Þjóðviljinn - 02.11.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.11.1957, Blaðsíða 5
 Laugardagur 2. nóvembcr 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hætta á heimskreppu að dómi hrezkra hagfræðinga KctupsýsluráS Bandarlkjanna spáir þverrandi framleiSslu og viSskipfum Viðskiptakreppa, sem skollin er á í hráefnaframleiðslu- löndum, er vís til að breiðast út um allan auðvaldsheim- inn, ef ríkisstjórnir Bretlands og Bandaríkjanna breyta ekki um stefnu í efnahagsmálum. Hætt við að lesa Sexus upp í rétti fyrir luktum dyrum DómstóU i Osló tók á mánudaginn fj’rir annað stóra klámmálið á þessu hausti, það sem höfðað var út af innflutningi á danskri þýðingu á Sexus eftir banda- ríska skúldið Henry Miller. Saksóknarinn er sá sami og flutti málið gegn Mykle fyrir Sangen om ilen röde rubin, R. A. Riekeles mála- o el Lanfeldt, danski lektorinn Erling Nielsen og Maren Sofie Röstvig dósent. Ákærðu, bóksalarnir Lyng Nissen og Carsten Ervilt, eru ákærðir fyrir að flytja inn og selja „ósiðlegar bækur“. Krefst ákæruvaldið þess að bækurnar verði gerðar upptækar. Hins vegar hefur sækjandi gefið i skyn, að hann muni ekki halda til streitu kröfu um refsingu Þetta er samdóma álit margra kunnustu hagfræðinga Bret- lands. Þeir settu skoðanir sín- ar fram í sameiginlegu bréfi, Eeni birtist í stórblaðinu Times á þriðjudaginn. Verðfall Hagfræðingamir benda á að verðlag helztu fæðutegunda og hráefna á heimsmarkaðnum hefur farið lækkandi og er nú orðið eins lágt og það var fyr- jr sjö árum, það er að segja fyrir 'Kóreustríðið. Við þetta missa hráefnalönd- in tekjur, sem nema mörgum milljörðum dollara, og nejðast því til að draga stórlega úr vörukaupum í iðnaðarlöndun- um. StöSnuð frainleiðsla Iðnaðarframleiðsla í Banda- rikjunum og Bretlandi hefur nú staðið í stað í tæp tvö ár, svo að eftirspurn þessara tveggja forusturíkja auðvalds- heimsins eftir hráefnum hefur ekki aukizt. Hagfræðingarnir telja, að stefna brezku og bandarísku ríkisstjórnanna í efnahagsmál- um sé likleg til að hafa í för með sér minnkandi framleiðslu á næstu mánuðum, svo að enn dragi úr hráefnakaupum. Leita til Sovétríkjanna Hráefnalöndin hljóta að snúa eér til Sovétríkjanna og leita þar markaða fyrir afurðir sín- ar, þegar þau sjá að framleiðsla þar fer vaxandi á sama tíma og hún dregst saman í vest- rænum löndum. Með þessum rökum skora Bandaríkjamenn báast við nýju sovézku tungli Ölliun bandarískum stjörnu- athuganastöðvum hefur verið skipað að búa sig undir athug- anir á nýju sovézku gervitungli frá og með næsta þriðjudegi. Talið er sennilegt að nýju gervitungli verði skotið upp í háloftin fyrir byltingarafmælið sem er á fimmtudaginn. Engin opinber tilkynning hefur þó verið gefin um það fyrir aust- an. hagfræðingamir á stjórnir Bret lands og Bandaríkjanna að endurskoða stefnu sína í efna- hagsmálum, sem miðar að því að valda lánsfjárskorti. Undir bréfið skrifa próf- essorarnir R. F. Kalih, E. A. G. Robinson, Richard Stone, og W. B. Reddaway frá háskólan- um í Cambridge og sir Donaid MacDougall, F. A. Burchardt, Colin Clark, Roy Harrod, T. Balogh, E. F. Jackson og G. D. iN. Worswiek frá Oxford. Horfurnar í Bandaríkjunum Kaupsýsiuráð Bandaríkjanna,; sem skipað er iðnrekendum og kaupsýslumönnum úr fremstu röð, er sammála brezku hag- fræðingúhum um að iðnaðar- framleiðsla og viðskipti í Bandaríkjunum muni dragast saman á næstunni. Ráðið, sem er Bandaríkja- stjóm til ráðuneytis, kemur saman tvisvar á ári. Það hélt fund um síðustu helgi. I skýrslu til Sinclair Weeks, viðskiptamálaráðherra Banda- ríkjanna segir Kaupsýsluráðið að fyrirsjáanlegt sé að fram- leiðsla og viðskipti í Banda- ríkjunum muni halda áfram að dragast saman þangað til ,,ein- hvemtíma á árinu 1958“. Formaður Kaupsýsluráðsins er Eugene Holman, aðalfram- kvæmdastj. olíufélagsins Stand- ard Oil og varaformaður Theo- dore V. Houser frá Sears Roe- buck vöruhúsaliringnum. Ráðið hafnar þeirri skoðun að kreppa sé í aðsigi, það kveðst. sannfært um að upp- gangstímar muni hefjast á ný eftir timabundna „aðlogun". Weeks í’áðherra er á sama máli, hann telur að atvinnulífið þurfi „að kasta mæðinni“ áður en nýtt útþenslutímabil hefst. Þrír möguleikar I grein í brezka fjármála- blaðinu Fínancial Times á mánudaginn segir Paul A. Sam- uelson, hagfræðiprófessor við Massachusetts Institute of Technology, kur.nasta tæknihá- skóla Bandaríkjanna, að fram- tíðarhorfur í bandarísku at- vinnulífi séu sem stendur mjög óljósar. Álíka gild rök má færa fyrir þrem framtíðarmöguleikum, segir prófessor Samuelson. Sumt bendir til að framleiðsl- an haldi áfram að aukast, sumt bendir til að hún staðni og sumt bendir til að afturkippur sé í vændum. Hættumerki í umræðu um efnahagsmál á brezka þinginu á þriðjudaginn sagði Harold Wilsou, fjár- málaráðherraefni Verkamanna- flokksins, að gagngerð breýt- ing hefði á siðustu mánuðum orðið í fjánnáhim hins vest- ræna hehns. Eftir fimm ára. hlé ríkir nú aftur tilfinnanlegur dollaraskortur, sagði Wilson. Þar að auki kvað hann ýmis hættumerki benda til að verð- bclga á heimsmælikvarðá væri úr sögunni og verðhjöðnun hafin. Vérðiag hráefna og mat- væla og farmgjöld með skipum hefðu stórlækkað. Vert er að hafa í hugá, að svo gott sem hver einasta við- skiptakreppa síðan 1800 hefur hafizt með verðfálli á hráefn- um og matvælum, sagði Wilson. færslumaður. Ákærðir eru tveir bóksalar í Osló. Gert hafði verið ráð fyrir að bæði bindi Sexus yrðu lesin upp í réttinum, en sakborningar féllu frá þeirri kröfu, þegar saksóknari lýsti yfir, að hann myndi krefjast þess að sumir kaflar bókarinnar yrðu lesnir fyrir luktum dyrum. Látið verð- ur nægja að afhenda hverjum dómsmanni eitt eintak af bók- i inni og ber þeim að lesa hana spjaldanna á milli. Annar með- dómandinn er kona. Verjendur hafa kallað átta vitni, þar á meðal danska bók- menntafræðinginn Peter P. Rohde, sem talinn er allra Norðurlandabúa fróðastur um skáldskap Millers. Fjórir „sérfræðingar" hafa verið kvaddir til að bera vitni, sálfræðiprófessorinn Harald Schelderup, geðlæknirinn Gabri- til handa sakborningunum. * j Alheimsmál I samiB handa \ geimförum ■ ■ ! Hollenzkur prófessor hef- i ur í fúlustu alvöru búið til • i alheimsmál — nokkurs kon- ■ 5 ar geimesperanto. Fyrir hon- 5 um vakir að gera jarðarbúa 5 færa um að gera sig skilj- 5 anlega skyni gæddúm verum, ■ sem kunna að fyrirfinnast á ■ öðrum hnöttum. « Nýja málið er m.yndað af {mei’kjahljóðum. Höfundur j þess heitir prófessor Hans j Freudenthal. Crslit stjóciia rkreppunnar í Svíþjóð urðu þau að fráfarandi forsætisráðherra, Tage Erlauder, myndaði lireina flokksstjórn sósíaldeiuókrata. Við þessu haíði verið búizt, en ekki því að drag- ast myndi í nokkra daga að Gústaf Adolf konungur fæli Erlander stjórnarniyndun. Þessir dagar fóru í árangursiausar tilraunir foringja Þjóðflokksins og Hægriflokksins, þcirra Ohl- ins og Hjalmarsons, að koma sér saman við Hedlund, fóringja Bændaflokksins, mn myndnrv samstjórnar borgaraflokkanna. Brottför Bændallokksmanna úr ríkisstjórninni var tilefni stjórn- arkrcþpunnar. Nokkuð bar á því í Svíþjóð, að mömiuin þyki konungur hafa dregið taum liægri flokkamm, einkum er hann lagði að Erlander að láta að vilja þeirra og mynda samstjórn allra flolcka nema kommúnista. Hér takast þeir i hendur konungur (t. h.) og forsæíisráðherr- ann fyrrverandi og núverandi. Bók Mykle er böniiuð fyrir bersösrli * w <J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.