Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 1
Ekki útvarpað " Blaðið hefur verið beðið að geta þeas að lýsingu á leik Frakka og íslendinga á morg- un verður ekki útvarpað. í þessum sal eru fiskflökin vigtuö og sett í pakka. — (Ljósm. Sig. Guðm.). Þar verSur einnig hœgt a<5 framleiSa 40-50 lestir af /s ó sólarhring Dagusr Eiseithewers í þióðþinginu - eg þé! Dagurinn í gær var dagur Eisenhowers. Bandaríska þjóöþingið samþykkti þrjú helztu baráttufrumvöip for- setans. En þó fylgdi böggull skammrifi, því ekkert frum- varpanna var samþykkt í sinni upphaflegu mynd, heldur sniögekk þingið óskir forsetans að meira eða mmna leyti. Kynþáttalög. Er þar f.yrst að telja frum- varp Eisenhowers um réttin'di blökkumanna. Miðaði það eink- um að því að tryggja blökku- mönnum fulian atkvæðisrétt og önnur sjálfsögð mannréttindi. Frumvarpið olli miklum deil- um í þinginu. Sérstaklega sner- ust margir þingmenn úr Suð- urríkjunum hatrammlega gegn því. Hélt eiun þeirra t.d., demó- krati, 24 klst. ræðu gegn frumvarpinu og er það lengsta ræða, sem flutt hefur verið á Bandaríkjaþingi. Er frumvarpið var að lokum samþykkt hafði andstæðingum þess tekist að breyta því svo að í þvi felist engin viðbót við þau réttindi er blökkumenn í Bandaríkjunum hafa haft á pappírnum sl. hundrað ár. Aðstoð við önnur riki. Fulltrúadeildin afgreiddi í gær endanlega frumvarp Eisen- howers um aðstoð við önnur ríki. Hafði þetta frumvarp einnig ollið geysimiklum deil- um. Lokaupphæð áætlunar þeirrar er samþvkkt var, varð 3435 millj. dollarar eða um það bil 1000 dollurum lægri en for- setinn hafði. upphaflega farið fram á að vrði veitt í þessu skyni. Innf lyt jenda lögin. Loks samþykkti Öldunga- deildin í gær frumvarp Eisen- howers um breytingar á inn- flytjendalögunum. En það stefndi að því að gera sumum „tegundum* innflytjenda fært að komast inn í landið. Fréttamenn segja, að sam- þykkt frumvarpsins geri um 80 þús. manna er áður hafa ekki fengið inngöngu í landið, kleift Framhald á 8 síðu. Frystihús Bæjarútg'erðar Hafnarfjarðar tók til starfa í gær. Þegar frystihúsið er fullgert er áætlaö að þar megi frysta allt að 50 tonn af fiskflökum á 10 klukkustundum, en tíl að byrja meö verða afköstin aðeins um helmingur eða um 25 tonn á dag. Það var karfaafl; úr bv. Júlí, fyrsta nýsköpunartogaranum sem Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar eignaðist, sem fyrst kom til vinnsiu í hinu nýja fiskiðjuveri Hafnfirðinga. Af þvi tilefni var ýmsum gestum boðið að skoða frystihúsið í gær. Koslnaður orðiixn 9 milljónir Emil Jónsson alþing'smaður bauð gesti velkomna fyrir hönd stjórnar Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og lýsti hinu nýja húsi Hér í blaðiiju í gær var að- draganda að byggingu frysti- húfsins og fiskiðjuversins lýst nokkuð, en smíði þess hófst fyr- ir tveim árum, í ágúst 1955. Framkvæmdastjórar Bæjarút- gerðar Ilafnarfjarðar eru Illugi -Guðmundsson og Axel Kristjáns- II ‘ fara opnuð í kvöld Kiukkan 8 í kvöld verður opnuð sýning í Tjarnargötu 20 á gjöfum þeim, sem íslenzku sendinefndirmi á heimsmóti æskunnar í Moskva voru gefn- ar, Sýningin verður opin til kl. 11 í kvöld og milli kl. 2 og 11 síðdegis á morgun. Síðan verð- ur sýningin opin alla næstu viku daglega kl. 5 til 11 síð- degis. *K1. 9 á hverju kvöldi verður sýnd stutt kvikmynd frá heimsmótinu. öllum er heimill aðgangur að sýrúngu þessari. son. Sá síðarnefndi teiknaði hús- ið, en yfirsmiður var Gísli Guð- jónsson. í ræðu sinni gat Emil þess m. a. að upphaflega hafi kostn- aður við byggingu fiskiðjuvers- ins verið áætlaður 6—7 millj. kr., en hann væri nú þegar kominn upp í 9 millj. Fé þetta hefði verið fengið að láni hjá Framkvæmdabankanum, Lands- bankanum, Útvegsbankanum, Samvinnusparisjóðnum, þýzku féiagi, bæjarsjóði. Ræftumaður gat þess einn- ig, aft fisk'ðjuverið myndi sjá 75—80 mönnum fyrir vinnu en þaft jafngilti 5—6% aukn- ingu á vinnumöguleikum í Hafnarfirði. Fryst'húsið sem tekið var í notkun i gær er aðeins hluti af í'iskiðjuveri sem ætlunin er að rís' í Hafnarfirði. Fi-ystihúsið er að vísu stærsti og veigamesti hlekkurinn í keðjunni, en á eftir koma einnig aðrir m.'kilsverðir þæt ir, og má þar helzt nefna ísframleiðslu, bjóða- og beitu- geymslu, skreiðarverkun, kæ'i- geymslu fyrir saltfisk, verkunar- stöð fyrir söltuð flök, síldarverk- un og fle.'ra. Sá hiuti fiskiðjuversjns, sem nú er tekinn í notkun, er um 1800 fermetrar að flatarmáli, þar af um 1200 fermetrar á þrem hæðum og um 600 fer- metrar á tveim hæðum. Frystigeymsla fyrir 1600 tonn af flökum í tveggja hæða álmunnj, er niðri móttaka á fiski. Má þar taka á móti allt að 200 tonnum af fiski upp úr skipi á dag. Þar eru einnig þvottavélar fyr- ir fiskinn. Á efrj hæð sömu álmu er svo gert ráð fyrir flök- un, snyrtingu, vigtun og pökkun. Inn af pökkunarsal í þriggja hæða álmunni er svo tækjasal- ur og pökkun í ytri , umbúðir og þaðan ganga kassarnir inn í frystigeymslu, sem er á 2 hæð í miðju 3 hæða álmunnar. Fryst:geymslan er um 20x20 m að flatarmáli og er gert ráð fyr- ir, að hún rúmi um 1600 tonn af flökum. Útskipun fer fram út um lúgur á neðri hæð frysti- geymslu, en yfir lúgunum er skyggni, sem auðveldar útskip- un í misjöfnu veðri. í norðurenda 3 hæða álmunn- ar, er snýr að Vesturgötu, er aðalinngangur í frystihúsið Er dyraumbúnaður gerður úr gleri og aluminíum, smíðaður af Málmgluggar h.f., en það er nýtt fyrirtæki hér í Hafnarfirði, Er Framhald á 3 siðu. Nýir samningar Félags matreislu- í gær voru undirritaðir nýir kaup- og kjarasanmingar hjá Félagi matreiðslumanna og útgerðum kaupskipa- flotans. Félag matreiðslumanna hafði í byrjun þessa mánaðar farið þess á leit við útgerðir kaup- skipaflotans að breytingar yrðu gerðar á gildandi kjarasamn- ingum frá 1955 án þess til uppsagnar kæmi. Næðist ekki samkomulag fyrir næstu mán- aðamót yrði samningum sagt upp. Samkomulag náðist svo í gær, Kjarasamningur þessi gildir frá 1. desember n. k. til jafn- lengdar næsta árs. Með þessum nýja samningi er tryggður vinnufriður á kaupskipaflotan- um a. m. k. til 1. júní n. á., en Félag matreiðslumanna var eina félag farmanna sem enn átti opna samninga. I samninganefnd Félags mat- reiðslumanna voru Böðvar eins og fyrr segir, og fengu Steinþórsson formaður, Sveinn matreiðslumenn 5—6% grunn-! Símonarson, Árni Jónsson og kaupshækkun. Nemur hækkun- in 125 kr. á mán. á hvern taxta, auk þess sem eftirvinnu- kaup hækkar um 35 aura í grunn á hvern byrjaðan hálf- tíma. Elís V. Árnason. Unniö við frágang á frystiklefa. Stassen segist vera bjartsýnn Harold Stassen, aðalfulltrúi Bandaríkjanna í undirnefnd SÞ um afvopnunarmál kom til New York í gær. Sagði hann fréttamönnum, að þrátt fyrir það, að Sovétfulltrúinn, Valer- ian Sórin hefði vísað tillögum Vesturveldanna í nefndinni á bug teldi hann að fyrsta stig afvopnunar væri nær því að verða veruleiki en nokkru sinni undanfarin 12 ár. Árásir Sór- ins á tillögurnar væru aðeins gerðar til þess að þreifa fyrir sér um samninga. Stassen hélt för sinni áfram í gær til Washington, en þar mun hann ræða við John Fost- er Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjaima.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.