Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 4
SJy — ÞJöÐVILJINN — Laugardagur 31. ágúst 1957 ÍJm lesírarkennslu — Athugasemdir við pistil — Kannesar á horninu — Ónærgætnisleg myndbirting í Vísi Á MIÐVIKUDAGINN skrifaði Hannes á horninu um lestrar- kennslu í dálkum sínum, og |)ar eð mér finnst gæta nokk- urs misskilnings hjá honum í garð kennara og kennsluað- ferða, vil ég gera nokkrar at- hugasemdir. Hannes hneyksl- ast á því, að „allmargir kenn- arar hafa fengið styrk til ut- anferðar, og skulu þeir kynna sér lestrarkennslu í Svíþjóð". Er nokkuð eðlilegra en kenn- arar séu styrktir til þess að afla sér sem víðtækastrar og beztrar þekkingar á öllu, sem kennslu varðar? Ég held, að því fé, sem varið er til að styrkja fólk til framhalds- náms í ýmsum greinum, sé sjaldan illa varið. Það mun heldur ekki vera beinlínis eft- irsjáin eftir styrknum, heldur lestrarkennslan, sem knýr Hannes til að vekja athygli á málinu. Hann segir í næstu setningum: „Allir íslendingar eru fluglæsir. Gamla aðferðin hefur reynzt afburða vel: fyrst að læra að þekkja staf- ina, síðan að kveða að og loks að lesa orðin og setja þau saman í setningar". Sú þjóð- rembingslega fullyrðing Hann- esar, að allir Islendingar séu fluglæsir, er að mínu áliti i meira lagi hæpin. Ég hef að í vísu ekki neinar sannanir handbærar í því efni, en mig grunar að í skólum bæjarins sé mikill f jöldi barna, allt upp í tólf ára, sem mikið vantar á að séu læs. Það skal viður- kennt, að sjálfsagt má deila um, eftir hvaða mælikvarða skuli ákveða hvort fólk sé læst eða ekki. Ég hygg, að NÝJAR BÆKUR FRÁ ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFUNNÍ KONUNGH. SOGUR I-III ÍSLENDINGASAGNAÚTG. hefur á'öur gefi'ö út 39 bindi fornritanna og hafa þau hlotiö fádæma vinsældir. Nú koma í útgáfu íslendingasagnaútgáf- unnar 3 ný bindi KONUNGASÖGUR I-III, og hefur dr. Guöni Jónsson bú- iö þau undir prentun. í ÞESSUM BINDUM ERU m.a, Sverris saga, Boglunga sögur, Hákonar saga gamla, ólafs saga Tryggvasonar og Helgisaga Ólaís Haraldssonar. Þó aö handritin séu enn í höndum Dana, flytur íslendingasagnaútgáfan, í ódýrum og vönduðum lesútgáfum, efni þeirra íslenzku þjóöinni, sem ein allra þjóða getur skiliö og lesið hinar ódauölegu frásagnir og ann þeim að verðleikum. Kjörorðið er: BÆKUR ÍSLENDINGASA6NAÚTG. INN A HVERT ÍSLENZKT HEIMILI HANDRITIN HEIM ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN. Sambandshúsinu Pósthólf 101 —Sími 13987 — Reykjavík Samningur Ég undirrit..... sem er orðin.. 21 árs og er fjárráða, óska, að mér verði sendar KONUNGA SÖGUR I-III. sem kosta: (Almennt band, svart, brúnt, rautt kr. 340,00 Skinnkjölur og hom, svart band. kr. 380,00) og fylgir hér með 1. afborgun, k”. 100,00 (greiði ég við móttöku 1. afborgun kr. 100,00) og síðan greiði ég kr. 100,00 mánaðarlega, unz kaupverðið er að fullu greitt, Standi ég ekki í skilum, fellur í gjalddaga alit, sem ég á ógreitt af andvirði bókanna, Eignaréttinn að umræddum bókum heldur seljandi unz kaupverðið er að fullu greitt. 1957 NAFN ................................... STAÐA ... HEIMILISFANG ........................... PÓSTSTÖÐ FÆÐINGARD. OG ÁR SÍMI ATH. Þeir, sem óska að greiða bækurnar í eitt skipti fyrir öll, fá 10% afslátt. Kvartanir vegna galla á bókunum ber að tilkynna innan mánaðar frá móttöku þeirra, að öðrum kosti verða þær ekki teknar til greina. einmitt lestrarkennslan. sé eitt erfiðasta vandamálið, sem barnakennarar eiga við að stríða í skólunum, enda bygg- ist flest annað skólanám barna á því, að þau verði sem fyrst vel læs. SKÓLUM hér munu einkum notaðar tvær kennsluaðferðir við lestrarkennsluna: stöfun- araðferðin, sem Hannes kall- ar gömlu aðferðina og „hljóð- aðferðin", sem stundum er kennd við ísak Jónssoti, skóla- stjóra. Ég skal engati dóm á það leggja, hvor aðferðin sé betri, eða hvort önnut' sé sú eina rétta aðferð, en liln for- kastanleg. Hannes er hins veg- ar í engum vafa um þetta. Hann telur gömlu aðferðina liiklaust miklu betri, fordæmir hina og fer um hana, og þá kennara, sem beita henni, miklum óvirðingarorðurn.. Slik- ur málflutningur helá ég að sé ekki líklegur til að láta gott af sér leiða. Það riður mikið á því, að sem bezt sam- vinna sé milli heimilaana og skólanna um að nám barn- anna, bæði við lestur og ann- að, komi þeim að sem beztum notum. Það er því bernlínis illa gert að reyna að gera kennara og kennslúaðferðir þeirra hlægilegar og' tor- tryggilegar í augum almehn- ings, eins og Hannes gerir I pistli sínum. Að lokum ein spurning, Hannes: Hvers- vegna eru börnin ekki þegar búin að læra að lesa í heima- húsum með gömlu óskeikulu aðferðinni, þegar þau fara í skólann? Það er þó augljóst mál, að miklu auðveldara er að komast yfir að láta eitt eða tvö hörn stafa nokkra stund á degi hverjum í heima- húsum heldur en 25—30 börn í skólastofu. ★ E. SKRIFAR: „Blöðunúm hef- ur orðið tíðrætt um það, er ungur piltur brauzt t þriðja sinn út úr hegningarhúsinu FramhaJd á 10. síðu. Plastöskjur fullar af úrvalssælgætí. Hentugar í ferðalög, Sölutifminn við AmarMI Sími 1-41-75. Til liggur leiðin íslandsmótið, 1. deild í dag klukkan 5 keppa Akureyringar og K.R. Dómari: Þorlákur Þórðarson Mótanefndin ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■< «■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.