Þjóðviljinn - 12.10.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.10.1957, Blaðsíða 9
:4 Laugardagur 10. október 1957 — 3. árgangur — 36. tölublað FRtMERKJAÞÁTTUR Lesendur okkar hafa •' óskað eftir því, í blaðinu kæmu stundum þættir um frímerki. Það er mjög skiljan- legt, að þið ósk- ið eftir slíkum L þætti þar sem mörg ykkar munu safna frímerkj-' um. Það er mjög skemmtileg tóm- stundaiðja, sem gefur , mikla möguleika, því að |L;, það er um auð- ugan garð að gresja. Talið er að í allt séu um 125 þúsund gerðir frímerkja. Sannarlega er á fárra færi að safna þeim öllum, en það ger- ir ekkert til, þið getið eignast gott safn frí- merkja fyrir því, eink- um, ef þið gerið ykkur ijóst að gildi íslenzkra frímerkja er sízt mimra en þeirra erlendu, þó erlend frímerki virðist sjaldgæfari í ykkar aug- um. Þið getið líka betur ráð.ið við að safna ein- göngu frímerkjum frá einhverju sérstöku landi. Og því ekki ykkar eigin landi? Nú er væntanlegt nýtt íslenzkt frímerki. Það er gefið út til að heiðra minningu Jónas- íir Hallgrímsso.nar skálds,' en þann; 16. nóvember næstkomandi eru liðin 150 ár frá fæðingu hans. Þetta verðu.r 5 krónu frí- merki, prentað í svörtum og grænum lit. SKEMMTÍLEGUR LEIKUR Á iöngum vetr.arkvöld- um . í 'Sveitinjii eða í bænum er gaman að fara í leiki. Hér er skemmtiiegur leikur handa ykkur. Það þarf ekki annað en tvenn spil og svo er hægt að þyrjfl. Það eru ailir látn- ir fara út úr herberg- inu. nema.s.á, sem jeikn- um stjórnar. Hann flýt- ir sér að fela önnur sþil- in hingað og þangað um s.tofuna undir púðum, bak við skápa, uppi í ljósakrónunni og bak við myndir. Sum spiiin reyn- ir hann að fela mjög Framhald á 3. síðu SKRÍTLA Gesturinn: —- Þér -eruð mik.ill dýravinui', frú, Ég. sé það á því, hve góðar þér eruð við kettina yðar. Frúin: — Það borgar sig; þeir hjálpa manni því betur við uþpþvott- inn. Bréf Framhald af 3. síðu. ferilinn röktu inenn. Sporin urðu að orðum svo allt stóð -í skorðum. Óskastundin ' þakkar kærlega fyrir bréfið og sendir lesendum sínum á Norðfirði kveðju. LITLA KROSSGÁTAN 1 ungviði 4 skammstöfun 5 á líðandi stund 7 staka Lóðrétt: i hnýtti 2 sólguð 3 hús- dýrið þf. 6 ekki. Lausn á síðustu gátu: Lárétt: 1 rétt 4 tó 5 ga 7 laga. Lóðrétt: 1 rótt 2 tá 3 saga 6 ma. Ráðning á gátunum er hatturinn og strokkurinn. Vilhrw^ 'P»tibi»»*tvthM,íi» - Útpgfandf? b<67lt/i)iSnn Fyrír nokktum áVum kom út dálítið .kvæða- kver fyrií börn. Á kápUnni var teikning af strák, sem óþægðin skein út úr. Þetta var sem sé ó- þekktarormurfnn hann Gutti, sem öll börn á íslandi sungu um. Höf- undur bókarinn- ar, gekk um tímá undir nafninu pabbi lians Gutta, þangað til hann varð ennþá fræg- ari fyrir annan SKÁLDAÞÁTTURINN Sögu vil ég segja stutta strák og aðra bók, þá hét hann pabbi hans- Iijalta. Raunar heitir hann bara Stefán og er Jónsson og ættaður úr Borgarfirði. Hann fædd- ist á Háafellj í Hvítár- síðu 22. desember 1905. Snemma fékkst hann Við áð yrkja vísur, en þær vísur sem hann orti fyrst kann enginn nema hann sjálfur, hann 'segist skammast sín fyrir þær og vill engum. segja þær, Hann sneri sér aðallega að þvi að skrifa sögur og varð b.rátt einn af þekktustu rithöfundum landsins. Og nú eru til eftir hann rtjUli tuttugu og þrjátíu bækur. Flest- ar þeirra eru ætlaðar börnum og unglingum, samt ekkert síður lesnar . af eidra fólki. Helzt vildi ég líkja sög- um hans við hina- sí- gildu norsku sögu Kát- ur piltur. Hjalti litli er okkur það, sem Eyvmd- ur er Norðmönnum. Árið 1033 byrjaði Stef- án að kenna við Austur- bæjarskólann í Reykja- vík 'og hefur síðan starf- • að við þann skóla. í slarfi' sínu kynnist Stef- ■án því miklum fjöldá fbarnu og á hægt með- :a% geta sér til um hvað jítiu vilja helzt iesa, en íiann lætur það aldrei réða -efni' nokkurrar bók- ar. að hún yrði seljan- Segri ef hann slakað’i að- eíns á listrænum kröf- um og gerði bókina: ,,meira spennandi“. Hon-- um þykir vænt um börn og hann skrifar sögur fyrir þau og um þau af listrsenni þörf. f haust eigum við von á nýju kvæðakveri eftir Stefan. Þetta verða kvæði fyrir börn. Óska- stundin birtir á 3. síðu eitt kvæði Stefáns en það hefur ekki áður komið á prenti. :— Hvað er auðn og tóm? — Ég hef það í höfð- inu,, en ég get ekki út- skýrt. það fyrir þér. Fjölbreyií starfsemi ÍR í vetur Vetrarstarfsemi Iþróttafélags Reylcjavíkur hófst í þessari viku. Félagið hefur sex í- þróttagreinar á stefnuskrá sinni þ.e. fimleika, frjálsar íþróttir, skíðaíþróttir, körfuknattleik, handknattleik og sund. Kenn- árar eru í hverri íþróttagrein, én í mörgum íþróttagreinum er félagið í fremstu röð, sérstak- lega frjálsíþróttum, kcrfuknatt- leik, skíðaíþróttum og sundi, einnig á félagið mjög efnilega handknattleiksflokka og úrvals- fimleikaflokk kvenna. Kennarar ÍR Á þessu hausti byrjar nýr þjálfaiá hjá félaginu, en það ér Valdimar Örnólfsson, sem kennir skíðamönnum og fim- leikamönnum, en mjög erfio- lega gengur ,að koma upp fim- leikaflokkum karla, það er eins og ung^.. fpikið, vilji ekki æfa þ'essa fögru íþrótt. Stjórn ÍR gerir sér vonir um aukinn á- huga á fimleikum karla, þar sem Valdimar er fyrsta flokks kennari og mjög góður fim- leikamaður sjálfur. Guðmundur Þórarinsson þjálf- «r frjálsíþróttamenn félagsins, «n í þeirri íþróttagrein á iR mjög sterka sveit. Félagið vann í sumar titilinn „Bezta frjálsíþróttafélag Reykjavikur" átti flesta iiðsmenn í landslið- inu, ÍR-ingar settu meira en helming Islandsmeta, sem sett voru á árinu o.s.frv. Hinn gamli sundkappi Jónas Halldórsson er sundþjálfari IR, ea innan vébanda félagsins er m.a. fjclhæfasti og einn bezti sundmaður landsins, Guðmund- ur Gíslason, auk fjölmargra annarra góðra sundmanna og kvenna. Körfuknattleikur er vaxandi íþrótt liér á landi og þar stendur ÍR fremst, því að á íslandsmótiau hlaut félagið sig- ur í þrem flokkum af fjórum, báðum meistarafiokkum og 3. flokki. Hrefna Ingimarsdóttir þjálfar kvennaflokk. Frú Sigríður Valgeirsdóttir tók að sér kvennaflokk í fim- leikum fyrir tveim árum og hefur nu komið upp úrvals- flokki, sem fór í ágæta sýn- ingarför til London í sumar. Einnig er frúarflokkur, og nú er ákveðið að stofna II. flokk og telpnaflokk. Hadknattieiksflokkar iR eru í mikilli framför, sérstaklega yngri flokkamir. Á Meistara- I rnóti Islands var IR í úrslitum bæði í 2. og 3. flokki og meist- araflokkur í 3ja sæti. Þeir, sem ætla að æfa hjá IR í vetur, bæði þeir sem æft hafa undanfarið og eins nýir félagar, ættu að látá innrita sig sem fyrst í skrifstofu IR í ÍR-húsinu eða í æfingatímun- um. (Frá ÍR) Kacing Club tapaði 7:1 fyrir Torpedo Rússneska knattspyrnuliðið Torpedo frá Moskva er um þessar mundir í knattspymu- ferðalagi í Frakklandi. Keppti það við hið kurina lið Frakka Racing Club, Paris og fóru leikar. þannig að Rússarnir unnu 7:1, en fyrri hálfleikur endaði 3:0. Freddksfiad ©g Samde- fiord i úrslitum Kersku bikarkeppninuar I bikarkeppninni norsku fóru leikar þannig í undanúrslitum að Sandefjord vann Strömmen og kom sá sigur mjög á óvart. Hinn leikurinn var aftur á móti milli Fredrikstad og Sarps borg og endaði 3:0 fyrir Fred- rílistad. íírslitin- verða síðar í þessum mánuði. Laugardagur 12. októbar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Bandarískyr þjálfari í körfuknaftleik Á morgun er væntanlegur frá Þýzkalandi John A. Norlander, bandarískur þjálfari í körfu- knattleik. Kemur hann á vegum Í.S.Í. og íþróttafélaga þeirra í bænum, sem iðka körfuknatt- leik, en einnig mun hann fara til Keflavíkur og Laugarvatns og veita þar tilsögn. Auk þess að vera þjálfari er Norlander mjög þekktur körfu- knattleiksmaður í heimajandi sínu, og er það von þeirra, sem að komu hans standa, að hún megi verða lyftistöng fyrir íþróttina hér á landi. Blák víSa vlnsæl íþrótt' Búlgárar lieliiísníeistarar Fyrir stuttu síðan för fram heimsmeistarakeppni í blaki og urðu úrslit þau að Búlgaría vann Tékkóslóvakíu í úrslita- leik sem fór fram í Sofía. Tékkar .urðu heimsmeistarar í fyrra, og kom þessí sigur því nokkuð á óvænt. Sovétríkin komu í þriðja sæti, Rúmenía í fjórða og Frakkar og Italir í fimmta og sjötta sæti. Leik- ur þessi nýtur mikilla vinsælda í Austur-Evrópu og má sjá það nokkuð á bví að á úrslitaleik þennan komu 15.000 áhorfend- ur. Mancliester Unit- ed og Vasas áfram í E-bikarkeppni Brezka liðið Manchester Un- ited vann nýlega Shamrock Rovers með 6:0, og það var síðari leikur þessara félaga í keppninni um Evrópubikarinn. Fyrri leikinn vann M.U. 3:2, svo nú heldur M.U. áfram í keppninni. Ungverska liðinu Vasas tókst einnig að vinna og halda á- fram í þessari st.mu keppni. Vann það búlgarska liðið CDNA með 6:1 heima í Búda- pest. Fyrri leiknum töpuðu Ungverjarnir með 2:1 en betri samanlögð markatala ræður ef stig eru jöfn. Um fyrri helgi kepptu Ung- verjar og Frakkar í knatt- spyrnu og fóru leikar þannig að Ungverjar unnu með 2 gegn engu. Fór leikurinn fram á Nep-leikvangihum í Búdapest, Vinsti innherji Ungverjanna skoraði bæði mörkin, sitt í hvorum liálfleik. Ungverjarnir liöfðu mikla yfirburði í öllum leiknum, en það var mjög góð- ur varnarleikur Frakkamia og þó sérstaklega markmannsins Colonna sem bjargaði því að ekki voru sxoruð fleiri mörk. Colonna var í marki er Is- land lék við Frakkland í HM- keppninni í sept. s.L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.