Þjóðviljinn - 26.11.1957, Qupperneq 3
Þriðjudagur 26. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — ('3
— sagði bæjaiíulltrúi íhaldsins, er tillaga
Alfreðs Gíslasonar um aukna starfsemi
Heilsuverndarstöðvarinnar var rædd
Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur á fimmtud. felldi
íhaldiö tillögu Alfreðs Gíslasonar um aö beina þvi til
stjórnar Heilsuverndarstöövarinnar, hvort tímabært sé aö
auka starfsemi stöövarinnar meö því aö taka þar upp
nýja þætti heilsuverndar.
Tillaga Alfreðs var svohljóð-
andi:
„Bæjarstjórnin beinir
því til stjórnarnefndar Heilsu-
verndarstöðvarinnar, Iivort
tímabært sé, að liennar áliti,
að auka starfscmi stöðvarinn-
ar með því að taka þar upp
nýja þætti heilsuverndar. Vill
bæjarstjórnin í því sambandi
scrstaklega nefna sjónvcrnd
(vörn A’ið glákublindu, leið-
beiningar um ljósaútbúnað í
skólum og á vinnustöðvum o.
fl.) og geðvernd (einkum leið-
beiningar um lausn geðrænna
vandamála)“.
I
6 greinar heilsu-
verndar af 13
í framsöguræðu sinni minnti
Alfreð Gíslason á, að í heilsu-
verndarlögunum væru taldar
upp 13 greinar heilsuverndar,
en af þeim væru nú 6 ræktar í
Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur.
I sömu lögum er gert ráð fyr-
ir að bæjarstjórnin skuli á-
kveða í reglugerð hverjar
heilsuverndargreinar skuli
ræktar og kvaðst Álfreð hafa
flutt tillögu sína með hlið-
sjón af því lagaákvæði.
í tillögu minni sagði Alfreð,
nefni ég til dæmis um nýja
þætti heilsuverndar sjónvernd
og þá sérstaklega vörn gegn
glákublindu, og geðvernd, eink-
um leiðbeiningar um lausn
geðrænna vandamála. Benti Al-
freð á þá alvarlegu staðreynd,
að 60% allra Islendinga sem
blindir væru hefðu gláku-
blindu. Blindu af völdum gláku
væri þó unnt að verjast, ef tek-
ið væri fyrir sjúkdóminn i
tíma. í sambandi við sjónvernd
kæmi ýmislegt fleira til, svo
sem leiðbeini.ngar um ljósaút-
búnað, meðferð á rangeygðum
börnum o.fl.
30 ára afmælis
FÍ. minnztá
skemmtifundi
Þrjátiu ára afmælis Ferðafé-
lags Islands verðúr minnzt á
skemmiifundi í Sjálfstæðishús-
inu annað kvöld, 27. nóvember,
en þann dag 1927 var félagið
stófnað.
Skemmtúnin hefst með á-
varpi Géirs' G/ 2k>ega formanns
félagsíns, 'þá verður sýnd lit-
kvikmynd úr Öræfum dg af síð-
asta Skeiðarárhlaupi, sem Vig-
fús Sigurgeirsson ljósmyndari
tók, • Jón Eyþórsson les kafla
úr bók Páima Hannessonar
réktörs „Landið okkar“ — og
síðan verður myndagetraun úr
árbókum Ferðafélagsins. Fyrstu
verðlaún eru ævifélagsskírteini
F1. Þá segir Hailgrimur Jónas-
eon kennari sögu og að lokum
verðúr stiginn dans til kl. 1
eítir fniðnætti.
Þá gat flutningsmaður til-
lögunnar þess, að leiðbeiningar
um iausn geðrænna vandamála
hefðu gefizt mjög vel í ná-
grannalöndum okkar, t.d. í
Danmörku, og væri því sjálf-
sagt, að athugað yyði hvort
ekki ætti að taka hér upp þann
þátt heilsuverndar.
Dr, Sigurður Sigurðsson var
fenginn til þess að mæla af
hálfu íhaldsins gegn tillögu Al-
freðs Gíslasonar. Sagði lækn-
irinn að hún væri algerlega ó-
þörf! I athugun væri hjá
Heilsuverndarstöðinni, hvort
taka ætti upp þann þátt heilsu-
verndar sem snýr að sjón-
vemd, einkum að því er snert-
ir augnskekkju barna, en enn
hefði ekkert verið ákveðið hvað
gera skuli. Hvað snerti geð-
verndina hefði lengi verið í at-
hugun að hefja eftirlit með
geðheilbrigði skólabarna. og
yrði sá þáttur væntanlega tek-
inn upp á næsta ári.
Bar Sigurður Sigurðsson
síðan fram frávísunártillögu
og var hún samþykkt af í-
haidsfulltrúunum átta. Kom til-
laga Alfreðs því ekki til at-
kvæða.
Aðalfimdi L.Í.Ú.
lauk í nótt
Fundur Landssambands ís-
lenzkra útvegsmanna hófst að
nýju í gaer kl. 2 s.d., en fund-
arhl.c var gerL á sunnudag eins
pg á.ðúr var gétið í blaðinu.
Fundii-finn hófst með því, að
lagðar voru fram tillögur af-
urðasölunefndar. Fjölluðu þær
að meginefni um rekstursgrund-
vö’l vélbáta og togara á næsta
ári. Ennfremur flutti nefndin til-
lögu um rekstursgrundvöll fyrir
vélbáta, sem veiða fisk eða
kaupa fisk til að sigla með hann
ísvarinn til sölu á erlendum
markaði. Miklar umræður urðu
um skort á fiskimönnum og til-
lögur þær, sem nefndin flutti
um það mál.
Þegar síðast frétt'ist stóðu um-
ræður um þessi mál öll og var
afgreiðslu þeirra ólokid. Vitað
var um fjölmörg önnur mál, sem
biðu umræðu og afgreiðslu fund-
arins. Ætlunin var að ljúka
fundinum í gærkvöld eða í nótt
sem Leið.
Þrír íhaldsfulltrúar
Framhald af 12. síðu.
gott þykir. Eru dæmi til þess
að fólk, sem hefur sigrað í
prófkosningum þessum, hefur
alls ekki fengið að vera á
listanum fyrir ofríki klíkunnar,
sem ræður á bak við tjöldin.
Talið er að mikill viðbúnað-
ur sé þegar í gangi hjá ýmsum
„streberum" íhaldsins. Eru þar
einkum tilnefndir menn eins og
Þorbjörn í Borg og Frederik-
sen vélsmiðjueigandi, er verið
hafa varamenn en báðir telja
sig rétt borna til aðalsætis á
listanum að þessu sinni.
Sjálfsafcfreiðsluverzlun KRON í Kópavogi. Loftið er
þakið ESWA-rafgeislaliitunar'plötum með inngreiptum
Ijósastœðum.
Framleiðsla á ESWA-hita-
piötuiii hafin hér á landi
Rafgeislahitun hf. hefur sett verksmiðjuna
á fót í samvinnu vio norska íirmað
Fyrirtækiö Rafgeislahitun h.f. hefur nýlega hafið starf-
rækslu verksmiðju til framleiðslu á ESWE-plötum fyrir
rafgeislahitunarkerfi. Verksmiðjan er stofnuð í samvinnu
við Norsk Eswa A/S í Osló og eru plöturnar framleiddar
meö einkaleyfisaöferð þess firma.
haldsblað fordœmir Frede-
riksen-hneykslið
Kcefst yficlýsingar fca borgarsíjóca en kveðuc
fycirsláti og kattarþvott aðeins geca illt vecra
Frásögn Þjóðviljans um Fred-
eriksen-hneykslið hefur vakið
almenna athygli og eru menn á
einu máli um að þau vinnubrögð
bæjarstjórnarihaldsíns sem þar
koma fram séu með öllu óverj-
andi.
Eitt af blöðum íhaldsins,
Mánudagsblaðið, getur ekki einu
sinni orða bundizt og fordæmir
að smíði biðskýlanna skuli hafa
verið afhent Björgvin Frederik-
sen bæjarfulltrúa. Kveður blað-
ið bæinn eiga „i höggi við maxg-
ar afætur . . scm fcst haía sig
á spcna bæjarins og draga það-
an stórfé. Hafa verið unt þetta
miklar sagnir undanfarið, og
tími tíl kominn, að bærinn geri
nú hreint fyrir dyrum og „slái
niður“ þessar sögusagnir — ef
það þá er mögulégt að gera
það“.
Síðán staðfestlr þetta málgagn
íhaldsins að Frederiksen hafi
fengið smiði biðskýlanna án út-
boðs. Kemst blaðið síðan þannig
að orði:
„Ábyrgir menn, sem vel þekkja
til þess ania, fullyrða að verkið
sé nú unnið irieð mjög hagstæð-
urn kjörum fyrir verktaka (þ.e.
Björgvin Frederiksen), en aftur
á möti með mjög óhagstæðum
kjörum fyrir bæinn, þ.e.a.s.
skattgreiðendur.
Fullyrt er, að livert skýli, sem
nú er byggt eða er í byggingu,
kostí allt að 40 þús krónur, —
en myndi ef boðið hefði verið
út ca. kr. 6—10 þúsund. Hér er
um að ræða bitling sem einn
af bæjarfulltrúum tekur að sér
Framh. á 11. síðu
Hér á landi var fyrsta raf-
geislahitunarkerfið sett upp vor-
ið 1954. Rafgeislahitun h.f. var
svo stofnað síðar á því ári og
hóf starfsemi sína við uppsetn-
ingu slíkra hitakerfa hér sejnni
hluta árs 1955. Síðan hafa ver-
ið sett upp um 70 rafgeislahitun-
arkerfi víðsvegar um landið. Er
þar um að ræða alls konar hús-
Erik Bjerkcseth
íbúðir, skóla, samkomu
iþróttahús, verzlanir og
næði,
hús,
iðnaðarhúsnæði.
Nemendatónleikar Demetz
í Gamla bíói á föstudag
N.k. föstudag efnir Vincenzo Demetz óperusöngvari og
söngkennari til söngskemmtunar í Gamla bíói meö
nokkrum nemenda sinna.
Demetz efndi til nemenda-
tónleika í fyrrahaust, sem
kunnugt er, og vöktu þeir
mikla athygli. Að þessu sinni
koma fram fleiri nemendur en
þá eða alls níu og meðal þeirra
nokkrir þekktir söngvarar.
Nemendur Demetz sem koma
Eygló Viktorsdóttir, Ingveldur
og Sigurveig Hjaltested, Bjarni
Guðjónsson, Hjálmar Kjart-
ansson, Jón Sigurbjörnsson,
Jón Víglimdsson, ölafur Ingi-
mundarson og Ólafur Jónsson,
en að lokum mun kennarinn
sjálfur syngja.
Hver einstakur nemendanna
mun sjmgja eitt íslenzkt lag á-
samt ýmsum óperuaríum. ís-
lenzku lögin eru eftir Emil
Thoroddsen, Pál ísólfsson, Pét-
ur Sigurðsson, Sigfús Einars-
son, Sigvalda Kaldalóns, Svein-
björn Sveinbjörnsson, Þórarin
Jónsson og Þorvald Blöndal, en
fram á söngskemmtuninni eru aríurnar eru úr óperum eftir
Donizetti, Mozart, Puccini og
Verdi. Auk þess eru á efnis-
skránni ítölsk lög og óperu-
dúettar.
Eins og í fyrrahaust annast
dr. Victor Urbancic undirleik á
píanó.
Tónleikamir hefjast í Gamla
bíói kl. 7.10 á föstudag.
Efnið í þessi kerfi hefur að
mestu leyti verið flutt inn til-
búið frá Noregi. S’íkur innflutn--
ingur á hverju einstöku kerfi
var hinsvegar ýmsum vand-
kvæðum bundinn. Afgreiðslu-
tími varð langiir og auk þess
ollu gjaldeyriserfiðleikar oft
vandræðum. Því var horfið að
því ráðj að hefja framleiðslu
hitaplatanna hérlendis. Það hef-
ur m.a. þá kosti í för með sér
að afgreiðslutími styttist. Gjald-
eyrisvandræði ættu einnig síður
að verða til fyrjrstöðu þar sera
um það bil 70—80% hráefnisins
er hægt að fá frá vöruskipta-
%
löndum.
Síðastliðið sumar fór
Magnús Guðmundsson rafvirki
til Noregs til að læra fram-
leiðsluaðferðirnar í verksmiðju:
Norsk Eswa A.S. í Gjövik, og
mun hann hafa með höndum
stjórn framleiðslunnar hér.
Sl. v'ku dvaldist hér í Reykja-
vik Erik Bjerkeseth verkfræð-
ingur frá hinu norska firma. Var
erindi hans að leggja síðustu
hönd á skipulagningu Eswa-
verksmiðjunnar í Einholti 2, en
e'nníg flutti hann hér fyrirlestra
um geislahitun, m.a. í samv’innu
við Iðnaðarmálastofnun íslands.
Er blaðamönnum var sýnd
verksmiðjan fyrir helgina skýrði
Bjerkeseth verkfræðingur fra
því, að Norðmenn hefðu fram-
leitt Eswa-hitaplötur síðan 1939
og væru nú í Noregi í notkuni
rafgeislahitunarkerfi með yfir
200 þúsund fermetra hitafleti,
Á síðustu árum hafa þessi kerfi
einnig náð talsverðri útbrejðslil
í öðrum löndum, einkum í Dan-
mörku og Vestur-Þýzkalandi. I
Ameríku, Sviss og Austurríki
hafa rafgeislahitunarkeríi afi
sv paðri gerð einnig náð nokk-
urri útbreiðslu.
Sinióitíuhljómsveitin
Framhald af 12. síðu.
óperunni Brúðkaup Figaró eftir
Mozart, forleikur að óperunni
„Die Freischiitz“ eftir Wdber
og sinfónía í D-dúr nr. 9 eftir
Schubert.