Þjóðviljinn - 17.08.1957, Page 2
2) — ÞJÖÐVTLJINN — Laugardagur 17. ágúst 1957
liggíis leiðist
Syndið 200 metrana
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ
kl. 13.30—15 á sunnudögum, 14
—15 á þriðjudögum og íimmtu-
dögum.
Maðurinn minn
Barði Guðmundsson
lézt að heimili sínu 11. þ.m. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju, þriðjudaginn 20. ágúst kl. 10.30.
Athöfnnni verður útvarpað.
Teresía Guðmundsson
L ö s t ö k
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykja-
vík f.h. bæjarsjóðs og að undangengnum úr-
skurði, verða LÖGTÖK látin fara fram fyrir
ÓGREIDDUM ÚTSVÖRUM til bæjarsjóðs fyr-
ir ÁRIÐ 1957, er lögð voru á við niðurjöfnun
og fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttar
vöxtum og kostnaði, AÐ ÁTTA DÖGUM liðn-
um frá birtingu þessarar auglýsingar, veröi
gjöld þessi eigi greidd að fúllu innan þess
tíma.
Borgarfágetmn í Reykjavík, 16. gúst 1957.
Kr. Kristjánsson.
Um stöðvun atviimuirekstrar vegua van-
skiia á söiuskaiti, útilutningssjóðsgjaldi.
iogjaidaskatti og iarmiðagjaldi.
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og
heimild í lögum nr. 86, 22. desember 1956,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í
umdæminu, sem enn skulda söluskatt, útflutn-
ingssjóðsgjald, iðgjaldaskatt og farmiðagjald
II. ársfjórðungs 1957, stöðvaður, þar til þau
hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöld-
um ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn-
aöi. Þeir, sem vilja komast hjá stöövun, veröa
að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrif-
stofunnar, Arnarhvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavik, 16. ágúst 1957
Sigurión Sigurðsson.
Ef farþegi óskar eftir aó leigubifreiö bíöi við
stöðumæii á gialdskyldum tíma, og bifreiðin
veröur gjaldskyld, þá ber farþeganum að
greiöa áfallið stöðumæjagjald.
Bifrei&asijóxafélagið HreyfiII.
»••••■■•■■*••••■■■■■•■•■•■•■■■■■■••■■■»•••*■
«■»•••••■■■■•■■■■•
BÆJARFRÉTTIR
★ í dag er Iagardagurinn 17.
ág-úst — 229. dagur ársins
— Anastasius. Tungl í há-
suðri kl. 6.07 — Ardegis-
háilæði kl. 10.13 — Síð-
degisháflæði kl. 22-38.
Fastir liðir eins
'AlOV °8 venjulega. Kl.
/aV 12.50 Öskalög
sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsd.)-
14.00 Laugardagslögin. 19.30
Tónleikar: Erling Krogh syng-
ur. 20.30 Tónleikar: Lagaflokk-
urinn ,,Le Coq d’or“ eftir Riin-
sky-Korsakoff. 21.00 Frá heim-
komu Stephans G. Stephans-
sonar 1917. Finnbogi Guðm-
mundsson tók saman dag-
skrána. Flytjendur auk hans:
Sveinn Skorri Höskuldsson og
Andrés Björnsson. 21.45 Tón-
leikar pl- 21.10 Danslög. 24.00
Dagskrárlok.
Holtsapótek, Garðsapótek, Apó-
tek Austurbæjar og Vesturbæj-
arapótek eru opin daglega til
kl. 8 e.h., nema á laugardögum
til klukkan 4 e.h. Á sunnudög-
um eru þau opin kl. 1—4 e.h.
Stúlkurnar,
sem eru í sumardvöl í kven-
skátaskólanum að Úlfljótsvatni,
koma í bæinn á mánudag, 19.
ágúst, um kl. 4.30 síðdegis.
lands. Litlafell Iosar á Norður-
landshöfnum. Helgafell fer
væntanlega á morgun frá
Stettin áleiðis til íslands.
Hamrafell er væntanlegt til
Batum í dag. Sandsgárd kem-
ur til Akraness í dag.
Skipaútgerð ríkisins
Hekla fer frá Rvík í dag kl.
18 til Norðurlanda. Esja er á
Austfjörðum á suðurleið
Herðubreið fer frá Rvík í dag
austur um land til Raufarhafn
ar. Skjaldbreið er á Húnaflóa
á leið til Akureyrar. Þyrill er
á Austfjörðum- Skaftfellingur
fór frá Rvík í gær til Vest-
mannaeyja.
Eimskip
Dettifoss fór frá Hamborg á
miðnætti í gær til Rvikur Fjall-
foss fór frá Hull í gær til R-
víkur. Goðafoss fór frá Rvík
2 þm. til N.Y. .Gullfoss er í K-
höfn; fer þaðan á hádegi í
dag til Leith og Rvikur. Lag-
arfoss kom til Ventspils 14.
þm.; fer þaðan kringum 22.
þm. til Leníngrad. Reykjafoss
er í Reykjavík, fer á hádegi í
dag til Keflavíkur og Rotter-
dam. Tröllafoss er í New York
fer þaðan væntanlega 20-21. þ.
m. til Reykjavíkur. Tungufoss
fór frá Reykjavík 14. þ.m. til
Hamborgar og Rostoek. Dranga
jökull fór frá Hamborg 14. þ.
m. til Reykjavíkur. Vatnajök-
ull fermir í Hambórg til Rvík-
ur. Katla fermir í Kaupmanna-
hcfn og Gautaborg um 20. þ-m.
til Reykjavíkur.
Nýtt gengi á frankanum
Kaupgengi á 1000 frönskum
frönlcum er nú 38,73 en sölu-
gengi 38,86- Er þetta 20%
hækkun.
Gengisskráning; — Sölugengi
1 Sterlingspund 45.70
1 Bandaríkjadollar 16.32
1 Kanadadollar 17.20
100 danskar krónur 236.30
100 norskar krónur 228.50
100 tékkneskar krónur 226.67
100 finsk mörk 7.09
100 vesturþýzk mörk 301.30
Ágæt skilyrði í Hveragerði fyrir leir-
böð og stofiun heilsuhælis
Þar finnast fjölmörg efnasambönd til
lækninga við gigt og lömun
Undanfarna daga hafa dvalið hér á landi fjórir prófessorar
frá Þýzkalandi á vegum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Hafa þeir unnið að vísindalegum rannsóknum á leir, vatni og
gufu í Hveragerði og víðar á landinu með tilliti til stofnunar
heilsuhælis. Áður en þeir fóru héðan áttu þeir tal við frétta-
menn um rannsóknir sínar, ásamt Gísla Sigurbjörnssyni for-
stjóra Grundar.
Messur á morgun:
La ugarneski rkja
Messa kl. 11 árd. Séra Garðar
Svavarsson.
Hallgrímskirkja
Messa kl. 11. Séra Jakob Jóns-
son. Ræðuefni: Trúmennskan
við Guð.
Langholtsprestakall
Messa í Laugarneskirkju kl. 2.
Séra Árelíus Níelsson.
Loftleiðir
Hekla er væntan-
leg kl. 8.15 árd.
í dag frá N. Y.
Flugvélin heldur
áfram kl. 9.45 áleiðis til Glas-
gow og Lúxemborgar. Saga er
væntanleg kl 19 í kvöld frá
Stafangri og Osló. Flugvélin
heldur áfram kl. 20.30 áleiðis
til N-Y. Edda er væntanleg kl.
8.15 árd. á morgun frá N. Y.
Flugvélin heldur áfram kl. 9.45
áleiðis til Stafangurs, K-hafn-
ar og Hamborgar.
Flugfélag Islands
Millilandaflug:
Hrímfaxi fer til Glasgow og
K-hafnar kl. 8 í dag. Væntan-
legur aftur til Rvíkur kl. 22.50
í kvöid. Flugvélin fer til Glas-
gow og K-hafnar kl- 8 í fyrra-
málið. Gullfaxi fer til K-hafn-
ar og Hamborgar kl. 9 í dag.
Væntanlegur aftur til Rvíkur
kl. 15.40 á morgun.
Innanlaiidsfhig:
1 dag er áætlað að fljúga til
Akurcvrar 3 ferðir, Blönduóss,
Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðár-
í króks, Skógasands, Vestmanna-
! eyja 2 ferðir og Þórshafnar. Á
j morgun er áætlað að fljúga til
! Akureyrar 2 ferðir, Isafjarðar,
! Siglufjarðar og Vestmannaeyja.
|
I Skipadeild SÍS
Hvassafell kemur í dag til
Helsingfors. Arnarfeil átti að
fara i gær frá Leningrad til
íslands. Jökulfell er í Stettin.
Dísarfell fer væntanlega frá
Riga á morgun áleiðis til ís-
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri
skýrði fréttamönnum frá tilefni
komu hinna fjögurra vísinda-
manna. Hann kvaðst hafa verið
formaður nefndar, er skipuð
hefði verið til þess að rannsaka
notkun á leir, gufu og heitu
vatni í Hveragerði og víðar hér
á landi til lækninga. Aðrir
nefndarmenn voru Magnús
Ágústsson læknir og Oddgeir
Otlesen sveitarsijóri. Nefndin
skilaði áliti í nóv. sl. og lagði
til við heilbrigðismúlaráðherra,
að gerð yrði vísindaleg rann-
sókn á þessu í sambandi við há-
skólann í Giessen í Þýzkalandi,
sem formaður nefndarinnar
hafðj haft samráð við um þessi
mál. Ráðherra taldi eðlilegast
að Hveragerðishreppi, sem vinn-
ur að því með ríkisstyrk að
koma upp leirbaðarekstri í
Hveragerði, yrði falin fram-
kvæmd málsins. Varð síðan að
samkomulagi við hreppsnefnd
Hveragerðis, að Elli- og hjúkrun-
arheimilið Grund hefði milli-
göngu um komu vísindamann-
anna frá háskólanum í Giessen
'il þessara rannsókna.
Vísindamennirnir komu svo
hingað ti) lands 5. þ.m. og
dvöldust hér til 15. þ.m. Þeir
voru fjórir að tö!u: Prófessor dr.
ing. Robert Kampe, forstöðu- og
eftirlitsmaður með heilsulindum
og baðstöðum í Ilessen, þrófess-
dr. phil. nat. F. Michels,
forstjóri jarðvegsrannsóknar-
stofnunar í Hessen. prófessor
dr. rne'd. Victor Ott forstjóri
læknisfræðilegrar rannsóknar-
stofnunar í Bad Nauheim og
prófessor dr. R. Thauer forstjóri
lífeðlisfræðideildar háskólans I
Giessen.
Vísindamenn þessir ferðuðust
hér um og skoðuðu eftirtalda
staði: Krýsuvík, Hveradali,
Hveragerði, Laugarvatn og
Námaskarð. Skýrðu þeir frétta-
mönnum nokkuð frá niðurstöð-
um rannsókna sinna. Af þess-
um stöðum töldu þeir, að Hvera-
gerði væri bezt fallið til þess að
reisa heilsuhæli á. 1 fyrsta lagi
lægi það sérlega vel við sam-
göngum, og í öðru lagi væri þar
að finna í hveravatninu og
hveragufunni fjölmörg efnasam-
bönd, er nota mætti til lækn-
inga. Töldu þeir að þar væru
fyrir hendi næg skilyrði til að
koma á fót heilsuhæli á borð
við þau, er starfrækt eru við
slíkar heilsulindir í öðrum lönd-
um.
Þeir sjúkdómar, sem til greina
kemur að lækna á slíku heilsu-
hæli, eru einkum tvenns konar.
I fyrs'.a lagi ýmislegir gigtar-
sjúkdómar, sem læknað.r eru
með heitum leirböðum. f öðru
lagi lömunarsjúkdómar. Til
lækninga beggja þessara sjúk-
dómsgreina heíði Hveragerði upp
á sérlega góð sk’I.yrði að bjóða,
sögðu sérfræðingarnir. Auk þess
lægi staðurinn mjög vel við til
hressingar- og heilsubótarferða-
laga um nágrennið.
Að lokum sagði Gísli Sigur-
björnsson. að með þessari rann-
spkn hefði loks verið úr því
skorið. í eitt skipti fyrir ö)I, af
viðurkenndum sérfræðingum,
hverjum á sinu sviði, að hér
væru fyrir hendi akilyrði til
stofnunar og reksturs heilsuhæl-
is á alþjóðamælikvarða. Um að
hr'nda þvi máli i framkvæmd
yrði hins vegar hið opinbera að
hafa forystuna, engin stofnu*
eða hreppsfélag Iiefði bohnagn
til þess.