Þjóðviljinn - 01.10.1957, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 1. október 1957
4. I
TVEIR HAUSAR
Framhald af 7. síðu.
höfunda kannski ekki við al-
þýðuhæfi og fullboðleg?
Ef Jónas Ámason kallar ekki
aðrar ritsmíðar bókmenntir en
þær sem fjalla um alþýðu
ananna á vettvangi starfsins í
bókstaflegri merkingu, bóndann
á enginu, sjómanninn á skips-
fjöl eða bílstjórann undir stýri,
þá get ég í fljótheitum bent
honum á þrjár bækur af því
tagi eftir unga höfunda, Sælu-
viku, 79 af stöðinni og bók sem
kom út í vor, sem mér ieyfist
sennilega ekkj að nefna. en
ég vænti þess að þessar bækur
séu, hvað sem öðru liður, ögn
meira en eins konar segul-
bandsupptaka á samtölum
Færeyinga, krakka og islenzkra
sjómanna.
Virð'st mér nú að ekki sé mik-
íð meira eftlr af grein Jónasar
en fyrirsögnin ein.
En það er ekkert smáræði
sem maðurinn hefur forfram-
ast á Norðfirði og af samvist-
tmum við alþýðuna, sem hann
nppgötvaði fyrst þegar hann
var kominn á fertugsaldurinn,
og er ekki að sjá að kynnin af
henni hafi komið honum að
þeim notum sem efni standa
til, en maður hlýtur að spyrja:
hver er tilgangurinn með svona
skrifum, þar sem saman fer
óvenju smekklaust og umbúða-
laust skjall á íslenzka alþýðu
og forsendulaust tilræði við
alla ungu skáldakynslóðma
eins og hún leggur sig. Annað-
hvort er maðurinn að reyna að
lauma því inn hjá þjóðinni,
að hann sé nýr Messías í ís-
lenzkum bókmenntum, braut-
ryðjandi sem sé á öndverðum
meið við öll ungu skáldin í
efnisvali hinna blóðlausu skrif-
borðsrithöfunda og kaffihúsa-
lýð“ — eða þá að skýringin er
sú, að stríður fiskidráttur og
strangar vökur hafi mistrað
sálarglugga hans um stundar-
sakir. Eg vil ekki ætla Jónasi
þau óheilindi sem felast í fyrri
skýringunni, þykir síðari tíl-
gátan sennilegri, og er þá rit-
smið hans staðfesting og hann
sjálfur lifandi dæmi kenningar,
sem er þveröfug við kenningu
hans, nefnilega að félagsskapur
rithöfunda og þorska sé var-
hugaverður til langframa, og
er mér nær að halda að haus
Jónasar Árnasonar hafi verið
nær tungli en jörðu þegar
hann reit grein sína. Eru þá
tunglhausamir orðnir tveir, og
þykir mér sá sem atómskáldið
skóp öliu geðfeildari. Hafi
Jónas svo þá sæmd af tilsknfi
sínu sem hann hefur til unnið.
Námsflokkar Reykja-
víkur
Síðasti innritunardagur er í dag (þriðjudag).
Innritun er frá kl. 5 til 7 og kl. 8 til 9 síðdegis
í Miðbæjarbarnaskólanum. (Gengið inn um
norðurdyr).
II
1 þróttir
Framhald af 9. síðu.
línu og KR-ingar áttu nokkur
önnur tækifæri sem öll mis-
notuðust. — Eina hættulega
augnablikið sem Valur fékk í
hálfleiknum var þegar Theódór
skallaði á mark af stuttu færi
en Heimir fékk varið í hom.
KR-liðið féll yfirleitt nokkuð
vel saman og átti við og við
sæmilegan leik, en það rann
allt út í sandinn er upp að
marki kom eins og sagt hefur
verið. Þegar þeir hafa fengið
betri miðun á markið er þetta
lið KR líklegt til góðra afreka.
Hreiðar er nú betri en nokkru
sinni fyrr í sumar og kemur
það fram í miklum flýti og
sparköryggi.
Framvarðalína KR er líka
góð og ef til vill kjarni liðsins.
Hinir þrír ungu menn fram-
línunnar eru ekki enn búnir að
finna samhljóminn í lokaþætti
áhlaupsins. Gunnar aðstoðar
þá yfirleitt vel og var hreyfan-
legur. Dugnaður Þorbjörns er
alltaf samur og jafn en miklu
gæti hann bætt við getu sína,
ef leiknin væri að sama skapi.
Beztu menn Valsliðsins voru
Björgvin eins og fyrr segir og
Páll Aronsson sem átti mjög
góðan leik. Nýliðinn í strðu
bakvarðar, vinstrameginn, Þor-
steinn Friðþjófsson, lofar
mjög góðu, því að hann hafði
engan liðlétting á móti sér sem
var Gunnar Guðmannsson mest
af leiknum. Gunnlaugur Hjálm-
arsson var miðframvörður og
gerði því nokkuð sæmileg skil
miðað við það að þetta var
fyrsti leikur hans þar. Sigur-
hans slapp líka nokkuð vel frá
leiknum. Annars var þetta
sundurlaust lið sem að líkum
-we
lætur, þar sem svo marga
menn vantaði. — Dómari var
Magnús Péturss. og dæmdi vel.
Áhorfendur voru ekki margir.
Opnu
in
í dag nýja bóka- og ritíangaverzlun í
Strandgötu 39.
Bókabúð Olivers Steins.
Sími 50 0 45
Skélinn er að byrja
Kaupið skólavörurnar hjá okkur
Stílabækur
Reiknibækur
Teiknibækur
Teikniblokkir
Skrifblokkir
Blýantar
Strokleður
'Blek
Reglustikur
Yddarar
Litakassar
Skrúfblýantar
Lindarpennar
frá kr.
1.55
3.60
3.30
6.25
3.30
0.50
1.10
2.90
2.00
1.30
6.80
5.00
21.00
Pelikan skólapenninn kr. 84.50
Allar tegundir af kennslúbókum
Mikið úrval af skólatöskum
BÓKAVERZLUN OG RITFANGADEILD
Bankastræti 2 — Sími 1-53-25
Nýkomnir
Hljóðdeyfar og póströr
í flestar gerðir amerískar FORD fólks- og
vörubibreiðir ’46—’56.
F0RD umboð
Sveinn Egiisson HJ.
Laugavegi 105,
Sími 2-24-66
Tilkynning
NR. 25/1957
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandt
hámarksverð á gasolíu og gildir verðið hvar sem
er á landinu:
Heildsöluverð, hver smálest.. Kr. 825.00
Smásöluverð úr geymi, hver lítri .. — 0.83
Heimilt er að reikna 3 aura á líter fyrir útkeyrslu.
Heimilt er einnig að reikna 12 aura á líter í af-
greiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðar.
Sé gasolía afhent í tunnum, má verðið vera
2% eyri hærra hver lítri.
Ofangreint hámarksverð gildir frá og með
1. okt. 1957.
Reykjavík, 30. sept. 1957 — Verðlagsstjórinn
Fró verzlun Valdemars
Long, Hofnarflrði
Höfum framselt fyrirtækinu „Bókabúð Olivers
Steins“ bókasöluumboð vort hér í bæ og selt því
pappírs og tíitfangahluta verzlunar vorrar.
Framvegis hefur hún því enga þessarra vöruteg-
unda á boðstólum, en heldur að öðru leyti áfram
sem fyrr í Strandgötu 39, Hafnarfirði, að af-
stöðnum gagngerum breytingum á húsakynnum.
Opnar í dag, þriðjudaginn 1. október.
Um leið og við þökkum einlæglega öllum vinum
og velunnurum bóka- og ritfangaverzlunar vorrar,
alla vinsemd og tryggð þeirra í viðskiptum við
hana undanfarin 30 ár, óskum vér nýja eigand-
anum allra heilla í framtíðaristarfinu.
VERZLUN VALDEMABS L0NG
Strandgötu 39 — Hafnarfirði
Auglýsið í Þjóðviljanum
ER SKOTTA ?
Hfc, ' «.4.: .
■aaiaiMaaHauHUBcuaaaaasaBBaaeiaaiaaausBai