Þjóðviljinn - 18.10.1957, Side 5

Þjóðviljinn - 18.10.1957, Side 5
Föstudagur 18. október 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Spúfnik sannar stórstígar framfarir sové^ks iBnaÍar Geíur vishendingu um hinn mikla árangur sem þar hefur náBst i mörgum iSngreinum Sænska blaöið Morgon-Tidningen segir að gervitungl Sovétríkjanna, eða öllu heldur tækni sú, sem að baki því liggur, sé ekki aðeins einstakt vísindaafrek, heldur hljóti þessi tækniárangur að hafa geysimikil áhrif á allt efna- hagslíf Sovétríkjanna. Elaðið bendir á að gervi- tungli af þeirri stærð sem Sov- étríkin hafa sent út í geiminn verði ekki komið á rás um- hverfis jörðina án mikilla fram- fara í fjölmörgum greinum vis- inda, tækni og jðnaðar. Betra ratsjárkerfi Þannig segir blaðið að telja mégi víst að Sovétríkin ráði nú yfir ratsjárkerfi sem sé langt- um fullkomnara en nokkurt það sem þekkist á vesturlöndum. En slikt ratsjárkerfi verðj ekki bú- ið til án þess að jafnhliða hafi orði.ð stórfelldar friamfar'ir í smíði alls^ konar rafeindatækja sém komið er fýrir í: flug- skeýtfriu og serri ' séridá gervi- túngíjð á nákvæmlegá féttúm' tima umhverfís' jörðina eftir" braut sem búið var að tilkynna fyrir mÖrgum mánuðum. i Mikilvægt fyrir iðnaðinn. Gei-vitunglið og flúgskeyti það sem kom því á loft bera einnig með sér að stórfelldar fram- farir hafa orðið í málmiðnaði og efnaiðnaði Sovétríkjanna.' Eitt helzta vandamálið við smíðj svo öflugs flugskeytis eins og hér er um að ræða er að finna málmblöndur sem þola hinn gífurlega hita sem verður við gasmyndunina í eldflaug- inni sjálfri og vegna loftmót- stöðunnar. Þetta hefur sovézk- um vísindamönnum tekizt, og það hlýtur að hafa hina allra- mestu þýðingu fyrir allan iðn- að Sovétríkjanna. Sama má segja um eldsneyti það sem notað er í flugskeyt- inu. Flugskeytið er talið vera a.m.k. 75—80 lestir að þyngd, margfalt þyngra en flugskeyti þau sem Bandaríkjamenn hafa ætlað sér að senda út í geiminn. Það bendir til þess að hinir sovézku vísindamenn hafi fund- ið eldsneytisblöndu sem gefur mun meiri orku en þær, sem annars staðar hafa verið taldar koma til greina. Þetta hlýtur einnjg að hafa mikjl áhrif á iðnaðarþróun og framleiðslu- getu Sovétríkjanna á öllum öðr- um sviðum. Fjórurn siimum fleiri verkfræðinemar Sænska blaðið Expressen tel- ur sem fleiri skýringuna ,á, ,þe^s- um yfirburðum Spvétríkjanna fólgna í þejrri staðreynd að hvergi í heiminum er lögð önn- ur eins áherzla á vísinda- og verkfræðinám og þar. Nemendur í verkfræðiskólum Sovétríkj- anna eru nú fjórum sinnum fleiri eri í Bandaríkjunum. Mjög er vandað til kennslunn- ar og miklar kröfur gerðar til nemenda. Verkfiæðjnámið tekur að jafnaði 5 ár, tveggja ára al- mennt nám í verkfræðivísind- um, síðan þriggja ára sérnám. 180 verkfræðiskólar útskrifa ár- lega 70.000 verkfræðinga. Við það bætast 25.000 sérmenntaðir verkfræðingar árlega og 70.000 kandidátar frá náttúrufræði deildum háskólanna. Mörg þús- und doktorsefnj vinna nú að ritgerðum sínum. Ekkert til sparað Hvergi í heiminum njóta vís- indamenn meiri vírðingar en í T Sovétríkjunum og ekkert er til sparað að þeir hafi sem beztar aðstæður v;ð rannsóknir sínar. Þeim er mun betur launað en flestum starfsfélögum þeirra i öðrum löndum og lögð er meiri áherzla þar en annars staðar á að hæfir menn veljist til að kenna uppvaxandi kynslóð. Hvað kostar eitt gervitungl? í Morgon-Tidningen er einnig leitt getum að því hvað eitt gervitungl kosti, og talið að það geti varla kostað minna en 300— 440 milljónir króna, og er þá ekki; reiknað með hinum mikla kostnaði við allt rannsóknar-, undirbúnings- og tilraunastarfið. Atlasskeyti^S band.aríska, sem tilraunir hafa hingað til mistek- izt' með, kostar um 100 milljónir króna, þótt ekki sé reiknað með undirbúnmgskostnaði. Lítið bandarískt flugskeyti, Regulus, er talið kosta um 300.000 krónur í framleiðslu, en. yndirbúnings- kostnaðurinn nam ura 130 millj- ónum króna. Ef rejknað er með svipuðu hlutfalli milli framleiðslukostn- aðar og undirbúningskostnaðar ætti heildarkostnaðurinn við fyrsta gervitungl Sovétríkjanna að nema nálægt 200 milljörðum króna. Ummœli séra Niemöllers um að „jarðvegurinn sé nú búinn undir nýjan Hitler“ í Vestur-Þýzkalandi koma mönnum sem par pekkja til ekki á óvart. Þjóðverjar hafa áður haft tilhneigingu til að lúta skilyrðislaust „sterkum manni“, og margir telja að pað sé enn ríkt í peim. Upp á siðkastið hefur einn maður öðrum fremur verið talinn hafa löngun til að gegna pví hlutverki. Það er Franz Josef Stiauss, landvarnaráðherra í stjórn Aden- auers og sá maður sem taiinn er einna líkiegastur eft- irmaður gamla mannsins. Hann sést hér á myndinni í einum skriðdreka hins nýja vesturpýzka hersi' Séra Niemöller gagnrýnír stjórimrfar í Þýzkalandi Segir djíipið milli ríks og fátæks enn meira nú en fyrir síðustu aldamót Ummæli, sem höfð eru eftir Martin Niemöller, um stjórnmálaástandiö í Vestur-Þýzkalandi hafa vakið mikla athygli þar og reyndar víöa um heim. Séra Niemöller, sem frægui varð fyrir baráttu sína gegn nazistum, en hann sat átta ár i fangabúðum þeirra, sagði í viðtali við blaðamann í Balti- more í Bandaríkjunum, að Framhald af 1. síðu. hið ófriðlega ástand á landa- mærum Sýrlands og Tyrklands. Ráðstefnan var ákveðin á fund- um þeirra Saud Arabíukonungs <jg Chamouns, forseta Líbanons. Hussein aðvárar Hussein Jórdaníukonungur skýrði sendiherrum Bandaríkj- anna, Bretlands ,og Frakklands frá því í viðurvist ráðherra sinna í fyrradag að Jórdan myndi veita Sýrlandi aðstoð ef Tyrkir réðust á það og slíkt hið sama myndu öll önnur Araba- i'íki gera. Bandarísk ílotadeild til Tyrklands Tjlkynnt var í gær að deild úr (>. ílota Bandaríkjanna sem hefur verið að æfingum að und- anfömu á austanverðu Mið- jarðarhafi væri væntanleg til hafnar í Tyrklandi. Flaggskip flotadeildarinnar, beitiskipið Canberra, er bújð flugskeytum. Ein meginorsök umferðaslysa er þreyta og sljóleiki þeirra sem setjast við stjórn farartækja eftir langan og erilsaman vinnudag, en truflanir á tilfinningalífi manna eiga einnig sinn þátt í þe:m. Það er löngu vitað að sum- um mönnum er hættara við að lenda í slysum en öðrum, hrakfallabálka, þekkja allir. Sálfræðingar við Stokkhólms- háskóla hafa gert athugun á þvi, hvað geri menn að slysa- rokkum. Ekki sama hvenær dags Ein meginorsök slysa er þreyta þeirra sem ökutækjum etjórna, og virðist það liggja í augura uppi. Rannsóknin sem gerð var í Stokkhólmi leiddi í ljós að slysahsettan fer vax- andi eftir því scm liður á dag- inn og þreytan eftir vinnudag- inn fer að koma í ljós. Hættan er 60% meiri klukkan 19 en klukkan 7 um morguninn. Ekki suma hver á í hlut (En rannsóknin leiddi einnig í ljc)s að menn þola erfiði og eril dagsins mjög misjafnlega. Sumir ökumenn láta ekkert á sig fá það sem gerir aðra sljóa, svifaseina og því hættu- lega í umferðinni. Hins vegar hefur enn ekki verið fundið neitt öruggt ráð til að skilja sauði frá höfrum, þegar um er að ræða að veita mSnnum ökuréttindi. Eldd aðeins þreyta En sænsku sálfræðingarnir segja að hér komi til önnur at- riði en líkamleg þreyta, og styðjast þar einnig við rann- sóknir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum. Skapgerð mannsins sem situr við stýrið, gáfnafar hans og dómgreind, og síðast en ekki sízt viðhorf hans yfirleitt til annarra manna koma líka við sögu. Náttúrleysi kommnar leiddi til slysa En einnig vandræði í einka- lífi nianna gcta gert þá að hrakfallabálkum þégar út í umferðina. er komið. Einn hinna sænsku sálfræðinga, dr. Fellenius, skýrir frá dæmi sem hann hefur haft persónuleg kynni af. Atvinnubílstjóri liafði ekið bifreið um árabil án þess nokkurn tíma að lenda í slysi, en skyndilega breyttist þetta og hann lenti í hverju slysinu eftir annað og enn oftar tókst honum með naumindum að af- stýra slysum. Þegar þstta var athugað nánar kom í ljós að þetta i slysatímabil hafði hafizt um það bil samtímis því að erfið- leikar komu upp í sambúðinni við konu hans. Konan hafði vegna trúarvingls neitað honum um samræði um, tíma, en við það hafði hann orðið svo ó- styrkur á taugum, að enginn vafi var á að þar var orsakar- innar að hinum tíðu slysum og óliöppum að leita. ■,,jarðvegurinn í Vestuii-Þýzka- landi væri nú búinn undjr nýj- an Hitler“. Engar féiagslegar framfarir Hann bætti því. við að djúp- ið milli riks og fátæks væri nú meira í landmu en nokkru s'nni síðan fyrir aldamót og að engar framfarir hefðu orðið þar í fé- lagsmálum. Þá sagði hann að Þjóðverjar væru nú hættir að hugsa um annað en líkamlega ve’ferð sína. Viðkvæðið væri: '„V.ið skulutn njóta dagsins í dag, því að á morgun munum við deyja“. Bfðið, þar til ykkur rennur rciðin Dr. Hellenius telur siður en svo að þetta tilfelli sé neitt einsdæmi. Ófriður og ósamlyndi á heimilum er mjög algeng or- sök slysa og hverjum manni sem ekur bíl ætti að vera hollt að minnast að öllum væri fyr- ir beztu að þeir hiðu með að setjast við stýrið þar til þeim er runnin reiðin eftir rifrildi við eiginkonuna. Martin Niemöller Nlemöller hefur sagt að um- mælin hafj ekki verið alveg rétt eftir honum höfð, þó að hann viðurkenni að efnislega hafi verið rétt með þau farið. Ráðizt á Nietmöller Hvað sem því líður hafa mörg blöð í Vestur-Þýzkalandl ráðizt á hann bæðí fyrir þessi Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.