Þjóðviljinn - 10.11.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.11.1957, Blaðsíða 9
Sunmidagm’ 10. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN (9 A ÍÞRÓTTIR HnSTJÖRl: FRlMANN HELCASOI* * Rabb um knattspyrnumál, 2 Hvers má krefjost cxf áhugamönnum? f rabbinu hér fyrra sunnu- dag var vikið að því að þátt- takan í heimsmeistarakeppn- inni hefði ekki haft þau á- hrif t;l eflingar knattspyrn- unni sem ætlast var, og þar voru fyrst og frémst til saka ’ sóttir sjálfir knattspyrnumenn- imir. Menn hafa bent undir- rituðum á, eftir lestur grein- arinnar, að orsökjna sé senni- lega að finna í því að þeir hafi talið kcppnina svo von- .lausa eftir að bað vitnaðist að ísland var í hópi með svo sterkum löndum sem Frakkland og Belgía eru. Hæpið er að fallast á þetta sem fullgilda á- stæðu t'l þess að knattspyrnu- menn yfirlei.tt Iögðu ckki meiri rækt við knat’tspyrnuna á síð- ásía keppnístímabili, en raun bar vitni. Það er líka ásökun um nokk- • urt hugle’ysi, að gefast upp að kalia má fyrir fram. Það mun almenn skoðun að ísland eigi að vera í íþrótta- legri samvinnu við aðrar þjóð- jr og það þrátt fyrir það, að íbúafjöldi lands okkar sé ekki m.eiri en lítiilar borgar í mörg- um hinna stærri landa. Hér er það líka undirstrikað, enda hefur það sýnt sig að með auknum samskiptum hefur í- þróttuni fleygt fram. Með tilllli til þess, hve fá- menn'r við crum, verðum við að gera okkur fulla grein fyrir þvi að aðstaða okkar verður alltaf erfiðari en hinna fjöl- mennari þjóða, þar sem úr fleiruiM er að veija, Þessum að- stöðumun verðum við að mæta með því að leggja meira á okk- ur, hver og einn, þannig að við fáum það bezta og mesta út úr hverjum manni. Því er haldið fram hcr að æska Islands í dag sé kraft- mikíl og að í’ henni sé óvenju- góður efniviður, og ætti það að bætá nokkuð upp hversu fáir við erum. Ferðir ungu knattspyrnumanna okkar t 1 annarra landa undanfarin ár sanna þetta nokkuð og verður nánar að því vikið síðar. Frjálsíþróttamenn okkar hafa og sýnt það um langt skeið með frammistöðu sinni í keppni sinní við erlenda menn, en þe'r hafa ekki látið skeika að sköpuðu um þjálfun sína og undirbúning undir átökin við erlenda iþróttamenn. Vafalaust býr sami þróttur í knattspyrnumönnunum, en þeir hafa ekki tekið æfingar sínar eins alvarlega og frjáls- iþróttamennimir. Hvað er eðlilegt að áhugamaður æfi oft Það er algengt að heyra þegar erlend iið koma hingað til keppni í knattspyrnu, hvort sem þau koma frá . Norður- löndum eða annars staðar frá, að þetta séu atvinnumenn og því ekki éðlilegt að íslenzk íið geti mikið á móti þeim. Þetta er notað sem afsökun þegar i-Ila gengur. Því er hald- ið fram að þessir menn fái að æfa þegar þeim sýnist og að þe:r fáj greidd laun fyrir. í r.".mv.’ ti’fellum er þetta rétt cg í öðrurn er það rangt. Þá vaknár sú spurning ef raun- hæ.'t ú að lita á málið: Hvað er eúliicgt að ahugamaður æfi oít? Það e'i- vitað' að atvinnu- menn æfa mun meira en á- hugamenn og beir hafa yfirleitt betri aðstöðu til æfinga en á- ' hugamennirnír. Þeir sem tek- ið háfa þátt í íþróttuni og þekkja nokkuð til þjálfunar áhugamanna munu telja að þrjár æfingar í viku, mestan hluta æfinga- og keppnistíma- bilsins, séu eðlilegar. í fyrsta lagi með tilliti til þess hvað forsvaranlegt er að gera kröf- ur t:l manna og eins til þess að eðlileg þjálfun manna komi og eðlílegur árangur og þroski. Auk þess koma svo leikirnir sem ,,aukaæfing“. Ef knattspyrnumenn gera., saman- burð á þessari kenningu og þvi raunverulega, bæði fyrstu og annararde’Hdar, munu þeir komast að því að mikið ber á milli og ef tekin er til tími’um nútíma, og raunar allra tima, skoðun um lengd eðlilegs æf- inga- og keppnistímabils’, þá má gott kalla að það sé e;n og hálf .æfing á viku til jafnaðar, sem menn yfirleitt koma á. Það þarf ekki mikinn sérfræðing til að sjá strax að þetta er al- gjörlega óforsvaranleg þjálfun fyrst menn á annað borð ætl- ast til þess að komast í knatt- i spyrnulið ■ sem standa á í keppni í fyrstu eða annarri deild. Híakka í sama fari Eins og knattspyrnuþjálfun er nú upp byggð í knattspyrnu- félögunum hér verður hún meira og minna hjakk í sama fari. Þetta stafar ekki af því að menn viti ekki betur hvað er rétt og hvað á að gera, það sem er að er að knattspyrnu- mennirirr vilja ekki gera það sem rétt er eða þeir nenna því ekki.iOg er hvorugt gott. Við búum við stutt sumar og því er nauðsyn að nota vet- urinn miklu betur en gert er til að undirbúa þetta stutta sumar. Er þar rnargt hægt að gera og kemur þar fyrst til leikf'mi sem hentar knatt- spyrnumönnum. Allur fjöldinn af knattspyrnumönnum forðast leikfimi, eins og þeir geta; þeim finnst.hún sennílega leið- inleg, þeir opna ekk[ hug sinn fyrir þeim áhrifum sem hún getur haft og létt þeim síð- ar strit ,og erfíði leikja sumars- ins. Þeir vilja heldur sem þeir kalla hvíla sig, svo að þeir komi vel hvíldir til voræfing- anna. Þeir gera sér ekki grein fyrir að allan veturinn er þjálfun að fara neðar og neð- ar og endar þannig að þeir eru á sama stað og þeir voru vor- ið óður. Þeir hafa ekki viljað skilja að það er mikilvægt að sleppa sem stytztum tíma úr af árinu til þess að hrapa ekki niður aftur, heldur halda því við sem unnizt hefur það ár- ið og hlaða ofan á næsta æf- inga- og keppnistímabil. Þetta er ef til y:ll eitt það alvarleg- asta sem steðjar að knatt- spýrnunni hér, og kemur. þó margt fleira til sem vikið verð- ur að síðar. ,,Það þarf að gera meira fyrir þá“ í sumar máttj sjá í blaði ^ urn að leggja harðara að okkur fyrir mannfæðina, vera fórnfús- ari, vinnusamari, harðgerðari, viljasterkari eg raunsærri á kaldar staðreyndir. Þvr meir sem áhrifa peninga gætir og menn láta leiðast af þeim til að iðka íþróttir, því meir fjar- lægjumst við þá hugsjón sem við íþróttirnar og íþróttastarfið er bundin. Að vísu er þetta tíðarandjnn . í dag þar sem peningar koma svo víða við og hver tími er reiknaður ti) peninga, með réttu og röngu, í tírna og ótíma. Asakanir knatt- spyrnumanna ; Mestan hluta knattspyrnu- tímabilsins hafa knattspymu- menn enga afsökun fyrir æf- ingaleysi , sínu nema hvað þeir hafa ekki tíma, að þejrra sögn, sem í flestum tilfellum er ekki rétt, aðeins afsökun. Það skal •viðurkennt að um aðalhluta kapþleikjatímabilsins hafa þeir nokkra afsökun, en hún ‘stafar af rangri Jeikjaskipan og hef- ur svo verið um rnörg ár; er sem þe;r ýsem þvL jáða hafi- ekki, komið auga á þáð ennþá. Hinir þéttu leikir og það hvernig þeim er niður raðað stórskemifta æfjngar, . að minnsta kosti hér i Reykja- vik, og verður síðar um það rabbað hér. Hér vantar ekki aðstöðu, hér vantar ekki efnivið, hér vantar ekki verkefni, en það vantar vilja til að ná árangri og til að skipuleegja knaítspyrnuna þannjg að hún nái þeim þroska sem Tiægt er, og það vantar þann aga sem fær menn til að taka þessi mál. aivarlega. BISIKIBI II B BEBICEIII B « AuglýsiB I Þ'/óSvilfanum BEBKSIBIBBÐI einu að ekki væri vel gert við knattspyrnumenn okkar og að þvi vikið að það-þyrfti að gera ■me'írá’. fyri).- þá,' eins ög ,það 'vár orðáð. Var ,eklíi annað' að •skjlj’a en i’áðið til þess að fá knatt- spymumenni n a til að æfa for- svaranlega væri að láta þá fá eitthvað fyrir það. Hér virðist skjóta upp koll- inum hugmyndinni um at- vinnumennsku og er auðvitað vatn á myllu þeirra leikmanna sem ala svo mjög á því að ekki sé von á að íslenzkir knatt- spyrnumenn standj sig í við- ureigninni við atvinnumennina. Við þessa ágætu menn verður að segja að á meðan fslending- ar eru ekki nema 160 þús. og þó sú tala ykist um helmjng er ekki að ræða um atvinnu- mennsku, ,af ástæðum sem all- ir, sem pokkuð hugsa um það mál, skilja fullvel. Það er því í sannleika raunalegt, ef menn í alvöru metast við erlenda at- vlnnumenn og láta það hafa áhrif á aðgerðir sínar bejnt eða óbeint. í því fámenni sem hér er um að ræða er ekki grundvöllur fyrir þvi að greiða íþróttamönnum laun fyrir þátt- töku þeirra í íþróttum, félags- Hfið þoljr það ekki og íþrótt- irnar þola það ekki. Það ber að sama brunni að við verð- Meppiii i körfcikna&tleife að Ilsilogalaiidi á itiorgnii Eins og skýrt var frá í blað- inu fyrir skömmu, kom hing- að til landsins í s.l. mánuði bandaríski körfuknattleiks- maðurinn Jolin A. Norlander, sem hefur samfleitt í mánað- artíma æft íslenzkt lið í körfuknattleik. Hann kom hingað til lands- ins á vegum Í.S.Í. og reyk- vískra fólaga, sem leggja stund á þessa íþrótt. Hínn 13. þ.m. mun Norlander halda héðan heim til Bandaríkjanna. í kveðjuskyni við hann, hefur verið efnt til keppnj í körfu- knattleik n. k. mánudagskvöld, sem fer franr í íþrótt.ahúsi í. B.R. að Hálogalandi og hefst keppnin kl. 8.15. Keppni þessi fer þannig frarn, að úrvalslið S-Vestur- lands mun leika tvo leikj víð úrvalslið Bandaríkjamanna frá Keflavíkurflugvelli. í liði Bandaríkjamanna er vitað um a.m.k. tvo leikmenn, sem hlot- ið hafa titilinn „AIl Amerjcan“ vestan hafs, en sem kunnugt er eru það einungis hinir hæf- ustu, sem eru valdir í þann hóp. Úrvalslið S-Vesturlands hef- ur verið valið af þriggja maiina nefnd, sem hr. Norland- •er átti sæti í og skipa þeSsir menn liðin: Birgir Örn Birgis (Ármann) v.bakvörður. Frjðrík Bjamar- son (ÍKE) h.framherji. Geir Kristjánsson (Gosa) h.frmb. Guðmundur Georgsson (Gosa) . li.bakvörður. Gunnsr Jónsson . (KR) v.bakvörður. Gunnar O. Sigurðsson <Gosa) v.bakvörð- ur. Helgi Jóhannssoö <ÍR) mið- framherji. Helgi Jónsson (ÍR) . v.framherji. Hjálmar Theó- dórsson (ÍFK) v.íramherji. Ingi Gunnarsson (ÍKF) v.bak- vörður. Ingi Þór . Stefánsson • (ÍR) v.bakvörður. Ingi Þor- . steinsson (Gosa) v.farmherji. Jón Eysteinsson (ÍS) h.fram- herji. ’ Kristinn Jóhannsson . (ÍS) h.bakvörður. Lámss Lár- usson (ÍR) h.bakvörður.' Matt- hias Matthíasson (Gosa) mið- framherji. Pétur Rögnvaldsson (KR) mlðframberji. Rósmimd- ur Guðmundsson (ÍR) mið- framherji. Sigurðnr Gíslason (KR) miðframherji Þörir Ar- jnbjarnarson (Gosa) v.bak- vörður. Þórir Ólafseon (ÍS) h,- framherji.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.