Þjóðviljinn - 01.10.1957, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.10.1957, Qupperneq 6
 'S) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. október. 1957 PIÓÐVILJINN Ötgöíandl: Samelnlngarílokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Maghús KJartansson (áb),. Sigurður Quðmundsson. Préttaritstjóri. Jón BJajmason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RltstJórn, afgrelðsl%, auglýsingar, prent- •mlðia: Skólavörðustig 19. — Sími 17-500 (5 línur). Askfiítarverð kr. -25 á aár; j RevkJavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. - T*ausasöluverð kr 1ÆO. Prentsmlðja Þjóðviljans. A framfæri íhaldsins f g^rein um verkalýðsmál í Alþýðublaðinu á sunnudag- inn ér gerð tilraun til þess að afsaka samvinnu hægri aflanna í Alþýðuflokknum við íhaldið innati verkalýðshreyfingarinn- ar. :Skal engan undra, sem málúm er kunnugur, þótt slikra afsakana þyki þörf á EÍðum Alþýðublaðsins svo harðlega sem íhaldssamvinna hægri mannanna í flokknum er fórdæmd af öllum einlæg- um vinstri mönnum og þá ekki sízt heiðarlegu Alþýðu- ^lokksfólki um land allt. Það verður erfitt fyrir Al- þýöublaðið að sannfæra nokkurn mann um réttmæti þess að taka höndum . saman við stjórnarandstöðuna innan sjálfrar verkalýðshreyfingar- innar með þeirri fullyrðingu að yinstri menn á síðasta sambandsþingi A.S.Í. hafi ekki reynzt nógu liðlegir og eftir- gefanlegir í samningum um skipan sambandsstjórnar. All- ur almenningur í landinu og þá ^þki sízt fólkið í verka- lýðhpeyfingunni veit ofur vel að hægri Alþýðuflokksmönn- um jStóð til boða sú þátttaka í sambandsstjóm, sem þeir voru fullsæmdir af með tilliti til styrkleika síns á þinginu. Eitt er jafn vitað að það sem vaktj fyrir ofstækisflyllstu hægri mönnunum var að ryðja vinstrli Alþýðuflokksmönnun- um Út úr forustu samtakanna og kréfjast þess að Ihaldsfylg- ið á: þinginu yrði reiknað sér til telcna. Slíkar kröfur gátu a’.drei leitt til samkomulags enda var það allt annað sem fyrir hægri mönnunum flest- um vakti. /^eip Alþýðublaðsins um sí- " aukið traust sinna manna innan verkalýðsfélaganna tek- ur enginn kunnugur maður al- varlega. Sannleikurinn er sá að hafi hægri klíkan í Al- þýðuflokknum nokkum tíma verið brjóstumkennanleg og lítils metin í verkalýðshreyf- ingunni þá er það nú, þegar svo er komið að hún getur litla eða enga sjálfstæða björg sér veitt og má heita alger- lega á franyFæri íhaldsins. En þetta ömurlega ástand hægri manna Alþýðuflokksins er ekki eintómt fagnaðarefni, síð- ur en svo. Samstarf þessara afla við versta óvin verkalýðs- samtakanna, erfðafjanda al- þýðustéttanna og andstöðu- flokk núverandi ríkisstjórnar og stjómarstefnu er fullkom- ið alvömefni sem öllum ábyrg- um vinstri mönnum ber að hyggja að. Með því er öllu stefnt í hættu sem alþýðunni er dýrmætast, hagsmunum hennar, áunnum lífskjömm og réttindum og grundvglli nú- verandi stjórnarsamstarfs vinstri aflanna. Fyrir íhaldinu vakir ekki annað nú fremur en áður en að vinna alþýðunni og hagsmunum hennar sem mest tjón. Og í veg fyrir þau áform verður að koma með undirhyggjulausu og ákveðnu samstarfi vinstri aflanna, og þá ekki sízt í verkalýðshreyf- ingunni. Ráðdeildarstofnun Reykja- i ' Z víltur Morgunblaðið birti á sunnu- daginn frétt sem líklegt er að hafi vakið talsverða at- liygli. Var enda ekki til -sparað að hafa hana þrídálka aðalfyrirsögn á forsíðu, í hvoríci meira né minna en sex línum. Nýjungin sem telja má vjst að mesta athygli veki er þessi hluti fyrirsagnarinn- ar: „Ýtrustu ráðdeildar gætt í rekstri fcæjarins." Þegar betur er að gáð er þetta ekki hugsað sem logandi háð um íhaldsstjómina á Reykjavík- urbæ, eins og virðast mætti, heldur á þetta að vera fagurt fyrirheit á þá lund, að frá áramótum 1957-’58 skuli nú loks gætt ýtrustu ráðdeildar í rekstri bæjarins! Ýmsum finnst sem Morgunblaðið gefi Gunnari Thoroddsen og hin- um þjónustusömu íhaldsönd- um bæjarstjórnarmeirihlutans heldur meinlegar pillur í seinni tíð, einkum síðan út- t ... ' svarshneykslið kom til skjal- anna, og mætti kannski telja þcssa fyrirsögn, til hinna be;skari. Það sem gera á, er að setja upp nýja stofnun sem á að hafa það lofsverða hlut- verk að hefta eftir megni óreiðuna og bmðlið í rekstri Reykjavíkurbæjar. Svo gæti farið, að næstu fjórar, fimm vikurnar eftir að stofnunin tæki til starfa yrðu þær síð- ustu, sem íhaldið ræður í Reykjavík, og mundi þá marg- ur mæla að seint hefði því hugkvæmst að hægt væri að finna leiðir til ráðdeildar- semi í rekstri bæjarins. En seint er betra en aldrei. Ár-' um og áratugum saman hafa bæjarfulltrúar sósíalista og annarra stjórnarandstöðu- flokka í bæjarstjórn Reykja- víkur átalið sukk íhaldsins með fjármuni Reykvíkinga. Haldið hefur verið uppi dýr- um stofnunum og allsendis ó- þ"rfum að því er virðist til þess eins að vinna að einka- hagsmunamálum íhaldsins og tryggja því sem mest umráð með atvinnu og athöfnuni borgarbúa. ¥^að er sjáJfsagt rétt skilið * p* ekki veiti af heilli Stöndum einhuga gegn árásum hægrí aíla í fimmtudagsbLaði Þjóðvilj- ans var enn rætt um átökin innan verkalýðssamtakanna milli hægri og vinstri sem hina raunverulegu baráttu um það, hvort núverandi stjórnarsam- starf vinstri aflanna fengi að þróast áfrarn og ná þeírh starfsaldri að geta framkvæmt stefnuskrá sína, landi og þjóð til nytja, — eða hvort hægri- öflin með Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi, ætti að fá aftur stjórn landsins í sínar hend- ur, til þess að ná sér niðri á þjóðinni með gengislækkun, kaupbindingu o. fl. álíka ráð- stöfunum. Það er mikilvægt fyrir verkafólk að gera sér fyllilega Ijóst, einmitt nú, að það er raunverulega um tvennt að velja: fylkja sér af auknum þrótti um núverandi stjórnar- samvinnu vinstriaflanna, ekki aðeins í vörn gegn árásum hægri aflanna heldur einnig til aukinna áhrifa fyrir verka- lýðssamtökin innan stjómar- samvinnunnar og fyrir auknu tilliti þar til hinna lægst laun- uðu — eða sá kosturinn, að láta reka á reiðanum og fela hægri öflunum forsjá. Svo skammt er að minnast hægriforustu í Alþýðusam- bandi og ríkisstjórn, að seinna dæmið ætti sannarlega ekki að vera vandráðið, —: og ólíkt væri það félagsþroskuðu ís- lenzku verkafóJki að brenna sig þannig á sama soðinu með svo stuttu miljibili. En mestu skiptir sú stað- reynd, að mikill viðbúnaður er nú af háifu íhaldsins að láta stjómarkjörin í verkalýðsfé- lögunum til sin taka á vetri komanda, og haft er fyrir satt að nokkrir hægrisinnaðir Al- þýðuflokksbroddar, hagvanir hjá þeim Holsteinsmönnum, séu þar enn sem fyrr með í púkki. Framhaldandi makk háegri áhrifamanna Alþýðuflokksins við „sjálfstæðis“-burgeisana, þrátt fyrir þátttöku Alþýðu- flokksins í vinstri ríkisstjórn, er vissuiega alvörumál, sem vinstri öflunum bera að horf- ast einarðlega í augu við og taka afstöðu til. Hér er ekki spurning um flokka eða flokkaskiptingu í- haldsandstæðinga innan verka- iýðssamtakanna, heldur um vinstri eða hægri stjóm í landinu: Ertu með framhald- and' vinstri stjórnarsamvinnu; ertu fy’gjandi því, að haldið verði áfram að standa gegn verðbólgunni, að unnið verði á- fram að því að efla fram- leiðsluatvinnuvegina og auka heilbrigða gjaldeyrisöflun fyrir land'ð með aukningu fiskveiði- flota og iðjuvera; ertu með því að unnið verði áfram að aukn- um og frjálsum verz’unarvið- skiptum íslands í austri og vestri, að batnandi aðstöðu al- mennings í húsnæðismálum með eflingu húsbyggingasjóðs ríkis.'ns o. fl., fyrir öruggri at- vinnu og vaxandi hlut vinn- andi fólks í þjóðartekjunum o. s. frv. Þetta er spumingin um það hvort núverandi vinstri stjóm- arsamvinnu skal gefin tími og aðstaða til að framkvæma stefnuskrármál sín og óaðskilj- anleg spumingunni um það, hvort vinstri öflin eiga að vera áfram leiðandi í verkalýðssam- tökunum. — Hínn kosturinn er sá, að fela hægriöflunum forsjána: endur- kalla hinar óheTlavænlegu víxlhækkanir á verðlagi og kaupi frá tímabilinu 1948—56, fá síðan gengislækkun í stærri stíl en dæmi eru til áður á- samt kaupbindingu, stöðvun nýsköpunarstarfs núverandi stjórnarsamvinnu, aftur ástand kaldastríðs í viðskiptamálum landsmanna út á við með sín- ar alvarlegu afleiðingar fyrir atvinnulífið, alræði gróðabrask- aranna í efnahagslífinu að nýju o. s. frv. Þessu líkir mundu ávextirn- ir verða af forustu hægri afl- anna í landinu;. það er þetta sem mundi ske, ef hægriöflin þ. e. íhaldið og bandamenn þess næðu forystu fyrir verka- lýðssamtökunum í iandinu. Það er því augljóst að allur vinnandi fjöldinn innan verka- lýðssamtakanna mun láta þessi mál til sín taka. — í vinstra stjórnarsamstarfinu hefur hver einasti vinnandi maður brýna hagsmuni að verja og getur því ekki horft sljóum augum á það að einstaklingar, jafnvel þótt í sama flokki séu, gegni hlut- verki fimmtuherdeildar fyrir í- haldið innan fylkingar vinstri manna og í verkalýðssamtök- unum. Alþýðuflokksfólk, sem almennt er þreytt orðið á makki v/ssra áhrifamanna flokksins við íhaldið og óheil- indum þeirra í stjórnarsam- vinnu vinstri aflanna, mætti gjarnan gera þessum mönn- um það skiljanlegt, ,að verkafólk flokksins vill ekki vera meðhöndiað eins og ein- hver gjaldmiðill, sem þeir hafi rétt til að ráðstafa eftir vild í pólitískum hrossakaupum við íhaldið. Aiþýðuflokksfólk, eins og verkalýðurinn yfirleitt, gerir sér áreiðanlega æ betur ljóst, að með því að stuðla að sigri íhaldsins í verkalýðssamtökun- um væri vinnandi fólk að grafa sína eigin gröf, — og því er vissulega jafnljóst, að með samstöðu sósiaiista og Alþýðu- flokksmanna í verkalýðssam- tökunum, svo ekki sé talað um: vinstri menn yfirleitt, væri vinstri fylkingin þar með öllu: ósigrandi og grundvöllur vinstri stjórnmálasamstarfs í landinu tryggður. — Alþýðuflokksfólk er vissulega andvígt hvers konar makki við atvinnurekendaflokkinn. Það vill haf a samstarf .við- állt- arin- að vinstri sinnað og stéttvíst verkafóik. Fyr'r tilvist þessara heilbrigðu afla í Alþýðuflokkn- um, þrátt fyrir þvinganir „of- an“ frá, var. vinstri sigur mögu- legur í verkalýðssamtökunum á seinustu árum og .vinstri stjórnarsamvinna tryggð. Og þess ér fyllilega að vænta að þessj hei'brigðu einingaröfl láti ekki flokkslega fordóma -eða handjárn hægrimennskunnar í flokknum hindra sig í því að standa vörð í verkalýðshreyf- ingunni við hlið annarrar al- þýðu gegn sérhverri tilraun í- haldsafianna til að auka áhrif sín innan verkalýðsfélaganna á komandi vetri. xx. PRESTA R Framhald af 3. síðu. en þau starfa mikið að kirkju- skreyt'ngu, svo sem kunnugt er. — Á heimleiðinni verður farið um Grikkland og Ítalíu. Önnur hópferð norrænna presta til Gyðingalands er ráð- gerð á næsta ári, og munu prestafélögin í Finnlandi og Sví- þjóð standa fyrir þe'rri för. Til- kynnt hefur, verið, að íslenzkurri prestum verði einnig gefinn kostur á þátttöku, en eigi hefur enn verið auglýst, hvenær farið verði. Prestafélagsstjórnin til- kynn'r það svo fljótt sem auðið er. Kjarnorkastofnun í dag koma saman í Vín fulJtrúar 60 ríkja til að setja á fót Aiþjóðlegu kjarnorkustofn- unina. Stofnunin mun sjá að- ildarríkjum. sem þess óska fyrir geislavirkum efnum tT notkunar við visindarannsóknir, í iðnaði og til orkuframleiðslu. stofnun tii að reyna að koma skynsemd á hinn ráðdeildar- lausa rekstur íhaldsins á Reykjavíkurbæ og bæjarstofn- unum, en þó mun sú hætta fyrir hendi að stofnun þessi, sett á laggirnar fjórum vik- um fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar, verði sjálf ein topphúf- an ofan á allt ráðdeildarleys- ið, ef íhaldið fær að stjóma bænum áfram. Svo lengi hef- ur sukk þess viðgengizt, að iðrun og játning og loforð um ráðdeild nokkrum vikum fyr- ir bæjarstjómarkosningar er vægast sagt lítt sannfærandi.- Læknaskipti : « ■« Þeir samlagsmenn, sem óska aö skipta um : samlagslækna frá n.k. áramótum, gefi sig | fram í afgreiöslu samlagsins íoktóbermánuði | og hafi meö sér samlagsbók sína. Listi yfir þá lækna, sem um er aö velja, : liggur frammi hjá samlaginu. : I Sjúkrasamlag Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.