Þjóðviljinn - 28.11.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.11.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. nóvember 1957 —— {UÓÐVILJINN Úteefandl: Sametningarfiokkur alþýðu — Sósíallstaflokkuriim. — Ritstjórar Masnus Kjartansson (áb.i. Sigurður Ouðmundsson. - Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vlgfússon. ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- ; ingastjórl: Guðgeir Magnússon. - Rltstjórn, afgrelðsla. auglýsingar. prent- smlðia: Skólaviirðustíg 19. - Sími: lí-500 (5 linur). — Askrlftarverð kr. 25 & máu. t Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. — Lausasbluverð kr. 1.50. Prentsmlðja ÞJóðvlijans. Ofætlun Við afgreiðslu á tillögum um húsnæðismál á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykja- vikur kom m.a. til álita og ákvörðunar með hvaða kjör- um bæjaríbúðirnar við Gnoð- airvog skyldu af hendi látnar við væntanlega kaupendur. Varð þar ct'aná, fyrir atbeina Sjálfstæðisflokksins og Magn- úsar Ástmarssonar, að ein- ungis skyldi gert ráð fyrir 100 þúsund króna láni frá bæ og riki og væntanlegum A og B lánum byggingarsjóðs rik- isins. Geta þau lán naumast orðið hærri en 70 þúsund krónur á íbúð, þannig að föstu lánin gætu í bezta falli numió 170 þúsund krónum samtals, og má þó búast við að nokkur dráttur verði á að þau komi að fullu í hendur lántakenda. í^ess er svo að gæta, að * þriggja herbergja íbúð í þessum bæjarbyggingum kost- ar vart undir 280 þúsund krónum þegar hún er fullbúin. Hér er því ætlazt til að vænt- anlegir kaupendur geti sjálf- ir lagt fram 110 þús. lcrónur. Nú er þess að gæta, að sam- kvæmt samþykktum bæjar- stjórnar og gildandi lögum um ríkisframlag til slíkra í- búðabygginga á vegum bæjar- félaga, eiga viðkomandi íbúð- ir að koma í hlut fólks, sem býr við erfiðastar aðstæður um húsakost. Það er til þess ætlazt að þessar íbúðir komi í stað hérskála, skúra og ann- arra heilsuspillandi íbúða sem R.eýkjavík er býsna auðug af brátt ífýrir miklar íbúðabygg- íngar síðustu árin. Mun flest- um sýnast ósennilegt að fjöl- mennar barnafjölskyldur, sem hafa orðið að sæta slíkum af- arkostum um ibúðarhúsnæði séu svo aflögufærar í fjár- hagslegum efnum, sem ætla mætti af hugsanagangi íhalds- ins og fulltrúa Alþýðuflokks- iiis í bæjárstjórn. ■\y|éð þetta sjónarmið í huga greiddu allir aðrir bæj- arfulltrúar minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn atkvæði rneð þeirri breytingartillögu Guðmundar Vigfússonar að gerf skvlöi ráð ifyrir sérstöku !áni frá bæjarsjóði er næmi 70—30 þús. kr. á íbúð. Er augljóst að einungis með slíku viðbótarláni frá bænum var unnt að tryggja að í- búðirhár kæmu þeim að gangi sem brýnasta hafa þörfina og þter eru óumdeilanlega ætlaðar samkvæmt samþykkt- um ög lögum. En gegn þessu s.nerist ekki aðeins íhaldið í bæjarstjórninni heldur og fulltrúi Alþýðuflokksins. Til- lagan var því felld og við málið skilizt þannig, að það er í algerri óvissu hvort þeir s«m réttinn eiga til íbúðanna geta notið hans vegna fjár- skorts og ófullnægjandi lán- veitinga. Það kom að sjálfsögðu ekki á óvart þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu takmarkaðan skilning á raun- verulegri fjárhagsaðstöðu bamafólks í bröggum og skúrum. Hitt hefur ýmsum orðið torskildara að fulltrúi Alþýðuflokksins skyldi verða þeim samferða í að fella til- lögu sem átti að tryggja rétt og möguleika þessa fólks til bæjaríbúðanna við Gnoðarvog. Hvað sem íhaldsfulltrúunum líður átti fulltrúi Alþýðu- flokksins að hafa öll skil- yrði til að vita hið rétta um fjárhag fátækra bamafjöl- skyldna í herskálum og heilsu- spillandi íbúðum. Honum átti þvi að vera ljóst að það er alger ofætlun að gera ráð fyr- ir að íbúar herskálanna og skúranna geti reitt af hendi á annað hundrað þúsund krónur, Það er eins og full- trúi Alþýðuflokksins hafi í afstöðu sinni verið undir ill- um álögum, sem honum liafi verið um megn að losna við. Alþýðublaðið liefur reynt að •*“■ afsaka framkomu fulltrúa síns með því, að hún liafi ver- ið í samræmi við afstöðu hús- næðismálastjórnar og nefnir þar sérstaklega þá ábendingu hennar að óhjákvæmilegt sé að bærinn veitti a.m.k. bráða- birgðalán til viðbótar föstu lánunum. Formaður húsnæð- ismálastjórnar á því að bera ábyrgð á afstöðu Alþýðu- flokksmannsins í bæjarstjóm. Það er naumast að Magnús Ástmarsson er farinn að taka tillit til Sigui-ðar Sigmunds- sonar, samkvæmt kenningu Alþýðublaðsins. En um þetta er það að segja, að það á að vera auðvelt fyrir Alþýðublað- ið að afla sér upplýsinga um hvernig svar húsnæðismála- stjórnar ér til komið. For- maður stjórnarinnar ræður ekki öllu um svör hennar og afstöðu, hún hlýtur þvert á móti að markast af skoðunum meirihlutans eða byggjast á samkomulagi. Formaður hús-<j, næðismálastjórnar hefur aldr- ei farið dult með þá skoðun sína að íbúar liei’skála og ann- arra heilsuspillandi íbúða þyrftu aðra og fullkomnari fyrirgreiðslu en þeim er ætl- uð af íhaldinu og Magn- úsi Ástmarssyni, eigi þeir al- mennt að komast í mamisæm- andi íbúðarhúsnæði. Það, sem gerir þó afsök- un AÍþýðublaðsins mátt- lausa með öllu, er sú stað- reynd, að engin samþykkt var gerð í bæjarstjórainni um „bráðabirgðalánið" sem full- trúí Alþýðuflokksins á að A- bandalagið höfuðlaust Eisenhower veiktist einmitt þegar traust á stefnu Bandarikjinna þverrar óSfluga Olóðtappi eða herpingiir í ** smáæð vinstra meg.m í heila manns á sjötugsaldri hef- ur skyndjlega gert feitt strik í reikning ríkisstjórna og fjár- málajöfra Vesturveldanna. Sjúkleiki Eisenhowers Banda- ríkjaforseta kemur rétt fyrir fund, þar sem aetlunin var að reyna að stöðva upplausnartii- hneiginguna í A-bandalaginu, og þegar kreppuboðar hrannast að atvinnulífi auðvaldsland- anna. Verðhrunið á kauphöll- um Bandaríkjanna og' fjaðra- fokið í höfuðborgum Vestur- veldanna sýna, hversu gjarnt sjómmálamönnum og fjármála- mönnum er orðíð að tengja vonir um lausn á vandamálum við mannnin í Hvíta húsinu. í Bandaríkjunum eru áhyggjurn- ar dýpstar. Þar var sjálfsá- nægjan orðin svo rótgróin að spútnikar Sovétríkjanna koll- vörpuðu heimsmynd manna og fylltu þá skelfingu. Hrópað var á Eisenhower, að sjá nú ráð við vandanum, og einmitt þeg- ar hann var önnum kafinn að telja kjar.k í þegna sína leggur •truflun á starfsemi heilans hann i rúmið. Þriðja aivarlega sjúkdómsáfallið, sem Eisenhov/- er verður fyrir á tveim árum, hafa valið í stað 70—80 þús. kr. fasts láns til 20 ára. Fyrir atbeina íhaldsins og Alþýðu- flokksins stendur því málið þannig að bilið er óbníað og ekki annað sýnt en fjárhags- getan ein verði ákvarðandi um úthlutun íbúðanna. Með slík- um vinnubrögðum verður heilsuspiilandi íbúðum í Reykjavík ekki útrýmt. Til þess þarf annað viðhorf og rikari skilnmg á raunveru- legum kjörum fólksins sem við þessar aðstæður býr en fram kemur í afstöðu íhalds- ins og fulltrúa Alþýðuflokks- ins. vekur í hugum Bandaríkja- manna, sem kunnugir eru sög'u lands sins, óskemmtilegar minningar. Þess eru dæmi frá stjórnarárum Garfields og þó einkum Wilsons, að Bandarík- in hafa verið um lengri eða skemmri tíma stjórnlaust rek- ald, vegna þess að aðs'tandend- ur og samverkamenn forseta, sem í raun og veru voru ó- færir um að gegna embættis- störfum, hafa lejTit umheiminn sannleikanum um heilsufar þeirra og reynt að hrifsa sem mest af forsetavaldinu í eigin hendur. ¥Jundur A-bandalagsráðsjns í •*• París í vikunni fyrir jólin verður ekki nema svipur hjá sjón að Eisenhower fjarver- andi. Ljóst er að ætlun Bandaríkjamanna var að nota vinsældir og álit forsetans í Vestur-Evrópu til að troða upp ó ríkisstjórnir og þjóðir A- bandalagsríkjanna ráðstöfun- um, sem í orði kveðnu miða að því að efla samheldni og styrk bandalagsins, en rnyndu í raun og veru herða tök bandarískra embættismanna og hershöfð- ingja á bandamönnum sínum. f síðustu viku skýrði Neil Mc- Elroy, landvarnaráðherra Bandaríkjanna, fréttamöímum frá því, að bandaríska her- stjómin hygðist mæta hætt- unni, sem borgum og herstöðv- um í Bandaríkjunum stafaði af langdrægum eldflaugum Sovét- ríkjanna, með því að koma upp stöðvum fyrir skammdrægari bandarískar eldflaugar í þeim rikjtim bandamanna sinna, sem næst liggja SovétrLkjunum. Ætlunin er að eldflaugunum fylgi birgðir af kjamorku- sprengihleðslum, sem banda- rísk lög leggja blátt bann við að afhenda öðrum ríkjum. Fyr- irætlun bandarísku herstjórn- arinnnar er með öðrum orðum sú að koma upp röð banda- rískra kjamorkueldflauga- stöðva, sem næst landamærum Sovétrikjanna, í A-bandalags- ríkjum frá Noregi til Tykrlands, með það fyrir augum að beina sovézku eldflaugunum frá Bandaríkjunum sjálfum að út- varðstöðvum í Vestur-Ev- rópu. Oú var tíðin að sumir stjórn- málamenn i Vestur-Evrópu fögnuðu hverri nýrri, bandá- rískri herstöð í löndum sínum. Það var í þá daga, þegár for- ustumenn A-bandalagsríkjanna Ijfðu í þeirri sælu trú, að for- sjónln hefði falið Bandaríkja- mönnum kjarnorkusprengjuna, svo að þeir ættu hægt með að jafna um hina guðlausu bolsé- vika. Fremstur í þessum flokki var til skamms tíma Konraa Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Ekki er ár liðjð síðan hanri hreytti ónot- um í 18 frémstu kjarnorku- fræðinga lands síns, vegna þess að þeir gerðust svo djarfir að vara við hættunni sem stafaði Bandarísk eidflaug í skot- stöðu. af kjamorkuvopnastöðvum ■ í Þýzkalandi; Síðan hefur það gerzt að kómið er á daginn að Sovétríkin ráða á srimtim Framhk’d á 10: ' Helztu flugstöðvar Bandaríkjanna umliverfls Sovétrflt- in. Kortið er úr bókinni „Nuclear Weapons and Foreign Policy“ eftir bandaríska lierfræðinginn Henry A. Kiss- inger. Eins og sjá má er ísland taiið til lielztu árá>#ar- stöðvanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.