Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 11

Þjóðviljinn - 31.08.1957, Síða 11
Laugard;igur 31. ágúst 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (11 r _ I HmsSerdam Frarr.hald aí 7. síðu. þeir sem reka þennan stað virðast gera það af einskærri háttvisi og hafnir yfir hégóma peninganna sem stýra straumi stræiisins fyrir utan. Á leiðinni i safnið mætti ég þrem mönnum, tveir eru amerísk'r ferðamenn og þann þriðja sá ég á baðströnd Kaprí um vorið, það var ítalskur flæðarmálssjarmör sem sat þar fyrir ljóshærðum norður- landastúlkum sem tæplega ímync’.i gruna að svo svipfríður maður hefði atvinnu af því að vera rosknum konum til eftir- lætis. En nú var hann á leið- inni i safnið til að sýna Ame- rikumönnum list Rembrandts. Svo er aftur kvöld, ennþá rignir. Veitingahúsin við Damr- ak voru full af fólki sem tal- aði um heimsfréttirnar eða verð á hjnu og þessu sem sumt var nauðsvnlegt eins og brauð og kaffi en annað síður eins og sjónvarpstæki. Regnið rann niður rúðurnar og þegar mað- ur stóð fyrir utan urðu Ijósin inni að gyltum klessum, og andlitin við gluggana voru eins og i.tur sem hefur hellzt nið- Ur og hnígui; út fyrir mann- legt íorm eins og þykk kvoða. Fyrir utan kvikmyndahúsin voru biðraðir af fólki sem hafði slikar mætur á ýmsum stjörnum frá Hollywood að það stóð undir steypiregninu og þumbaðist við gagnvart þessu himneska úrhelli, svo var opnað fyrir skriðuna inn í húsið og þeir fremstu tumbuðu inn í myrkrið. hrundið þangað af þrýsti- afli hins áfjáða múgs sem átti erindi til að sjá hjn indælu tannhvitu bros filmstjörnunn- ar sem sveiflaði sér um svið- ið með mjaðmahreyfingum eins og sippuband í vorleikjum ung- meyja, með galtóm glycerinaug- un potandi með hjartnæmi sínu í nakta tilfinningakvikuna hjá skaranum sem hímdi í sæti hul- inn verndarkrafti myrkursins og fékk fróun sellófandraum- anna úr kvikmyndaverunum miklu í Hollywood við að sjá hete groote en shoene Jane Mansfield met de blonde haare. Og bráðum fyllast nætur- klúbbarnir og þá kemur mér í hug það sem Ólafur prestur Egilsson sem Tyrkir tóku í Vestmannaeyjum 1627 segir í reisuverki sínu um kvenfólkið í Hoiiandi en þar kom hann á heimleið: Kvenfólkið er hvergi svo frítt sem má segj- ast dáfrítt. Og á einhverjum nætur- klúbbnum er verið að leika skemmtiþátt eftir hinn flakk- andi súkkulaðisala sem var með mér í lestinni. Losa sig við herstöðvar Framhaid af 6. síðu. flugstöðinni við Katunayake. Flugstöðin var einkaniega ill- ræmd þvi þar lentu bandarisk- ar herflugvélar og tóku benzín á leið áinni til Indókina. Ceylon styður engin hernaðarbandalöw „Brottför Breta úr þessum herstöðvum", sagðj forsætisráð- herrann, „er í samræmi við þá stefnu okkar að standa ut- an allra hernaðarbandaiaga. Það ber ekki svo að skilja að við séum óvinir nokkurs SEA To-ríkis eða brezka samveldis- ins. Þetta er framkvæmdaat- riði í samræmi við hlutleysis- stefnu okkar. Við styðjum kenninguna um friðsamlega sambúð, eins og hún var sett fram af Indlandi og Kína og frarnkvæmd á Bandung-ráð- stefnunni" Ýmsir, bæði á Cevlon og annarstaðar, gerðu sér vonir Um að hinar harkalegu tungu- máiadedur sem blossuðu upp í landinu nýlega myndu veikja aðstöðu Bandaranaike og Þ'ygg.ia- áframhaldandi hernám. En þótt klofningurinn væri djúpstæður. var eining þeirra afla, sem andvíg eru hverskon- ar nýiendustjórn, ennþá, öfl- ugri. Arfur nýlendu- stjórnarinnar: neyð og skortur Er ég hafði kvatt forsætis- ráðherrann gekk ég um göturn- ar í Colombo. Á Ceyion er sár fátækt, svo sár fátækt, að við sem lifað höfum á Vesturlönd- um, getum varia skynjað hana. Og þó er Ceylon betur statt en flest lönd í Asíu. Þegar mr. Gluck kemur til Ceylon mun honum ógna ekki síður en mér að sjá hreysin, þar sem fólk hrannast saman, og öll merki hungurs og sjúk- dóma í þessu auðuga og frjó- sama landi. En ábyrgðina bera þeir sem neyddu nýlendustjórn sina upp á Ceylonbúa kynslóð eftir kynslóð Nú hefur Ceylon, þrátt fyrir alla erfiðleika, borið fram til sigurs kröfur sínar um frelsi og mannréttindi, og mun aldrei selja frumburðarrétt sinn, eins og forsætisráðherrann komst að orði. Gordon Schaffer. Verð fiarverandi næstu viku Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur Afgreiðsln- stúlka Rösk og ábyggileg óskast strax, eða eftir mánuð. — Upplýsingar í síma 15960. Kjörbarinn, Lækjargötu 8 Vern Sneider; f£WS AGVSTMANAWS 71. nú á“, öskraði Purdy ofursti. „Náðu í þennan lækni og' segðu honum að hringja í mig“. Sakini klóraði sér 1 höfðinu. „En herra læknirinn hafa mikiö að gera. Hann ákveöa að búa poi og hann er nú að leit að taro rótum“. „Poi!“ Purdy ofursti hvæsti. „Ég sendi hann þangað sem geðlækni en ekki sem matsvein. Segðu honum í guðs bæn- um að koma í símann. Ég sagði honum að gefa mér skýrslu á hverjum degi en ekki á þriggja mánaða fresti. Ég stjórna ennþá þessari deild og ég heimta að fá að vita hvað er að gerast þarna!“ 19 Um það bil tveim vikum síðar, daginn sem formleg vígsla tehússins átti að fara fram, hætti öll starfsemi í þorp- inu. Saltgryfjurnar voru umhirðulaus- ar og fisknetin lágu uppi á landi. Eng- inn reykur barst frá shochu brugghús- inu. En þegar vindurinn breytti sér fann Fisby að sætu kartöflurnar sem voru aö gerjast í stóru leirpottunum undir vínviðarflækjunum, voru í ágætu á- standi. Vagnarnir sem tilheyröu búnaðar- máladeildinni stóðu í röð í stóru rjóðri og hrossin stóðu öðru megin. Skósmið- irnir voru hættir að vinna. Oshiro og aðstoðarfólk hans á elliheimilinu hafði lagt frá sér lakkmunina. Kiei og aðstoð- armenn hans voru búnir að gleyma hjólum sínum. Tobikiþorp hafði tekið sér frídag. Eina lífsmarkið í þorpinu voru raðirn- ar af karlmönnum sem streymdu niður að Kyrrahafinu til að fá sér bað og einn og einn meðlimur úr félagi lýðræö- issinnaðra kvenna sem laumaöist í átt- ina að cha ya til að reyna að komast að því hvað væri á seyði. Um stund sat Fisby við skrifborð sitt og virti fyrir sér listann yfir þá hluti sem P. X. liðsforingjarnir heimiluðu honum að kaupa í slumpum án þess að það þyrfti að koma niður á þörfum her- deildanna. Það voru tannburstar, krem og duft; reyktóbak og munntóbak, andlits- krem og ýmislegt fleira .smávegis. Þó var hann illa staddur. Kartöflu- konjakið vay tæpast crðiö nógu gamalt til aó hægt væri að selja þaö, þótt hann hefði í höndunum ótal pantanir á því eins og þaö var. Hann hafði enga pen- inga til að verzla fyrir — hann var bú- inn aö eyöa kaupinu sínu í tóbak handa gömlu mönnunum á elliheimilinu. Hann sat þarna og hrukkáði ennið, því að lýðræðiskonurnar voru enn farn- ar að heimta af honum silkisloppa og nærföt, en hvorugt gat hann fengið hjá P. X. Og auk þess lángaði hann til að komast yfir nægar birgðir af silki, þótt ekki væri íiema til þess að Fyrsta blóm og Lótusblóm þyi’ftu ekki að hafa á- hyggjur af því að slopparnir þeirra slitn- uSu. En vandamál silkis og nærfatnaðar var honum um megn og hann reis á fæt- ur. Tobikiþorp hafði tekið sér frídag, svo aö hann gat gert slíkt hið sama. Þegar hann kom upp í aösetur sitt á hæðinni, sá hann að McLean læknir var líka að búa sig undir kvöldið og hann stóö þar með handklæði um sig miðjan, Hann var endurnærður eftir steypibað og var að leggja fram tandurhreinan einkennisbúning. „Það þýöir ekki a.<5 ætla sér að gera neitt í dag“, sagðl læknirinn og teygði sig ef.tir klút til að fægja með hnappa sína. „Það eru allir svo eftirvæntingarfullir. Þeir geta ekki haft hugann við vinnuna11. Fisby kinkaði kolli og fór sjálfur að undirbúa sig — bursta skóna sína, fægja beltisspennuna og merkin og fyila stejrpi- baðið handa sjálfum sér. Rétt fyrir sólsetur, þegar síðustu geisl- ar kvöldsólarinnar skinu á stráþökin, fóru þeir að klæða sig. En þeir vissu að veizlan átti ekki að byrja fyrr en um myrkur, svo að þeir spiluðu nokkur spil. En fáeinum mínútum seinna, kom Sakini, óstyrkur og uppábúinn í bláum bómullarslopp með víðum óg síðum erm- um, þjótandi upp hlíðina. „Hamingjan góða, húsbóndi“, sagði Sakini og smellti saman fingrum. „Ég gleyma að segja þér. Veizlan í kvöld formleg“. „Formleg?" Fisby lagöi frá sér spil- in. „Hvað áttu við?“ „Húsbóndi, allir eiga að vei’a i kímónó. Nefndin ákveða enginn geta komið inn nema hann er í kímónó“. „En við eigum enga kímónó, Sakini". „Ekki það?“ Sakini rak upp stór augu“. „Nei. Sjáðu til, við erum aldrei í þeim“. „Jæja“. Sakini hikaði. „Hamingjan góða, húsbóndi. Ég verð að hlaupa strax og segja Fyrsta blómi. Ég veit ekki hvort við geta breytt því svona seint. En kannski geta hún útbúið eitthvað handa ykkur, kannski —“ „Bíddu hægur“, sagði Fisby 1 flýti. Hann vissi hvað Fyrsta blóm mundi gera. Hún mundi nota sína eigin sloppa til að búa til eitthvað handa þeim, og það vi’.di hann ekki að kæmi fyrir. „Get- um við ekki komið svona búnir?“ „Tja, húsbóndi, við reikna meö þessu. Allir láta þvo sloppana sína og hvaö' einá“. Fisby leit á lækninn. „Hvaö finnst þér?“ Lælcnirinn íhugaði máliö. „Mér þætti illt að missa af þessari veizlu, Fisby. Ég er búnn aö hlakka til hennar í hálfan mánuð. En við verðum að vera sómasam- lega klæddir, annars eyðileggjum við skemmtunina fyrir hinum“. Sakini var mjög iðrandi. „Húsbóndi, ég vildi ég vita áður að þið ekki eiga neina sloppa. Við geta breytt þessu“. Hann þagnaði. „En þið geta komið svona. Það er allt í lagi. Við vilja þú koma og læknirinn líka. Okkur alveg sama 1 hverju þið eruö“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.