Þjóðviljinn - 05.12.1957, Side 4

Þjóðviljinn - 05.12.1957, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Firmntudagur 5. desember 1957 Vinsæl bók — Fuglinn sigursæli — Þulur skemmtilegur kveðskapur ÞAÐ er hálfgerð hermdargjöf, þegar ólæsum vinum manns eru gefnar bækur, sem þá fýs- ir að heyra hvað stendur skráð í. Vinirnir eru nefnilega ekkert feimnir við að kvabba á manni. Lestu fyrir mig í þessari bók. Á þessu hefur pósturinn fengið talsvert að kenna undanfarið, síðan fugla- þulur Jónasar Árnasonar komust í eigu eins stráksins hér. Þetta eru tvær þulur, og heitir sú fyrri: Fuglinn sigur- sæli (svo heitir og bókin) og fjallar m.a. um hænuna. Þul- an byrjar á hollri lexíu um fánýti hermennskunnar, þar segír svo m.a.: ,,. . . og enginn skyldi ætla sér með of'stopa og montnum her að kúga lífið lengi, (sólin vekur safagrös á sinu- brenndu engi), en úniformin undral'ín á endanum sundurgrotna, og púðurbirgðir blotna og valdsins byssur brotna. Svo héldu þeir aftur heim til sín með liöíuðverk og magapín og rifna buxnabotna“. — En svo segir frá fugli, sem hefur „sigrað hátt og lágt heiminn aílan smátt og smátt, ekki þó með sveitum af soldátum feitum, skotum né skeytum, heldur bara alúð og elsku- legheitum“. Og þessi fugl er sem sé hæn- an. Þulur gerast nú ærið fátíðar, en ég hygg að skemmtilegar þuiur séu á ýmsan hátt eitt- hvert ákjósanlegasta lesefni fyrir börn.. Um þessar þuiur er það að segja, að notaleg kýmni Jónasar nýtur sín þar víða.ágætlega, og alljr þakkja hve lagið honum er að tala til barnanna. Það þarf mikla hagmælsku til að yrkja góðar þulur, og mér finnst kveðand- inni hjá Jónasi dálítið ábóta- vant á einstöku stað, en sum- staðar er slíkt þó sýnilega af ásettu ráði gert, en ekki vegna skorts á hagmælsku. Seinni þulan heitir: Okkar góða kría. Þar segir m.a. svo um heimsókn krumma í varp- landið: „En Adam samt með æru og prís er ekld lengi í Paradís; óðara krían upp nú rís með augað vökugliigga og vængi viðbragðssnögga, því hún er varpsins lífvörður og lögga; skýzt; um loftsins heiða hvel sem liugur manns með klofið stél, eins og þegar þýtur vél af þrýstilofti knúin, og nú er krummans dýrðar- draumur búinn“ Krían rekur hrafninn sem sé á flótta. — En það var nú raunar ekki meiningin að skrifa ritdóm um þulurnar hans Jónasar, heldur ætlaði ég bara að segja frá því, að ég er búinn að lesa þær minnsta, kosti tíu sinnum upp- Framh. á 11-- §íðu 1847-19S7, éfiir próf. Björn Magnússon. — í bókinni eru taldir allir þéir, sem lokið hafa embættispróíi í guðfræði við Presta- Skóla íslands, meðan hann starfaði, og síðan við guðfræði- deild Háskóla íslands, fram til ársins 1956 að því meðtöldu. — Auk þess eru í viöbætum við bókina taldir þeir menn íslenzkjr, sem lokið hafa prófi við guðfræðideild Kaup- rhanháhafnarháskóla, og noldcrir, sem vígðir voru til prestsembætta í þjóðkirkjunni, en hlutu ekki guðfræði- menntun. — Myndir eru af svo til öllum þeim, sem skráðir ei'ú í bókinni. Ingolfur Kristjánsson: OG JtíBDIN SMÝST T-íðum er auglýst um týnda gripi, ckj'frúlega lieyrum vér bráöum: ,flúsfreyjan týndl Var meö hálsband og festi -— og hœlana skakka undir báðum“. Ingólfur Kristjánsson er ungur rithöf- undur, og þó orðinn landsþekktur. Hann hefur verið ritstjóri Hauks og Sunnu- dagsblaðs Alþýðublaðsins, og er þetta sjöunda bók hans. ★ Eiríkur Albertssori dr. théol.: ÍHENDIGUÐS I bókinni eru 22 ræður og erindi. — Nýiega- átti Eiríkur sjötugsafmæli. Af því tilefni rit- aði meðal annarra próf. Björn Magnússon í Morgunblaðio: „í félagsskap presta gerðist Eiríkur áhrifamaður. Hann var jafnan í fylk- ingarbrjósti þeirra, er vilja halda á lofti merki frjálsrar hugsunar og leita hins sanna, hvar sem það birtist. Ræður hans voru rökfastar og skarpar, og báru vott um mikla hugsun og skýra dómgreind“. — Tryggiö yöur þessa bók. U'p'plag er lítið. Uc.-.,,'-. ★ FLUGELDflR Nokkrar ritgeröir eftir Pétur Jakobsson. Pétur Jakobsson fasteignasali er þjóðkunn- ur maður fyrir kvæði sín og ritgerðir. Pétur er hreinskilinn og fylginn sér og meiri rithöf- undur en margir þeir, sem meira eru lofaðir. — Þá saga Fróns verður rituö meö rökum, að réttu skál lýst þínum framatökum. FI.1’C;H1.I» V Pélnm .9ak«bNNoei»r. ★ Axel Thorsteinson: Ef JIN GEÆM Ferðaþættír frá Írlandí. Axel Thorsteinson skiptir bókinni í fjóra kafla: I. Um Irland og írlendinga. II. Feröaþcettir frá Noröur-írlandi. III. Dagur í DyfUnni. IV. Þar sem ástin átti sér ekkert griðland. — Fjöldi mynda er í bókinni. — Axel Thorsteinson hefur alla ævi verið mjög hrifinn af írlandi og langað mjög að kynnast nánar landi og þjóð. Sá draumur rættist. — í bókinni lýsir hann af góðum skilningi og mikilli samúð írlandi, þjóð og menningu. — Bókin kostar aöeins kr. 38,00 heft, og JfS,00 ib. Presatsmiðjan LEIFTUH Greinorgerð frá niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur um aukaniðurjöfnun 1957- Að gefnu tilefní fekur nlður- jöfnunarnefnd Reykjavíkur fram eftirfarandi: Samkvæmt 25. gr. útsvarslag- anna fer aukaniðurjöfnun fram í júní, september og desember ár hvert, eða á öðrum líma, ef ástæður þykja til. Þá skal leggja útsvör á þá, sem teknir skyldu hafa verið á aðalskrá, en hefur verið sleppt, Á aðal- skrá tekur niðurjöfnunarnefncl ekki aðra en þá, sem eiga bæði heimilisfang og lögheimili hér í bænum, en sleppir þar hins vegar þeim, sem hafa heim- ilisfang hér í bænum samkv. þjóðskránni, en telja lögheimili sitt annarsstaðar.. Hefur þetta jafnan verið gert og byggist á því, að skattstofa Reykjavík- ur hefur engar upplýsingar um efni og ástæður þess fólks, þar sem framtöl þess. eru send til lögheimilissveitar þess, og yfir- leitt ekki fyrir hendi upplýs- ingar,Vi' um hvaða fólk er hér að ræða, þegar aðalniðurjöfn- un fer fram. Ný, (ív . hing v§_gar„s.yo. .ákyeð- ið -i. 8. 'gr. útsv'arsfSgahna," að þa£rt.skyli leggja útsvar á gjald- þegn, þar sem-hann hfefúr heim- ilisfang samkv. marintáli næst á undan njðurjöfnun. Er í þeim efnum farið eftír þjóðskránni, sem Hagstofa íslands semur. Er jáfnari . í bænum míkill fjöldi fóiks, sem hefur hér heimilisfang og atvinnu, -en sendir framtöl Sín þahgað, sem það telur sig eiga lögheimili. Vafalaust er, að leggja ber út- svar á slíka gjaldþegna hér, sbr. 8. gr. útsvarslaganna, sem vitnað var til hér að framan. Eins og sagt er í upphafi, er þessum gjaldþegnum sleppt af aðalskrá, en á þá lagt sam- kvæmt ákvæði 1. tölul. 25. gr. útsvarslaganna. Með því að gjaldþegnar senda nefndinni engin framtöl né gera á annan hátt grein fyrir tekjum sínum og eignum, er niðurjöfnunar- nefnd skylt að beita ákvæðum 5. gr. útsvarslaganna, þar sem tekið er fram, að ef gjaldþegn telji ekki fram tekjur sínar og eignir, skuli niðurjöfnunarnefnd „áætla honum ríflegar eignir dg tekjur, svo að áreiðanlegt megi teljast, að hann vinni ekki á því, að halda upplýs- ingum fyrir nefndinni“. Sams- konar ákvæði, en þó strangara, er í 35. gr. laga um tekju- og eignaskatt, og beita skattayfir- völdin því gagnvart þeim, sem ekki telja frarn, á sama hátt og niðurjöfnunarnefnd gerir við aukaniðurjöfnunma. Þegar kærufrestur éftir aukaniðurjöfnun er liðinn og framtöl og aðrar upplýs’ingar1 um hagi gjaldþegnanna hafa borizt, er áætlunarupphæð- inni breyti, ef ástæða er til.: Ef í ijós kemur, að ástæður gjaldþegns eru þannig, að hann getur ekkert útsvar borið, svo sem vegna sjúkleika hans sjálfs eða þeirra, sem á veg- um hans eru, s'ysa, dauðsfalla, menningarkostnaðar eða ann- ars, sem telja má máli skipta um gjaldþol hans, sbr. '4. gr. úlsvarslaganna, er útsvar hans. að sjálfsögðu fellt niður. Er hér um að ræða öldungis hið s.am8,ag,,á,s|r stað við ákvörð- un tékju- 'tíg eigriáskídts, þar sem ^kattar eru á lagðir í upp- hafi; en síðan breytt eða feild- ir niður samkv. upplýsingum, sem skattayfirvöldunum ber- ast, svo sem um sjúkleika eða annað þess háttar. Deilt hefur verið á nefndina fyrir það, að við aukaniður- jöfnunina í ár hafi útsvar ver- ið áætlað á nokkra einstak- linga, sem síðar hafa reynzt vera sjúkir eða við nám. Sam- kvæmt framansögðu liggja til slíks eðlilegar og skiljanlegar orsakir. Að lokum skal tekið fram, að aukaniðurjöfnun í ár fór fram með sama hætti og ver- ið hefur og mælt er fyrir um í lögum. Hefur aldrei áður ver- ■ ið deilt á niðurjöfnunarnefnd af slíku tilefni. Reykjavik 28. nóv. 1957. Niðurjöfnunarnefnd Reyhjavíkur. Guttormur Erlendsson Haraldur Pétursson Bjiirn Kristmundsson Sigurbjörn Þorbjörnsson Einar Ásmundsson. Aðalf undur Skaitfellingafélagsins í Rvík verður haldinn á morgun, föstudaginn kl. 8 e.h. í Tjarnarcafé. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. . Upplestur úr nýrri félagsbók. 3. Einsöngur. og tvísöngur.. Sigurveig Hjaltested og Vincenzo Maria Dementz. A Dansað til kl. 2 um morguninn. Aðgöngumiðar seldir í Tjarnarcafé sama dag kl,. 5 til 7. ST.TÖRIVTTC tíRVAL AF PlPUM — Verð frá kr. 21.00 til' ' kr. 75.00. — Sendum í póstkröfu. SÖLUTURNINN við Arnarhól

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.