Þjóðviljinn - 22.11.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Rúmlega 100 þúsund heklarar nú Innan sandgræðslugirðinga GirSmgarnar eru 50 fals'ms i 10 sýslum og samfals 670 kilómefrar oð lengd Sandgræöslan hér á landi er jafngömul fyrstu skóg- ræktarlögunum, hálfrar aldar. Á þessu tímabili hafa ver- iö reistar 50 sandgræöslugiröingar í 10 sýslum'landsins. Eru giröingarnar samtals 670 km aö lengd og umlykja rúmlega 100 þús. hektara lands. Stærstu sandgræöslu- girðingarnar eru í Rangárvallasýslu, Þingeyjarsýslum, Árnessýslu og Skaftafellssýslum; 1 þessum sýslum eru 5/8 hlutar alls þess lands sem Sandgræöslan hefur girt. Framangreindar upplýsingar gaf Páil Sveinsson, sandgræðslu- stjóri, blaðamönnum á fundi með þeim i fyrradag í tilefni 50 ára afmælis Sandgræðslu ríkisins. Brauti-yðjandastarf Guianlaugs Kristnuuidssonar Páll sagði, að löngu fyrir 1907 hefðu verið gerðar ýmsar rann- sóknir í sambandi við uppfok og sandgræðslu hér á landi, en þær hefðu þó ekki orðið skipu- legar fyrr en eftfr aldamótiri síð- ustu. Áhugi manna fýrir sand- græðslu og heftingu uppblásturs hefði fyrst verulega vaknað eft- ir tímabilið 1860—1890, en þá var mjög kalt í veðri, þurrt og vindasamt og blés landið mjög mikið upp, einkum sunnanlands og þá sérstaklega í Eangárþingi. Gunnlaugur Kristmundsson var ráðinn fyrsti sandgræðslustjóri, en ha;nn varð ie(inna fyrstur manna hér á landi til að gera ýmsar athuganir á uppfoki og sandgræðslu um og fyrir síðustu aldamót. Páll Sveinsson fór miklum lofsorðum um starf Gunnlaugs og kvað bað undravert hve miklu hann kom í verk á 40 ár.a starfsferli, miðað við þau fjárframlög sem veitt voru til sandgræðslunnar, Vantrú manna á þessu starfi var líka óskapleg fyrstu árin, en Gunnlaugj tókst með verkum sínum að gjör- breyta almenningsálitinu. Aðalmarkmiðið hið sama Á síðustu árum hafa orðið ýrrisar breytingar á starfssviðj Sandgræðslunnar og það hefur færzt út, en aðalmarkmiðið er hið sama og þegar Gunnlaugur Kristmundsson tók við starfi sínu fyrir 50 árum, sagði Páll Svejns- son, að verja það land, sem er' í mikilli liættu vegna sandfoks, liefta frekari uppblástur og koma gróðri í örfoka land. Páll gat þess m. a. að það væri lauslega áætlað, að fyrir neðan 400 m hæðarlínu væri 3^00—4000 ferkm, mjög’ lélegt og lítilsvert haglendi með hýj- ungsgróðri notað til beitar. Þetta land mætti gera að mjög góðu rytjalandi með því einu að bera á það tvær lil þrjár tegundir af tilbúmim áburði í 1—2 ár, eftir því hve mikiill gróðurinn er. Kvaðst Páll geta fullyrt, að eng- in ræktun væri fjárliaglega hag- kvæmari en einmitt þess rækt- un. Erfið viðfangsefni Páll Sveinsson sandgræðslu- stjóri drap einnig á, að þau svæði, sem Sandgræðslan hefði síðast tekið til ræktunar hefðu reynzt mjög erfið viðfangs, en það er Landeyjasandur og Hóls- sandur á Fjöllum. Allt ríkis- framlagið á þessu ári, 1 millj. kr., hefði runnið til þessara framkvæmda og því hefðu eldri sandgræðslusvæði orðið að sitja á hakanum. , ; - - ,, Landeyjasandur er einn t. d. 11 þús. hektarar að stærð og þar er ekki einungis við vindinn að að stríða heldur sameiginlega v.atn og vind. Kvað Páll oft ó— verandi á Landeyjasandí vegna sandfoks í úrheliisrigningu! Svo grófur er sandurinn að vatn bindur hann ekki, Melgresið þyldi þó slík aftakaveður ótrú- lega vel. Skógræktarlögin 50 ára í dag Framhald af 12. síðu. furu. Sveinn Pálsson læknir hafði þungar áhyggjur af skógaeyðingu á íslandi, og Jón- as Hallgrímsson vildi láta leita til Norður-Noregs til þess að afla fræs. Ólafur Stefánsson stiftamt- maður og Magnús Stephensen sonur hans hvöttu mjög til trjáræktartilrauna. Gefin var út bæklingur eftir Baldvin Einars- son árið 1827 um ræktun og viðhald birkiskóga, og framan af nítjándu öldinni voru gerðar allmavgar tilraunir með inn- flutning trjóa. Elzti trjágarður á landinu er á Skriðu í Hörgárdal, þar sem Þorlákur Hallgrímsson ræktaði fagran garð á árunum milli 1820 og 1830, og til skamms tíma hafa verið til tré á Akur- eyri, er gróðursett voru um og eftir aldamótin 1800. Carl Ryder Það var danskur skipstjóri, Carl Ryder að nafni, er af eig- in hvötum sótti um styrk til danska landbúnaðarráðiineytiS- ins og Alþingis til þess áð geta hafið skógrækt á íslandi 1898. Til liðs við sig fékk hann Prytz prófessor í skógrækt við Land- búnaðarháskólann danska. Fengu þeir danskan skógfræð- ing, Flensborg að nafni (er síð- ar varð forstjóri Heiðafélags- ins danska) og vann hann hér á landi hvert sumar árið 1900 til 1906. Árið 1899 hóf Ryder rœdd í efri deild Umferðalagafnimvarpið var til 3. umr. á fundi efri deild- ar Alþingis í gær, en umræð- unni var fljótlega frestað sam- kvæmt beiðni Sigurvins Einars- sonar og Jóhanns Þ. Jósefsson- ar, er kváðust hafa komizt yf- ir svo mikilsverðar upplýsingar um tiltekið atriði frumvarps- ins, að þeim yrði að gefast kostur að vinna úr gögnunum. Friðjón Skarphéðinsson, Friðjón Þórðarson og Páll Zóphóníasson mótmæltu frest- un, og töldu að hún yrði til þess eins að taíja málið. Litlu sjúkrahúsin afskipt FramsögurœSa Gunnars Jóhannssonar v/ð 1 .umr. um frumvarp þeirra Karls GuSjónssonar Á fundi neöri deildar Alþingis í gær var til 1. umræöu frumvarp þeirra Gunnars Jóhannssonar og Karls Guö- jónssonar, sem ætlaö er aö jafna aöstööu sjúkrahús- anna á landinu meö því að hækkaöur sé styrkur til sjúkrahúsa sem hafa færri en 100 sjúkrarúm. r~ ÆFR heldur skemmtun Æ.F.R. heldur skemmtun að Tjarnargötu 20 laugar- daginn 23. ■ nóvémber n.k.. fyrir félaga og gesti þeirra. — Góð hljómsveit. Skemmtinefndin. Fyrri flutningsmaður, Gunn- ar Jóhannsson flutti framsögu- ræðu um málið, og fer liér á eftir kafli úr ræðu hans: 1 gildandi sjúkrahúsalögum er ríkisstyrkur til sjúkrahúsa ákveðinn í þrennu lagi eftir því hvað sjúkrahúsin eru stór, hafa mörg sjúkrarúm. — Stærstu sjúkrahúsin, þau sem hafa 100 sjúkrarúm eða fleiri fá hæstan dagstyrk, 20 krónur á hvern legudag sjúklinga sinna. Sjúkra- hús með 20 til 100 sjúkrarúm- um fær 10 kr. dagstyrk, en minnstu sjúkrahúsin, þau sem hafa innan við 20 rúm fá að- eins 5 kr. dagstyrk á hvem legudag, þannig er þessum mál- um fyrirkomið að þau sjúkra- hús sem mesta þörf hafa fyrir að fá háan styx-k vegna rekstr- arörðugleika, sem meðal ann- ars orsakast af því hvað sjúkrahúsin eru lítil, eru ekki talinn styrkhæf nema að einum 4 eða helmingi á við hin stærri sjúkrahús. Einhver skilyrði mumi sett um þjónustu á hinum styrk- hærri sjúkrahúsum, en ]>að stendur þó óhagganlega, að hversu fullkomna þjónustu og aðbúnað sem hin smærri sjúkra- hús veita, em þau ekki talin styrkhæf nema að einum fjórða og helmingi á við stærri hús- in. Þessi ákvæði núgildandi 'sjúkrahúslaga em í fullkomnu ósamræmi við þá alkunnu reglu að rekstur fyrirtækja er í langflestum tilfellum fjár- hagslega erfiðari, eftir þvi sem þau eru minni. Ekki verður séð að rekstur sjúkrahúsa sé nein undantekning frá þessari reglu nema síður sé. Það liggur ljóst fyrir að sjúkrahús stór og smá verða að vera útbúin með sem beztum og fullkomnustum tækj- um. Mörg af nauðsynlegustu áhöldum sjúkrahúsanna eru mjög dýr og oft á tíðum of- viða fátækum bæjar- og sveita- félögum að geta eignazt þau ef ekki kæmi til fjárhagslegur stuðningur margskonar menn- ingar- og líknarfélaga og al- mennings í hlutaðeigandi bæj- ar- og sveitarfélagi, til kaupa á nauðsynlegum sjúkratækjum. Hið mikila misræmi og órétt- lætið sem í þvi liggur að rikis- styrkurinn til sjúkrahúsanna skuli ekki vera sá sami á legu- dag hvar sem er á landinu er hrein og bein óhæfa og slíkt fyrirkomulag er ekki þolandi öllu lengur. Við flutningsmenn viljum með frumvarpi þessu freista þess að fá fram leiðrétt- ingu á ósamræmi því sem í nú- gildandi styrktarákvæðum til sjúkrahúsanna felst. Við bend- um á í greinargerðinni að ef allur sjúkrahúsastyrkurinn yrði jafnaður, þannig að hann yrði 15 kr. á legudag til allra sjúkrahúsa, sem hann sam- gróða. kvæmt sjúkrahúsalögunum næi' til, mundi ekki verða um neina teljandi útgjaldabreytingu að ræða fyrir ríkissjóð frá því sem nú er. En við lítum svo á að hafi einhver réttlæting verið til að ákveða stærstu sjúkrahúsunum 20 króna styrk á hvern legudag eins og gert var við setningu laganna frá 1953, þá sé vart sanngjarnt að lækka hann nú, þar sem vitað er að sjúkrahúsrekstur mun ekki hagkvæmari nú en þá var. Fyrir því höfum við flutnings- ingsmenn ekki viljað hrófla við 20 kr. gjaldinu og leggjum til að það gjald haldist óbreytt hjá þeim sjúkrahúsum sem það nú nota og hafa yfir 100 sjúkrarúm. En að styrkur allra smærri sjúkrahúsanna hækki úr 5 eða 10 krónum á legudag í 15 krónur og verði þannig , . ...... stefnt að jafnaði milli stórra a slnum tlma lafmmkil i og minni sjúkrahúsa og þar með lagfært það ranglæti sem í gildi hefur verið undan farin ár. Það er mikið rætt og ritað um nauðsyn þess að ltoma á jafnvægi i byggð landsins. Stöðva fólksflutninga hingað suður o. s. frv. En ekki duga orðin ein. Athafnir þurfa að fylgja í kjölfar loforða. Mis- ræmið og óréttlætið í þessu eina máli hefur sína sögu að segja og er óþolandi undir að búa og verður að leiðrétta. Fá- tæk bæjar- og sveitafélög fá vart undir því risið að greiða árlega hundruð þúsunda króna í rekstrartap til sjúkrahúsanna sem lægstann styrkinn fá, á sama tíma sem þau sjúkrahús sem fá hæsta styrkinn eru rek- j inn hallalítil eða jafnvel með skógrækt á Þingvöllum, og ár- ið eftir á Grund í Eyjafirði. Árið 1901 var stofnað í Rvík Skógræktarfélag Reykjavikur, hlutafélag, undir fornstu Þór- lialls Bjarnasonar, síðar bisk- ups. Á vegum þess félags hófst skógræktarstarf við Rauða- vatn. Fyrstu tilraunirnar báru misjafnan árangui', þar sem alla reynslu og þekkingu vant- aði. Skógræktarstjóri — Skipaöir verðir. Á árunum 1905—190S luku fyrstu íslenzku skógarverðirnir námi og tóku til starfa, voru það Steí'án Kristjánsson, Einar E. Sæmnndsen, Guiíormiir Pálsson og Snmariiði Halldórs- son. Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur voru friðaðir. Skógræktarlög eru sett 1907 og snemma árs tekur A.F. Kofoed Hansen, fyrsti skógræktar- stjóri íslendinga til starfa. Hann vann af miklum dugnaði ! að brýnasta verkefirinu: vernd- un íslenzkra skcgarleifa, — en fram að 1930 snerist starfið fyrst og fremst að því. Tímamót. Árið 1933 markar tímamót í sögu íslenzkrar skógræktar. Þá keypti Guttormur Pálsson eitt kg. af síbirisku lerkifræi. Nú er vaxinn upp af því fræi lerkiskógur þar sem meðalhæð trjánna er orðin 7,7 m og við- arvöxturinn 16 teningsm. á hektara á ári. Aðeins þessi lerkiskógur liefur með vexti sínum gert allar mótbárur gegn ræktun nytjaskóga á ísl- landi að ómerku lijali. Nýjar trjátegundir. Þegar eftir 1935, er Hákon Bjarnason tók við skógræktar- stjóminni var á ný farið að leggja áherzlu á innflutning erlendra trjátegunda, en eink- um trjátegundir. Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri hefur gert skógrækt- aráætlun fyrir árin 1958 til 1962. Setur hann það takmark ð auka plöntuframleiðsluna upp í 2 millj. plantna á ári. Slíkt er hægt í gróðrarstöðv- unum, en til þess vantar meira fé. Árlegar tekjur Skógræktar- innar eru um 5 millj. kr., og þyrfti ekki að bæta við nema ca 250 þús. til þess að hægt væri að auka plöntuframleiðs- una um nær helming. Verði plantað 2 millj. barrplantna árlega verður trjáframleiðslan land- inu árlega og nú er flutt inn af greni og furu. Varðandi fjáröflun má á það benda að beinast virðist liggja við að timburtollurinn, eða a.m.k. hluti hans, rynni til skógræktarinnar, en bæði Norðmenn og Svíar afla fjár til skógræktarinnar með þeim hætti. Þá virtist og vart dauða- synd þótt Skógræktinni væri aflað tekna af fleiri vindlinga- tegundum en nú er. Stærsti ávinningurinn I skógræktarmálunum er raun- verulega sá að nú eru starf- aiuli skógræktarfélög í flestum sýslum landsins, og skilningur hefur margfaldazt á því aS trjárækt er beinlínis stórt fjár- hagsatriði í þjóðarbúskapmun í framtíðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.