Þjóðviljinn - 18.10.1957, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. október 1957
Árciiigur sf öðvunursf ef nunnar
Framhald af 7. síðu.
sú, að kaupmáttur sé mjög sá
sami nú í byrjun september
og hann var í fyrrahaust og í
apríl í vor, er þetta atriði var
seinast .athugað.
Berum þetta nú saman við
reynslu okkar frá þeim árum,
þegar á skiptust kauphækkanir
fengnar með fórnfrekum verk-
föllum, og sífelldar verðhækk-
anir rétt á eftir hverri kaup-
hækkun. Hver reyndist þá
jafnan niðurstaða þessarar
hagfræðiathugunar um kaup-
mátt vinnulauna, gerð með
sama hætti og nú og af sama
manni?
Eins og margir muna, varð
niðurstaðan þá sífellt rýrnandi
kaupmáttur launa, nema
skamman tíma rétt eftir hverja
vinnudeilu. Ef ég man rétt,
nam rýrnun kaupmáttarins ca.
20 stigum á árunum 1047 fram
til verkfallsins haustið 1955.
Það var ekki sízt vegna þess-
arar bitru reynslu af vaxandi
dýrtíð og verðbólgu, sem verk-
lýðshreyfingin varð að yfir-
gnæfandi meirihluta sammála
um. að hagsmunum vinnandi
fólks væri betur borgið með
stöðvun verðbólgu og dýrtíðar,
en með því að búa við sífelld
víxláhrif kauphækkana og
verðhækkana til skiptis. Og ég
verð að segja, að mér er ekki
kunnúgt um, að verkalýður
landsins hafi skipt um skoð-
un í þessu efni. — Það er bara
íhaldið, sem mælir nú hvað á-
kafast með því, sem það áður
fordæmdi, hvað svo sem þeim
sinnaskiptum vinnuveitnda-
flokksjns kann að valda.
Frá stöðvunar-
leiðinni verður
ekki hvikað
Nú standa verkalýðsfélögin
á þeim tímamótum að taka á-
kvörðun um, hvort segja skuli
upp samningum eða ekki. Um
það munu fáir efast, að þau
hafa nægan styrkleika til að
knýja fram kauphækkanir. Það
mundi vissulega takast. Ef til
vill væri það aldrei auðveld-
ar.a en nú. — En þá þarf held-
ur enginn að efast um, að
útgerðin yrði að fá aukna að-
stoð, annaðhvort í formi nýrra
skatta, er rynnu í Útflutnings-
sjóð, eða þá með beinni geng-
islækkun. Sjómenn yrðu að fá
hækkað fiskverð, hverskonar
atvinnurekstur mundi heimta
hækkað verðlag vegna aukins
vinnulaunakostnaðar við fram-
leiðsluna og bændur ættu sið-
ferðilegan og lagalegan rétt til
hækkaðs afurðaverðs eigi síður
en á hausti komanda.
Spurningin er aðeins sú hverj-
ir hefðu grætt á þessu? Mig
skortir trú á, að gróðinn félli
verkalýðnum í skaut. Hitt veit
ég, að þeir, sem safnað hafa
fasteignum og miklum vöru-
birgðum á seinustu árum og
raunar ýmisir fieiri, eru and-
vígir stöðvunarleið ríkisstjórn-
arinnar og hafa lengi þráð
þessa síðarnefndu þróun mál-
anna. Og þá dreymir enn um
að geta hrundið henni af stað,
auðvitað sjálfum sér til hags-
bóta, on ekkl vinjiustéttum
land'sins.
Hér er aðeins um að ræða
val um Ieiðir, Og svo mikið er
víst. að frá stöðvunarleíðinni
verður ekki vikið af núverandi
ríkisstjórn, nema í fullu sam-
ráði við verkalýðssamtökin og
í samstarfi við þau. Án slíks
samstarfs eru nýjar leiðir í
efnahagsmálunum fyrirfram
dæmdar t.il að mistakast.
og samfellt atvinnulíf um land
allt. í samræmi við þetta hefur
verið stutt að byggingu fisk-
iðjuvera og fiskvjnnslustöðva
í mörgum kaupstöðum lands-
ins. Einnig hefur verið samið
um smíði fjölda margra fiski-
skipa, sem síðan er ætlað það
hlutverk, að jafna atvinnuað-
stöðuna í landinu. Samtals
voru þau fiskiskip, sem samið
hafði verið um smíði á fyrir
íslendinga þann 1. september
síðast liðinn 5090 smálestir. Til
samanburðar má geta þess, að
tvö næstu árin á undan mun
smálestatala þeirra fiskiskipa,
sem smíðuð voru fyrir íslend-
jnga ekki nema 3500 smálest-
um. Takið eftir: Á einu ári
5100 smálestir, móti 3500 lest-
um á tveimur árum. Hér er
um þrefalt meiri skipakaup að
ræða, og eru hér þó ekki
taldir með þeir 15 stóru togar-
ar, sem tilboð hafa nú borizt
frá ýmsum þjóðum um að
smíða fyrir íslendinga.
í atvinnumálunum er því,
sem sjá má af þessu allt önn-
ur stefna uppi, en þegar keypt-
ir voru 5000 bílar til landsins,
en ekki einn einasti togari á
sama árabili. — Það var
stjórnarstefna Ólafs Thors og
Sj álf stæðisf lokksins.
Þessi stefna hefur líka þegar
borið gæfuríkan ávöxt, því að
nú þegar er fólksflóttjnn til
Reykjavíkur að mestu stöðv-
iaður. Fólk hefur þegar öðlazt
trú á það, að innan skamms
verði eins lífvænlegt í heima-
högum á Austfjörðum, Norður-.
landi og Vestfjörðum, eins og
á Suðurnes.jum. — Þetta tel ég
eina ánægjulegustu og þýðing-
armestu þjóðlífsbreytinguna,
sem orðið hefur, siðan núver-
andi stjórnarsamstarf hófst.
1956 varð innstæðuaukning í
bönkum og sparisjóðum 98,9
milljónir. — Þetta voru, eins
og menn sjálfsagt muna, sein-
ustu valdadagar íhaldsins. Þeir
voru sem sé taldir seinustu
dagana í júlí 1956.
Og nú myndi mönnum þykja
fróðlegt að heyra, hver spari-
fjáraukningin hafi orðið í
bönkum og sparisjóðum fyrstu
7 mánuði þessa árs. Varð hún
98,9 milljónir, eins og í fyrra,
eða varð hún yfirleitt nokkur?
Jú, reyndar hefur hún sam-
kvæmt opinberum skýrslum
orðið — ekki sú sama og í
fyrra 98,9 milljónir, heldur 141
milljón á fyrstu 7 mánuðum
ársins 1957.
Og haf; þetta atriði skorið
örugglega úr um traust eða
vantraust sparifjáreigenda til
rikisstjómarinnar í fyrra, þá
er hér nú vissulega um mikla
og ótvíræða traustsyfirlýsingu
að ræða til núverandi ríkis-
stjórnar.
Suðvesturlandinu innan tveggja
ára. Lán höfðu hvergi fengizt
til verksins, og hafði þeirra þá
verið leitað land úr landi í
tveimur he.imsálfum. Stjórn Ól-
afs Thors, sem keypti inn bíl-
ana en gleymdi atvinnutækj-
unum, hafði auðvitað ekkert
lánstraust, og hrökklaðist frá
völdum.
Veruleg
umskipti
Hver var
aðkoman?
Aukin
sparifjársöfnun
Eitt mál langar mig enn að
minnast á, ef tími minn leyf-
ir, og það er þetta:
Ekkert áróðursatriði gegn
núverandi stjórn var eins oft
tekið fram og margtuggið á
síðastliðnu hausti eins og það,
að þegar nýja stjórnin settist
í stólana liefði skyndilega tek-
ið fyrir alla iiuistæðuaukningn
í bönkuni og sparisjóðum.
Þetta var talið órækasta sönn-
un þess, að nýja ríkisstjórnin
hefði ekki traust sparifjáreig-
enda. Hún vær.i rúin trausti.
Nú liggja fyrir tölur, sem
tala skýru máli um þetta at-
riði. Og þær tölur eru sem
nú skal greina:
Á fyrstu 7 mánuðum ársins
Nú vil ég að lokum rifja
upp, hvernig viðskilnaður í-
haldsins var í aðalatriðum þeg-
ar*J Ófefur Thors strandaði
þjóðarskútunni og hljóp frá
stýrinu, þó að heilt ár væri t.il
kosninga.' ^ ^
Þá var bátagjaldeyriskerfið
gjaldþrota og orðið rúmu ári
á eftir með greiðslur til út-
gerðarmanna. Halli fram-
leiðslusjóðs nam 20—30 mill-
jónum. Niðurgreiðslur höfðu
aukizt um 30 miljjónir. Á
þriðja hundrað milljóna þurfti
að útvega til viðbótar, til þess
að framleiðsluatvlnnuvegirnir
stöðuðust ekki og gætu haldið
áfram næsta ár.
Hið almenna veðlánakerfi
var félaust, og bygging íbúð-
arhúsnæðis að stöðvast um
land allt. Hefði þurft hátt á
þriðja hundrað milljóna til að
fullgera hálfgerðar byggingar í
Reykjavík einni saman.
Til að standa við lofaðar og
umsamdar framkvæmdir í
raforkumálum dreifbýlisins á
árinu 1956 vantaði 20 milljón-
jr.
Ræktunarsjóð vantaði 15
milljónír til að standast hátíð-
lega gefin loforð um lán.
Ilið mikla f}rrirtæki Sem-
entsverksmiðjan var stöðvuð,
og vantaði 60 milljónir til að
fullgera hana, en enginn pen-
ingur tll.
Hálfgerð fiskiðjuver vonl
stöðvuð eða að stöðvast víða
út um land sökum fjárskorts.
Bygging nýrrar aflstöðvar
við Sog var komin í eindaga
og ótíma, og raforkuskortur
vofði yfir höfuðborginni og
Og hvað hefur þá gerzt í
þessum málum síðan?
Bátagjaldeyriskerfið var lagt
niður, og fjár .aflað til fram-
leiðslu atvinnuveganna, svo að
stöðvun varð engin um ára-
mót. Merk löggjöf var sett
um byggingu íbúðarhúsnæðis.
Sextíu og fimm milijón króna
lán fékkst í Bandaríkjunum
og það látið ganga tíl Ræktun-
arsjóðs (20 millj.) Fiskveiða-
sjóðs (10 millj.), til rafvæð-
ingarinnar (18 millj.) og til
Sementsverksmiðjunnar (7
millj.). Verður byggingu henn-
ar væntanlega lokið á næsta
ári.
Aðstoð var veitt til þess að
hægt væri að ljúka byggingu
hinna miklu fiskiðjuvera og
hefja rekstur þeirra. Og útveg-
að var stórlán í Bandarikjun-
um til Sogsvirkjunarinnar. Eru
virkjunarframkvæmdir nú
hafnar af fullum krafti, og þar
með afstýrt þeim rafmagns-
skorti, sem yfir Reykjavík
vofði.
í sambandi við þetta mál
gerðist það, að stjómarand-
staðan reyndi að koma í veg
fyrir að lánið fengist. SHk
lánveiting væri hættuleg, því
að hún væri aðeins vatn á
myllu komúnista. Þetta allt er
því furðulegra, þegar þess er
gætt, að Reykjavík á að heita
eigandi Sogsvirkjunar að hálfu
móti ríkinu, og hefur ekki til
þessa reynzt fær um að leggja
fram nokkurt fé til verksins
að sínum liluta. Má telja víst,
iað híð .alræmda viðtal hins
óánægða „Sjálfstæðis“léiðtoga
við Wall Street Joumal til
þess að spilla fyrir lántöku-
möguleikum þjóðar sinnar og
grafa undan lánstrausti hennar
útávið hljóti einstæða endema-
fræg'ð í íslandssögunni. Sú
stjórnarandstaða, er slíkt læt-
ur henda sig, leggur ekkert
jákvætt til lausnar nokkru
vandamáli heldur ástundar á-
byrgðarlausa verðþenslustefnu
og verkfallapólitík fyrir há-
launamenn, hún er ekki liættu-
leg. Hún fellur á sjálfs sín
bragði og fær áreiðanlega
þungan dóm þjóðarínnar.
É
SUólashór
Höfum fengið skólaskó í fjölbreyttu úrvali
Sterkir skór — Ódýrir skór
Brúnir — rauðir — svartir.
HECT0R Laugaveg 11 — Laugaveg 81
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■)
Umskipti í
atvinnulifinu
Sjómannafélag Hafnarfjarðar
'Fundur haldinn í félaginu í kvöld kl. 8,30 í Verka-
mannaskýlinu.
Fundarefni:
SJÓMANNASAMBANDIÐ.
Það var frá öndverðu eitt
höfuðdteliaumál Afþýðubandía-
lagsins að-gera allt, sem unnt s
væri til að byggja upp stöðugt
jUtSfi —
■ *.. , * 1 V,
Stjórnin.
•••*n«aa«aaa'
IR Kvöldfaenaður
1. K.-inga er í Silfurtunglinu föstud. 18/10 ’57 kl. 9.
3. Jakob Hafstein segir frá Moskvaförinni.
2. Vilhjálmur Einarsson sýnir kvikmyndir.
3. Sigríður Valgeirsdóttir segir frá Lundúnaför
fimleikastúlknanna.
4. Dans. — Söngvari með hljómsveitinni.
Hefjum félagslíf vetrarins með fjölmenni.
Takið með ykkur gesti. — Miðar við innganginn
á kr. 30.00 Undirbúningsnefndin
Bernf Balchen ofarsfi flyfur
hér erindi um flugmól
Hann flang fyrstui til suðurskautsins
Á laugardaginn kemur er væntanlegur hingaö norsk—
ameríski flugmaöurinn og heimskautafarinn, Bernt Bal-
chen ofursti, og flytur hann hér fyrirlestra á vegum
í slenzk-amerí skaf élagsins.
Balchen ofursti er svo þekkt-
ur maður, bæði sem flugkappi
og heimskautafari, að óþarft er
að kynna hann. Hann er 57 ára,
fæddur í Noregi, en er nú ame-
rískur ríkjsborgari og hefur fyr-
ir skömmu látið af störfum í
flugher •Bandaríkjanna. Þar hef-
ur hann lengst af sfcarfað sem
ráðunautur flughersins um allt
það sem við kemur flugferðum
á norðurslóðum, m.a. stóð hann
fyrir byggingu hins mikla Thule
-flugvallar á Norður-Grænlandi
fyrir nokkrum árum.
Af fyrri .afreksferðum Balch-
ens má til dæmis mefna
flug hans með Byrd sjóliðs-
foringja yfir Atlanzhafið árjð
1927, en þar vann hann það af-
rek að bjarga áhöfn flugvélar-
innar með snilldariegri • stjóm
er haiin varð að nauðlenda á
Frakklandsströnd. Árið 1929
flaug hann til Suðurheimskauts-
ins, var það fyrsta heimskauts-
ílugið á suðurhveli jarðar, Van
Balchen þé yfirflugmaður í leið-
angri Byrds til Suðurheim-
skautssvæðanna.
Balcheir oíursti munvflytja að-
alfyrirlestur sinn í hátíðasal Há-
skólans n.k. sunnudag kl. 4 e.h.
og fjallar hann um „Flug á
Norðurslóðum“. Fyrirlesturinn er
fyrir almenning og er aðgangur
ókeypis.
Einnig mun Balchen flytja
fyrirlestur á vegum Flugmálafé-
lags fslands um svipað efni.
Verður sá fyrirlestur í Tjarnar-
kaffi ki. 4 e.h. á laugardag.
Niemöller
Framhald af 5. síðu.
og önnur ummæli hans um
stjórnmálaástandið þar. Blaðið
Darmstadter Echo minnir þann-
ig á að þetta sé ekki í fyrsta
sinn sem Niemöller lætur i ljós
skoðanir sem koma illa heim
við yfirlýsingar ráðamawna x
Bonn. J- - • '■
Hann sagði þannig í viðtali
við New York Herald Tribune
að Þjóðverjar í báðum hlutum
landsins myndu heldur kjósa
sameiningu á grundvelli þess
þjóðskjpulags sem ríkir I aust-
urhlutanum, heldur en áfram-
■haidandi skiptingu landsins.