málið, og lengi voru það eink- um sænskumælandi skáld, serri yo þekkt voru hér á landi og þýtii var eftir á íslenzku. Frægusti sænskumælandi skálda Finnai eru Johan Ludvig Runebergr (1804—1877) og Zacharíua Topelíus (1818—1898). Með þýðingum sínum á Sögum Stáls merkisbera eftir Ruueberg o§ Sögum herlæknisjns eftir Tope- líus, gerði Matthías Jochums- son finnskar bókmenntir kunn- ar á fslandi. En ekki einasta! finnskar bókmenntir helduí* og finnska sögu og hetjulegsi barátiu finnsku þjóðarinnar* fyrir land sitt oe frelsi sitt. þv£ að bæði þessj verk fjalla um þau efni, fslendingar, senh sjálfir voru að berjast fyrir frelsi sínu á þeim árum. serfit þeir kynntust þessum verkurrs af þýðingum Matthíasar, drukku þau í sig með fögnuði. Og síðan hefur ætið leikiö hetju- og ævintýraljómi una nafn og sögu finnsku þjóðar- innar í hugum fslendinga. Finnsk tunga varð ekki r;f- og bókmenntamál svo að heititS sæti fyrr en á 19. öld, þegaU Elías Lönnrot (1802—1884)1 safnaði saman finnsku þjóð- kvæðunum Kalevala og gaF þau út. Fyrsta útgáfan var prentuð árið 1835. en 1849 gaff hann út aðra ú+gáfu beirra mjög aukna. Þessi þjóðkvæðE höfðu varðveitzt á vörum þíóð- arinnar öldum saman, en aldref verið skráð fyrr en Lönnroti steypti þe:m sarnan í eina heild og gaf þau út. Eru baff: alls 50 kvæði. Nú hafa Kale- vala-ljóðin loks verið þýdd á íslenzku af Karli fsfeld os? munu þau vera að koma; út þessa dagana. Er það vonandi' undanfari þess, að fslendingar fái að kynnast meir finnskum Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.