Þjóðviljinn - 01.10.1957, Side 9
Þriðjudagur 1. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9
RFTSTÍÓRt. FRtMANN HELGASON
Síðasti leikur haustmótsins að
þessu sinni . var milli Fram og
Þróttar, og höfðu úrslit hans
engin áhrif á úrslit mótsins því
með jafntefli Kft og Vals á-.laug-
ardag þoldi Fram að tapa, þeir
hefðu unnið fyrir þvi.
Þessi úrslit mótsins eru nokk-
uð sanngjörn því að Fram átti
meira í leiknum og hann fór
meira fram á valiarhelmingi
Þróttar. En Fram gekk illa að
leika þannig að þenn tækist að
skapa sér opin tækifæri. Fyrsta
markið sem þeir skoruðu var vel
gert og tókst i það sinn að
leika i kringum vörn Þróttar
mjög laglega og enda með skoti
óverjandi í markið, og skoraði
Karl B.ergmann. Annað markið
konr eftir aukaspyrnu á vita-
teig eftir mistök í vörn Þrótt-
ar, Aukaspyrna var líka mjög
hæpin, hafi hún verið fyrir
hindrun þar sem þeir hlupu
saman öxl við öxl, og knötturinn
innan leikfæris. Hafi dómarinn
hinsvegar álitið að sækjandi
hafi hindrað með armi hefði
vítaspyrna verið sanni nær.
Mark það.sem Þróttur skoraði
var vel undirbúið og árangur
af góðum samleik, en það skor-
aði Jón Margnússon. Síðasta
markið sem Fram skoraði var
sjálfsmark, Knöttur sem stefndi
fram hjá marki kom i varnar-
mann og í markið.
Þó legið hafi meira á Þrötti
þá átti Þróttur mun opnari tæki-
færi en Fram og á stundum
furðulegt að þeir skyldu ekki
skora. Áhiaup þeirra , komu oft
óvænt og með miklum hraða
sem kom Fram nokkuð í opna
skjöldu og skorti framhex'ja
Þróttar þá leikni til þess að not-
færa sér betur möguleikana.
Frain náði oft samleik en hann
gekk svo seint til að Þróttar-
menn voru oftast konxnir í varn-
arstöðu þegar. þeir y.oru tilbúnir.
Meiri hraði. verðitr því að vera
kjörorð hinna ungu Framara,
þeir hafa leikni og geta raunar
bætt við hana ennþá miklu en
það er hraðinn og, aftur hraði
sem gerir yarnarliðinu erfítt fyr-
ir um það að verja.
Þróttur iék bezta. leik sinn á
sumrinu og eru hinir ungu menn
sem aldir eru upp í Þrótti nú
meira farnir að láta til sín taka
og lofa góðu fyrir félagið og
raunar ekki óeðlilegt , að það
verði að ganga í gegnum það
stig tilverunnar óður en það
hefur fengið jnnra öryggi. En
þeir eiga rnikið eftir ennþá en
þar er góður efniviður ef þeir
halda saman með aðstoð eldri
manna eins og t. d. Bill sem er,
þrátt fyrir það að vera lang-
elztur, fyrirmynd um dugnað og
góðan leik. Meðal. þessai'a ungu
manna má nefna Jens, Jón
Magnússon, Harald Bald., Guð-
jón í markinu, Pál og Jón Ás-
geirsson.
Haraldur Baldvinsson lék .mið-
framvörð og er þetta fyrsta, al-
varlega raunin se.m hann er
settur i i meistaraflokkí og það
á rnóti manni rneð þann hraða
sem Dagbjartur hefur, en Har-
aldur fór vel xit úr þéirri viður-
eign, Jens átti einnig mjög góð-
an lejk og er stöðugt vaxandi
maður. Sama er að segja urn
Jón Ásgeirs og Guðjón í mark-
inu.
Framhald á 8 síðu.
1:1 gegti Val
Leikurinn milli KR og Vals
á laugardaginn verður ekki tal-
inn til stórviðburða í knatt-
spyrnunni í sumar. KR kom
með næstum sama lið og vant
er nema hvað Þórólfur Beck
var ekki með vegna lasleika.
Aftir á móti voru mikil van-
höld í liði Vals, og var liðið
í heild meiri líking af fyrsta
Flokki en meistaraflokki. Hall-
dór Halldórsson, Árni Njálsson,
Magnús Snæbjörnsson voru
ekki með, og Gunnar Gunnars-
son var með aðeins nokkra
stund í fyrri hálfleik.
KR tók líka forustuna um
gang leiksins þegar í upphafi
og hélt henni að kalla til leiks-
)oka. Áttu þeir að kalla leik-
inn og léku hvað eftir annað
inn að marki Vals, en þar var
eins og allt væri búið, því hvað
sem markið virtist opið fóru
skotin ekki milli stanganna
nema eitt frá Þorbirni, sem
hann tók mjög vel strax úr
ágætri sendingu fyrir markið
Frá Gunnari Guðmannssyni sem
Fór jifir til vinstri en Þorbjörn
sendi boltann í hægra horn með
þrumuskoti. Þetta gerðist á 25.
mínútu leiksins.
Næstum 10 minútum síðar
skeði það nokkuð ótrúlega eftir
gangi leiksins til þessa að Val-
ur jafnar. Páll Aronsson hleyp-
nr fram völlinn til vinstri án
bess að vera truflaður. Sigurð-
jr Sigurðsson notar tækifærið
i meðan til þess að hlaupa inn
á miðju og kemst þangað án
þess að honum sé veitt nokkur
eftirför. Þangað fær hann
knöttinn frír og fi'jáls á mark-
teig og við það gat Heimir
ekkert ráðið.
Á 15. mínútu á Björgvin
Hermannss. meistaralega vörn,
og það verður ekki annað sagt
en að hann hafi bjargað Val
frá stórtapi og hefur liann
sjaldan sýnt betri leik.
Eftir fríspark sem Hörður
tók á Val nær Óskar innherji
að skjóta af stuttu færi en
nákvæmlega á markmann. Á
30. mínútu er Sveinn Jónsson
kominn innfyrir alla en Björg-
vin hleypur út og Sveinn er
of seinn að skjóta og það er
varið. Óskar á líka rétt fyrir
leikslok tækifæi’i með skalla en
(knötturinn fer langt framhjá.
Eina góða skotið, sem Valur
átti, var þegar nýliðinn Stein
þór Árnason skaut og Heimir
fékk varið í horn.
Síðari hálfleikur er ekki
2ja minútu garnall þegar Þor-
björn er kominn innfyrir alla
og á aðeins Björgvin eftir, en
hann heldur knettinum of
lengi og Björgvin ver mjög vel
og þrem mínútum sjðar er
bjargað á marklinu Vals.
10 minutum siðar er Þor-
bjiörn enn kominn innfyrir, en
cr þá svo óheppinn að „t.ýna“
knettinum svo hættan leið hjá.
Á þeim tíma sem eftir var
björguðu Valsmenn tvisvar á
Framhald á 10. síðu.
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar að ráða röskan
ög ábyggilegan sendisvein strax.
Upplýsingar á teiknistofunni, Tjarnargötu 4.
Hafnarfjörður
ÞJÓÐVILJANN vantar röskan ungling til að
bera blaðið í hálfan suðurbæinn.
Talið við Sigrúnu Sveinsdóttur Skúlaskeiði 20
Sími 50648.
verður settur í Trípólíbíó í dag kl. 2.
Skólastjóri
í ÍSLEMZKRI GSTAGE25D
MJÓLKURBÚ FLÖ.AMANNA hefur liafið framleiðslu á:
6 nýjum ostategundum
1 nýjum umbiiðum
Með nýjum framleiðsluháttum
Áralangri bið yðar eftir fjölbreytni í íslenzkri
ostagerð er nú lokið.
í viðbót við fyrri úrvalsframleiðslu býður nú Flóabúið
yður sex nýjar ostategundir, sem pakkaðar eru í nýtízku
umbúðir og framleiddar eru í spánýjum þýzkum vélum
undir ströngu eftirliti danskra sérfræðinga.
Kaupmaður yðar eða kaupfélag getur nú .afgreitt til yðar:
FI/ÓA SMUROST 45%
FLÓA SMUROST (sterkan)
PLÓA ORÆNAN ALPAOST
FLÖA SMUROST MEÐ HANGIKJÖTl
FLÖA RÆKJUOST
FLÓA TÓMATOST
Ennfremur er undirbúningur hafinn að framleiðslu
neðangreindra tegunda:
FLÓA SVEPPAOSTUR
FLÓ.A SKINKUOSTUR
FLÖA KJARNOSTUR
Kjörorð ckkitr er:
Fullkomiir íramleiösla — fullkemin þjénusfa
, ( wmpn OSTAR
1 i ,
Mjólknrhú Flónmmum