Þjóðviljinn - 28.11.1957, Qupperneq 5
Fimmtudagur 28. nóvember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5
MildL flóð hafa verið í Pódalnum að undanförnu og hafa þús-
tmdir manna orðið að flýja heimili sín. Myndin sýnir ítalska
bændur o.g fjölskyldur þeirra um borð í fljótapramma, sem
flýtja á fólkið í örugga liöfn.
Skyssa hjá Vesturveldum
að hugsa alltaf um hernað
Hættan af Sovétríkjunum ekki hernaðarleg
heldur viðskiptaleg, segir fyrrverandi að-
stoðarutanríkisráðherra Bretlands
í bandaríska stórblaðinu New York Herald Tribune,
hefur brezki stjórnmálamaðurinn Antony Nutting deilt á
ríkjandi hugsunarhátt forustumanna Vesturveldanna.
OEEC aðvarar Fraklcr. og
V estur-Þj óðver j a
Efnahagssamvinna Vesiur-Evrópu í voða
ef ekki er að gert
Framkvæmdastj órn Efnahagssamvinnustofnunar Vest-
ur-Evrópu í París (OEEC) hefur beint strangri aðvörun
til ríkisstiórna Frakklands og Vestur-Þýzkalands.
Nutting er íhaldsmaður og
var aðstoðarutanríkisráðherra í
líkisstjórn Anthony Edens.
Hann sagði af sér því embætti
og einnig þingmennsku til að
mótmæla árásinni á Egypta-
land.
Frtðsamleg samkeppni
1 greininni í New York Her-
ald Tribune veitist Nutting
gegn stefnu Eisenhowers
Bandaríkjaforseta og annarra
forustumanna A-bandalagsins.
Hann sakar þá um að einblína
á hemaðarhlið málanna en láta
sér sjást yfir þýðingarmestu
atriði alþjóðamálanna. Afleið-
ingin hljóti að verða nýir sigr-
ar Sovétríkjanna í þeirri frið-
samlegu keppni, sem þau hafa
tekið upp við Vesturveldin.
í vamarstöðu
: Nutting slær því föstu, að
engir aðrir en sauðtryggustu
bandamenn Baadarikjanna hafi
lokið lofsorði á „hughreysting-
arræðurnar", sem Eisenhower
flutti eftir að sovézku gervi-
tunglin komu á loft. Meðal for-
ustmnanna óbundinna ríkja
mælist ræðumar hinsvegar illa
fyrir.
„í mínum augum og þeirra
(óbundnu ríkjanna) hefur for-
setinn látið sér sjást yfiir merg
málsins og ráunverulega þýð-
ingu vísindasigra Sovétríkj-
anna", segir Nutting. „Það var
ekki nóg með að forsetinn væri
í vamarstöðu, bæði hann og
þeir sem höfðu krafizt að hann
léti. til sín heyra virðast ekkert
annað sjá en 'hernáðarhliðina á
hverju máli".
Viðskíptastríðið
„Það sem ég hef einkum út
á boðskap forsetans að setja,
var að hann blés í herlúðra og
kallaði menn til vopna til að
heyja styrjöld, sem mun ekki
dynja yfir, en vék ekki einu
einasta orði að því, hvað við
þyrftum að gei*i til að vinna
styrjöld, sem nú þegar er skoll-
in á. Þetta strið, viðskipta-
stríðið, hófst fyrir þrem árum,
þegar Krústjoff lýsti því yfir
að stefna Sovétríkjanna væri
friðsamleg samkeppni.
Koma spútnikanna á loft
þýðir í augum umheimsins, að
Rússland hefur unnið fyrstu
omstuna í þessu stríði en ekki
að það búi sig undir árás með
vopnavaldi, sem myndi kalla
hrun og eyðingu jafnt yfir það
og andstæðinginn".
’iaráttaii um markaðina
og sálirnar
„Við á vesturlöndum — og
sér í Iagi í Bandarikjunum —
emm haldnir slikum ótta við
vopnaárás að okkur sést yfir
hættuna sem í raun og veru
er á ferðum, efnahagslegu og
pólitísku baráttuna um mark-
aðina og sálirnar i þeim hluta
heimsins, sem ekki hefur bund-
izt stórveldunum hernaðarleg-
um b'indum".
Nutting skorar loks á Banda-
ríkjamenn að sjá að sér og
breyta nm stefnu: „Við verðum
að hugsa minna um að verja
New York fyrir rússneskum
eldflaugum en meira um að
greiða Nýju Delhi atlögu með
vestrænum rafstöðvum".
I skýrslu um ástandið í
efnahagsmálum aðildarríkjanna
?korar framkvæmdastjórnin á
Frakka og Vestur-Þjóðverja
að láta hendur standa fram úr
ermum og gera ráðstafanir,
sem komi í veg fyrir að kerfi
efnahagssamvinnu, sem komið
hefur verið upp í Vestur-Ev-
rópu á undanförnum árum,
hrynji til grunna.
Óhagstæður viðskiptajöfnuður
„Frakkland verður að koma
iöfnuði á utanríkisverzlun
jsína", segir í skýrslunni. „Ó-
hagstæður viðskiptajöfnuður
þess á yfirstandandi ári mun
e.ð öllum líkindum komast yfir
1200 milljónir dollara".
Frá miðju ári 1956 til miðs
árs 1957 jókst innflutningur
Frakka um 29% en útflutn-
ingurmn jókst aðeins um 12%
á sama tíma.
Framkvæmdastjórn Efnahags-
samvinnustofnunarinnar segir,
að fr.önsk stjórnarvöld verði að
draga úr neyzlu heimafyrir til
að minnka hallann á utanrík-
isviðskiptunum. Bent er á í
skýrslunni, að hernaður Frakka
i Alsír eigi drjúgan þátt í ó-
hagstæðum viðskiptajöfnuði
beirra.
Of hagstæður riðskipta-
jöfnuður
Vaxandi skuld Frakka við
gi-eiðslubandalagið er þó hvergi
nærri eins hættuleg framtíð
efnahagssamvinnunnar og hrað-
vaxandi inneign Vestur-Þjóð-
verja. Hvað Vestur-Þýzkaland
snertir er vandinn sá að við-
skiptajöfnuður þess er alltof
hagstæður fyrir jafnvægi
greiðslubandalagsins.
Á fyrra misseri síðasta árs
jókst inneign Vestur-Þýzka-
lands um 67 milljónir dollara
að meðaltali á mánuði. Á fyrra
misseri yfirstandandi árs hækk-
aði inneignin um 127 millj.
dollara á mánuði. Á síðasta ári
jókst útflutningur Vestur-
Þýzkalands um 20% en inn-
flutningurinn einungis um
14.6%.
■Forréttindaaðstaða
Framkvæmdastjórn Efnahags-
samvinnustofnunarinnar segir
að hinn mikli, hagstæði við-
skiptajöfnuður Vestur-Þýzka-
lands ógni tilveru greiðslu-
bandalagsins og torveldi frjálsa
verzlun.
1 skýrslunni er vesturþýzkum
stjórnarvöldum borið á brýn að
bau hafi olnbogað sig áfram
á heimsmarkaðnum á kostnað
annarra Vestur-Evrópuríkja.
Vestur-þýzkir útflytjendur hafi
notfært sér út í yztu æsar for-
réttindaaðstöðu, sem stafi af
því að þýzkur iðnaður hafi að
mjög lítlu leyti þurft að annast
vopnaframleiðslu. Þetta hafi
gert Vestur-Þýzkalandi fært að
selja fjárfestmgarvörur með
skemmri afgreiðslufresti og
betri kjörum en önnur Vestur-
Evrópulönd geta boðið.
Tiltölulega lág hernaðarút-
gjöld hafa einnig gert Vestur-
Þjóðverjum fært að festa stærri
hluta af þjóðartekjum sínum
nýjum framleiðslutækjum en
samstarfsþjóðir þeirra í Efna-
liagssamvinaustofnuninni hafa
efni á. Um 23% af þjóðarfram-
leiðslunni hafa farið til fjár-
f estingar.
Bretar dragast aftur úr
Skýrslur Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar sýna, að á und-
anförnum árum hefur Bi’etland
dregizt aftur úr öðrum helztu
Framh. á 10. síðu
Happcrϒti
Þjóðviljons
1957
Eignist Fíatbiíreið
fyrir 10.00 kr.
Kaupið miða stiax
Auk þess eru 11 aðr-
ir vinningar.
Philips-útvarpsfónn
6 segulbönd
4 ferðaútvarpstæki
Kaupið miða
:.i
strax í clag
í
i Verðlaunakrossgáta
J fylgir hverri blokk.
I Verðlaun fyrir ráðn-
ingar eru kr. 2000.
00.
Uppiýsingasími
17-500.
Skriístoía happ-
drættisins er á
Skólavörðustíg 1.9
f
Drætti ekki
frestað
Kona læst inni í 30 ár af
foreldrum og bróður
Var lokuð inni til að koma í veg fyrir að
hún giftist manni sem þeim mislíkaði
Stjórnarvöld í vesturþýzka smábænum Eizendorf hafa
leyst 62 ára gamla konu úr haldi á ættaróöali hennar
eftir meira en 30 ára innilokun.
Fjölskylda hennar hafi lokað
hana inni árið 1926 til að koma
í veg fyrir að hún gengi að
eiga mann sem þótti ekki nógu
góður handa henni.
Mál þetta kom á daginn fyrir
tilviljun, þegar heilbrigðisjdir-
völdin gerðu út menn til að
athuga hreinlætisskilyrðin á
bænum. Þeir rákust á aldraða
mállausa konu, sem var læst
inni í herbergi.
Rannsókn málsins hefur leitt
í ljós að foreldrar hennar lok-
uðu hana inni fyrir rúmum
þrjátíu árum, þegar hún hafði
sagt þeim að hún ætlaði að
ganga í hjónaband. Foreldrarn-
ir læstu hana inni til að koma
veg fyrir að hún hlyþi á
brott og síðan hefur hún ekki
komið út fyrir hússins dyr.
Foreldrar bennar eru látnir
fjTÍr mörgum árum og bróðir
iiennar sem nú er 72 ára tók
þá við búinu. Ákæruvaldið í
Verden segist hafa í hyggju að
höfða mál gegn bróðurimmi
fyrir að hafa haldið systur
sinni innilokaðri. Hún hefur nú
verið lögð á spítala til rann-
sóknar á geðheilsu hennar.
Þegar hún fannst gat hún að-
eins muldrað örfá óskiljanleg
í orð.