Þjóðviljinn - 26.11.1957, Side 7

Þjóðviljinn - 26.11.1957, Side 7
Þriðjudagur 26. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 „Vort leiksvið er hin bjarta Verónsborg. Hér berjast ættir tvær af fomri heift ........“ Þannig hefst „Rómeó og Júl- ia“, fegursti og frægasti 'harmleikur sem ortur liefur vcrið um ástina-; þá sorgar- sögu þekkja allir. Leikaran- um og leikskáldinu enska Peter Ustinov kom það snjall- ræði í hug a'ð snúa hinni ó- gleymanlegu sögu í græsku- laust grín og létt gaman og flytja til okkar daga, breyta blóðugum ættarerjum Mon- tags og Kapúletts í togstreit- una milli austurs og vesturs, eða kalda stríðið í stytztu máli. Hvað verður ef sonur sovézka sendiherrans og dótt- ir hins bandaríska fella hugi saman? Hljóta þau hörmuleg örlög elskendanna fornu ? Nei, það er öðru nær, ævintýri þeirra breytist í hlátur og gleði, þeirra biður heill og hamingja. — Ástin sigrar að dómi höfundarins, fyrir dýr- legri ásjónu Amors bráðnar jafnvel tortryggni og hatur stórvelda eins og snjóföl á vori. Hið léttfleyga gaman Ustin- ovs gerist í minnsta ríki Evr- ópu, nafnlausu og ímynduðu landi á mótum austurs og þar sem eru rómantískar hug- leiðingar sendiherrans rúss- neska um byltinguna; leik- stjórinn lætur hann réttilega stíga út úr umhverfi sínu og flytja ræðuna beint til áheyr- enda. Veruleg átök eru hvergi í leiknum, þó að næg efni standi til, sendiherrahjónin bæði eru allt of sanngjöm og miid þegar í upphafi til þess að trúað verði að þau spilli hamingju hiima ungu elskenda. — Ustinov er hleypidómalaus og heilbrigður í skoðunum og er það efst huga að efla frið og samhug þjóða, en drepur aðeins góm- unum á yzta borð hlutanna, brosir góðlátlega framan í vandamál heimsins. Skop hans um stcrveldin tvö er mjög enskt í eðli sínu, en hlutlaust og svo barnalegt og græsku- laust að varla getur talizt háð, að pólitískri ádeilu þýð- ir tæpast að leita í leiknum. „Rómanoff og Júlia“ er geð- feldur, ævintýralegur hláturs- leikur og kímnin fremur falin í kát'egum og hnittilegum at- vikum en snjöllum samtölum, verulega hlægileg tilsvör eru vonum færri. Sannar mann- lýsingar eru engar í leiknum og persóuurnar aðeins laus- og túlkun komið hvoi*t leikur- inn nær tilgangi sínum, að vekja gleði og hcilbrigðan hlátur í salnum. Það tekst ó- neitanlega, og er snjallri leik- stjórn og sviðsetningu Walt- ers Hudds fyrst og fremst að þakka, sýningin ber auðþekkt svipmót . hins glcggsýna, stjórnlagna og hugkvæma leikhússmanns. Honum er það sízt að skapi að ýkja eða af- skræma hlutina, listræn fág- un, léttleiki og hófsemi eru sýnilega kjörorð hans; róman- tísk ást Júlíu og Igors og pólitískar erjur og vangavelt- ur senaiherranna njóta sín jafn vel í höndum hins vand- virka leikstjóra. Mest reynir á hnitmiðaða nákvæmni hans í lokaþætti, þá er allir tala í raun og veru í einu, það at- riði vai' nýstárlegt og ánægju- legt um flesta hluti. Eins og að líkum lætur fara eiristöku fyndin tilsvör forgörðum vegna þess að ekki er lögð á þau næg áherzla, en rrv'rg eru þau ekki. Leiksviðið sýnir allt í senn, aðaltorg og lielztu byggingar í höfuðbprg hins friðsæla dvergríkis og sendi- ráðin tvö ýmist að utan eða innan — falleg og viðeigandi umgerð um efni leiksins. Paul Mayo teiknaði tjöldin í sam- ráði við leikstjóra, en Lárus Ingólfsson málaði. Hershöfðinginn (Róbert Arnfinnsson), Rómanoff (Bene- dikt Árnason) og Júlía (Bryndís Pétursdóttir). Sjötugur: Þjóðleikhúsið: Rómanoff O0 Júlín eítir Peter Ustinov Leikstjóri: Walter Hudd vesturs. Skáldið kallar það „ríki skynsemi, samúðar og kærleika", en þjóðin er ærið fornleg og kynleg í háttum — tíminn virðist standa kyr og rétta klukku hefur enginn, en helzta starf almennings að halda þjóðhátíðir og kjósa forseta. ísland er langfámenn- ast þeirra landa sem til ríkja eru talin, og við ættum manna bezt að kannast við broslega lýsingu þessa vopnlausa kot- ríkis, en um eitt er þjóð Ustinovs okkur fremri. Hún leggur á þao megináherzlu að halda sér utan við hemað- arbandalög stórveldanna og tekst það með klókindum, og sannast hér liið fornkveðna að eitthvað má af öllu læra. Ustinov er auðsæilega mjög hugkvæmur höfundur, það er mestur kostur hans. En hon- um tekst ekki altaf að vinna úr margvíslegum og snjöllum hugmyndum sínum, verður minna úr efninu en ætla mætti, og erfitt að verjast þeirri hugsun að hann sé meiri leikari en leikskáld; hann getur minnt á gáfaðan ungling sem ekki er að fullu vaxinn upp úr barnagullun- um sínum. Honum er það sönn skemmtun að brjóta all- ar viðurkenndar reglur leik- ræns skáldskapar, algert al- vöruleysi virðist eina megin- regla hans. Og þá reglu brýt- ur hann raunar í þessum leih, lega dregnar manngerðir, það er leikendanna að gefa þeim lit og líf. Og það er undir leikstjórn Einum leikenda tekst að gera ótrúlega mikið úr sínu hlutverki, Rúrik Haraldssyni. Hann lýsir bandaríska sendi- heiranum, hinum hugmynda- snauða en skyldurækna emb- ættismanni með svo safaríkri kimni og mergjuðu en mann- legu háði að allt sem hann segir og gerir kveikir ósvik- inn hlátur. Gervi hans, hás en skýr rödd, skoplegar hreyfingar og taugaveiklun — allt er það skemmtilegt með afbrigðum og í full- komnu samræmi, og sýnir raunar hve mikið er hægt að gera úr léttvægu gamni Ustin- ovs þrátt fyrir allt. Því skal ekki glejrnt að Rúrik á ágæt- um samleik að fagna, Regína Framh. á 10. siðu Sovézku sendiherrahjónin — (Inga Þoröardottir og Valur Gíslason). Magnús Jónsson prófessor Magnús Jónsson prófessor sinni. Eitt sinn' ræddi hann verður sjötugur í dag og á að baki umfangsmeira og fjölþættara lífsstarf en flestir samtíðarmenn hans. Hann hefur verið. klerkur, dósent og prófessor í guð- fræði, þingmaður, ráðherra og formaður fjárhagsráðs og útvarpsráðs; í raun og veru hefur hann stundum átt að gæta bæði stundlegrar og and- legrar velferðar þjóðarinnar, og skal hér ekki reynt að leggja dóm á, hvernig sú for- sjá hefur tekizt. Hins vegar hefur mér oft fundizt, að Magnús Jónsson væri uppi á röngum tíma, hann ætti betur heima meðal hinna fjölfróðu og athafnasömu manna endur- reistartímans en sérfræðinga og nákvæmnismanna 20. aldar. Isleifur Einarsson á að hafa sagt: „Skárphéðinn og post- ulinn Páll það eru mínir menri'. Ekki veit ég, hvaða álit Magnús hefur á Skarp- héðni, — ég ímynda mér, að honum þyki hann heldur leið- inlegui'. En hins vegar er al- þjóð kunnugt, að postulinn Páll er maður Magnúsar Jónssonar, og af þeim sökum innritaðist undirritaður eitt sinn í guðfræðideild háskól- ans' m. a. til þess að heyra prófessorinn fjalla um þessa stríðshetju kristninnar. Þær fáu kennslustundir, sem ég naut hjá Magnúsi Jónssyni, eru mér ógleymanlegar; mér þóttu þær svo skemmtilegar. Hann er fyrsti sögukennari, seiri ég kynntist, sem gat á- valit látið nemendur sína skynja, að sagan er ekki til- viljanakennd atburðaröð, held- ur magnþrunginn straumur mannlegra athafna. Þegar ég minnist Magnúsar Jónssonar, sé ég hann ávallt fyrir mér standandi við landabréf í litlu kennslustofunni í há- skólanum og talandi um post- ulann Pál. Og kreddubnndinn var Magnús ekki í kennslu um það, að engar óyggjandi sögulegar heimildir væni til fyrir því, að Kristur hefði verið uppi. „En þá er þetta Magnús Jónsson auðvitað enginn kristindóm- ur, piltar mínir, heldur bara, Pálsdómur", mmnir mig, að hann hafi sagt, en mér þykir Pálsdómur dálítið leiðinleg- ur. Persónuleg kynni hef ég engin af Magnúsi nema sem ferðafélaga austur til Kína. Þar gerði liann okkur yngri mönnunum skömm til með brennandi áhuga og fróðleiks- fýsn; hann vildi kynnast .cllu og umfram allt komast suður í liitabelti, hvað sem allir læknar sögðu. En því miour komumst við Magnús ekki suður til Kanton. Eg er ekki enn þá úrkula vonar um ]iað að mér auðnist síðar að gista hitabeltið einhvers staðar, en þvi miður á ég þá senniiega ekki Magnús Jónsson að ferðafélaga. Magnús Jónsson hefur verið mikilvirkur rithöfundur . um dagana, og nú er nýkop-nn út eftir hann mikil bók um lands- Framh. á‘10. síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.