Þjóðviljinn - 31.08.1957, Page 7

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Page 7
Laugardagur 31. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (T færi til Kaldals til að láta um Rembrandts sem hafði ver- Ijósmynda sig áður en sveit- ið í talsverðum metum um in sundraðist svo ljúfum sam- skeið. Þessi mynd hneykslaði vinnuminningum væri ekki samborgarana og spillti orðs- stefnt í voða en mættu varð- tír Rembrandts. Og léttleika- veitast til kyrrlátra kvölda tízka kom frá Frakklandi og þegar ævi hallar og afi fer nýjar hlaupastefnur náðu tök- að sýna bamabörnunum gamla um á borgaraskapnum, nú félaga í stæltri sveit. Þesskon- skyldi mála lé'.t og hreint. ar hugarfar mun hafa ríkt hjá Borgararnir þóttust ekki skilja hinum grandvörnu mönnum neitt í hinum þrungnu drama- sem komu til Rembrandts; hví tísku veðrum í myndum Rem- skyldu þeir ekki eyða nokkr- brandts sem mögnuðust æ um aurum t;l þess að láta gera meir. Þeir gátu lekki fylgt Thor Vilhjálmsson: í Amsterdam i -r Þegar ég kom til Amster- dam i var þar stærsta sýning ■sem nokkurn tíma hefur verið liald n á verkum Rembrandts til að minnast þess að 350 ár voru liðin frá því hann fædd- ist. 1608 dó hann gleymdur samborgurum sínum. Hví skyldu þeir vera að dýrka ein- þykkan listamann sem málaði ekki eins og fólk vildi þá láta mála? Hvers virði var sú list þá sem menn vildu ekki kaupa, sem enginn vildi borga fyrir? Er samtíðarmarkaðurinn ekki æðsti dómarinn um gildi lista- verka og l.'stamanns? Og mátti maðurinn þá ekki gleymast með sitt stærilæti, sinn hof- móð og einþykkni, geðstirðni og stórlyndi — og svo segja sumir að hann hafi verið far- inn að skvetta í sig. Ónei hann mát'.i nú ekki gleymast. Sá sem dó þarna al- einn og umhirðulaus og alls- laus, það er hann sem alltaf lifir. En hinir sem voru tízku- léttir hofmenn sins tima og selskapsloddarar a la rokkokkó og páfuglar í listmati samtím- ans og allir þeir sem voru blindir á listmæti Rembrandts- mynda á seinni hluta ævi hans og ailir þeir sem sviku sjálfa sig með því að forsmá list hans: þeir eru dauðir, þeir munu aðeins verða uppvaktir en masse, ekki eins'.akir held- ur saman og listbl'ndir upp- skafningar seinni tíma geta gert sig stóra á því að hæða þá meðan þeir nota verk Rembrandts til að forherða sig í skeytingarleysi og óvirðingu við snillinga síns e.igin tíma. Þegar ég kom með lestinni um miðnætti kvöldið áður var erfitt að fá inni á nokkru hót- eli. Samkvæmt ávísun hins gamansama súkkulaðisala gekk ég á enda götu sem þarlendir kalla Damrak sem er beint framundan járnbrautarstöðinni, hótel við hótel, því miður er ekkert herbergi að fá. Nú hvers vegna? Jú, sjáið þér til herra minn: borgin er full af ame- rískum dátum sem hafa komið í fríi sínu frá þýzkalandi til að skemmta sér. Þeir eru að kallast á slangrandi frá knæpu til knæpu með sitt tilskilda togleður og dækjur. Við komu þeirra hingað varð að kalla eftir liðsauka af knæpukvend- um frá Rotterdam tii að fagna hinum góðu gestum. Á gistihúsunum eru viðast sömu svörin: því miður ekki til herbergi fyrir e;nn. En ef þér takið tveggja manna her- bergi þá er það til segir gest- gjafinn. Þannig var öllu um- snúið i skyndiást'arskonsur fyr- ir herliðana. Og það rigndi og r'gndi. Um síðir fékk ég inni á gömlu gistihúsi þar sem ég gat feng- ið leigðan einskonar skáp úti á þaki með sprungnu þili svo ég gat séð út í regn borgar'nn- ar, potað fingri út undir him- ininn, jafnvel náð í regndropa á leið niður á steinliúð götunn- ar. S'öðvað hann með fingri mínum og sagt: jæja þarna er nú regn himinsins á fingri mínum. Það var svo félagslegt að búa í þessu hóteli, þilin voru svo þunn milli hinna ýmsu skápa á hæ'ðinni að þeg- ar ég sat á rúmi mínu og reyndi að skrifa heyrði ég oft í manni sem svaf í næsta skáp. Þótt hann hryti ekki heyrði ég til hans, ég heyrði hvískr- andi andardrátt og það var eins og smámæltur maður sem er að réyna að segja með hvíld- um: presturinn . . er . . sezt- ur . . . í . . stólinn . ., stund- um fannst mér eins og hann svæfi undir rúmj mínu í huggu- legheitum hinnar kyrru nætur er borgin var farin að sofa. 11 Það koma fleiri ferðamenn til borgarinnar en hinir skemmtanafúsu Amerikanar sem eru á búlugangi i Evrópu. Sumir ferðamenn koma t'l að sjá hinar víðfrægu tuípana- breiður í blóma til þess að geta farið heim og sagt: og svo sáum við túlípanana í Hollandi í blóma. Auk þess hefur fólk komið til Amster- dam til að sjá Rembrand'sýn- inguna: þar voru myndir sem hafa ekki ver.ð til sýnis í Vest- ur-Evrópu i langa tíð. Bæði frá Bandarikjunum og Sovét- ríkjunum fengust myndir léð- ar til þessarar minningarhátíð- ar. Ráðamenn stærstu safna heimsins voru stoltir af því að geta ‘.ekið þátt i þessari heimshyllingarathöfn. Þar voru um 70 málverk í rikissafn nu og feiknin öll af öðrum mynd- um, teikn'ngar og koparstungu- myndir, og sýningarsalirnir voru fullir af áhorfendum úr flestum löndum heims. I einum stórum sal er aðeins ein mynd, Salur'nn var þver- girtur með flauelsbandi rauðu. Við bandið var alltaf mann- fjöldi og horfði á þessa einu mynd og í henni opnaðist sýn í djúp allra hluta. Þetta er stórt máiverk sem var kallað Næíurverðjrnir vegna þess hve dimmt var yfir því. Nýlega var þveg'nn af myndinni margra alda skítur og þá tóku ýmsir að kaíla myndina Dagverðim- ir, hún er af hópi manna, varð- flokki. Þessir menn höfðu snú- ið sér til hjns fræga málara Rembrandts frá Rín og beðið hann mála rnynd af sér. All- ir skyldu þessir menh borga jafnan skerf í launum mynd- gerðarmannsins. Hugsum okk- ur varðsveit úr lögreglunni sig varan'ega á mynd? En þeir voru illa sviknir og prettað- ir af dyntóttum listamanni sem gleymdi hlutverki sínu í þjóðfélaginu til að eltast við einhver fs'.ræn undarlegheit og sérvjzku. í stað þess að mála viðskiptavinina á grein- argóðan hátt þannig að menn sem höfðu greitt jafnmikla peninga sæust allir jafnvel á myndinsni franidi Rembrandt það voðalega hneyksli að mála flokkinn á hreyfingu þar sem myndbyggingin og furðulegt ljósspil og litasinfónía cr meira atriði en andlit sumra gjald- enda sem 'verða að þoka fyr.'r hinni óvægilegu kröfu list- rænnar snilldar. Jafnvel hverfa sum andlit að einhverju leyti i skugga bakgrunns eða bak- við bendandi hendur; í for- grunni myndarinnar ber einna mest á lítilli stúlku sem mál- arinn hefur hleypt inn á myndflötinn þótt vitanlegt sé að ekki hafj hún borgað eyri fyrir að fá að vera með. Eins og vænta mátti létu mennirn- ir ekki bjóða sér þetta og tóku ekki við myndinni. Upp úr því fór að draga úr vinsæld- honum þegar hann sökkti sér i djúp mannssáiarinnar og dró þaðan efni og kraft i síórfeng- legustu myndkviður sem mann- kynið á. Rembrandt v'nnur i myndlistinni það sem Beet- hoven gerði í tónlistinni. Eða mætti nefna Shakespeare. Rem- brandt varð gjaldþrota 1653, og dó allslaus 10 árum síðar 111 Hvernig getur maður hugs- að um annað í sömu andránni- og list Rembrandts. Þó væri réít að geta þess að Amster- dam er stærsta borg Hollands, sundurgrafin síkjum sem þeir kalla gracht. Borgin stendur á. 90 eyjum, þar’enzkar ferða- skrifstofur auglýsa borgina sem Feneyjar Norðurlanda, kannski maður hafi það með þó ekki vilji ég skrifa undir þesskonar nafnalíkingar. Um siki þessi mjakast prammar flatbotnað'r með kyrrlátu og skikkanlegu heimilislifi: pott- jurtum,- þvotti á stagi, börnum að leik, konu sem er að þvo diska og skafa innanúr pott- um, berfættum manni með fötu sem alltaf er að skrv bba> þilfarið. Ef það rign. r bákcfúr ekki fyrr stytt upp en þessi frægi maður er aftur fai-inn að þvo og skúra þilfar sjttþ fá heimili ætla ég séu hrein- legri en þessi flutningsheim- ili sem sigla um grachtir horg- arinnar og upp og ofan í’ijót með allskyns varning. Amster- dams grachtir breiðast út frá einum púnkti um borgina eins. og stélfjaðrir á skrautleguirs. fugli. Þessi li'.'la duglega þjóð er sívinnándi og hefur alla tí© verið að. Með dugnaði sínurrs skaut hún flestum öðrum aft— ur fyrir sig á 17. öld og varð leiðandj þjóð í fjármálum og: verzlun með mik’u þrifnaðar- standi og c'gnaðist nýlendur,, Amsterdam var blómlegasta pláss með miklum auði og ríki— dæmi. Með velmegun og verzl- un um allar jarðir sem leiddí til víðtækari samskipta b'ómg- aðist myndlistin svo að Hol- lendjngar risu yfir aðrar þjóð-^y* ir á því sviði. Þetta íand serra er syo flatt og væri að mikjia leyti undir sjó nema fyrir lát— laust stríð fólksins að hrinda. frá sér hafinu, það hefur átfc einhverja mestu landslagsmál- ara: Ruisdael, Koninck, van Goyen og sjálfan Re:nbrandt. Á 15. öld eiga Hollendingar súrrdalista sem gerir fræga súrrealista þessarar aldar að ómerkilegum hermitrúðumz Hieronimus Bosch. Og þessf, litla þjóð elur menn eins og Rembrandt og Vermeer frá Delft sem eru hvor um sig svb fullkomnir á sína vísu aðí það virðist óhugsandj að haldá áfram eftir að þeir koma fram,.; þó er haldið áfram. Nú hafa Hollendingar glatað ^ nýlendum sínum, í dag em þeir ennþá sívinnandi. Þeir era mikíl fyrirgreiðsluþjóð um ails- . konar verzlun og viðskipti. E£ Hollendingur þykist ekki skilja ; eitthvert tungumál þá hlý'.uir hann að hafa einhverjar brell- ur í huga: Hollendingar tala ÖU tungumál. Hvergi hef ég kom- ið þar sem mér virtist tungu- málakunnátta svo almenn senri þar. Og í bókabúðum í Amster- dam fást allar bækur. Ef þA spyrð um franska bók svarar afgreiðslufólkið á frönsku, enska bók þá' talar það há- skólaensku, um þýzkar bækur er talað á þýzku. Allir v'nna> rnikið, í bankanum hefur fólk- ið brauðsneið í annarri hendi um hádegið og spilar á reikni- vél með h;nni, það flýtir sér að kyngja svo að það geti af- greitt þig, og meðan þú ber5 upp erindið rennir það tung- unni tneð áköfum sogkrafti til að nýta það sem leitaði milli tannanna svo meltingarfabrikk- an fari ekki á mis við neitt. Við mikla umferðagötu þar sem fólkið skundar ákaft og einbeitt í sínum dagiegu er- indum er lítið hús með austur- lenzkum blæ og ég geng þar inn, það er indónesískur mat- sölustaður Það er annar hcim- ur með mikilli kyrrð mit' í hinum hraða nútímaheimi iðju- seminnar og starfsins. Þarna innj sitja þrír eða fjórir menn, þögn oe friður. Þar liggur ekk- ert á, þetta eru allt Austur- landabúar, enginn rekur eft- ir, þeir borða hrísgrjón með kjötinu sem er ,af fuglum, drekka te með matnum. Og Framhald á 11. snS,u.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.