Þjóðviljinn - 18.10.1957, Blaðsíða 12
Að enduðum tveimur umíerðarvikum
Aðeins 7. til 6. hver bifreið
í Reykjavik rrteð rétt Ijós?
Nœsta takmark að ekki verSi fleiri dauSa-
slys af völdum umferSar á þessu ári
Umferðarvikunum tveim sem umferðarnefnd og lög-
reglan framkvæmdu hér í bæ, í samstarfi við ýmsa aöila,
er nú lokið.
Af 2726 bifreiðum sem komu til ljósaskoðunar voru
aðeins 412, eða 15.11% með rétt ljós. Mætti því ætla
að af þeim ca. 6000 bifreiöum sem ekki komu til skoöun-
ar séu aðeins um 900 með rétt Ijós.
Markmiðið með urnferðarvikunum var ekki það, að
halda uppi fyrirmyndar umferð í aðeins tvær vikur,
heldur stuðla að því að allir vegfarendur auki árvekni
sína og umferðarmenningu framvegis.
Nœsta markmið er að ekki verði fleiri dauðaslys hér
af völdum umferðar á þessu ári.
Eftirfarancli npplýsingar hef-
ur bjóðviljinn fengið hjá um-
ferðamefnd Reykjavíkur:
Fyrri vikuna voru bifreiðaverk-
stæðin 1 Reykjavík opin milli
kl. 18 og 22 og stillt ljós bif-
reiða. Stilling þessi fór fram
ökumönnum að kostnaðarlausu,
en bifreiðatryggingarfélögin í
Reýkjavik ásamt Félagi ísl. bif-
reiðaeigenda greiddu kostnað-
utanbæjarbifreiðir komu, enda
var þsim frjáls aðgangur að
stillingum þessum.
Enn þúsundir með röng ljós
Gefi þessi tilraun rétta mynd
af ástandinu í bænum almennt
að því er snertir ljós bifreiða
og reiknað er með að hér séu
nær 9000 biíreiðir má ætla að
af þeim nær 6000 sem ekki
komu til skoðunar hafi aðeins
um 900 rétt Ijós en rúmlega
5000 röng. Ef til vill eru þessar
tölur rangar en niðurstaða
ljósavikunnar bendir þó ein-
Framhald á 3. síðu.
Föstudagur 18. október 1957 — 22. árgangur — 234. tölublað.
Samþykki bæjarstjórnar í gær:
Byggingar verSi ekki hœkkaS-
ar norSanmegin Tjarnarinnar
Bæjarstjórn samþykkti í gær svohljóðandi ti'Jögu frá Guð-
mundi Vigfússyni:
„Bæjarstjómin ályktar aö' leyfa ekki hækkanir eöa
meiri háttar breytingar á húsum við' norö'urenda Tjam-
arinnar, meöán ekki hefur veriö gengið endanlega frá
skipulagi þar“.
Guðmundur gat þess í ræðu að
hann hefði flutt tillögu þessa
19. sept. í umræðum um að
leyfa ekki hækkun á Oddfellow-
húsinu, en tillögu sinni hefði
þá verið visað til umsagnar
skipulagsnefndar. Hinsvegar
hefði íhaldið leyft hækkun
Oddfellowhússins. Nú væri
umsögn skipulagsnefndar kom-
in, og segði þar m.a.: „Síðan
ráðhúsi var ætlaður staður við
norðurenda Tjamarinnar hefur
skipulagsnefnd haft það meg-
insjónarmið að leyfa ekki
hækkanir né verulegar breyt-
ingar á húsum á þessu svæði
og mun halda því“.
Borgarstjóri kvað hækkun,
Oddfellowhússins ekki hafa.
verið leyfða heldur aðeins að
setja ris á húsið — „sem að
sjálfsögðu hækkar það nokk-
uð“. Því næst kvaðst hann fyr-
ir sitt leyti fallast á fyr-
greinda tillögu Guðmundar, og
var liún samþvkkt með sam-
hljóða atkvæðum.
Verkfall á Ceylon
Hafnarverkamenn í Golombo,
höfuðborg Ceylons, lögðu niður
vinnu í gær til að fylgja eftir
inn.
4> Albert Camus
kaupkröfu og mótmæla banni
ríkisstjórnarinnar við verkföll-
15,11% með rétt ljós
Þau 5 kvöld, sem stillingin
stóð yfir komu 2726 bifreiðir tii
skoðunar á verkstæðin. Af þeim
höfðu 412 biireiðir, eða 15,11%,
rétt ljós.
1726 fengu ljós sin þegar
stillt en 588 þurftu meiriháttar
viðgerð. Flestir þeirra komu á
verkstæðin í venjulegum vinnu-
tima næsta dag 'og iétu gera
það sem með þurfti. Allmargar
Macmíllan fer til
Washington
Tilkynnt var í London í gær
að Macmillan forsætisráðherra
myndi fara til Washington á
þriðjudaginn til viðræðna við
Eisenhower forseta. Utanríkis-
ráðherrarnir Lloyd og Dulles
munu taka þátt i viðræðunum,
en Lloyd er þegar kominn vest-
ur í fylgdarliði Elísabetar
drottningar.
Víst þykir að viðræðurnar
muni snúast um hvað sé til
ráðs fyrir vesturveldin gagn-
vart yfirburðum Sovétríkjanna
í flugskeytasmíði og ennfremur
um ástandið í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Talið er að þessi sömu mál
hafi verið á dagskrá fundar
sem Öryggisráð Bandaríkjanna
hélt í gær. Eisenliower forseti
sat þann fund.
Nixon varaforseti sem ætlaði
'i þriggja vikna ferðalag til
Evrópu í lok þessa mánaðar
hefur frestað för sinni til næsta
árs vegna aðkallandi starfa
heirpa fyrir.
Siíkoff í Albaníu
Súkoff marskálkur, landvarna-
ráðherra Sovétríkjanna, hefur
iokjð opinberri heimsókn sinni
til Júgóslavíu. Hann kom í gær
til Tirana, höfuðborgar Albaniu,
í boði albönsku stjórnarinnar.
Bókmenntaverðlaun Nóbels
um. Verkfallið átti að standa í
sólarhring.
í ár voru veitt Albert Camus
Togarasiilias*
Sænska akademían veitti í gær bókmenntaverðlaun
Nobels í ár franska rithóíundinum Albert Camus. VerÖ-
launin nema í ár 208.628
660.000 íslenzkum krónum.
í greinargerð akademíunnar
segir að Carnus hafi hlotið verð-
launin vegna þess að hann hafi
með „þýðingarmiklum ritverk-
um sínum af skarpskyggni og
alvöru varpað ljósi á samvizku-
mál manns okkar tima“.
Yngstur í hálfa ökl
Albert Camus fæddist i Mon-
dovi í Alsír 7. nóvember 1913
og er því 43 ára. Hann er
yngsti maðurinn sem hlýtur
bókmenntaverðlaun Nobels sið-
ustu hálfa öld. Rudyard Kipling
var tveim árum yngri þegar
hann hlaut bau árið 1907.
Faðir hans var franskur, en
móðir hans opænsk. Vegna fá-
tæktar foreldranna varð hann
sjálfur að brjótast til mennta.
Hann Iagði stund á heimspeki
við háskólann í Algeirsborg, en
varð að hætta námi bæði sökum
fjárskorts og heilsuleysis.
Blaðamaður í Frakklandi
Hann hóf snemma ritstörf og
fyrstu þrjár bækur hans voru
gefnar út af forlagi í Alsír.
Fyrsta bókin kom út 1936 (Ré-
volte dans les Asturies), 1938
hélt hann til Frakklands, gerð-
ist þar blaðamaður og ferðað-
ist víða um Evrópu.
Þegar Frakkland var her-
numið af Þjcðverjum 1940,
gekk hann í andspyrnuhreyf-
inguna og var stofnandi og rit-
stjóri leymblaðsins Conibat
(Barátta).
„Aðkomumaðurinn", 1942
En hann lagði samt ekki
skáldskapinn á hilluna og árið
1942 kom út skáldsaga hans
Aðkomumaðurinn (L’Étranger),
en með henni kemst hann í
sænskum krónum, eöa um
fremstu röð franskra rithöf-
unda. Sú bók fjallar um skrif-
stofumann í Algeirsborg sem
óviðráðanlegar og tilviljunar-
kenndar aðstæður leiða til að
fremja morð. Verknaðurinn er
honum óskiljanlegur, því að
hann, aðkomumaðurinn, skilur
ekkert í beiminum, honum
stendur á sama um örlög sín,
því að ekkert kemur honumvið;
lifið er tilgangslaust, og lífláts-
dómur megnar jafnvel ekki að
vekja hann af dvala. En áður
en lýkur hr'stir hann þó slenið
af sér, og gerir uppreisn gegn
örlögum sínum.
Sama ár kom út Goðsögnin
um Sisyfos (Le Mythe de Si-
syphe), heimspekirit þar sem
fjallað er um sama efni og í
Aðkonnunanninmn.
„Plágan", 1947
Fyrsta. bók Camus sem kom
út eftir styrjöldina var Plágan
(La Peste), en hún kom út
1947. Það er sú skáldsaga hans
sem vakið hefur mesta athygli
og gefin hefur verið út í flest-
um löndum. Það er eina bók
hans -sem gefin hefur verið út
á Islandi, en hún kom í einum
bókaflokki Ivíáls og menningar i
þýðingu Jóns Óskars.
Siðan hefur hann gefið út
nokkrar bækur, leikrit, söfn
smásagna og ritgerða, og skáld-
sögur. Siðasía skáldsaga hans
Fallið (La Chute) kom út fyrir
nokkrum mánuðum.
Leikrítaskáld
Camus hefur skrifað mörg
leikrit, enda var hann leikstjóri
síðustu árin sem hann átti
heima í Aisír og lék þá einnig
sjálfur.
Leikritin Misskilningurinn (Le
Malentendu) og Caligula komu
út 1944, Umsátursástand
(L’État de Siege) 1948, Hinir
réttlátu (Les Justes) 1950. Á
síðasta vetri samdi hann og
setti á svið leikrit eftir
skáldsögu Faulkners Requiem
for a Nun og er það enn sýnt
Framhald á 11, síðu.
Togarinn Jörundur seldi í
Grimsby í gærmorgun 122.7
lestir fyrir 8.632 sterlingspund.
Karlsefni selur þan í dag og Bjami
Ólafsson og Surprise í Þj'zka-
landi í byrjun næstu viku.
Togarinn Kaldbakur landaði
nýlega 260 lestum af fiski á
Akureyri og Harðbakur 172
lestum.
Reynir með öllum ráðum að íalsa
opinberar tölur
Það var eins og óumiæðileg harmafregn dyndi yfir
ráðamenn íhaldsins þegai Hannibal Valdimarsson skýrði
frá þeirri ánægjulegu þróun í ræðu sinni í fyrradag
að bankainnlán hafa vaxið til muna í tíð núverandi
stjórnar í samanburði við það sem var er ihaldið fór
með völd; þegar þjóðin hefur ástæðu til að fagna
hryggjast valdamenn Sjálfstæðisflokksins.
Vísir reynir i gær að véfengja opinberar tölur um
þetta efni, tekur aðeins spariinnlög ba.nkanna í sex
mánuði og ber samaa, en reynir að fela staðreynd-
irnar um innlögin í heild. Sama gerðu Jóhann Hafstein
og Ingólfur Jónsson á þingi í gær og reyndu með öllum
ráðum að fara í kringum þá staðreynd að ínnlög í
banka og aðrar sparif járstofnanir hafa aukizt um
nær 50% fyrstu sjó mánuði þessa árs í samanburði við
sama tíma í fyrra. Lúövík Jósepsson viðskiptamála-
ráðherra hrakti firrur þeirra og flutti ur opinberum
gögnum eftirtaldar staðreyndir:
Rankainnlög, jafnt sparifé sem hlaupareikningar,
jukust um 98.9 miLijónir fyrstu sjö mánuði ársins 1956,
meðan íhaldið fór með völd.
Bankainnlög, jafnt sparifé sem lilaupareikningar, juk-
ust um 141 milljón fyrstu sjö mánuði þessa árs. Sá
vöxtur nemur nær 50%.
Eysteinn Jónsson fjánnálaráðherra tók einnig til
máls, staðfestí þessar tölur og skýrði frá því að þannig
hefðu breytingar á sparifé landsmanna alltaf verið
reiknaðar af bönkum og opinberum stofnunum.