Þjóðviljinn - 12.10.1957, Side 3

Þjóðviljinn - 12.10.1957, Side 3
Laugardagur 12. október 1957 — ÞJÓÐVILJINN ~ (3 Félagsheimili Öháða safnaðar- ins verður vígt á morgun Jafnhamt Sagðnr hornsteinn að kirkjimni sesss komin er imd'ÍK þak Á morgun verður félagsheimili Óháð'a safnaðarins vígt og jafnframt lagður hornsteinn að kirkju safnaðarins, en hún er nú fullsteypt og komin undir þak. Kirkja og félagsheimili Óliáða safnaöarins, eins og byggingin er nú. - Ljósm. S. Guðm. 449 Imrm, homu á d$s§héimMin og 1137 é shélm “ -Rehstrarhostnaður 3 Aðalfundur Earnavinafélagsins Sumargjafar var hald- inn í Reykjavík dagana 25. júní og 2. okt. s.l. Bygging kirkju og félagsheim- ilis Óháða safnaðarins hófst í fyrrasumar og verður ekki ann- að sagt en rösklega hafi að byggingunni verið unnið. Félags- heimilið er nú fullgert og kirkj- an komin undir þak. Bygging- in er 2500 rúmmetrar og kost- ar, eins og hún er í dag, 1 millj. kr. og er kostnaðarverð á rúm- metra því 400 kr. Söfnuðurinn hefur notið stuðnings úr kirkju- bygg'ingarsjóði Reykjavíkur, en að öðru leyti hefur söfnuðurinn kostað bygginguna sjálfur. f söfnuðinum eru um 2000 manns. Kirkjan á að rúma 200 manns í sæti, en auk þess er hægt arsson endurkjörinn formaður Guospekideildarinnar Á aðalfundi Guðspekifélagsins nýlega var Sigvaldi Hjálmars- son endurkjörinn forseti íslands- deildarinnar. Ásamt honum voru kjörnir í stjórn Guðjón B. Baldvinsson og Þórir Ben. Sig- urðsson. Fyrir voru í stjórninni frú Guðrún Indriðadóttir og Sig- urjón Danivalsson. Um hádegi í gær varð árekst- ur á homi Háteíigsvegar og Lönguhlíðar. Óku þar saman jeppi, R 3137, og fjögurra manna Austin-bifreið, R 5164. Allmiklar skemmdir urðu á Austin-bifreiðinni, ónýttust bretti og hurðjr öðrum megin. að opna inn í féiagsheimilið. Safnaðarstjórn og byggingar- nefnd sýndi blaðamönnum ný- lega félagsheimilið nýja, sem er alIL hið vistlegasta. Það er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er 60 fermetra salur og annar minni, er hægt að opna milli þeirra. Þar verða guðsþjónustur safnaðarins unz kirkjan er full- gerð. Á neðri hæðjnni er 60 ferm. salur og við hliðina á honum eldhús, ennfremur fata- geymsia, snyrtiherbergi o. fl. Safnaðarformaður er Andrés Andrésson, en í byggingarnefnd sr. Emii Björnsson, er verið hef- ur framkvæmdastjóri bygging- arinnar, Andrés Andrésson og Einar Einarsson er jafnframt hefur verið byggingameistari og eftirlitsmaður við kirkjubygg- inguna. — Teikningu af kirkj- unni gerði G.unnar Hansen arki- tekt. Vígsla á mcrgun Vígsla félagheimillsins á morg- un hefst kl. 2 e. h. með stuttri guðsþjónustu. Þá mælir Andrés Andrésson safnaðarformaður nokkur orð en þvínæst leggur Gunnar Thoroddsen borgarstjóri hornstein að kirkjunni. Þetta er hinn árlegi kirkjudagur safnað- arins og fer því að vanda fram fjársöfnun til kirkjunnar. Kon- ur úr Kvenfélagi safnaðarins hafa kaffisölu í félagsheimilinu. Kl. 3.30 um kvöldið hefst mann- fagnaður í félagsheimilinu og er öllu safnaðai-fólki heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Þar segir formaður byggingar- nefndar, sr. Emil Björnsson frá byggingarframkvæmdunum og fleiri ræður verða fluttar. Krist- inn Hallsson óperusöngvari syng- ur, ennfremur verður almennur söngur. I skýrslu stjórnarinnar, er formaður félagsins, Arngrímur Kristjánsson, flutti á fundinum kom það fram, m.a., að 440 börn hefðu sótt dagheimili fé- lagsins á árinu og 1137 börn á Hverfisgöta 1061 I dag verður opnuð á Hverfis- götu 106A ný snyrtistofa, sem nefnist Aida. Verður þar veitt öll venju- leg snyrting önnur en hár- snyrting, svo sem andlitssnyrt- ing, handsnyrting, nudd, og einn- ig hefur snyrtistofan háfjalla- sól, sem er af nýrri og vand- aðri gerð. Húsnæði snyrtistof- unnar er hið vistlegasta og á- höld góð. Eigendur snjrrtistof- unnar Aida eru Sólveig Gísla- dóttir og Maria Ann Lund, sem báðar hafa nýlokið námi í þess- ari starfsgrein í Kaupmanna- höfn. dvalið á leikskólum þess. Dval- arumsóknir voru fléiri en nokkru sinni fyrr, og engin tök að verða.við.þeim öllum. Félagið gerði samninga við Reykjavíkurbæ um byggingu nýs dagheimilis við Fornhaga, er Sumargjöf eignast síðan í skiptum fyrir Tjarnarborg, er Reykjavíkurbær kaupir af fé- laginu. Bygging nýja heimilis- ins hófst síðla á þessu sumri og standa vonir til, að henni verði lokið að ári, ef ekki stendur á ifjárfestingarleyfum. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Bogi Sigui'ðsson, flutti skýrslu um rekstrarútgjöld félagsins, sam- kvæmt reikningum þess. Fyrir s.l. ár nárnu útgjöldin samtals kr. 3.628.626,05, en til saman- burðar voru rekstrarútgjöldin 1955 kr. 3.022.850,13. Rætt var á fundinum um framtíðarskipun félagsins og stjórn félagsins falið að taka upp samninga við Reykjavíkur- bæ um nýjar leiðir í samstarfi félagsins við bæinn um rekstur leikskóla og dagheimila. Aðalfundurinn fól félags- stjórninni að vinna að því, að aukið framlag ifáist frá ríki og bæ til uppeldisskóla Sumargjaf- ar. Stjórnarkjör Or stjórn félagsins áttu að ganga Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri, og Jónas Jósteins- son, yfirkennari. Arngrímur Kristjánsson, sem setið hefur samfleytt í stjórn Sumargjafar í 29 ár, skoraðist eindregið undan endurkjöri. Kjörnir voru Félag fisl. Ifiiit- Aðalfundur Félags íslenzkra listdansara var haldinn mið- vikudaginn 2. október. Að loknum aðalfundarstörf- um voru rædd ýmis hagsmuna- mál listdansara. Tveir nýir meðlimir gengu í félagið á fundinum. í stjórn voru kosnar, Sigríð- ur Ármann, formaður, Bryndís Schram, ritari, og Guðný Pét- ursdóttir, gjaldkeri. |. 23 Jónas Jósteinsson og Sveinn Ölafsson, forstjóri. Lögum félagsiijs um kjör varamanna í stjórn var breytt á fundinum þannig, að fram- vegis eru varamenn aðeins 3 í stað 7 áður. Kjörnir voru sem varamenn; IBjarni Bjarnason, kennari, Arn- heiður Jónsdóttir, kennari og Guðmundur M. Þorláksson, kennari. Endurskoðendur voru kosnir: Zophonías Jónsson, skrifstofumaður og Jón Krist- geirsson, kennari. Á fyrsta fundi stjórnarinnar hinn 9. þ.m., skipti hún með sér verkum þannig: Formaður: Páll S. Pálsson, hrl., varafor- maður: Jónas Jósteinsson, yfir- kennari, ritari: Þórunn Einars- dóttir, forstöðukona, gjaldkeri: Sveinn Ólafsson, forstjóri, með- stjórnendur: Helgi Elíasson, fræðsulmálastjóri, séra Emil Björnsson og frú Valborg Sig- urðardóttir, skólastjóri. ■ Byggingarnefnd Þá var einnig kjörin bygg- ingarnefnd hins nýja barna- heimilis og var hún skipuð þremur mönnum, auk formanns j'élagsins, sem er jafnframt for- maður nefndarinnar, þeim Arn- grími Kristjánssyni, Boga Sig- urðssyni og Þórunni Einars- dóttur. Kvikmyndasýiiiiig Germanín kl. 2 í dag í Nýja bíói Félagið Germanía mun efna til kvikmyndasýninga í vetur eins og að undanförnu og verð- ur fyrsta kvikmyndasýningin í dag kl. 2 e. h. í Nýja bíói. Á þessari fyrstu sýningu vetrarstarfsins verða sýndar fréttamyndir frá iðnaðarsýning- unni í Hannover, garðyrkjusýn- ingu í Köln, frá heimili og sýn- ingu h'ins fræga málara, Noldes og ennfremur frá nýafstaðinni kosningabaráttu. Ennfremur verða sýndar tvæ.r fræðslumyndir. Önnur sýnir byggingu mikillar stíflu, en hin undirbúning og þjálfun hesta undii; kappreiðar. í ~ * 'Aðsókn að sýningu Jóhanns Briem listmálara í Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur ver- ið ágœt. Á sýningunni eru rúmlega 20 myndir, allar málaðar á síðustu tveim árum. — Hér er ein.af myndunum á sýningunni, sem opin verður til annars kvölds.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.