Þjóðviljinn - 17.08.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.08.1957, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. ágúst 1957 — ÞJÖÐVILJINN (5 Þegar svo er orðið áliðið vors, að nætur hafa breytzt í daga, kemur skyndilega i ljós, að í raun réttri eru Reyk- víkingar sveitamenn, enda iþótt þeir kalli sig borgarbúa, og skiptir sáralitlu máli, hvort þeir eru fæddir á Landsspítal- amira eða fremst frammi í af- dölum. Þá þrá þeir að heyra loftið hneggja af hrossa- gauki, finna ísúran gróðurilm- inn, sjá fagurtærar silungsár, og elta Ijónstyggar ær á heið- um uppi, ef þörf gerist. Hundruðum saman leita þeir atvinnu og þúsundum saman hvíldar og hressingar i sveit- um iandsins. Hvart menn fara, er undir því komið hvers menn leita. Og meður þvi að ég leitaði bæði atvinnu og hvíldar réðst ég í byggingar- vinnu til Þorsteins bónda Snorrasonar á Hvassafelli í Norðurárdal. Um smekb Einn er sá fjörður á ís- landi, sem útlendingar hæla mjög fyrir fegurðarsakir en Islendingar miður. Sá fjörður er Hvalfjörður, enda fara hinir fyrrnefndu leiðina sjaldnar en tvisvar en þeir síðarnefndu miklu oftar. En hvenær kemst það í fram- kvajmd, að komið verði upp bílaferju yfir Hvalfjörð á heppilegrum stað, svo að bíl- 'farandi menn gætu sparað þrennt í senn, hjólbarða, benzín og tíma? Uxahryggja- leiðin er engin lausn á þessu Vandamáli. Til þess þarf hún að stórbatna. Hlaup Það var um hádegisbil ann- an í hyítasunnu, að ég lcomst upp að Hvassafelii. Og sjá, þarna stóðu hlöðumótin nær upp slegin og biðu næstum eftir steypunni. Mikið lá á . að koma þessari hlöðu upp fyrir slátt, en hún átti að taka urn 800 hesta af skraufþurri sílgrænni töðu. Svo átti að reisa tuttugu kúa fjós seinna um sumarið, þegar slætti væri lokið. Langmest lá samt á að smala að og marka. Og eftir 'hádegí, þegar húsfreyja liafði gætt obknr á nýjum silungi héldum við Þorsteinn og syn- ir hans tveir, Snorri og Gísli, af stað í smalamennskuna. En um kvöldið, þegar heim var konriið og ég studdist laf- móður fram á smalastafinn, datt mér smalamaðurinn í hug, sem Þorgeir Hávarson hafðí höggvið þar í túninu tæpum þusund árum fyrr, af því að manngreyið stóð svo vel til höggsins. ernig á að kornast? Júni lauk en ekki veru minni í Borgarfirði. í mörg ár hafði mig langað til að fara fram á Amarvatnsheiði og sjá þessi merkilegu vötn, sem um aldaraðir hafa verið drjúg matarhola nálægum bæjum. Allmörg undanfarin vor hafði ég lagt fram miklar áætlanir í málinu en nú sá ég, að þær höfðu ævinlega ver- ið reistar á sandbleytu. Við samningu þeirra höfðu Húsa- fellsbændur gleymzt. Þorsteinn Þorsteinsson, fjórði maður frá séra Snorra (1710-1803), tók mér ákaf- lega vel, og ljúfmannlega eins og fjórtán árum fyrr. En því miður gæti hann ekki léð mér hest, hvað þá tvo hesta. Hins vegar mundi Kristleifur son- ur sinn ugglaust lofa mér að fljóta með, þegar hann færi fram í Álftakrók með efni í leitarmannakofa. Nú sem stæði, væri Kristleifur fram við Olfsvatn á jarðýtu sinni og únímokk, sem er þýzkur jeppi, mesta veltiþing. Þó að ég hafi ævinlega dáðst að jarðýtum, langaði mig lítið til að fara á einni fram eftir og afþakkaði þetta ágæta boð, með fyrirvara þó. Heimsborgarar og hug- sjónameun Það tók tvo daga að sætta mig við þá tilhugsun að eiga eftir að rjúfa fjallaþögnina með jarðýtuskrölti í stað hófa- liljóðs. Föstudaginn fyrsta júlí fór ég enn fram að Húsa- felli og beið nokkra daga eft- ir því, að Kristleifur kæmi of- an. Og nú gafst mér miklu betra tækifæri að átta mig á ýmsu en fyrr. Húsafell er eins og kunnugt er stór jörð, og að fornu var hið kjarngóða beitiland höfuðundirstaða þeirra stórbænda, sem þar hafa lengi setið. Nú búa á jörðinni fjórir bændur sem sé Þorsteinn eldri Þorsteins- son auk sona hans Kristleifs og' Magnúsar og tengdasonar Þorsteins, Guðmundar. En Húsafell hefur fleira sér til ágætis en mikið landrými. Þar út og upp í Bæjarfelli (líkleg- ast þar, sem höf. Brekku- kotsannáls ætlar, að séra Snorri hafi sýnt Magnúsi Stephensen niður í helvíti) eru laugar snarpheitar, sem spara þeim Húsfellingum mik- ið fé í hitunarkostnað ár hvert. Og skógarmegin við Kaldá rennur undan hrauninu á ein örstutt en ákaflega vatnsmikil og knýr rafstöð bæjarins. Fyrir þessara hlunn- inda sakir og margra annarra, er Húsafell einhver bezta jörðin þar fremra, enda voru heimamenn að byggja tvö í- búðarhús, heldur í stærra lagi, er ég renndi í hlað á mjólkur- bílnum. Kapella stóð þar ný- gerð. Eg spurði Þorstein af hverju þeir væru að byggja tvö íbúðarhús. Hann fræddi mig á því, að þriðji sonur sinn, Þorsteinn, sem lokið hefur embættisprófi í iíffræði í Danmörku, en dvelst nú við gagnmerka vísindastofnun í grennd við Boston, ætlaði að búa í öðru nýja húsinu, er hann gerðist bóndi innan skamms. Hallfreður Örn Eiríksson: A íerd um Ýtan hafði nefnilega tekið upp á þeim skramba að bila, og er Kristleifur komst ofan voru tún orðiti sprottin. Nú tók slátturinn og alvara lífs- ins við. Eg tók mér sem skjót- ast far niður í Borgarhrepp og endurnýjaði kunnáttu mína . í sláttumennsku, en orf og ljár eru enn víða í allgóðu gildi, þó að véltæknin vinni á með hverju ári. Fátt er skemmtilegra en slá hæfilega loðið tún, meðan enn er vott á og ekkert undarlegt þó að andinn kæmi yfir Jónas og Ólaf Kárason við siátt. En hvenær ætla ungu skáldin að yrkja um vélslátt, svo að æskan geti haft þær vísur yfir sér til gamans? Ehn af stað Fyrr en mig varði var júlímánuður langt kominn, en þá var heyskapur húsmóður minnar brátt á enda og þó dálítið varð ég hissa. þegar ég sá tvo menn uppi á þak- inu, svo að ég gleyr.idi r.ð heilsa stundi aðeins: ,,Eruð þið ekki í Alftakrck ?“ Þetta voru þeir smiðir' Bjarni og Kristján. Þeir voru jafnhissa á að sjá mig og cg þá, en öllu slógu við upp i mikla kaffidrykkju og sváfura af nóttina. ,,Efst á Arnarvatnshæðum" t Daginn eftir, föstudag vatf enn þoka. Þeir Bjarni vilda endilega halda mér skarfa- kjötsveizlu, en ég hafði enga lyst fyrir ferðahug. Reið ég nú af stað endurnærður af Nestlé-kakó og miklum bless- unaróskum, fór heldur harfc og hugðist fara í Álftakrók á klukkutíma. Nú var um tvær leiðir að ræða, en meður þvt að þoka mikil var á en ég ó- kunnugur með öllu og Húsa- fellshestar heimfúsir eins og Húsfellingar voru hinir síðustu, sein gerðu til kola á lslandi. Eins og að framan getur hefur löngum verið stórbú á Húsafelli og svo mun enn verða. Þeir Húsfellingar hyggjast ekki skipta upp jörð- um sínum (þeir eiga aðra jörð nokkru utar í Hálsasveit) lieldur nytja þær í félagi. Með því telja þeir hag sínum bezt borgið. Eg varð var við að ýmsir, sem ég átti tal við í Borgarfirði litu á þessa fyr- irætlan þeirra sem háskalega villu. En með þessu nýja bú- skaparlagi sínu vísa þeir Húsafellsmenn íslenzkum bændum veg til bjartari fram- tíðar. Sláttur og skáklskapur Helgin leið lielzt til fljótt en ekki bólaði á Kristleifi. ? vWVhi jj jró v+í" V tfá fjöll hafa, málarar á íslaiwU lagt mehi hug á eu Strútinn og EiriksjökuL (Ljósmynd: Þ. Th.). nokkurt hey komið inn. Eftir nokkurt umstang náðist líka í Húsafellshesta. Nú V£tr ég loksins eftir langa mæðu kom- inn af stað fram á þá marg- frægu heiði Arnarvatnsheiði. Það var síðla dags, er ég lagði af stað frá Húsafelli. Og veðrið var ekki sem bezt. Það er fljótriðið gegnum Húsa- fellsskóg. Enda þótt hann sé ekki mjög hár, er hann lands- frægur fyrir fegurð. Brátt kom Kalmanstunga í ljós og nokkru síðar Hallmundar- hraun úlfgrátt. Það var fönn í Surtshelli en Vopnalág hin vinalegasta, enda var hér tjald. Mig grunaði, að hér væri Carlson minkabani á ferð og guðaði að íslenzkum sið, en enginn anzaði. Auðratað er fram heiðina, því að hér höfðu farið bílar urn oftsinnis en jarðýta ný- lega. En nú tók að skyggja og þokubólstrarnir komu hver af öðrum að norðan. Öræfa- hrollurinn greip mig, ég leit æ oftar á kortið, reyndi að hugsa um fólk og kvað við raust þetta gamla huggunar- vers. Fram um heiðar held ég á hesti stórum, brúnum. Enn mun mærin björt á brá búa í hugar túnum. Norðlingafljót var nær í kvið hestunum á Helluvaði. Nú tóku við enn verri slóðir. Stundum týndi ég ýtuförun- um en fann þau ævinlega aft- ur eftir einhverri undarlegri eðlisávísan. Úlfsvatn blasti við mér úfið og kuldagrátt. Þaðan var sex tima reið i byggð. Við norðurenda vatns- ins er nýr leitarmannakofi, en - (Ljósmynd: Þ. Th. 1951>. hestar eru vanir að vera fór ég lengi dags í ranga átt. Vissi ég ekkert, hvar ég fór en rankaði loks við mér þegar ég kom að Helluvaði laust um miðjan dag. Þar vildi ég hita mér sopa. Þá vantaði það sem við átti að éta semsé eldspýtumar. En blessuð mjólkin bjargaði mér þá sem endranær. Eftir því sem ofar dró á Am- arvatnshæðir varð vötnóttara. 1 fljótu bragði virtist hvert líkjast öðra; væri betur að góð, vora þau ólík. Öll höfðu þau sinn persónulega svip. Sum voru nær kringlótt, önn- ur sporöskjulöguð og ena önnur víkótt og hólmótL Nöfnin voru lika hvert cðru ólíkara: Mordísarvatn, Leggjabrjótstjarnir, Gunnars- sonavatn. Hins vegar höfðu hæðirnar ekki svipuð ein- staklingseinkenni til að bera. Uppi á flestum þeirra stóð stór, grár steinn og nokkrir minni í kring. Gróðurinn varð æ fábreyttari mosi, lyng, brok óx í flánum, sums staðar sást glóra í geldingahnapp. Þokan varð áleitnari og áleitnari, það ýrði úr henni á hestana, svo að draup úr föxunum. Allt var dimmt og heldur' draugalegt. Silungur ’Milli Réttarvatns og Arnar- vatns stóra er ekki langur vegur, enda heitir áin þar á milli Skammá. Eg tók af hestunum, hefti þá, og lét far- angurinn sunnan undir heldur hrörlegan kofa, sem heitir hinu tilkomumikla nafni Hlið- skjálf. Við sjónum mér blasti Framhald á 6. síðu. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.